Haukur - 01.06.1912, Side 12
H A U K U R .
metrar. Nafnið Mississippi er indíanamál og þýðir „faðir
vatnanna". Nafn árinnar Missouri, sem rennur í Mississippi,
er einnig frá Indíönum og þýðir „leðjufljótið". Eins og áður
er sagt, er það eingin nýjung, að Mississippi fari yfir bakk-
ana. í einu slíku flugi ónýtti hún með öllu 100,000 ferkíló-
metra af akurlendi.
Bangkok í hátiðabúningi. Síðastl. vetur urðu kon-
ungaskifti í. Síam, eins og skýrt hefir verið frá í blöðunum.
Wajirawudh konungur tók þá við ríkisstjórn eftir Chulalong-
korn gamla, og krýndi hann sig sjálfur í höfuðstaðnum Bang-
kok. í Síam stendur konungurinn næstur guðunum að tign,
og er því enginn álitinn verðnr til þess að setja kórónuna á
höfuð honum, nema hann sjálfur. Auðvitað var Bangkok í
sínum fegursta skrúða við það tækifæri. Þúsundir rauðra fána
með hvítum fílsmyndum blöktu á húsunum, og óteljandi mislit
pappírsljósker vörpuðu töfraljóma yfir borgina, þegar kvölda
tók. Myndin hjer að framan sýnir viðhöfnina.
Fró Kína. í næsl síðasta hefti síðasta bindis Hauks
er sagt frá stjórnarbyltingunni í Kína, og fylgja þeirri sögu
margar myndir þaðan. Síðan hefir Haukur ekki haft rúm
fyrir fregnir þaðan, og hefir þó margt skeð á þeim tíma, því
að lítið hefir verið friðsamara þar síðan lýðveldið var stofnað,
heldur en áður var. í þetta skifti flytjum vjer tvær myndir
þaðan, og sýna þær, hve alvarlegar óeirðirnar hafa verið.
Mandshuarnir gerðu samsæri gegn hinum nýja lýðveldisfor-
seta, Yuan-Shi-Kai, og stóð sú uppreist f marga daga. Var
barizt af mikilli grimmd á strætunum í Peking, og þúsundir
manna ljetu þar líf sitt. Uppreistarmenn kveiktu í húsum,
og þegar loksins tókst að bæla uppreistina, var ömurlegt um
að litast f borginni. Höfuð uppreistarmanna, sem fallið höfðu,
voru hengd upp á strætum og gatnamótum, öðrum til við-
vörunar. Undir þrífætinum vinstra megin á annari mynd-
inni, sjest eitt slíkt höfuð. Utlendingar í Peking hafa verið
með lffið f lúkunum. Það hefir oft borið við áður, að aðrar.
eins uppreistir og þessi, hafa endað með því, að hvítir menn
hafa verið strádrepnir niður, og menn óttuðust, að svo mund'
einnig fara nú. Um tíma leit svo út, sem Yuan Shi-Kai
hefði alveg misst yfirráðin. Ráðherrarnir flúðu hver á fætur
öðrum, og hafa ekki sjest síðan, og lýðveldið virtist vera að
leysast sundur. Allir hvítir menn — og margir Klnverjar —
flúðu inn í sendiherraborgardeildina, sem er vfggirt. Aðgang'
ur að henni er einungis um eitt stræti, og nú var þar hlaðið
virki um götuna þvera, og á þvf hafðar smugur fyrir byssu-
kjaftana. Það eru erfiðir dagar fyrir hið unga lýðveldi. Það
er í voðalegum fjárkröggum, og því hefir ekki enn þá tekiA
að fá lán nema með afarkostum, sem það getur ekki gengið
að. Uppreist þessari fylgdu blóðugar óeirðir og upphlaup f
hjeruðunum, og það verður sjálfsagt enn um langa hríð myrt,
rænt og brennt þar í landi, áður en hið unga Kína rfs eins
og fuglinn Fönix af ösku hins gamla.
Eftir ,,Titanic“-slysið. Mynd sú, er hjer birtist,
kom of seint til þess að geta orðið samferða hinum mynd-
unum frá sorgaratburði þessum. Rjettarhöld mikil hafa verið
í tilefni af slysinu, bæði í Ameríku og á Englandi, og hefif
það eitt sannazt, að björgunarbátar voru allt of fáir í saman-
burði við mannfjölda. Einn skipverja bar það fyrir rjetti, að
öll skipshöfnin hefði verið dauðadrukkin, þegar slysið vildi
til; hefði framkvæmdarstjóri gufuskipafjelagsins haldið faf'
þegum veizlu mikla þá síðari hluta dagsins, og veitt öllurn
skipverjum vínföng í rfkum mæli. Er þá skiljanlegt, að að-
gæzlan hafi ekki verið mikil. Öllum ber saman um, að með-
ferð skipbrotsmannanna um borð í „Charpathia" hafi verið
mjög góð. Bæði skipverjar og farþegar kepptust um að
hjúkra veslings mönnunum, sem flestir voru mjögr eftir sig, og
margir nær dauða en lífi, eins og myndin sýnir.
SRríííur.
Þórunn (við Sigriði vinkonu sína, sem nýlega er
orðin ekkja); »Úr hverju dó maðurinn þinn?«
Sigríður: »Jeg man ekki, hvað læknírinn sagði
að það hjeti, en það var ekki neitt hættulegt«.
SNJALLRÆÐI.
í járnhrautarklefa einum fóru konur tvær að rífast
um það, hvort vagnglugginn ælti að vera opinn eða
lokaður.
Þær kölluðu báðar á lestarstjórann.
»Ef þjer lokið ekki glugganum, þá verð jeg inn-
kulsa af dragsúginum og dey!« mælti önnur þeirra.
»Ef þjer lokið glugganum, þá kafna jeg af loftleysi!«
mælti hin.
Lestarstjórinn var ráðalaus, og vissi ekki, hvað hann
átti að gera.
En karlmaður, sem var þar í vagnklefanum, mælti:
»Það er auðvelt að ráða fram úr þessu, hr. lestar-
stjóri. Lokið þjer glugganum, þá kafnar þessi kona
þarna; og ljúkið þjer honum svo upp, þá deyr hin kon-
an. Þá erum við lausir við þær báðar, og fáum loks-
ins frið í klefanum«.
•
»Hvað er prestur?«
»Prestur er maður með pípuhalt, sem vill hafa
fingur með í öllu og segir: Þetta er guðs fingur!«
Ljósmyndarinn (við ungann mann, sem ætlar að
láta mynda sig með frænda sínum gamla):
»Má jeg ekki biðja yður að leggja liöndina á öxlina
á frænda jrðar!«
Gamli frændi: »Látið þjer hann heldur stinga
lienni í vasa minn. Það verður rniklu eðlilegra«.
•
Ensk Ijölskylda á Indlandi hafði vinnukonu, sein
var mjög gjörnáað brjóta allt það, er hún hafði handa
á milli. Einu sinni kom ákafur landskjálfti, svo að hús-
ið ljek á reiðiskjálíi, og þá kallaði húsmóðirin undireins:
»Hamingjan hjálpi þjer, María, hvern þremilinn erto
nú að gera?«
•
Það var hið sælasta augnablik, sem kvenrjettinda-
kona ein liafði lifað, þegar hún um daginn lcom inn 1
kram.búð eina, og áfgreiðslumaðurinn sagði við liana:
»Viljiö þjer ekki gera svo vel og taka ofan, herra
minn!«
•
Ung stúlka, sem er lautinant i HjálpræðisherO'
um, hjelt nýlega ræðu á samkomu einni, og mælti Þa
meðal annars:
»Elskulegu vinir, farið að dæmi minu; í gær vai
jeg enn þá í faðmi djöfulsins, og i dag hvíli jeg viö
brjóst heilags engils . . . «
Dinitn rödd frá áheyrendunum: »En á morgun>
jómfrú góð, verðið þjer þá ekki laus og liðug?«
Steini gamli fór nýskeð ofan í lyfjabúð, til þesS
að kaupa hægða-pillur handa konunni sinni.
»Viljið þjer fá öskju utan um þær?« spurði a*'
greiðslumaðurinn.
»Já, haldið þjer máske að jeg ætli að vclla pe'nl
lieim?« svaraði Steini gamli.
Rilstjóri: STEFÁN RUNÓLFSSON, Reijkjavik-
Prentsmiðjan Gutenberg. — 1912,
— 9ö —
— 9G —