Haukur - 01.03.1910, Blaðsíða 6
HAUKUR
arinnar. Honum var gersamlega sama um það,
hvað um sig eða líf sitt yrði þar, ef hann að
eins gæti komið íram því, sem hann kallaði
maldegt endurgjald.
En þegar hann kom til Utah, þá biðu hans
þar ill tiðindi. Nokkurum mánuðum áður hafði
orðið sundrung nokkur í söfnuði hinna útvöldu,
með því að ýmsir af yngri meðlimum kirkjunnar
höíðu óhlýðnazt valdi öldunganna, og málalokin
höfðu orðið þau, að öldungaráðið bar hærri hlut,
og verstu andófsmennirnir voru reknir úr söfn-
uðinum og gerðir útlægir. Og á meðal þeirra
voru einmitt þeir Drebber og Strangerson. Eng-
inn vissi, hvert þeir höfðu farið. Kvissögur gengu
um það, að Drebber mundi hafa tekizt að selja
mikinn hluta eigna sinna fyrir peninga, og hefði
hann þess vegna verið stórauðugur maður, er
hann fór, en Strangerson hefði aftur á móti
orðið að fara eins og hann stóð frá öllum eign-
um sínum, hjer um bil alveg snauður maður.
En hvergi var hægt að fá neina fræðslu um það,
hvað af þeim hefði orðið.
Margur myndi nú hafa lagt árar í bát, og
hætt að hugsa um hefndir, jafnvel þótt hefnigjarn
hefði verið, þegar aðra eins örðugleika og þetta
var við að striða. En Jefferson Hope var ekki
eitt andartak á tveim áttum i ásetningi sínum.
í námunum hafðí hann dregið saman fje nokkuð,
sem hann gat gripið til þegar í nauðir rak. Með
það lagði hann af stað, og ferðaðist frá einum
bæ til annars um þver og endilöng Bandaríldn,
til þess að leita óvina sinna. Alstaðar þar sem
hann kom, reyndi hann að fá einhverja vinnu,
til þess að hafa ofan af fyrir sjer, og tókst hon-
um á þann hátt að spara fje sitt til muna. Og
aldrei fór hann aftur úr neinum stað, fyr en
hann hafði gengið úr skugga um það með ná-
kvæmri rannsókn, að menn þeir, er hann leitaði
að, væru þar ekki.
Þannig leið livert árið á fætur öðru. Svarta
hárið hans varð hæruskotið, en allt aí hjelt hann
áfram úr einum stað í annan, eins og sporhundur
í mannsmynd, og allt af hafði hann allan hug-
ann við þetta eina, sem hann hafði helgað líf sitt.
Að lokum sá hann svo nokkurn ávöxt þol-
gæðis síns. Reyndar sá hann ekki nema í svip
mannsandlit innan við glugga einn, en það nægði
samt til þess að sannfæra hann um það, að menn
þeir, er hann var að leita að, væru nú í Cleve-
land í Ohio. Hann skundaði þegar heim í fá-
tæklega herbergið sitt, til þess að hugsa sig um
það, hvernig hann ætti að framkvæma fyrirætl-
un sína.
En það hafði einmitt viljað svo til, að
Drebber hafði einnig orðið litið út um gluggann,
og sjeð mannræfd þann, sem gekk fram hjá. [Og
hann hafði þegar í stað þekkt óvin sinn, og
lesið hefndarþorstann úr augum hans. Hann
hafði þá tekið Stangerson, sem var með hon-
um og var kallaður skrifari hans, með sjer, og
skundað þegar til lögreglustjórans í Cleveland,
og skýrt honum frá því, að gamall meðbiðill
sinn og svarinn fjandmaður sæti um líf sitt, og
— 35 —
væri hann nú kominn þangað til borgarinnai'.
Skýrslu þessari fylgdi. hnefafylli af peningum i
þokkabót, og á þann hátt tókst Drebber að fá
lögreglustjórann til þess, að láta handsama JeU
ferson Hope þetta sama kvöld, og setja hann í
gæzluvarðhald. Og með því að veslings Jeffer-
son gat ekki sett tryggingu þá, sem af honum
var heimtuð, varð hann að hírast nokkrar vikui'
í fangelsinu, og þegar hann að lokum var látinn
laus, og fór að leita húss þess, er Drebber hafði
verið í, þá var honum sagt þar, að gamli leigj-
andinn og skrifari hans væru báðir farnir til
Norðurálfunnar.
Nú aftur hafði því tækifærið til þess, að fram-
kvæma hefndina, gengið úr greipum hans, og nú
aftur knúði hið óstjórnlega hatur hann til þess,
að gefast ekki upp, heldur halda áfram ofsókn-
inni. En nú var fje hans gengið svo mjög til
þurðar, að hann átti ekki eftir nóg til þess, að
geta borgað fargjald og annan ferðakostnað.
Hann varð þess vegna að leita sjer atvinnu enn
á ný, og undir eins og hann liafði með iðni og
sparsemi dregið saman nægilegt fje til * ferðar-
innar, lagði hann af stað til Norðurálfunnar, og
elti óvini sína úr einni borginni í aðra, en varð
nú, eins og áður, að dvelja nokkurn tíma í hverri
borg, og leita sjer einhverrar atvinnu, til þess
að geta lifað og komizt til næstu borgar. En
það fór hjer eins og áður, að hann kom alstaðai’
of seint, til þess að ná í flóttamennina. Þegar
hann kom til Pjetursborgar, voru þeir nýskeð
lagðir at stað til Parísarborgar, og þegar hann
kom þangað, var honum sagt, að þeir væru n5r*
farnir af stað til Kaupmannahafnar. Og til Kaup-
mannahafnar kom hann einnig of seint, því að
þaðan voru þeir farnir yfir Þýzkaland til Lund-
únaborgar.
Þar auðnaðist honum svo loksins að ná í
þá. En um alt það, er bar þar við, er sjálfsagt
rjettast að setja hjer frásögn gamla veiðimanns-
ins sjálfs, sem er tilfærð orðrjett í minnisbók
Watsons læknis, bókinni sem þegar áður heflr
veitt okkur svo mikilsverða fræðslu um þetta mák
<>. k a p í t n 1 i.
Framhald úr mirmisbók Walsons lœknis.
Það var ekki sýnilegt, að hin afskaplega
mótspyrna, sem fanginn veitti, væri sprottin af
neinu hatri eða illvilja til okkar, því að undir
eins og hann fann það, að við höfðum borið
hann ofurliði, brosti hann einstaklega vingjarn-
lega og góðlátlega og sagði, að hann vonaði, að
hann hefði ekki meitt neinn okkar í áflogunum.
»Jeg þykist vita, að þjer hafið nú í hyggju
að fara með mig á lögreglustöðina«, mælti hann
við Sherlock Holmes. »Vagninn minn er ein-
mitt hjerna fyrir utan dyrnar, og ef þið viljið
leysa fæturna á mjer, þá get jeg vel gengið
sjálfur ofan að vagninum. Jeg er af barnsaldr-
inum, og því erfitt að bera mig«.
Gregson og Lestrade litu hvor til annars, og
— 36 -