Haukur - 01.06.1912, Blaðsíða 8

Haukur - 01.06.1912, Blaðsíða 8
H A U Iv U R . Þá sagði hann okkur frá því, að Prendergast liefði, þegar eftir að við vorum farnir frá skipinu, tekið að framkvæma þá fyrirætlun sína, að taka af lííi bandingjana fimm, sem eftir voru. Fanga- verðirnir voru báðir skotnir, og þeim varpað út- hyrðis, og söinu urðu örlög þriðja stýrimanns. Því næst fór Prendergast ofan á miðþilfarið, og skar veslings iæknirinn á háls með hnífnum sínum. Þá var enginn eftir nema yfirstýrimaðurinn. En hann var snarráður maður og einbeittur. Þeg- ar hann sá Prendergast koma með blóðugan hníf- inn í hendinni, þá sleit hann af sjer fjötrana, sem sjálfsagt hafa verið flausturslega bundnir, og hljóp eins og fætur toguðu ofan stigann og alla leið ofan í neðsta farmrúm aftur í skipinu. Milli tíu og tuttugu samsærismenn fóru ofan á eftir honum með hlaðnar skammbyssur, og leit- uðu hans. Og þegar þeir fundu hann loksins, sat hann með eldspítur í hendinni við opna púður- tunnu. Þar voru alls um hundrað púðurtunnur. Og stýrimaðurinn sór og sárt við lagði, að hann skyldi sprengja skipið í loft upp, ef þeir reyndu að gera sjer nokkurt mein. Og rjett í sömu svip- an sprakk skipið. En Hudson hjelt, að slýrimað- ur hefði ekki verið valdur að því, heldur mundi einhver samsærismanna hafa miðað byssu sinni vitlaust. Hver sem orsökin hefir verið, þá urðu þetta endalok skipsins »Gloria Scott«, og glæpa- manna þeirra, er náð höfðu yfiri'áðum á því. Þetta er í stuttu máli, drengur minn, skýrslan um hinn hræðilega viðburð, sem jeg var flæktur við. Daginn eflir bjargaði skipið »Hedspore« okkur. Það var á leið til Astralíu. Við sögðum, að við værum þeir einu, sem á lífi værum af skip- verjum á farþegaskipi, sem eldur hefði komið upp í, og fann skipstjórinn ekkert athugavert við þá skýrslu oklcar. Sjóliðsstjórnin Ijet skrásetja »Gloria Scott« meðal skipa þeirra, er farizt höfðu með rá og reiða. Og ekki eitt einasta orð, ekkert kvis, hefir nokk- urn tíma borizt út um hin sönnu afdrif þessa skips. Við fengum góða ferð til Ástralíu með »Hedspore«, og skipstjórinn hleypti okkur á land í Sidney. Þar tókum við Ewans okkur önnur nöfn, og byrjuðum þegar að vinna þar í gullnám- unum. Þar ægir saman mönnum frá öllum lönd- um og af alls konar þjóðflokkuin, og var því eng- um erfiðleikum bundið fyrir okkur að byrja þar nýtt líf, sem alveg nýir menn, er ekkert áttu skylt við Armitage og Ewans. Meira þarf jeg ekki að segja. Okkur gekk vel og við vorum heppnir. Frá Ástralíu ferðuð- umst við víða um lönd, og alstaðar höfðuin við lánið með okkur, og að lokum hjeldum við svo aftur til Englands, vel efnum búnir, keyptum okk- ur sína jörðina livor, og settumst hjer að. í meira en tuttugu ár höfum við lifað hjer friðsömu og rólegu lífi, og við vonuðum, að fortíðin væri hul- in ævarandi glej'msku. Þú getur þess vegna getið nærri um, hve óttasleginn jeg varð, þegar jeg sá sjómanninn, sem kom til okkar, og þekkti undir eins, að það var saini maðurinn, sem við höfðum bjargað — Hudson, eða öðru nafni »Rottan«. Honum hafði á einhvern hátt tekizt að snuðra okkur uppi, og hafði nú ásett sjer, að gera sjer ótta okkar að lífeyri. Nú skilurþú það líka sjálf" sagt, hvers vegna jeg oft vann það til, að gera lítið úr mjer, til þess að vera í sátt við hann, og sömuleiðis mun þjer nú verða skiljanleg liræðsla sú, sem gagntekur mig nú, þegar hann er farinn burt, áleiðis til hins fórnarlambsins síns, og hefu' hótað mjer öllu illu«. Neðan við þetta var skrifað með skjálfandi hendi, og naumast læsilegt: »Beddow skrifar mjer á villumáli þvi, er við liöfðum komið okkur saman um, að H. liafi ljóstað öllu upp. Guð sje oss náðugur«. »Þetta er skýrsla sú, sem jeg las upp fyrir yngri Trevor, kvöld það, sem gamli Trevor and- aðist, og eins og þjer getið skilið, fjeklr hún mjög á okkur báða. Vinur minn, jmgri Trevor, þóttist ekki geta verið heima eftir þetta. Hann seldi þvl búgarðinn, og ílutti sig til Eystra Indlands, og eftir því sem jeg hefi síðar frjett, líður honum þar injög vel. Af sjómanninum og Beddow fara engar sögur eftir að viðvörunarbrjefið til Trevors gamla var skrifað. Þeir hurfu báðir gersamlega. Lögregl' unni höfðu ekki borizt neinar kærur yfir útlög' unum gömlu, svo að Bgddow hefir verið of fljótur á sjer að festa trúnað á hótunum Hudsons. Eiu- liver þóttist liafa sjeð Hudson vera að launiast kringum heimili Beddows, og lögreglan lcomst að þeirri niðurstöðu, að hann hefði drepið lifgjafanU sinn gamla, og svo llúið úr landi burt. En jeg held einmitt, að hið gagnstæða liafi átt sjer stað. Mjer finnst það miklu sennilegra, að Beddow, sem hjelt að búið væri að kæra sig, hafi í örvílnun sinni og í hefndarskyni drepið Hudson, og síðan flúið úr landi burt með peninga þá, sem hann 1 flýti gat reytt saman. Og nú hefi jeg sagt yður alla söguna, læknir góður, og ef þjer getið notað liana í safnið yðar, þá er yður það velkoinið«. Neistar. ■vw Nirfillinn pykist aldrei hafa nóg. Hann er nízkur við aðra, og sveltir sjálfan sig, þegar hann getur ekk' notið gæða lífsins fyrir ekkert. Hann hugsar aldrei oa* ókominn tima án kvíða, og til þess að vera viss um a® þurfa ekki að þola skort á elliárunum, þolir hann skoR alla sína æfi. • Vinlaus maður ferðast eins og útlendingur alla ®8* — Trygg vinátta líkist kvöldskuggunum. Hún vex, unz sól lífsins sígur til viðar. — Brostin vinátta er brostinn lífsþráður. Hafir þú eignazt vin, þá haltu fast í haun með innilegri umhyggjusemi, þvi að missir þú hann, þa hittir þú elcki svo hæglega annan, sem gangi' þjer öllu í lians stað. — 87 — — 88 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.