Haukur - 01.05.1911, Qupperneq 1
H AUKUR
HEIMILISBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Íj (d> ■(§). .(g) .(g). ■'g)- <!>)■ <g)- <|> ■(!>)• <g)> <g> <g>> <g)> 4>> <j> <g>
Hjarta-ás.
Frásaga með myndum, eftir Harald Hanseu.
t-A d’. /pv K.
x~zJ V
(Framh.).
En skipið, sem hann var á, brunaði áfram
lengra og lengra — burt frá ættlandinu kæra,
áleiðis til klettaeyjarinnar litlu, þar sem Napó-
leon mikli, aíarmennið heimsfræga, átti að gefa
upp öndina eftir nærri sex ára strangt og kvala-
fullt varðhald á búgarðinum Longwood — kvala-
iullt og strangt, því að landstjórinn á Elínarey,Hud-
son Love, heílr svívirt nafn sitt um aldur og æíi
með sinni ruddalegu og ónærgætnislegu meðferð
a hinu sigraða ofurmenni.
a
29. kapítuli.
Jósefína droltning.
Meðan Alexander keisari dvaldi í París, kom
hann oft í hús eitt lítið í PMntaineblau.
1 húsi þessu bjó fyrri kona Napóleons keis-
ara, Jósefína drottning, og heimsótti Alexander
°ít þessa heillum horfnu konu.
Eins og Elísabet drottning elskaði hann,
eins hafði Jósefína elskað Napóleon af heilum
huga. Napóleon hafði átt i hörðu striði við ást
sína og allar betri tilfinningar. En öll frakk-
heska þjóðin þráði ríkiserfingja. Og eftir sára
haráttu og marga mæðustund var skilnaður
þeirra staðráðinn.
Jósefína hafði unnað Napóleon hugástum
h’á þvi er hann var ungur undirforingi, og hún
eEkaði hann jafnt eftir sem áður, þótt hún yrði
að skilja við hann. Það hefir verið komizt svo
að orði, að hún hafi verið hamingjustjarna hans,
Þvi að fáum árum eftir að hann giftist Maríu
Louisu, er fæddi honum son, fór hamingju hans
að hnigna.
Kvöld eitt var Alexander keisari að ganga
Um gólf í einu af herbergjum sínum. Hann
Var farinn að hafa hálfillan grun á frú Ni-
Schinkin, þótf langt væri enn frá því, að hann
þekkti hana. Hann var farinn að iðrast þess,
að hafa heitið henr.i því að giftast henni, ef
hún fæddi son, og hann sá það, að honum
u^Undi verða ómögulegt að efna það loforð.
Þá kom þjónn einn inn með brjef til hans.
Hann reif það þegar npp og las það.
Það var tilkynning um, að Jósefína drottn-
lng lægi fyrir dauðanum.
Alexander keisari ljet þegar í stað söðla
hest sinn, og reið af stað til Fontaineblau.
Hann var leiddur að sóttarsæng drottningar-
innar.
vJeg kem til þess að votta yðar hátign hlut-
tekningu mína í veikindum yðar, og spyrja yður,
hvort jeg geti á nokkurn hátt stuðlað að því,
að þjer fáið heilsuna aftur«, mælti hann og sett-
ist við rúmstokkinn.
»Jeg þakka, yðar hátign, en það geta hvorki
þjer nje aðrir. Líf mitt var bundið við Napó-
leon, sem jeg unni, virti og dáðist alt af að.
Nú þegar honum er kollvarpað, þá er lika úti
um mig. Jeg þarfnast hvíldar«.
Alexander keisari tók í hönd hennar, hrærð-
ur í huga, og mælti:
»Ber yðar hátign haturshuga til mín?«
»Nei«, svaraði drottningin. »Jeg veit, að
það var ekki Napóleon sjálfur, sem yður var
illa við, heldur var það stjórnaratferli hans ein-
göngu, eða er ekki svo?«
»Jú. Jeg var mótfallinn þeirri stjórn, er
vildi gera Frakldand að yflrriki allrar Norður-
álfunnar«, svaraði keisarinn.
»Jeg ljet biðja yður um að koma hingað«,
mælti drottningin af veikum mætti. »Jeg finn
það, að lífsþráður minn er alveg kominn að því
að slitna, og jeg hefi eina innilega bæn til yðar
hátignar. Það er fyrirbæn fyrir konu, sem þjer
elskið«.
Keisarinn horfði litla stund hálf-forviða á
hina deyjandi drottningu. En svo tók hann
blíðlega í hönd hennar og mælti:
»Yðar hátign er alveg óhætt að segja það,
seni yður býr í brjóstk.
»Jeg veit það, að konan yðar elskar yður
jafn heitt og innilega, eins og jeg elska Napó-
leon; og jeg veit lika, að guð hefir íyrirmunað
henni — eins og mjer — að njóta þess fagn-
aðar að verða móðir. Jeg er svo hrædd um,
að það geti líka farið svo, að ráðgjafar yðar
reyni að fá yður til að skilja við hana«.
Keísarinn varð náfölur.
»Fyrir alla muni, hættið þessum hugleið-
ingum«, mælti hann, og reyndi að eyða talinu.
»Nei, lofið mjer að segja það, sem mjer
býr í brjósti. Jeg hefi orðið að reyna þá þyngstu
sorg, sem nokkurri konu getur að höndum hor-
ið. Jeg hefi orðið að fórna sjálfri mjer á altari
stjórnmálefnanna..........ætt Napóleons mikla
mátti ekki liða undir lok...........en við kon-
VII. BINDI
Nr. ÍS—15