Haukur - 01.05.1911, Page 7
HAUKUR.
nýjan fatnað — eða hvað?« Um leið og hann
sagði þetta, tók hann samanbrotið brjef úr
vestisvasa sínum. »Sjáið um, að drengurinn fái
Þetta i kvöld, og þá skuluð þjer fá fallegasta
kjólinn, sem hægt er að fá fyrir peninga«.
Stúlkan varð dauðhrædd, er hún sá, hvað
ákafur hann var, og hljóp sem lætur toguðu
fi'am hjá honum, og yfir að hesthúsglugganum,
sem hún var vön að rjetta matinn inn um.
Glugginn stóð opinn, og Hunter sat við lítið
Horð innan við gluggann. Hún var byrjuð að
segja honum frá því, er fyrir hana hafði borið,
en þá kom ókunni maðurinn þangað til henn-
ar.
»Gott kvöld«, mælti hann, og gægðist inn
um gluggann. »Mig langar til að tala fáein orð
við yður«.
Og stúlkan fullyrðir, að þegar hann sagði
Þetta, þá hafi hún sjeð á samanbrotna brjefið
standa út úr krepptri hendi hans.
»Hvaða erindi eigið þjer hingað?« spurði
drengurinn.
»Erindi mitt er það, að jeg vil gjarnan stinga
^álitlu i vasa yðar«, svaraði maðurinn. »Þjer
gætið hjerna tveggja hesta, sem eiga að keppa
Um Wessex-bikarinn — Silfur-Blesa og Bayards.
^f þjer vilduð vera svo góður, að veita mjer
ynisa fræðslu um þá, þyngd þeirra og ýmislegt
^eira, þá munduð þjer aldrei þurfa að iðrast
Þess«.
»Nú, svo þjer eruð einn af þessum bölvuð-
Urn hragðarefum, sem flækjast úr einum staðn-
Uln á annan, til þess að njósna um þess konar.
En jeg skal sýna yður, hvernig við tökum á
^óti þess konar mönnum hjerna í Kings Py-
land«. »
Um leið og hann mælti þetta, spratt liann
nPp og hljóp þvert yfir hesthúsið, til þess að
^eysa hundinn.
Stúlkan flýtti sjer sem mest hún mátti heim
íbúðarhússins aftur, en á leiðinni leit hún þó
Vlð, og sá þá manninn beygja sig inn um glugg-
aun.
En þegar Hunter kom svo sem mínútu síð-
ar þjótandi út með hundinn, þá var maðurinn
^Uffinn, og jafnvel þótt drengurinn leitaði allt í
Juingum hesthúsið, sá hann þó ekkert eftir af
nonum.
»0, híðið þjer augnablik!« mælti jeg. Skildi
út'engurinn eftir opnar dyrnar, þegar hann hljóp
með hundinn?«
»Agætt, Watson, ágætt!« tautaði sambýlis-
lnaður minn. »Þetta virtist mjer einmitt vera
Sv° mikilvægt atriði, að jeg sendi í gær sjerstakt
Slmskeyti til Dartmoor, til þess að spyrjast fyrir
ntn það. En drengurinn hafði haft hugsun á
Pvú að loka dyrunum, áður en hann fór frá
Peim. Og jeg get bætt því við, að glugginn var
nt Útill til þess, að maður gæti smogið inn um
hann.
Hunter beið, unz hinir hesthússdrengirnir
0lnu aftur, en þá sendi hann annan þeirra til
h'nkers, til þess að láta hann vita, hvað við
hafði borið. Straker varð ákaflega reiður, þegar
hann heyrði þetta, jafnvel þótt svo liti úl, sem
hann hafi ekki þá gert sjer Ijósa grein fyrir því,
hvað undir þessu gæti búið. Hann varð samt
töluvert áhyggjufullur út af þessu, og þegar kon-
an hans vaknaðí klukkan eitt um nóttina, sá
hún, að hann var að klæða sig. Hún spurði
hann, hvers vegna hann væri að fara á fætur,
og svaraði hann þá, að liann væri orðinn svo
hræddur um hestana, að hann gæti ekki sofið,
og þess vegna ætlaði hann að fara út að hest-
húsinu og gæta að því, hvort þar væri allt með
felldu. Hún bað hann að vera kyrran heima,
því hún heyrði, að það var úrhellis rigning úti.
En hvernig sem hún reyndi að telja honum
hughvarf, þá fór hann í regnkápuna sína og
lagði af stað út í myrkrið.
Frú Straker fór þá að sofa aftur, og vakn-
aði ekki fyr en kl. 7 um morguninn. Og þá
sá hún, sjer til skelfingar, að maðurinn hennar
var enn þá ókominn heim aftur. Hún klæddi
sig í snatri, kallaði á vinnukonuna, og hljóp af
stað út að hesthúsinu. Dyrnar voru opnar, og
inni í húsinu lá Hunter fram á hnje sjer á stól
einum, meðvitundarlaus með öllu. Bás Silfur-
Blesa var auður, og Straker hestaþjálfi sást
hvergi.
Drengirnir tveir, sem sváfu uppi á loftinu
yfir reiðtýgja herberginu, voru undir eins vaktir.
Þeir höfðu ekkert heyrt og einskis orðið varir
um nóttina, enda sofa þeir báðir mjög fast. Það
leyndi sjer ekki, að Hunter var undir áhrifum
einhvers sterks svefnmeðals, og með því að það
reyndist með öllu ómögulegt, að vekja hann
almennilega, var hann látinn sofa úr sjer. En
drengirnir, konan og vinnukonan fóru að leita
húsbóndans.
Þau lifðu enn þá í þeirri von, að Straker
hefði af einni eða annari ástæðu tekið hestinn
snemma um morguninn, til þess að liðka hann.
En þegar þau komu upp á hæð eina, sem er
skammt frá hesthúsinu, og sáu yfir nokkurt
svæði af heiðinni, þá sáu þau ekki einungis
ekkert til gæðingsins, heldur sáu þau nokkuð
annað, sem vakti hjá þeim hræðslu um, að eitt-
hvert slys hefði átt sjer stað.
í rúmlega 300 faðma fjarlægð frá hesthúsinu
sáu þau regnkápu John Strakers, er hjekk þar
á hrislu og blakti fyrir vindinum. Rjett hjá
hríslunni var ofurlítil skálmynduð dæld, og ofan
í henni lá lik hestaþjálfans. Hauskúpan var
lömuð. Hann hafði auðsæilega veriú rotaður
með einhverju þungu áhaldi. Og auk þess var
hann sæi'ður á fæti. Það var langur og djúpur
skurður, og hafði honum auðsæilega verið veitt-
ur sá áverki með einhverju hárbeittu áhaldi.
Annars var það auðsjeð, að Straker hafði
varizt hraustlega, því að í hægri hendi hans var
litill hnifur, allur þakinn storknuðu hlóði, en
vinstri höndin var kreppt utan um rauð- og
svart-köflóttan hálsklút, sem vinnukonan kvað
vera sama klútinn, sem ókunni maðurinn hefði
haft um hálsinn kvöldið áður.
— 109 — '
— 110 —