Haukur - 01.03.1910, Qupperneq 11

Haukur - 01.03.1910, Qupperneq 11
H AU KU R. San Asinone. Ferðaminning frá Ischia eftir Yillielm Bergsee. Með myndum. '(áV’ "V'V »Hefir hún þá staðið í einhverju makki við hann?« »Staðið — hún? — Nú, svo að skilja! — Nei, það er miklu verra en það. Hún hefir setið í Qiakki við hann. Og svo lagði hann hana á ljer- eft, án þess að láta hana einu sinni vera í svo rciiklu sem lífstykkinu«. »Nú fer jeg að skilja. Þú átt við, að hún hafi setið fyrir hjá honum — verið fyrirmynd?« »Já, einmitt, þeir kalla það vist svo, þótt það sje allt annað en til fyrirmyndar. Og hann hefir málað hana með eðlilegum holdslit og öllu saman, og það svo mðangalega, að hver maður hlaut að þekkja hana undir eins. En engin sið- söm stúlka hjer á evjunni situr í makki við mál- ara, jafnvel hvað mikið sem henni er boðið til þess. Slíkur svínsháttur þekkist ekki hjerna á Ischia«. »En jeg get ekki sjeð, að það sje neitt illt eða saknæmt í þessu. Hvað getur það gert til, þó að stúlka sitji sem fyrirmynd hjá listamanni, °g hann máli fallega andlitsmynd?« »Já, ef hann bara málaði hana þannig, að enginn gæti þekkt, af hverjum myndin ætti að vera. En hann hafði lagt hana svo nákvæmlega a ljereftið, að það var alveg eins og maður sæi hana sjálfa í spegli. Allir þekktu hana undir eins. — »Það er hún Filomela, dóttir hans Casa- nuovas«, sögðu þeir«. »En það er einmitt aðal-kosturinn. — Þar í er listin fólgin. Þú ættir sannarlega að fagna því> að fá svo fallega mynd af kærustunni þinni«. »Jeg? Jeg fjek hana alls ekki. Við höfðum hæði, Filomela og jeg, vonast eftir því, að hann lr>yndi gefa okkur myndina, þegar hún væri full- gerð. En hann hló bara að henni, og sagði, að hann gæfi ekki fje sitt þannig. Hann ætlaði að Selja hana í Neapel, sagði hann. Selja unnust- llna mína, Eccellenza! I.áta hengja hana upp 1 fóledógötunni. Nei, það má aldrei verða! — 1 ess vegna sagði jeg henni upp«. »En hvað getur það sakað, þó að hún sje *átin hanga hjá einhverjum listaverkasala í Tóle- hógötunni?« »Það skal jeg segja yður, Eccellenza. Þegar húið væri að hengja liana þar, þá myndu lista- 'erkasalarnir láta taka ljósmyndir af henni, því að Filomela er einhver allra fríðasta stúlkan hjerna á eyjunnk. »Já, já, — og livað svo?« »Hvað svo?« — endurtók Francesco gramur 1 geði. »Og ekki annað en það, að hver einn °§ einasti kvennasnati, sem Tóledógatan er al- Þakin af, myndi fara inn og kaupa hana. Og Pegar þeir væru búnir að þvi, myndu þeir þefa það upp, hvaðan hún væri, hvar hún ætti heima °8 svo einn góðan veðurdag myndum við fá Clnn af þessum þorpurum liingað yfir á eyjuna, til þess að freista hennar með gulli sínu og fag- urgala«. »Skammastu þín ekki, Francesco! Fílomela myndi aldrei falla fyrir slíkum freistingum«. »Það held jeg nú ekki heldur. En mann- orð hennar væri í hættu samt sem áður. Ef slíkum þorpara tækist ekki að tæla hana með sjer til Neapel, þá myndi hann senda flugur til höfuðs henni«. »Flugur til höfuðs henni?« »Já, Eccellenza! Það myndi hann gera«, mælti Francesco ákafur. »Hún er sem sje nógu falleg til þess. Hann myndi rápa um allt milli herforingja, slæpingja, presta og auðugra útlend- inga. Og alstaðar myndi hann hafa ljósmyndina af henni til sýnis, og mæla með Fílomelu hirini fögru í Casamicciola. Og hver flugan annari verri m}’ndi koma sveimandi hingað yfir til eyj- arinnar, og að lokum myndi þyrpast um hana þvílíkur urmull, að hún hefði engan frið fyrir flugnasveimi. Og jafnvel þótt hún kæmist ó- skemmd undan þeim að öðru leyti, þá myndu þeir þó ata og spýja út mannorð hennar svo mjög, að hún i örvæntingu sinni, myndi annað hvort fleygja sjer í sjóinn, eða í fangið á ein- hverjum þeim, sem henni litist skást á«. Francesco var allt i einu orðinn mælskur. En nú greip hann um ennið, fölnaði upp og hneig aftur á hak til jarðar. Jeg hellti í hann dálitlum sopa af vini, og meðan hann var að drekka það, datt mjer í hug, að mikill væri nú munurinn á þvi, hvað asnreki þessi hefði næm- ari tilfinningar fyrir þeirri skyldu sinni, að verja sæmd og mannoi'ð konunnar, heldur en margur vogreks-asninn heima hjá okkur. En jeg þóttist líka verða þess greinilega áskynja af þessu, að í raun og veru elskaði hann enn þá næturgalann sinn úr dalnum, og vonaði þess vegna, að ef til vill gæti allt enn þá farið vel. »Ef jeg fengi nú Duchatel til þess, að af- henda okkur myndina aftur, hvað mjmdirðu þá gera?« Francesco rak upp stór augu, og starði á mig. »Heilaga guðs móðir! Væri það hugsanlegt?« stundi hann upp. »Alveg óhugsandi er það ekki. Jeg þekki Duchatel, En hvað svo?« »ó, Eccellenza!----------« stamaði hann út úr sjer, greip um höfuðið, eins og hann hefði fengið sáran verk í það, og fór svo allt í einu að gráta. Jeg starði forviða á hann — hann grjet, grjet eins og barn. Sólin hækkaði á lofti, og hitinn óx meira og meira. — Það var því nauðsynlegt, að fara að hugsa til heimferðar. Þrátt fyrir öll mótmæli frá Francescos hálfu, tókst mjer að lokum að koma honum á bak asnanum, og svo tók jeg sjálfur asnaprikið í hönd mjer, og lagði af stað fet fyrir fet ofan fjallið, og það varð auðvitað til þess, að fólkið niðri í vínbrekkunum stóð og glápti á okkur eins og tröll á heiðríkju. Það hafði víst aldrei áður sjeð Eccellenza sem asn- reka, og mun því hafa þótt það æði einkenni- — 45 — — 46 —

x

Haukur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.