Haukur - 01.03.1910, Síða 7

Haukur - 01.03.1910, Síða 7
H AUKUR'. auðsjeð á svip þeirra, að þeir álitu þessa uppástungu nokkuð bíræfna. En Holmes tók þetta lotorð fangans gilt, og leysti þegar bönd þau, er við höfðum bundið um mjóaleggina á honum. Hann stóð upp og teygði úr fótunum, eins og hann væri að sannfæra sig um það, að hann væri í raun og veru laus. Og jeg man það greinilega, að þegar jeg virti manninn fyrir úijer, þá hugsaði jeg með sjálfum mjer, að jeg hefði sjaldan sjeð jafn þreklegan mann; og svip- Urinn á dökka, veðurtekna andlitinu hans var einbeittur og djarfmannlegur, og engu siður geig- vænlegur heldur en kraftar hans og líkamsat- gervi. Ef lögreglustjórastaðan væri laus, þá álit jeg, að þjer væruð rjetti maðurinn i hana«, mælti hann og starði með mikilli aðdáun á fjelaga Minn. »AIdrei hefði mjer getað komið það til hugar, að mönnum hjer í Lundúnum tækist að snuðra mig uppi«. »t>að er víst bezt, að þið komið með okkur«. niælti Holmes við leynilögreglumennina«. »Jeg skal vera ökumaður«, mælti Lestrade. »Það er gott. Og Gregson getur setið í vagn- mum lijá mjer — og þjer lika, læknir. Þjer hafið haft svo mikinn áhuga á þessu máli, og veitt því aðstoð yðar að ýmsu leyti, svo að þjer Verðið að koma með okkur lika«. Jeg þáði boð þetta fegins hendi, og við urð- um allir samferða ofan stigann. Fanginn gerði enga tilraun til að komast undan. Hann fór þegjandi og rólegur upp í vagninn — sinn eigin vagn — og við fórum upp í vagninn á eftir hon- Um. Lestrade stökk upp i ökumannssætið, og sló í klárana, og að lítilli stundu liðinni komum við þangað, sem ferðinni var heitið. Þegar þangað kom, var okkur visað inn í htið herbergi, og þar skrifaði lögregluumsjónar- úiaður hjá sjer nafn fangans, og nöfn þeirra manna, sem hann var sakaður um að hafa myrt. Umsjónarmaður þessi var fölur í andlili, dauð- yflislegur og kuldalegur, og það var þvi líkast, sem hann ynni verk sín ósjálfrátt, eins og vjel. »Fanginn verður yfirheyrður eftir nokkra haga«, mælti hann. »Ef það skyldi vera eitt- hvað, sem þjer vilduð sagt hafa, hr. J.efferson Hope, þá megið þjer segja það. En jeg verð uð vekja athygli yðar á því, að allt, sem þjer segið, verður bókað. svo að það getur ef til víll siðar orðið notað sem sönnun gegn yður«. »Já, það er ýmislegt, sem jeg vildi gjarnan se8ja«, svaraði fanginn hægt og stillilega. »Jeg vildi gjarnan mega segja yður alla málavextiw. »Er ekki betra, að þjer bíðið með það, þar hl próf verða tekin í málinu?« spurði lögreglu- umsjónarmaðurinn. »Það gæti farið svo, að jeg yrði aldrei próf- aður«, svaraði fanginn. »Nei, þjer þurfið ekki að láta yður verða neitt hverft við, jeg er hvorki að hugsa um að ílýja nje fyrirfara mjer. Eruð Þjer læknir?« Hann sneri sjer að mjer, og leit a mig dökku, hörkulegu augunum sínum, um leið og hann spurði að þessu. »Já, jeg er læknir«, svaraði jeg. »Þreifið þjer þá hjerna«, mælti hann hros- andi, og fór með hendurnar með járnunum á upp að brjóstinu á sjer. Jeg lagði höndina á brjóst hans, og fann þegar, að hann hafði ákafan hjartslátt, og að hjartað sló mjög óreglulega. Brjóstgrindin skalf og nötraði, eins og veggir á veikbyggðu húsi, þar sem stór og aflmikil gufuvjel er í gangi inni fyrir. Það varð svo hljótt í herberginu, eftir að hann sagði þessi síðustu orð, að jeg heyrði greinilega suðuna og dynkina í brjóstinu á honum. »Hvað er þetta«, mælti jeg, »þjer hljótið að hafa stóran æðahnút á aorta*«. »Já, þeir kalla það víst því nafni«, mælti hann rólega. »Jeg fór til læknis eins í vikunni sem leið, og hann sagði, að hnútur þessi hlyti að springa innan fárra daga. Hann hefir ágerzt ár frá ári nú á síðkastið. Jeg fjekk hann af ofmikilli áreynslu og illu viðurværi, þegar jeg var að flakka umífjöllunum kringum Saltvatns- borgina. En nú hefi jeg lokið ætlunarverki mínu, og nú er mjer því sama um það, hvenær kallið kemur. Þó langar mig til þess, að málavextir allir verði skrásettir, áður en jeg fell frá, því að jeg vil ógjarnan, að mín verði minnzt eins og einhvers auvirðilegs morðingja«. Lögreglu-umsjónarmaðurinn og leynilög- reglumennirnir tóku nú saman ráð sín um það, hvort það væri rjett eða ekki, að láta hann segja sögu sína. »IIaldið þjer, læknir, að hann sje í nokkurri bráðri hættu?« spurði umsjónarmaðurinn mig. »Já, það er hann áreiðanlega«, svaraði jeg. »Fyrst svo er, þá er það augljós skylda okk- ar rjettvísinnar vegna, að hlusta á það, sem hann hefir að segja«, mælti umsjónarmaðurinn. »Yður er frjálst, maður minn, að veita okkur alla þá fræðslu, er þjer óskið, en, eins og jeg sagði áðan, verður það allt bókað«. »Með yðar leyfi ætla jeg þá að setjast niður«, mælti fanginn, og settisl um leið og hann sagði þetta. »Þessi æðahnútur hefir það í för með sjer, að jeg verð fljótt þreyttur, og þetta litla tusk, sem við lentum í áðan, hefir heldur gert mjer illt en hitt. Jeg stend nú á grafarbarmin- um, og þess vegna hljótíð þið að geta skilið það, að jeg hefi ekkert gagn af þvi, að segja ykkur ósatt. Hvert einasta orð, sem jeg ætla að segja ykkur, er hreinn og heilagur sannleikur, og hvað þið gerið við það, eða hvernig þið hagnýtið það, er mjer nákvæmlega sama um«. Að svo mæltu hallaði Jeflferson Hope sjer aftur að stölbríkinni, og byrjaði á hinni merki- legu sögu sinni, sem hjer fer á eftir. Hann tal- aði hægt og stililega, og setningaskipunin var ljós og skilmerkileg, og það var því líkast, sem hann væri að segja frá einhverjum algengum, hvers- dagslegum viðburðum. Jeg ábyrgist, að það, sem hjer er tilfært, er nákvæmlega eins og hann ’) Aorta = slagæðin mikla, sem flytur blóðið frá vinstra hjartahólfi út í líkamann. — 37 — 38

x

Haukur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.