Haukur - 01.03.1910, Side 3

Haukur - 01.03.1910, Side 3
HAUKUR. ur hafa dirfzt að leggja tálma á leið hennar. Skyldi keisarans hvikula hjarta þegar hafa valið sjer aðra vinkonu? Hún kreppti litlu, hvítu höndina sína, og mælti: »Hver sú kona, sem hleypur i kapp við mig, verður að deyja .... Jeg má ekki hlífa neinum þeim, sem gerir mjer sigurinn óvissan«. Hún hringdi á þjóninn sinn og mælti: »Jeg verð að komast fyrir það, hver það er, sem keisarinn heimsækir«. »Já«. »Sje það ung stúlka, þá — ja, þú skilur víst hvað jeg á við?« »Þá kæmi yður það mjög vel, náðuga frú, að hún kveddi sem fyrst þennan heim«, mælti þjónn- inn lymskulega. »Má vera«. »En hvernig á að koma því í framkvæmd?« »Það læt jeg þig um. Þú veizt að jeg er ekki vön að horfa í skildinginn, þegar um það er að rjeða, að borga þesskonar greiða«. »En morð er ekki svo auðvelt hjerna í Par- ísarborg«. »Og því elcki það? Er slikur hörgull á fönt- lijer? ..... Þú átt bara að segja fyrir, ekki að vinna sjálft verkið......... En það er sjálfsagt hezt að bíða við, þangað til við fáum alla nauð- synlega vitneskju um þetta............ Ef til vill«, mælti hún svo við sjálfa sig, »ef til vill get jeg sjálf fundið mann, sem hlýðir mjer í blindni og ínöglunarlaust, t. d. — Aribert de Bretton«. — — Daginn eftir kom spæjarinn ískyggilegi aftur inn til frúarinnar. »Nú veit jeg hver það er, sem keisarinn heim- sótti í gær«, mælti hann og brosti lymskulega. »Og hver er það þá?« »Það er kolanámaeigandi frá Englandi, sem l'ggur sjúkur«. »Á hann þá dóttur?« spurði frúin. »Já, unga og elskuverða dóttur; og hún hefir r’erið gift miður heiðarlegum manni einum, sem ""in hafa gert tilraun til að drepa föður hennar«. »Og hefir hún þá hlaupið burt frá mannin- um sínum?« »Já«. »Ef hún dæi, þá væri auðveldast að hugsa sjer, að maðurinn hennar hefði sálgað henni í afbrýðis-æði eða í bræði sinni«. Spæjarinn starði hálf-óttasleginn á frúna, þótt fögur væri. »Farðu«, mælti hún allt í einu. »Jeg vil yera ein«. Þegar hann var farinn, fleygði hún sjer á legubekkinn, rak upp ofsahlátur og mælti: »Heldur þú, Alexander, að jeg sje ein afþeim konum, sem menn geta að ósekju boðið það, að elska þær í dag og yfirgefa þær á morgun! Nei, t>að sver jeg við allt sem heilagt er, að drottning skal jeg verða............. Og það þótt vegurinn Þangað þurfi jafnvel að verða blóði drifinn«. Hún æpti allt i einu upp yfir sig, og settist upp. Hún hafði sem sje sjeð litla, fallega hönd — 29 — koma inn með dyratjaldinu á bakveggnum, og leggja brjef á borðið. Hún sat litla stund sem höggdofa. Svo stóð hún upp og tók brjefið. Hún þekkti höndina. »Hjarta-ás!« tautaði hún, og reif brjefið upp. Hún las það skjálfandi: »Gætið yðar, frú! Þjer sitjið um keisarann við hvert hans fót- mál. Þjer látið spæjara umkringja hann hvar sem hann fer. En alt er það árangurslaust. Drotning verðið þjer þó aldrei. Hjarta-ása. »Hver er þessi ókunni, dularfulli maður?« mælti hún við sjálfa sig. »Hver getur það verið, sem hefir sett sjer það fyrir mark og mið, að berjast móti áformi mínu? — Reyni hann sig bara. Hann þekkir ekki furstafrú Antoniu Nischinkin. Hún lætur aldrei hræða sig. Hann er meira að segja svo bíræfinn, að laumast inn í hús mitt.... Það verður víst að eins til þess, að auka tölu þeirra, sem jeg verð að leggja í sölurnar«. Hún sá í þessu bili þjóninn sinn koma inn til sín aftur. »Mættirðu ekki manni hjerna í stiganum?« spurði hún. »Þegar jeg kom upp stigann, hljóp einhver ofan«. »Var hann ungur?« »Já, og laglegur. Hann var líkastur stúlku í karlmannsfötum. — Vitið þjer, náðuga frú, hverri mjer sýndist hann vera lílcastur?« »Nei«. Þjónninn hvíslaði einhverju í eyra henni, og hún virtist verða ákaflega forviða. »Það er þó með öllu óhugsandi«, mælti hún. Þegar þjónninn var farinn út, sat hún lengi hugsandi, og starði beint fram undan sjer. »Ef það skyldi í raun og veru vera hún«, tautaði hún fyrir munni sjer, »þá má búast við að bardaginn verði máske erfiðari, og sigurinn dýrkeyptari. En jeg læt ekki hjer staðar numið, — jeg verð og jeg skal ná takmarki mínu, hvað sem það kostar. Það er bara um að gera að hafa gát á öllu, og — vera við öllu búin«. Þennan sama dag heimsótti keisarinn fursta- frúna. Hún spurði hann, hvers vegna hann hefði ekki komið daginn áður. »Jeg var svo önnum kalinn, kæra Antonia, að mjer var það ómögulegt«, svaraði keisarinn. »Er yðar hátign í raun og veru svo önnum kafin, að þjer getið ekki unnt yður hálfrar stund- ar hvíldar og mjer hálfrar stundar áhægju?« »Jeg varð meðal annars að skrifa tvö brjeí heim til mín«. »Náttúrlega. Til drottningarinnar? »Já. Jeg var að segja henni frá því, með hvilíkri viðhöfn og fögnuði hefði verið tekið á móti mjer hjerna í Parísarborg«. — 30 —

x

Haukur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.