Alþýðublaðið - 09.06.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.06.1939, Blaðsíða 3
FÖSHJKAGINN 9. JINÍ 19S9 ALÞVMIBLAðie *------------------------- ALÞÝÐUBLAÐIÐ RIT&TJÓRI: F. R. VAUDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIBSLA: AL>ÝÐUHÚSINÐ (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: fO0: Afgreiðsla, auglýsingar. 01: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). "196: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Aígreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦-------------------------♦ Þparatkvæði. Þjöðaratkvæðagreiðsl- AN í Danmörku, sem fram iór 23. maí s. 1. um breytingar á stjórnarskrá Dana, hefir vakiÖ mikia athygli víða um lönd. Menn hafa yfirleitt álitið þjóð- aratkvæðagreiðslu, eða réttara ságt réttinn til að beita henni eitt helzta merki lýðræðis og frjálslyndis. Reynslan sýnir þó, að mjög erfitt er að fá fólk til þátttöku í þjóðavatkvæðagreiðslu, og að þau ákvæði, sem í öndverðu eru sett til þess að varðveita rétt- lætið, geta beinlínis verkað hlægilega og orðið hin mesta stoð afturhalds og ranglætis, þegar til þeirra þarf að taka. Svo er fyrirmælt í stjórnarskrá Danmerkur, að til þess að hægt sé að breyta henni, þurfi breyt- ingin að leggjast undir þjóðarat- kvæði eftir að þingdeildir báðar hafa samþykt hana, og nái hún þá ekki samþykki 45»/o þeirra, sem á kjörskrá standa í öllu landinu, teljist hún fallin. Atkvreðagreiðslan í Danmörku fór þannig, av, 166 þúsundir sögðu já, en að eins 83 þúsundir sögðu nei við hinni nýju stjórn- arskrá. Þeir ,sem úrslitunum réðu voru hinir áhugalausu og aftur- haldssömu, „legubekks-kjósend- urnir“, eins og þeir voru kallaðir í Danmörku fyrir atkvæðagreiðsl- una. Sjá allir í hverja hættu stefnt er, ef hverfandi minnihluíi á til lengdar að geta haldið sjálf- sögðustu réttarbótum fyrir yfir- gnæfandi meirihluta í skjóli þeirra áhugalausu, sem heima sitja. í hinni nýju stjórnarskrá Dana var um margvíslegar réttarbætur að ræða, þar með lækkun kosn- ingaréttaraldursins niður í 23 ár og raunverulegt afnám lands- þingsins (efri deildar), sem kosið er íil eftir alt öðrum reglum og „verzlað“ með þingsætin á eftir milli flokkanna. Þetta 45 »/o ákvæði dönsku stjórnarskrárinnar varð þess valdandi, að 83 þúsund kjósend- ur báru ofurliði 966 þúsund kjós- endur með hjálp „legubekkskjós- endanna", þ. e. alls þess fjölda er heirna sat. * Ef litið er á slíkar atkvæða- greiðslur, sem fram hafa farið hér á landi, verður svipað uppi á teningnum og í Danmörku, eða það, að þátttaka verður aldrei al- ,menn í þeim. Þrisvar hefir farið fram hér á landi þjóðaratkvæðagreiðsla síð- an 1908. í fyrsta sinn 1916 — og þá samhliða alþingiskosningum — um þegnskylduvinnuna. Af 28 500 kjósendum, sem voru á kjörskrá, greiddu einir 14 105 at- kvæði urn það mál eða tæp 50°/o kjósendanna. Um sambandslögin fór fram at- kvæðagreiðsla 1918, og af 31143 kjósendum greiddu að eins 13 653 Menningar- og fræðslnsamband alþýðu eykur að nun Atgðfustarfsemi sína. -----» — Það gefur út í ár 5 bækur fyrir íiu krónur. Viðtal við formann M. F. A. Ármann Halldórsson. «» TUT ENNXNGAR- OG FRÆÐSLUSAMBAND ALÞÝÐU hefir ákveðið að auka að mun útgáfustarfsemi sína á þessu ári. Sambandið hóf starfsemi sína, eins og kunnugt er, í fyrra með útgáfu fjögurra bóka, og var þeim tekið svo vel, að þær seldust upp á skömmum tíma. Formaður sambandsins, Ár- mann Halldórsson magíster, hefir skýrt Alþýðublaðinu þannig frá fyrirætlunum sambandsins á þessu ári: „Fyrsta bók sambandsins er þegar komin út, það er bókin „! sjávarháska“, sem kom út á sjó- mannadaginn. Höfundur bókar- innar er enskur loftskeytamaður, Karl Baarslag, en þýðinguna hefir annast Friðrik Halldórsson loftskeytamaður og formálann ritað Friðrik Ólafsson skólastjóri. í formálanum segir meðal ann- ars: „Efni bókarinnar er að öðru leyti spennandi frásaga um bar- eða 43°/o atkvæði um þetta merki- lega mál. Þriðja þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram 1933 um afnám aðflutn- ingsbannsins. Kjósendur voru þá 52 465, en þátt tóku ekki í at- kvæðagreiðslunni un>' bannið nema 28163 eða 45,3»/o af kjós- endunum. Allar sýna þessar atkvæða- greiðslur hið sama: Lítinn áhuga ahnennings fyrir þeim málum, sem fyrir hann eru lögð. Er því rétt fyrir oss Islendinga að hafa hugfast, hve tvíeggjað vopn þjóðaratkvæðagreiðsla get- ur verið í mikilsverðustu málum, og ekki sízt fyrir þá sök, að innan fárra ára á að fara fram hér á landi þýðingarmesta at- kvæðagreiðslan, sem líklegt er að þjóð vor efni til næsta áratuginn — atkvæðagreiðslan um samband Islands og Danmerkur. áttu sjómannsins við myrkur, of- viðri, ís og eldsvoða, baráttu um líf og dauða, ekki einungis hans sjálfs, heldur oft fyrst og fremst þeirra, sem honum hefir verið trúað fyrir, og sem klukkustund- um, jafnvel dægrum saman, standa á sökkvandi eða brenn- andi skipsflaki og bíða milli von- ar og ótta eftir leikslokum. . ..“ Enn fremur segir í formálanum: „Hér kemur í ljós staðgóð sjó- mannsþekking hjá höfundi og hæfileiki til að dæma um það, sem fram fer, einnig utan hans verkahrings, svo að þeir, sem vinna verk sín á sjónum, lesa bókina með jafnmikilli ánægju og hinir, sem ef til vill þekkja hafið aðeins í sjón eða af af- spurn“. Verður efni bókarinnar varla betur lýst, í fáum orðum, en hér er gert. Bókin virðist, eins og ráð mátti fyrir gera, ætla að ná mikilli út- breiðslu og vinsældum, hafa t. d. heilar skipshafnir á togurum gerst áskrifendur að henni, auk fjölda manna, sem keyptu hana á sjómannadaginn. Er alt útlit á því, að bókin verði bráðlega að koma út í annari útgáfu. Vegna fjölda fyrirspurna skal það tek- ið fram, að MFA skoðar skráða kaupendur að bókunum í fyrra á- skrifendur að bókunum í ár, nema þeir tilkynni annað, og biður sambandið áskrifendur að vitja fyrstu bókarinnar á skrif- stofu sambandsins eftir næstu helgi. Eins geta nýir áskrifendur ÁRMANN HALLDÓRSSON að bókum ársins vitjað þessarar bókar þar“. Tvær heimsfrægar bæknr Og hvað er um aðra útgáfu- starfsemi sambandsins? „Alls hefir MFA ákveöið að gefa út á þessu ári 5 bækur fyrir 10 krónur. Hefir auk þeirrar. bók- ar, sem þegar er komin út, verið ákveðið um tvær aðrar. Þessar bækur eru báðar enskar og hafa fáar bækur, sem komið hafa út á síðari árum, vakið meiri at- hygli en þær. önnur þessara bóka er skáldsaga, en hin fjallar um þá atburði, sem efst hafa ver- jið á baugi í alþjóðamálum allra síðustu tíma. Þessi bók er „Insanity Fair“, eftir Douglas Reed; á íslenzku mætti nefna hana .Vitfirrt veröld‘ Á Englandi hafa komið út af þessari bók 40 útgáfur á einu ári, og fær lesandinn þar margt að vita, sem hann hefir ekki vit- að áður, jafnvel þó að hann hafi fylgst vel með skeytum um heimsviðbui'ðina frá degi til dags. Höfundurinn, Douglas Reed, var fréttaritari Times í Berlín og Vín frá 1927—1938- Hann hafÖi því aðstöðu til að vita um alt, sem gerðist í stjórnmálum Mið- og Austur-Evrópu á þessum árum, — einnig á bak við tjöldin —, og hann segir frá því öllu afdráttar- laust. Hann var mjög handgeng- inn Anthony Eden, fór með hon- um til Moskva og flaug í sömu flugvél og hann heimleiðis. Þeg- ar Eden talaði við Stalin, átti engfnn blaðamaður að fá að vita, hvað þeim fór á milli, en Reed gat sagt Eden það orðrétt! Ensku. blöðin hafa farið mjög lofsamlegum orðum um þessa bók. F. A. Voigt ritar í Manchester Guardian á þessa leið: „Stíll hans er svo fjörmikill, að persónurnar ganga að nýju ljóslifandi fram á sjónarsviðið og leika hlutverk sín magnaðri en í sjálfum veruleikanum. Það er ægileg saga, sem hann hefir að segja, en hún er sönn.“ Times segir: „Lýsingar Reeds á Þýzkalandi bera af og sumar þeirra eru snildarlegar." New Statesman segir: „Insanity Fair er sjálfsæfisaga venjulegs Englendings, sem er öldungis ó- venjulega ljóst hvað er að gerast. Reed hefir þótt lífið þess vert að lifa því. Hann byrjaði sem skrif- stofudrengur 14 ára gamall. Hann ífór í stríðið til að létta sér upp. Eftir stríðið stóð hann uppi af- blekktur og á hrakningi; þá vann hann sig upp frá lægstu stöðu á blaðaskrifstofu, unz hann varð erlendur fréttaritari i Berlín og sá, sem allra snjallast skrifaði um þinghússbrunamáliö. Starf hans hefir verið að segja fréttir. Hann heyrir sannarlega til hinum einu sannmentuðu lýðræðissinn- um, blaðamönnunum, sem ná í fréttirnar áður en ritstjórarnir falsa þær.“ Vernon Bartiett segir í WorW Review: „Insanity Fair er ein hin aðdáanlegasta sjálfsæfisaga, sem ég hefi lesið. Höfundur hennar er svo einlægur hugsjónamaður, að það væri óskandi að hún seldist í hundruðum þúsunda eintaka." Hin bókin er skáldsaga eftir frægasta núlifandi skáldsagna- höfund Englendinga, A.J.Cronin. Það er Kastalinn (The Citadel, á dönsku Borgen). Munu margir hér á landi hafa heyrt getið þess- arar frægu bókar. Þegar hún kom út í Englandi fyrir 1—2 árum, varð um hana mikill styr. Hún var tafarlaust þýdd á fjölda tungumála, og varð höfundurinn heimsfrægur í einu vetfangi. Hvarvetna hefir hún selst í risa- upplögum, vakið hið mesta um- tal og deilur, en jafnframt hina mestu aðdáun. Er í bókinni mjög komið við kaun læknastéttarinnar — að vísu aðallega í Englandi, þar sem höfundurinn hefir verið starfandi læknir — en það er gert á óvenju snjallan og listræn- an hátt í formi heillandi skáld- sögu. Sagan verður hverjUm, sem les hana, ógleymanleg, ara- grúi af persónum stendur manni ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, menn sjá fyrir sér, eins og í beztu kvikmynd lífið í enskum smáþorpum og í heimsboiginni London, og síðast en ekki sízt vekur bókin lesandann til alvar- legrar umhugsunar um þaÖ, hve geysimikill þáttur starf læknanna og skipun heilbrigðismálanna er í lífi hvers manns og þjóðfélag- anna yfirleitt. TVIagnús Ásgeirsson hefir tekið að sér að þýða þessa bók fyrir MFA.“ — Og aðrar bækur MFA? „Um þær er enn ekki fyllilega ákveðið.“ Abranes — Borgarnes. Áætlunarferðir alla þriðjudaga og föstudaga strax eftir komu Ms. Fagraness. Frá Borgarnesi kl. 1 e. h. Fagra- nesið fer til Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 9 siðdegis. Magmis OnnBlaupson, bifreiðarstjéri. Landlð seiai Þjóðverj* ar geta ekki gleymt. NI. Að öllu samanlögðu lítur út- flytjendavandamálið alt öðruvísi út þegar maður er hér suöur í Afríku og getur með eigin aug- um og af eigin reynslu kynt sér hin ýmsu héröð og lönd sem til umræðu eru, — heldur en þegar menn eru að velta því fyrir sér heima í Evrópu. Þó maður að sjálfsögðu geri ráð fyrir því að hinar ýmsu opinberu nefndir, sem um þessi mál fjalla, hér og þar í heiminum, t. d. í sambandi við flóttamannavandræðin, — séu samansettar af sérfræðingum, þá lííur þó alt of oft út fyrir að það sé nær eingöngu landfræði- legt yfirlit sem lagt er til grund- vallar starfi þeirra. Að í augum þeirra sé það lausn á þessum málum, þegar hægt er að benda á nógu stór óbygð eða mannfá landsvæði. — En sannleikurinn er sá aðsþað er alls ekki land- rými sem vantar. Víðsvegar á jörðinni eru óhemjulega stór land flæmi, þar sem nægilegt rúm er fyrir milljónir og aftur milljónir manna. Hitt er aftur annað mál hvort fólkið sjálft vill eða getur lifað á þessum stöðum. Að flytja t. d. Gyðinga-flóttamenn úr stór- borgum Mið-Evrópu, þar sem þeir eru fæddir og uppaldir og ekki þekkja annað en stórborg- arlíf, til þvílíkra fjarlægra og afskektra óbygða og ætlast til að þeir haldi áfram að lifa þar sem merkisberar menningarinnar er blátt áfram óraunveruleg draum- sýn. Hinn sálarlegi þroski þeirra, er ekki mótaður fyrir þvílikt líf, í einangrun, sem krefst óendan- legs þolgæðis, og sem hlýtur að verða hlutskifti landnemans. — Til þess að geta lifað því þarf alt aðra og frumstæðari skapgerð. En, svo við víkium aftur að Suðvestur-Afríku, þá er það þó þetta land, með allri sinni vönt- un, og í öllum sínum ömurleik, sem orðið er upphafið og endir- inn í hinum þýzka nýlendu-á- róðri, alveg eins og móðirin sem oft berst af mestri ást fyrir mesta vandræðabarninu sínu. Og dag fr á degi er þessi áróðursstarfsemi rekin með meiri ákafa í nýlend-. unni sjálfri. Réttarstaða nýlend- unnar er sem stendur sú að hún heyrir undir Suður-Afríku sam- bandið sem kjörríki, en undir aðal-umsjón Þjóðabandalagsins. Samkvæmt 4. grein Þjóðabanda- lagssáttmálans um slik ríki, er þeirn ekki leyfilegt að hafa neinn her. Þ.ar af leiðir að þýzku naz- istunum sem eru um Vs hluti hvítu íbúanna, veitist auðvelt að reka áróðursstarfsemi sína af of- urkappi og opinberlega, án þess að nokkuð fáist aðgert. Allur þýzkur félagskapur þróast og þrífst ágætlega og óhindraÖ, jafn vel þó félögin stofni til ýmis- konar æfinga, sem engum dylst að eru hreinar og beinar heræfing- ar, þó þær séu nefndar fim- leikaæfingar, líkamsæfingar o .s. frv. Á fundum þessara félaga er einnig talað meira og rneira op- inskátt með hverjum deginum sem liður um að komast sem fyrst aftur heim til „das grosse Vaterland" (hins mikla föður- lands). Og á meðan á þessu gengur, gefur yfir-erindreki Suð- ur-Afríkusambandsins í London, Þjóðabandalaginu skýrslu um að „ástandið í Suður-Afríku batnar og öryggið styrkist stórkostlega með hverju ári“I! Meðal hinna þarlendu er hin þýzka ái óöursstarfsemi einnig rek in af miklu kappi. Og þó furðu- legt megi virðast er ekki ósenni- legt að svertingjarnir þar mundu greiða atkvæði með þýzkum yf- irráðum ef til þess kæmi og þeir hefðu atkvæðisrétt. En það hafa þeir ekki enn. Því þeir virðast algerlega hafa gleymt liinu gamla hatri sínu til Þjóðverja og orsökinni til þess — gleymt allri harðýðginni og grimdarverkunum í Herero-styrj- öldinni. Aftur á móti man hann það að ef hann eða einhver kyn- bræðra hans framdi minniháttar afbrot, svo sem þjófnað á dög- um þýzkra yfirráða, þá varhegn- ingin sem hann fékk nokkur ó- svikin svipubögg- Þessi refsing var náttúrlega langt frá .bví að vera notaleg, en hann gat skilið hana. Bretarnir aftur á móti, dæma hann til að vera lokaðan inni í dimmu fangelsi í lengri eða skemmri tíma, — það er ekki heldur þægilegt, og jafnframt er honum ómögulegt að skilja þá refsingu. Áróðursstarfsemin meðal þar- lendra manna er rekin með ný- tízku aðferöum. Ótölulegum fjölda af útvarpstækjum er úthlut að meðal svertingjanna. Og þess- ir ólæsu og óskrifandi villimenn geta nú kvöld eftir kvöld hlust- að á þýzkar æsingaræður, flutt- ar á þeirra eigin máli. í hinum hvolfmynduðu leirkofum sinum, sem þeir skríða út og inn um, er útvarpstækið oftast nær hið eina sem tilheyrir evrópískri menningu. En, hvað um það, tímarnir breytast og þó okkur Evrópu- búum virðist þessir biksvörtu ná- ungar standa algerlega á frum- stigi menningarinnar, eru þeir þó, þrátt fyrir alt, komnir óralangt frá þeim tímum þegar algert myrkur aldanna grúfði yfir frum- skógum Afríku, — þeim tímum þegar Stanley fór hinar abdáun- arverðu landkönnunarferðir sínar og fann týnda trúboðann Liv- ingstone óravegu inn í dimmasta myrkviðnum. Frásagnirnar um þraelasalana, hinar hryllilegu aðfarir þeirra og grimd, þegar þeir ráku hinar ó- hamingjusömu fangalestir sínar á- Ieiðis til strandarinnar í hjekkjum eru nú orðnar að hálfgleymdunt þjóðsögum. Og maður hlustar á sögurnar Um mannát eins og æfa- forn æfintýri. Ég ætla að lokum að segja eina slíka sögu án þess þó að taka ábyrgð á sannleiksgildi hennar. Svertingi nokkur kom einn góð an veðurdag með írafári miklu til herbúða Englendinga og skýrði frá því með miklu handa- nati, að hann á stað nokkrum inn í frumskóginum, sem hann tiltók, hefði rekist á óþektan mannflokk sem hefði löftg skott. — Þessi tíðindi vöktu skiljan- lega mikla athygli. Menn vildu heyra nánar um þetta liffæra* fræðilega fyrirbrigði og tóku svertingjann til ýtarlegrar yfir- heyrslu. Þá komst hann i vand- ræði og varð að lokum að játa að hann hefði ýkt frásögu sína allmikið, — en einn þeirra hefði þó að minsta kosti haft langan Frh. á 4. síðu. 1 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.