Haukur - 01.03.1910, Blaðsíða 8

Haukur - 01.03.1910, Blaðsíða 8
HAUKUR. sagði það sjálfur, þvi að jeg hefi fengið að hafa undir höndum minnisbók Lestrades, sem orð fangans voru hraðrituð í jafnóðum, nákvæm- lega eins og hann sagði þau. ))Það getur ekki haft neina þýðingu íyrir ykkur, að fá vitneskju um það, hvers vegna jeg hataði þessa menn«, mælti hann. »Ykkur nægir að vita það, að þeir voru valdir að dauða tveggja manna — föðurs og dóttur, og að þeir höfðu með því fyrirgert lííi sínu. En vegna þess, hvernig þeir frömdu morð þessi, og tímans og staðarins, sem þeir frömdu þau á, taldi jeg með öllu ó- hugsandi, að jeg gæti fengið nokkurn dómstól til þess að dæma þá. Mjer var engu að síður fullkunnugt um sekt þeirra, og jeg ásetti mjer þess vegna, að vera ákærandi þeirra, dómari og böðull — allt í senn. Þið mynduð hafa gert það sama, ef þið hefðuð verið i mínum sporum, svo framarlega, sem nokkur hugur eða dugur er í ykkur. Stúlku þá, sem jeg tala um, ætlaði jeg að eiga fyrir tuttugu árum. En henni var þröngvað til að giftast þessum Drebber, sem jeg dæmdi fyrst, og það varð henni að bana. Jeg tók giftingar- hringinn af stirðnuðum og köldum fingrinum á henni, þegar hún lá á líkbörunum, og strengdi þess heit, að Drebber skyldi hafa hann fyrir augunum á dauðastundinni, til þess að síðasta hugsun hans í þessu lífi skyldi vera um glæp þann, sem honum væri að hefnast fyrir. Jeg hefi ætíð borið hringinn á mjer, og elt Drebber og samsektarmann hans fram og aftur um tvær álfur heimsins, þar til jeg að lokum náði þeim hjer. Þeir hjeldu víst, að jeg myndi með tím- anum verða þreyttur á því, að elta þá, en þeim skjátlaðist í því, og ef jeg dey á morgun, sem er mjög sennilegt, þá dey jeg með þeirri sælu meðvitund, að jeg hefi lokið ætlunarverki mínu í þessum heimi, og leyst það vel af hendi. Þeir hafa báðir látið líf sitt, og það er jeg, sem hefi tekið þá af. Nú hefi jeg einskis framar að óska og ekkert að lifa fyrir lengur í þessum heimi. Þeir voru ríkir, en jeg fátækur, svo að það var enginn hægðarleikur fyrir mig, að elta þá úr einum staðnum í annan. Þegar jeg að lok- um kom hingað til Lundúnaborgar, var buddan hjer um bil alveg tóm, og jeg sá það, að jeg varð að fá mjer einhverja atvinnu, til þess að hafa ofan af fyrir mjer. Þótt jeg sje nokkuð vanur göngumaður orðinn, þá er jeg jafn vanur reiðmaður og ökumaður, og þess vegna sneri jeg mjer til leiguvagnafjelags eins, og fjekk þeg- ar atvinnu hjá því. Jeg Qekk hjá því vagn og hest, og átti að skila því ákveðinni upphæð á hverri viku í leigu eftir hvorutveggja. Og það sem jeg fjekk afgangs þeirri upphæð, átti jeg að eiga sjálfur. Mikill var afgangurinn ekki, en mjer lánaðist þó að hafa ofan af fyrir mjer á þennan hátt. Það sem jeg átti erfiðast með, var það, að þekkja og muna öll götunöfnin, því að af öllum þeim völundarhúsum, sem sögur fara af, er þessi borg sjálfsagt eitthvert það ílóknasta og vandrataðasta. En jeg hafði ætíð hjá mjer upp- — 39 — drátt af borgiuni, og þegar jeg svo hafði komið nokkrum sinnum að helztu gistihöllunum og brautarstöðvunum, þá fór mjer smám saman að ganga betur. Það leið langur tími áður en jeg gat komizt fyrir það, hvar þessir náungar hjeldu til. En jeg hjelt áfram að spyrja og spyrja, unz jeg að lokum gat grafið þá upp. Þeir hjeldu til í mat- söluhúsi einu í Camberwell, hinsvegar við ána. Og þegar jeg hafði komizt að því, þá vissi jeg, að jeg hafði þá i hendi mjer. Jeg hafði látið skegg mitt vaxa, svo að það var með öllu ó- hugsandi, að þeir gætu þekt mig. Jeg ásetti mjer að sitja um þá og elta þá á röndum, þar til jeg fengi færi á þeim. Jeg var fastráðinn í því, að láta þá ekki komast undan í þetta skifti. Samt sem áður vantaði lítið á, að þeim hefði tekizt það. Hvert sem þeir fóru fram og aftur um borgina, þá var jeg ætíð i hælunum á þeim. Stundum veitti jeg þeim eftirför í vagninum mínum, og stundum gangandi. Jeg stóð betur að vigi í vagninum, því að þá gátu þeir ekki komizt undan, þótt þeir færu sjálfir upp í vagn. Það var að eins fyrst á morgnana og síðast á kvöldin, sem jeg gat unnið mjer nokkuð inn, með því að aka með aðra, og þess vegna fór jeg að komast í skuld við vagneigendurna, en — það tjáði ekki að setja það fyrir sig, ef jeg einungis gat haldið áfram, að sitja um menn þá, er jeg vildi ná í. En það ætlaði að verða næsta torvelt, að ná í þá, því að þeir voru mjög varir um sig. Þeir hljóta að hafa fengið einhvern grun um það, að jeg væri ekki hættur ofsóknum mínum, því að þeir gættu þess vandlega, að fara aldrei út öðru vísi en báðir saman, og aldrei fóru þeir út eftir að skyggja tók á kvöldin. í hálfan mán- uð veitti jeg þeim eftirför á hverjum einasta degi, en sá þá aldrei öðru visi, en báða saman. — Drebber var næstum því á hverjum degí ölvaður, en Stangerson var aftur þeim mun varari um sig. Jeg var ætíð á varðbergi, ár og síðla, en jeg flekk aldrei svo mikið sem snefil af tækifæri til þess, að ná í þá. En jeg missti samt sem áður ekki kjarkinn, því að grunur minn sagði mjer, að stund sú, sem jeg hafði þráð í full tuttugu ár, hlyti nú loksins að vei'a í nánd. Það eina, sem jeg bar kvíðboga fyrir, var það, að æða- hnúturinn hjerna inni fyrir kynni að springa of snemma, og hindra mig frá að framkvæma ætl- unarverk mitt. Svo var það loksins eitt kvöld, þegar jeg var að aka fram og aftur eftir Torquay Terrace — götunni, þar sem þeir hjeldu til — að jeg sá vagn einn staðnæmast við dyrnar hjá þeim- Eitthvað af ferðamannafarangri var þegar borið út í vagninn, og rjett á rftir komu þeir Drebber og Stangerson út, settust upp í vagninn og óku af stað. Jeg sló í klárinn minn, og hjelt á eftir þeim, til þess að missa ekki sjónar á þeim< (Framh.). — 40 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.