Haukur - 01.03.1910, Blaðsíða 2
H AU KUR.
alt, barnið mitt. Jeg starfa að því það sem jeg
get, að þjer gangi vel og að áform þitt heppnist«.
»Frúin hefir náð ást keisarans«, mælti ungi
maðurinn og stundi við.
»Það er vist ekki nema einhvert lauslegt, fljót-
færnislegt ástaruppþot. Jeg hefi nú þegar gert
eina tilraun til þess — ef svo mættt að orði kom-
ast —, að tvistra kenndum hans«.
»Og hvað er það?«
»Atvikin hafa rjett mjer hjálparhönd. Jeg var
sóttur til stórauðugs Englendings eins, sem liggur
í heimakomu. Hann á yndislega fríða og elsku-
verða dóttur, sannkallaða fyrirmynd kvenlegrar
trygðar og huglátsemi«.
»Og hvað er með þau?« spurði ungi maður-
inn, þegar læknirinn þagnaði litla stund.
»Þessi dóttir hans var gift, eða rjettara sagt
er gift voðalegu þrælmenni, sem faðir hennar vill
láta hana skilja við. Jeg hefi sagt keisaranum
sögu hennar, og reynt að hafa á henni sem skáld-
legastan blæ. Keisarinn hefir gaman af öllum
æfintýrum, og jeg tók eftir því, að hann hafð sjer-
staka ánægju af þessari sögu. Jeg stakk þess
vegna upp á því við hann, að hann skyldi heim-
sækja þessa fögru, ensku konu í minn stað, og
heyra sögu hennar af hennar eigin munni. Og
mjer tókst í raun og veru að fá hann til þess að
fallast á þetta. Auðvitað gat jeg ekki um þann
auka-tilgang minn með þessu, að jeg var sem læknir
að gera tilraun til þess, að lækna hættulega sýki,
sem hann sjálfur var haldinn af. Jeg treysti því, að
þessari ungu, ensku konu takist að hrífa huga
hans svo, að hann hugsi ekki mikið um frúna,
meðan hún er hvergi nálæg«.
»En getur þá þessi uirga kona boðið frú Ni-
schinkin byrginn, að því er fegurðina snertir?«
spurði ungi maðurinn.
»Nei, en þetta er heldur ekki annað en ofur-
lítill tálmi á braut þeirra, sem frúin hefir lagt út
á. I bráðina tekst máske með þessu, að stía þeim
í sundur, keisaranum og henni«.
»Það verður ef til vill erfiður bardagi þetta.
En við verðum — við skulum sigra á endanum«.
»Jeg bíð með hálfgerðri óþolinmæði eftir komu
keisarans úr þessari æfintýraför«, mælti læknirinn
og hamraði með fingrunurn á borðið.
»Jeg hefi í dag gert eina mikilvæga uppgötv-
un«, mælti ungi maðurinn, — »uppgötvun nokkurs,
sem mjer liggur við að kalla sárgrætilegt«.
»Og hvað er það?«
» Keisarinn hefir heitið frúnni því, að giftast henni«.
»Það er óhugsandi«, mælti læknirinn og spratt
upp úr sæti sínu.
»Hann hefir heitið henni því, með að eins
einu skilyrði«.
»Og skilyrðið er?«
Ungi maðurinn skifti litum, og virtist hálf-
hikandi.
»Jeg hefi njósnarmenn«, mælti hann eftir nokkra
þögn, »og þeir hafa sagt mjer allt eins og er. Frú-
in er óljett, og fæði hún son, þá hefir keisarinn
lofað henni því hátíðlega, að hún skuli verða
drottning, og sonur hennar keisari Rússlands«.
— 27 —
Læknirinn hrökk eitt skref aftur á bak, og
varð fölur sem nár.
»Skyldi þessum kvendjöíli þá í raun og veru
takast, að komast svo langt?« tautaði hann.
»Já, hún hefir liaft lag á því, að sigra keis-
arann, með því að ráðast á hann frá hans veik-
ustu hlið, nota sjer áhyggju hans út af því, að
eiga engan ríkiserfingja. Hún er komin af aðals-
ætt. Keisarinn hefir enga hugmynd um hina
hryllilegu fortíð hennar, ekki um þá veslings ó-
lánssömu menn, sem hún hefir lagt í sölurnar, og
ekki heldur um kænsku hennar og mannvonzku«*
»Við verðum að treysta því, að guð ónýti á-
form hennar«, mælti læknirinn með klökkri röddu.
»Nei, þegar frúin hefir einu sinni komið ái'
sinni svona fyrir borð, þá býður liún jafnvel guðs
vilja byrginn«.
»Þú átt við..........?«
Ungi maðurinn laut að eyra læknisins og
hvíslaði einhverju að honum.
Læknirinn varð enn þá skelfdari og mælti:
»Það má aldrei verða. Við verðum að beita
öllum okkar kröftum til þess, að koma í veg fyrir
það. Við verðum að berjast og sigra undir því
fagra merki, sem þú hefir valið þjer. Hjer er ein-
mitt fyrir hjarta-ás að berjast«.
Læknirinn rjetti unga manninum liöndina.
»En við verðum jafnan að hafa það hugfast«,
svaraði ungi maðurinn um leið og hann tók í
hönd læknisins, »að kona sú, sem við eigum að
andvígismanni, hefir í sinni þjónustu öll vopn feg-
urðarinnar, yndisleikans og ástúðarinnar, og að í
brjósti hennar ráða og ríkja allar illskunnar nornir«.
Frú Nischinkin sat í herbergi sínu og beið ó-
þreyjufull.
Hver klukkustund leið eftir aðra, og keisarinn
kom ekki.
Frúin var orðin æði óþolinmóð, og stökkupp
í æslu skapi.
»Hann lofaði því svo fastlega, að koma«,
mælti hún við sjálfa sig, »og hann er ætíð vanur
að koma, þegar hann lofar því«.
En kvöldið leið, og hann kom ekki.
Þegar klukkan var tíu, kom þjónninn hennat
inn, sá sami, sem áður er lýst.
»Maðurinn er kominn«, mælti hann.
»Láttu hann koma inn«.
Maðurinn, sem inn kom, var dökkur í andliti
og ískyggilegur útlits.
»Hefirðu liaft gát á keisaranum?«
»Já, náðuga frú«.
»Hefir hann farið út?«
»Já, klæddur sem læknir«.
»Hvert fór hann?«
»Til gistihúss eíns í Rivoligötunni«.
»Veiztu livern hann var að finna þar?«
»Nei«.
»Hefirðu fleiru frá að skýra?«
»Nei, náðuga frú«.
»Það er gott, en vertu vel á verði á morgun«>
Spæjarinn hneigði sig og fór.
Frúin sat stundarkorn hugsandi. Skyldinokk-
— 28 —