Haukur - 01.06.1912, Side 2

Haukur - 01.06.1912, Side 2
H A U K U R. nautakjötssteik, kindakjötssteik, káifskjötssteik eða hjerakjötssteik, efíir því sem hverjum geðjaðist bezt . . . Þegar jeg hafði fengið hrossakjötsbitann minn, þá fannst mjer sem enginn gæti lifað betra lífi en j’eg, ekki einu sinni kóngurinn. Jeg hljóp með það til kalkofnsins míns, eins og úlfur til holu sinnar, og þar steikti jeg það á kolaglóðinni, með leyíl kalkbrennslumannsins, og bjó til úr því ágætan mat. Þegar ekki var unnið í kalkofnun- um, þá tindi jeg sprek í Romainville, kveikti upp eld og steikti kjötbitann minn í króknum hjá slátr- unarhúsinu. Það var auðvitað hjer um bil hrátt, og rann úr því blóðið; en það var bara til til- breytingar; jeg gat þá ekki sagt, að jeg æti allt af sama matinn«. »Og nafn þitt? Hvað varstu kallaður?« spurði Rúdólf. » »Jeg var þá enn þá ljóshærðari en jeg er nú. Hárið var líkast nýkembdum hör. Sjáöldrin urðu ætíð rauð, þegar jeg reiddist. Þess vegna var jeg kallaður Albínóinn. Albínóarnir eru hvítu kanín- urnar meðal mannanna; þeir eru rauðeygðir eins og þær«, bætti Breddubeitir við liátiðlega eins og lífeðlisfræðilegri athugasemd. »Og foreldrar þínir? Ættfólk þitt?« »Foreldrar mínir? Þeir bjuggu á sömu bú- jörðinni, eins og foreldrar Sólskríkjunnar. Fæð- ingarstaður? Einhver afkyminn í einhverri göt- unni, sama hver hún var, hvort bægisteinninn var til hægri eða vinstri handar, þegar farið var til rennunnar eða frá henni«. »Hefirðu óskað foreldrum þínuin bölbæna fyrir það, að þeir yfirgáfu þig?« »Hvaða gagn hefði jeg átt að hafa af því? — —- En það er nú það sama; þau hafa gert mjer slæman grikk með því að gjóta mjer inn í heim- inn. Jeg skyldi ekki kvarta yfir þvi, ef þau hefðu skapað mig eins og guð ætti að slcapa beininga- mennina, sem sje tilfinningarlausa fyrir kulda, hungri og þorsta. Það þyrfti ekki að kosta hann neina aukafyrirhöfn, en þá ættu beiningamennirnir hægara með að vera ráðvandir«. »Þú hefir orðið að þola bæði hungur og kulda, og samt hefir þú aldrei stolið, Breddubeitir?« »Nei, það hefi jeg aldrei gert, og þó hefi jeg orðið að þola margt. Stundum hefi jeg fastað í tvo daga samfleytt og meira en það, en--------stolið heíi jeg aldrei«. »Af hræðslu við fangelsið?« »Bull!« mælti Breddubeitir, yppti öxlum og skellihló. »Ætti jeg kannske að hafa látið vera að stela mjer matarbita af hræðslu við að fá ó- keypis mat? — Sem ráðvandur maður lá oft við sjálft að jeg dræpist úr hungri — sem þjófur hefði jeg fengið mat í fangelsinu. —---------Nei, jeg hefi ekki stolið, af því — — af því — — nú, af því að jeg hefi ekki haft neina löngun til þess«. Rúdólf varð hrifinn af þessu svari, sem var miklu fallegra, heldur en Breddubeitir gerði sjer grein fyrir. Hann áleit það reglulega virðingarvert af þess- um veslings manni, að hann skyldi ávallt hafa verið ráðvandur, þrátt fyrir það, þótt hann hefði — 75 — ætíð vantað allt til alls, og orðið að þola óttaleg1 hungur og alls konar skort. Og hann áleit það því fremur virðingarvert sem hegningin fyrir þjófn* að hefði veitt lionum bæði húsaskjól og viðurvsen- Neyðinni og þrautunum hafði ekki tekizt að fara alveg með þennan ólánsama og ósiðaða mann, og Rúdólf rjetti honum hönd sina. Breddubeitir starði undrandi á Rúdólf, og með hálfgerðri lotningu. Hann dirfðist naumast að snerla hönd þá, er honum var rjett. Hann þóttist finna það á sjer, að á milli hans og Rúdólfs væri mikið djúp staðfest. »Þetta þykir mjer vænt um að heyra«, mseU’ Rúdólf. »Þú átt enn þá töluvert af óspilltu hug' arfari og sómatilfinningu . . . « »Það skal jeg ekkert um segja«, mælti Breddu- beitir klökkur. »En það, sem þjer sögðuð núna, það hefi jeg aldrei heyrt neinn segja áður — það eitt er víst. ----Og hnefahöggin síðustu, sem þjer veittuð mjer-----þau gengu eins og hnallm' á bumbu, og hefðu vel getað haldið áfram til morguns, í stað þess að þjer sitjið nú hjer, og borgið matinn, sem jeg geri injer gott af------og þjer segið mjer svo margt — — svo mikið eI’ víst, að þjer megið í lífi og dauða reiða yður a Breddubeiti«. Rúdólf vildi ekki láta neitt á tilfinningum sín- um bera, og spurði kuldalega: »Varslu lengi aðstoðarmaður hjá hrossaslátr' urunum?« »Já, það held jeg nú. Fyrst í stað dauðsárn- aði mjer það, að þurfa að stinga þessar veslings gömlu bikkjur — — en svo fór mjer að þykja gaman að því. Þegar jeg svo var orðinn eitthvað sextán ára og fór að færast yfir á þroskaaldurinn, þá varð það að reglulegri ástríðu lijá mjer, að beita hnífnum — það var blátt áfram æði — —' jeg gleymdi bæði að jeta og drekka — — jeg gat ekki um annað hugsað, en þetta. Þjer hefðuð átt að sjá mig við vinnu mína, þegar mesl var að gera: Jeg var í gömlum buxnagörmum, en að öðru lej'ti allsnakinn. Þegar jeg svo stóð með stóra hnífinn minn í hendinni flugbeittann, og. hrossin stóðu allt í kringum mig í röðum, 1 5—20, og biðu — ja, þvílíkt! — og jeg svo tók til að drepa þau, þá vissi jeg ekki hvað það var, sem yfir mig koin — — það var blátt áfram æði; jeg fjekk suðu fyrir eyrun; jeg sá rautt----jeg stakk — — og jeg stakk, stakk, þar lil jeg var orðinn svo máttlaus, að hnífurinn Ijell úr hendi minnn Ja, þvílíkt! Það var gaman, það var unaðurt Jeg liefði heldur kosið, að geta haldið því starn áfram, en að vera miljónaeigandi, já, jeg hefð* viljað gefa þar inikið á milli, það segi jeg satt«. »Þetta er þá orsokin til þess, að þjer varð gjarnt að beita hnítnum«, mælti Rúdólf. »Það er vel líklegt. En þegar jeg var á að gizka sextán ára, varð þessi ástríða svo sterk æðiskennd, að þegar jeg var einu sinni byrjaðui að stinga, þá rjeð jeg ekkert við mig — slepp11 mjer alveg, og gerði rneira ógagn en gagn; já, je$ ónýtti alveg húðirnar með því að stinga hnífnun* á kaf í skrokkana hingað og þangað. Að lokm11 — 70 —

x

Haukur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.