Haukur - 01.03.1910, Side 5

Haukur - 01.03.1910, Side 5
=9 l /Efintýri Sherlock Ijolmes Leynilögreglusögur eftir A. Conan Doyle ^ - ; L Rauðar rúnir. SíÖari lilntinn. Meðal hinna síðustu daga heilögu. (Framh.). Þreyttar og syíjaðar sátu þær um morguninn allar i hóp við líkbörurnar, og var þá hurðinni allt í einu hrundið upp, og maður einn, illúð- legur útlits, veðurbarinn og tötrugur, kom æð- andi inn i herbergið. Hann leit hvorki við kon- unum, nje ávarpaði þær nokkuru orði, heldur æddi hann beina leið að líkinu, laut ofan að því, °g þrýsti með auðsærri lotningu föstum kossi á uákalt enni þess. Og i sömu svipan greip hann una hægri hönd þess, og dró giftingarhringinn af fingrinum á því. »Með þennan hring á sjer skal hún ekki verða jörðuð?« tautaði hann með gremjulegri fyrirlitningarröddu. Og áður en konurnar höfðu uttað sig, eða haft rænu og ráðrúm til þess að knlla á hjálp, var hann hlaupinn út úr herberg- Jnu og horfinn með öllu. Atburður þessi var svo einkennilega ótrúlegur, tók svo stuttan tima, og kom konunum svo á óvart, að þær myndu tæp- lega hafa getað hugsað sjer annað, en að það hefði einungis verið draumsjón, og þær hefðu eflaust átt erfitt með að sannfæra aðra um það, að hann hefði í raun og veru verið annað, ef sú ðhrekjandi staðhöfn, að hringurinn var horfinn, hefði ekki sannað hið gagnstæða. En hringurinn var, sem sagt, horfinn, og það varð að jarða Lucy án þessa merkis um það, að hún hafði verið gift Drebber. Jeíferson Hope hafðist við til og trá á fjöll- unum í nokkra mánuði, og lifði þar reglulegu vdlimannalífi. Og hann hugsaði ekki um annað, hvorki nótt nje dag, en það, hvernig hann gæti hefnt sin sem allra grimmilegast á óvinum sín- um. Kvissögur tóku að ganga um bæinn um það, að einhver kynleg vera hefði öðru hvoru sjezt laumast úr einum stað í annan þar í grennd- inni, og stundum höfðu menn sjeð hana álengd- ar i afviknum klettaskorum uppi í fjöllunum. Einu sinni kom byssukúla fljúgandi inn um glugga Strangersons, og lenti i vsggnum rjett hjá honum. Og í annað skifti var Drebber á gangi Undir háum hamri, og fjell þá ofan af hamars- firúninni stóreflisbjarg, sem hefðij orðið honum að bana, ef hann hefði ekki verið svo snarráður, að fleygja sjer allt í einu niður á grúfu. Þeir Drebber og Strangerson þurftu ekki langan umhugsunartima, til þess að komast að niðurstöðu um það, hver það var, sem vildi þá fciga og sýndi þeim þessi banatilræði. Og þeir fóru hvað eítir annað með Qölmenni mikið upp um ijöll og firnindi, til þess að reyna að finna og handsama fjandmann sinn, og ráða hann af dögum. En leit þeirra varð ætíð árangurslaus. Svo tóku þeir það ráð, að vera svo varir um sig sem þeim var auðið, fóru aldrei út íylgdarlausir, komu aldrei undir bert loft þegar farið var að skyggja, og höfðu á nóttunni varðmenn í öllum áttum kringum hús sín. Að nokkrum tíma liðnum gátu þeir þó hætt aftur við þessar varúðarreglur, með því að nú heyrði enginn neitt eða sá lengur til óvinar þeirra, og þeir voru farnir að gera sjer vonir um það, að tíminn myndi hafa kælt hatur hans, og sefað hefndargirni hans. En það var samt sem áður öðru nær, en að svo væri. Hatur hans og hefndarþorsti hafði þvert á móti aukizt og magazt með tímanum, þótt vart væri á það bætandi. Jefferson var ó- væginn og þybbinn að eðlisfari, og hefndarhug- urinn hafði tekið sálu hans þeim heljartökum, að hann gat alls ekki um annað hugsað. En hann var sjerlega hagsýnn maður. Hann hafði smám saman komizt að þeirri niðurstöðu að jafnvel þótt hann væri harðger og hraustur að upplagi, þá gæti hann þó ekki til lengdar þolað þessa æfi. Þessi dvöl hans dag og nótt undir beru lofti, kuldinn, vosbúðin og lítil, ill og óheilnæm fæða, hafði að lokum gert hann máttfarinn og veikburða, og ef hann dæi nú eins og rakki einhvers staðar hjerna uppi i afdölum, hvað átti þá að verða úr allri hefnd- inni? Og honum var það fullkomlega ljóst, að þetta hlytu að verða örlög sín, ef hann hjeldi áfram sama lífi og hingað til. Og hann sá það, að með þessu var hann einmitt að hjálpa fjand- mönnum sínum til þess, að komast undan hefnd- inni. Þess vegna lagði hann af stað aftur, þótt sárnauðugt væri, til námanna í Neveda-fjöllun- um, til þess að reyna að rjetta við aftur, og safna sjer peningum, nægum til þess, að geta komið fram áformi sínu, án þess að þurfa að þola skort. Upphaflega ætlaði hann sjer ekki að vera fjarverandi nema í mesta lagi eitt ár, en ýms ófyrirsjáanleg atvik urðu þess valdandi, að hann gat ekki farið burt aftur úr námunum, fyr en að hjer um bil fimm árum liðnum. En þótt svona langur tími væri liðinn, var þó ranglæti það, sem hann og vinir hans höfðu orðið fyrir, honum enn í jafn fersku minni, eins og áður en hann fór, og hefndarþostinn var jafn sár eins og nóttina skelfilegu, er hann stóð við gröf Johns Ferriers. Hann bjó sig dularbúningi, og tók sjer nýtt nafn, og lagði svo af stað til Saltvatnsborg- 33 - - 34 —

x

Haukur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.