Haukur - 01.03.1910, Síða 1

Haukur - 01.03.1910, Síða 1
HAUKUR HEIMILISBLAÐ MEÐ MYNDUM. P # '<§)■ # #• <$> <g> # <jj> # # # % # # Hi Hjarta-ás. Frásaga með myndum, eftir Harald Hausen. (Framli.). 24. kapítuli. Madur i manns stað. Það höfðu gengið býsnin öll á í milli þeirra Wilmers gamla og tengdasonar hans, Jóns Halifax. »Já«, mælti Wilmer að lokum, »þú ert í stuttu niáli sá allra argasti fantur, stórbófi og þorpari, sem til er á guðs grænni jörð, og tilgangur þinn hefir aldrei verið annar en sá, að ná í eignir mín- ar — og svo er ekki meira um það að ræða. María hefir nú sagt mjer allt eins og er. Hún kemur nú heim með mjer, og guð verndi þig og varðveiti f*'á því, að stíga nokkurn tíma fæti þínum inn á íandareign mína«. Jón stóð eins og hýddur þjófur, og horfði í gaupnir sjer. »Við skulum nú reyna að tala dálítið rólega um þetta«, mælti hann svo. »Yður skjátlast sem Bje mikillega, herra Wilmer — —«. »Já, mjer hefir skjátlazt, það segið þjer svei frfier satt. Jeg hjelt, að jeg ætti við almennilegan Wann og góðan dreng, en ekki við þrælmenni og fant. — Svona, komdu nú, telpa mín. Við skul- uni hola okkur niður í einhverju gistihúsinu til ^orguns, og svo skulum við komast burt úr þessu sPillingarbæli«. María rjetti föður sínum höndina, og gamli ^uaðurinn leiddi hana á brott með sjer, og skildi Jón einan eftir með hugsanir sínar. Hinar áköfu geðshræringar, sem Wilmerhafði komizt í, höfðu þó svo mikil og ill áhrif á hann, hann varð að leggjast f rúmið. Hann hjelt, að það yrði ekki nema í svip — sjor myndi fijótlega batna aftur. »Þetta er ekki annað en ólukkans gula, sem ®tafar auðvitað af því, að mjer hefir sárnað helzt mikið við ótætis þrjótinn þann arna«, mælti hann, til þess að hughreysta Maríu. »Á jeg samt ekki að sækja lækni?« spurði María kvíðafull. »Nei, nei! Mjer batnar bezt á því, að fá mjer €ltt glas af góðu rommpúnsi, og það kunna þessir blessaðir Frakklendingar ekki að búa til«. »En það kann jeg, faðir minn«. Batinn kom þó ekki eins skjótt, og Wilmer hafði vonazt eftir. Daginn eftir varð hann enn að vera f rúminu. Sjúkleikinn lagðist einkum i tæturna. »Það er slæmt, að geta hvorki staðið nje £engið«, mælti námaeigandinn. María fjekk þá loksins leyfi hans til þess, að láta sækja lækni. Hún sneri sjer til þjóns eins í gistihúsinu, og nefndi það við hann. »Það er auðvelt að ná í lækni«, svaraði hann. »Einn býr hjer svo að segja í næsta húsi«. Hann var sóttur. Það var rússneskur læknir, sem komið hafði til Parísur með herliðinu rúss- neska. Og á þeim stutta tíma, sem hann hafði dvalið þar í borginni, hafði hann fengið mjög orð á sig sem góður og duglegur læknir. Það var ungur maður og laglegur í sjón. Þegar hann hafði skoðað Wilmer og athugað hann vandlega, mælti hann: »Ef þjer liggið kyrr í rúminu næsta hálfan mánuð, þá er engin hætta á ferðum; en ef þjer farið á fætur, eða reynið nokkuð á yður, þá getur það haft mjög slæmar afleiðingar«. »Það er dáendis skemmtilegt, að heyra það«, svaraði Wilmer. Læknirinn yppti öxlum, og mælti fyrir um það, hver meðul ætti að viðhafa, og hvernig ætti að taka þau inn. Svo leið vika, án þess að nein veruleg breyt- ing sæist á heilsu hans. Læknirinn kom ætíð til hans tvisvar á dag, og spjallaði oft lengi við hann. Wilmer gat bæði borðað og drukkið, og langaði mjög til þess, að komast á fætur. Eitt kvöld kom annar læknir til Wilmers, og bað afsökunar á þyí, að Jeromy læknir hefði ekki getað komið, og hefði hann því sent sig. Það var maður sæmilega hár vexti, og and- litið var talsvert einkennilegt. Hann ræddi lítið við Wilmer um veikindi hans, en virtist hafa öllu meiri áhuga á því, að spjalla við Maríu. Umhyggja hennar fyrir föður sínum, og hið blíða og vingjarnlega viðmót hennar virtist falla honum vel í geð. Á sama tíma, sem þessi ókunni læknir sat hjá Wilmer í stað Jeromys læknis, sat Jeromy á tali við ungan mann, lítinn vexti. Það var sami maðurinn, sem staðið hafði á gangstjettinni, og horft upp í glugga Ariberts de Bretton. »Það er fyrst og fremst um að gera, að koma honum til að hugsa um eitthvað annað, eitthvað fegurra og betra«, mælti læknirinn. »Þetta lagast VII. BINDI. Nr. 4—6.

x

Haukur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.