Haukur - 01.06.1912, Side 7
Gloría Scott.
(Framh.)
Við urðum svo óttaslegnir, og okkur fjellst svo
hugur við þessa hræðilegu sjón, að jeg held lielzt,
að við hefðum hætt við allt saman, og látið binda
°kkur aftur, ef Prendergast liefði ekki verið með
°kkur. Hann öskraði eins og naut, og ruddist
frain að dyrunum, og allir, sem enn voru tórandi,
hlupu á eftir honum. Við æddum upp á þilfarið,
°g þar sáum við lautinantinn og tíu af mönnum
hans uppi á skutpallinum. Glugginn yfir salnum
hafði slaðið hálfopinn, og þeir höfðu skotið á
°kkur gegnum gluggagættina. Við rjeðumst undir
eins á þá, áður en þeir höfðu ráðrúm til að hlaða
hyssurnar sínaraftur. Þeir vörðust hraustlega með
hyssuskeftunum og byssustingjunum, en við vor-
um þrefalt liðfleiri en þeir, og að fimm mínútum
hðnum höfðum við unnið sigur á þeim. ()g guð
^ninn góður, hvílik sjón! Skipið leit orðið út eins
°g slátrunarhús. Prendergast æddi um allt eins
°g óður víghundur. Hann rjeðst á dátana, tók
há upp á kraganum eða beltinu, eins og þeir væru
hörn, og tleygði þeim útbyrðis, hvort sem þeir voru
ðauðir eða lifandi. Undirforingi einn, sem var
mikið og hættulega særður, hjelt sjer ótrúlega Iang-
^n tínra uppi á sundi, en svo miskunnaði einn
°kkar sig yfir hann og sendi kúlu í höfuðið á
honum. Þegar bardaginn var á enda, voru ekki
aðrir á lífi af óvinum okkar, en fangaverðirnir,
stýi'imennirnir og læknirinn.
Og út af þeim hófst ósamlyndið rnikla. Margir
af okkur höfðu með glöðu geði gengið í flokk
s3nisærismanna, til þess að ná frelsi okkar aftur,
etr vildum á hinn bóginn alls ekki leika okkur að
N, að myrða menn að óþörfu. Það var mikill
ú>unur á því, að fella dáta, sem stóðu með byssur
1 höndum og vörðu sig og ógnuðu okkur, og því,
að dæma til dauða og taka af lífi menn, sem búið
'ar að handsama og ekkert mein gálu gert.
Við vorum átta, fimm fangar og þrír hásetar,
Sem hjeldum því fast fram, að við vildum ekki
*ata slíkt viðgangast. En Prendergast og þeir,
Sem honum fylgdu, voru ósveigjanlegir. Prender-
^ast sagði, að óhultleiki okkar væri undir því
hominn, að við hreinsuðum alveg til á skipinu, og
shildum ekki eftir einn einasta kjaft, sem gæti
horið vitni gegn okkur.
Það lá við sjálft, að við yrðum látnir sæla
s°mu örlögum og fangar okkar; en að lokum
'Sagði þó Prendergast, að ef við vildum, gætum við
lekið bát og haldið burt á honum. Við þágum
h°ð þetta tafarlaust, því að okkur hryllti við þess-
11111 manndrápum, og við þóttumst sjá fram á það,
að verra mundi það þó verða áður en lyki. Svo
fengum við hver sinn hásetafatnað, eina tunnu af
vatni, eina tunnu af þurkuðu kjöti og aðra fulla
af svartabrauði, og kompás fengum við líka að
hafa með okkur. ()g þegar við vorum komnir
ofan í bátinn, fleygði Prendergast til okkar sæ-
brjefi og sagði að við værum skipbrotsmenn, og
hefði skip okkar farizt á 15° norðurbreiddar og
25° vesturlengdar. Svo skar hann á slafnfestina,
og ljet okkur reka fyrir vindinum.
Og nú kemur merkilegasta atriðið í skýrslu
minni, sonur minn góður. Hásetarnir höfðu tekið
saman sumt af seglunuin, meðan við vorum að
komast í bátinn, en nú setlu þeir til öll segl, og
óku þeim eftir vindi. Og með því að stinnings-
kaldi var á norðaustan, skreið barkurinn íljótlega
brott frá okkur. Báturinn okkar vaggaði á hæg-
um og jöfnum öldunum, og við Ewans, sem vor-
um bezt að okkur af öllum í bátnum, sátum með
sæbrjefið á linjánum og reyndum að finna á því,
hvar við værum staddir, og hvar skemmst væri til
lands, ef það væri rjett, sem Prendergast liafði
sagt okkur um hnattstöðuna. Og svo fórum við
að ráðgast urn það, hvert halda skyldi. En það
var annað en gaman að ákveða það, því að það
voru meira en 500 mílufjórðungar til Grænhöfða,
er var hjer um bil í norður, og hjer um bil 700
mílufjórðungar til vesturstrandar Afriku í austur-
átt, þar sem skemmst var. En með því að vind-
urinn varð nú dálítið vestlægari, álitum við rjett-
ast, að stýra í áttina lil Sierra Leona, og það gerð-
um við. Meðan við vorum að bollaleggja þetta,
var barkurinn kominn langa leið frá okkur. Þá
sáum við allt í einu biksvartan reykjarmökk þyrl-
ast upp frá skipinu, og lianga svo eins og afar-
mikla trjákrónu yfir siglutoppunum; og nokkrum
sekúndum siðar heyrðum við voðalegan brest, lik-
astan þrumugný, og þegar reykurinn dreifðist, sást
ekkert eftir af »Gloria Scotl«. Við snerum undir eins
við, rerum lífróður þangað, sem slysið hafði orðið.
Við vorum hjer um bil klukkustund á leið-
inni, og bjuggumst þess vegna við, að við kæmum
allt of seint til þess að geta bjargað nokkrum
manni. Brotinn bátur og ósköpinn ökl af kistum,
kössum, borðum og plankabrotum, sem var á reki
fram og aftur, sýndi okkur staðinn, þar sem bark-
urinn hafði farizt, en livergi sást nein Iifandi vera.
Við snerum því við aftur, en þá heyrðum við
hrópað á hjálp, og sáum þá skammt frá okkur
fleka á reki, og var maður á flekanum. Þegar
við höfðum dregið manninn upp í bátinn, kom það
i Ijós, að þetta var ungur háseti, er Hudson hjet,
og sögðu fjelagar hans, að hann hefði ætið verið
kallaður »Rottan«, vegna rottusvips þess, er var á
andliti lians. En hann var svo brenndur og mar-
inn, að hann gat ekki gert okkur neina grein fyrir
þvi, sem við hafði borið, fyr en daginn eftir.
85
— 86 —