Alþýðublaðið - 05.08.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.08.1939, Blaðsíða 3
LArGARDAGINN 5. Afi. 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ ♦-------------------------• ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSHrÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). £902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021: Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦-------------------------♦ Sjúkratrygging- arnar. "0 YRIR skömmu birtist hér í blaðinu tilkynning frá Tiyggingarstofnun ríkisins um fiutninga á milli sjúkrasamiaga. Reglur þessar eru talsvert eftir- tektarvert skref í þróun sjúkra- trygginganna íslenzku og skulu því gerðar að nokkru umtalsefni um leið og því er beint til með- lima sjúkrasamlaganna að kynna sér efni þeirra sem bezt. Forsaga þessa máls er sú, að íyrsti fulltruafundur sjúkrasam- laganna, sem haldinn var á Ak- ureyri, samþykkti áskorun til Tryggingarstofnunarinnar um að undirbúa það skipulag, að hver tryggður samlagsmaður sé ávallt 'jafntryggður, hvar á landinu sem er, þar sem sjúkrasamlag starfar. Á þinginu 1937 var síðan sett á- kvæði í lögin um alþyðutrygg- ingar, sem heimilar samlögunum að gera samninga innbyrðis um að meðlimir þeirra njóti fullra meðlimsréttinda, þegar þeir dvelja á samlagssvæði annars samlags. Tryggingarstofnun ríkisins hef- ir síðan undirbúið flutningaregl- urnar.ogvoru þær einróma sam- þykktar af 2. fulltrúafundi sjúkra samlaganna, sem haldinn var hér í Reykjavík í sumar og staöfest- ar af Tryggingarráði skömmu síðar. Reglurnar hafa inni að halda tvenns konar ákvæði: í fyrsta lagi hvað snertir þá, sem flytja búferlum, í öðru lagi hvað við- vikur þeim, sem dvelja um stund arsakir á samlagssvæði annars sjúkrasamlags, í atvinnuleit, i beimsókn eða á ferðalagi. Þeir sem flytja búferlum á ann að samlagssvæði skulu snúa sér til samlags síns og fá hjá því flutningavottorð. Vottorðinu frani- visa þeir svo hjá samlaginu á þeim stað, er þeir flytja til og öðlast þá full réttindi strax án biðtíma eða læknisskoðunar. Þess má og geta, að sams konar flutningareglum hefir verið kom- ið á milli Danmerkur og íslands, þannig að þeir íslend- lingar, sem flytja búferlum tíl Danmörku geta án biðtíma og læknisskoðunar, orðið með- fímir dönsku samlaganna, þegar þeir framvísa flutningsvottorðinu. En það, sem fyrst og fremst ier nýtt i flutningareglunum eru ákvæðin um dvöl um stundar- sakir á samlagssvæði annars sam lags. Með þeim eru í raun og veru uppfylltar þær óskir, að hver samlagsmaður sé jafntrygð- ur hvar sem er á landinu, ef sjúkrasamlag er þar starfandi. Þeir sem dvelja utan síns sam- lagssvæðis og þurfa á læknis- hjálp eða sjúkrahússvist að halda, geta framvegis snúið sér til sjúkrasamlagsins á staðnum og fengið hjá því tilvísun til læknis eða sjúkrahúss. Vitanlega þuria þeir að ítanda í skilum með iðgjaldagreiðslu til samlags síns. Þessi ákvæði ættu að geta orð- ið til mikils hagræðis fyrir með- limi sjúkrasamlaganna, sérstak- lega þá tíma ársins, þégar margir þeirra fara til annarra lands- hluta í atvinnuleit, t. d. um vetrarvertíðina eða síldveiðitím- ann. Er því ekki að efa, að þess- um nýju ákvæÖum um flutninga á milli samlaganna verður vel tekið af öllum meðlimum þeirra. Sjúkiasamlögin hafa nú starfað á þriðja ár. 1 fyrstu áttu þau 6- heitanlega mjög í vök áð verjast; ekki síz't vegna vantandi skiln- ings almennings á gagnsemi og nauðsyn þeirra og andstöðu og undirróðurs þeirra stjórnmála- flokka, sem þá voru í stjórnar- andstöðu. En þetta hefir allt mjög breytzt. Meginþorri alls al- mennings hefir nú sannfærzt um gagnsemi sjúkrasamlaganna, og þeir munu teljandi af meðlimum þeirra, sem óska aö starfsemi þeirra hætti, þótt þeir hins vegar séu margir, sem myndu kjósa hana fullkomnari og betri, en að því mun ótrauðlega stefnt. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins, sem í fyrstu tók í sama streng gagn- vart samlögunumtqg konunúnistar virðist hafa orðið algerð stefnu- breyting, a. nr. k. er þaöan ekki framar urn skipulagða andstöðu að ræða, og samvinna í stjórn- um sjúkrasamlaganna af þeirra hálfu hefir yfirleitt verið hin bezta og flokkspólitík lítiö konr- izt að í starfi sjúkrasamlaganna. Kommúnistar hafa að vísu hvað eftir annað hafið lyga- og blekk- inga áróður í b'.aðsnepli sínum til þess að afflytja sjúkrasamlög- in og alþýðutryggingarnar yfir- leitt, en jafnvel þeir þora ekki að sýna sitt rétta innræti gagnvart tryggingunum, vegna hinna vax- andi vinsælda þeirra, og hafa því í öðru orðinu þótzt fullir af vin- sernd og umhyggju í þeirra garð. Því skal ekki neitað, að sjúkra- samlögin eiga enn við mikla erf- iðleika að etja, sökum hins erfiða fjárhags þeirra. Munu innan skamms verða gerðar ýmsar ráð- stafanir til þess, að koma sam- lögunum á tryggari fjárhagsleg- an grundvöll. Reynir þá á vel- vilja þings og stjórnarvalda gagnvart samlögunum, og er þess að vænta, að þessir aðilar bregð- ist vel við. , Gagnsemi sjúkrasamlaganna er nú svo óumdeild, að þess má vænta, áð áhrifamenn þjóðarinn- ar vilji fallast á allar sanngjarn- ar kröfur, sem miða að því að tryggja framtíð þeirra. Sæsvala hefir nýlega fundizt við Vest- mannaeyjar. Fréttaritari útvarps- ins á staðnum skýrir þannig frá atburðum: Veiðimenn í Elliðaey fundu nýlega litla stesvölu og heimkynni hennar þar. Verpir hún í urðum og hraunhólum þar og sennilega víðar hér í sams konar umhverfi. Fugl þessi sést aldnei að degfi tíl, og er þetta í fyrsta sinn, svo vitað sé, að fugl þessi finnist lifandi og heim- kynni hans á landi — en lengi hefir verið grunur um, að hann ætti hér heimkynni og fuglafræð- ingar erlendir og innlendir hafa lengi leitað hans án árangurs. Þrjár gamlar heimildir voru fyr- ir hendi um tilveru fuglsins hér en allar vafasamar. Eitt egg fannst að þessu sinni, og er það 26 sinnum 21 millimetri, en marg- ir fuglar veiddust. Fuglinn er 15 cm. langur. Þorsteinn Einarsson kennari við Gagnfræðaskólann hér var með veiðimönnum og kom með 8 fugla tíl rannsókn- ar. F.O. ! Útbreiðið Alþýðublaðið! Vikulaun fyrir 1 kíló af kjðti! --- • ♦ Félklð verður að selja húsyögn sin til þess að geta fengið sér matarbita. ----»■—. Astandið á Spðní eftir signr Fiancos. ■j^TÝLEGA HEPPNAÐIST * ™ spanskri stúlku að flýja yfir landamærin til Frakklands. Eftirfarandi grein er viðtal hennar við frú Carmen Bud- Lindholm, sem er fulltrúi sænsku -nefndarinnar til hjálp- ar spönskum flóttamönnum á Frakklandi. — Ég komst með fölsku vega- bréfi frá heimili mínu til Figue- ras. Hafi maður ekkert vega- bréf', þá fær maður nefnilega ekki farmiða með járnbrautar- lestum. Tvær konur, sem ég þekkti eklci, staðfestu það, að ég væri frá Barcelona. Og ég, sem aldrei hefi komið til Barce- lona. Já, stundum hittir maður almennilegt fólk. Nú höldum við meira saman en áður og við heilsum meira að segja með fás- istakveðjunni: Arriba . . . Hún réttir hæðnislega upp handlegginn. Þannig heilsum við öll nú orðið, og sá, sem gerir það ekki, fer beina leið í fangelsi. Það er hin 18 ára gamla- Do- lores, sem stendur fyrir framan mig, sólbrennd og soltin og seg- ir mér frá því, að hún sé nýkom- in frá Spáni yfir Pyreneafjöll. — Ég fór fótgangandi frá Figueras ásamt tveim konum; önnur þeirra hafði tekið barn sitt með sér á flótta. Þegar við komum upp í fjöllin, villtumst við, það dimmdi og varð mjög kalt. Við áttum ekki nema eina kápu allar. Þegar morgunninn kom, urðum við að fara ofan í dalinn og spyrja til vegar, og svo urðum við að klifra upp aftur. — Ég kemst ekki lengra, sagði önnur konan, sem með mér var, og settist niður. Við vissum ekki — hvað til bragðs skyldi taka, og biðum stundar- korn. Allt í einu komu tveir menn og miðuðu á okkur skammbyss- unni: — Hvað eruð þið að gera hér? spurðu þeir. Ég svaraði: Viljið þið gera svo vel og vísa okkur veg til Frakklands. Það er heimskulegt að tala svona, þegar miðað er á mann tveim skammbyssum, — en mér datt ekkert annað í hug. En þá sagði annar maðurinn glottandi: — Þið eruð í Frakklandi. Og svo skiptu þeir sér ekki af okkur meira. Þetta voru tveir franskir hermenn, og þeir höfðu hjartað á réttum stað. — Hugsið ykkur bara, ef þeir hefðu nú sent okkur aftur til Spánar. Þá hefðum við lent í fangabúðum. Viknkanplö fyrir kilé af kjðti. Og hvernig er nú stjórnarfar Franco’s? — í Barcelona er hægt að fá hálft pund af svörtu brauði á dag, en enginn hefir peninga til þess að kaupa fyrir. Og það er hægt að fá kartöflur. Yfirvöldin sögðu móður jrtínni, að hún mætti kaupa 35 kíló af kartöfl- um. En hún átti ekki nóga pen- inga fyrir kartöflunum. Við keyptum 10 kíló, og þegar ég setiij'r Spánverja sundurskotin — og þulurinn segir, að hinir „rauðu“ hafi eyðilagt þau. — Fólkið brosir í myrkrinu. Því að hver maður veit, að það voru fasistarnir, sem köstuðu sprengj- unum. Bárið er rakað af „raað- um“ stúlkum. Giano greifi, tengdasonur og utanríkismálaráðherra Mussolinis, lætur ekki hörmungar spönsku þjóðarinnar á sig fá. Hér sést hann á svölum stjórnarbyggingarinnar í Barcelona, þegar hann heimsótti skjólstæðinga sína á Spáni fyrir hálfum mánuði. 12 duros (um tvær krónur). Það var allt og sumt, sem við átt- um. Augu Dolores fyllast tárum: — Mamma er orðin eins og beinagrind, segir hún, og litlu systkinin mín svelta í hel. Og láttu þér ekki detta í hug, að á- standið sé betra hjá öðrum fjöl- skyldum. Franco gaf út tilskip- un um það, að peningar stjórn- arinnar væru ekki gjaldgengir, og að við yrðum að láta af hendi það, sem við ættum. Yfirvöldin gáfu okkur kvittun fyrir því, að við hefðum látið af hendi alla peninga okkar. Fólkið er bláfá- tækt. Menn selja húsgögn sín til þess að geta keypt ofurlítið af svörtu brauði fyrir peningana. Hún hlær beizkum hlátri: — Jafnvel þeir, sem hafa fasta stöðu, fá engin laun. Vin- stúlka min, sem vinnur í sæl- gætisverksmiðju, fær 8 peseta á viku (um 3 krónur). En svo að það líti út sem það sé meira, þá tekur hún, við laununum hálfsmánaðarlega. Eitt kíló af kjöti er dýrara en vikulaunin hennar nema — það kostar 12 peseta. Borgirnar, sem peir skutn á, eyéilagéar af peim ranðu! verða þau aftur að syngja fas- istasönginn með uppréttum armi og ganga í takt út á götu. Ennþá hefir ekkert barn getað fitnað á þessu, — En leikhúsin og skemmt- analífið? — Maður getur farið í kvik- myndahús, ef maður vill. Þar fær maður að sjá menningar- — En, heldur Dolores áfram hæðnislega — það er reynt að byggja upp aftur. Til dæmis kirkjurnar. Og þar verðum við ÖIl að hjálpa til. Maður fær boð. Á morgun eða hinn daginn verð- ur maður að koma — og bera grjót. — Og réttarfarið? — Réttarfarið? Jú, menn eru barðir, það er orðið daglegt brauð. Og menn eru kærðir. — Útvarpið tekur á móti kærun- um og útbásúnerar þær. Dag- lega eru menn dæmdir í 30 til 40 ára fangelsi, það er ekki verið að skera það við neglur sér. Og margar konur eru skotn- i ar, Fasistarnir hafa sérstaklega horn í síðu kvennanna, Ef það kemst upp, að ung stúlka hefir verið „rauð,“ þá er rakað af henni hárið. Á götuhornunum eru Márarn- ir, hermenn Franco’s, frá Mar- okkó, og selja matvörur, sem þeir hafa stolið, Alls staðar eru Márarnir á ferli. Við erum orðin þe;.m vön. í smáborgunum er lífið kvalræði. Við höíum lesið í blöðunum, að í Þýzkalandi treysti enginn öðrum — og ég get bara sagt það, að það er eins á Spáni. Menn læðast á- fram og hvíslast á. Þetta ástand er hræðilegt. Ég hélt aldrei, að þetta gæti komið fyrir á Spáni. Dolores lítur á fjallgarðinn, sem skilur Frakkland og Spán. — Hinum megin við þessi fjöll eru mamma og systkini mín. Ég get ekki skilið þau þar eftir. Ég verð að sækja þau. Þetta hefir nú Dolores í hyggju — og maður þorir ekki að hreyfa mótmælum við þessa hugprúðu stúlku. Því að eru það ekki hinir hugprúðu, sem lyfta heiminum fram á veg? Fram heflr nnnlð meistara- keppnlna ellefa sianum. Viðtal við Jón Hagnússon forra. félagsins. ------4.---- F 991 Aðeins smábörn og sjúklingar fá mjólk. Það er alveg eins og meðan stríðið stóð yfir. Það eru til matstofur fyrir fátæk börn. En börnin koma þaðan svangari en þau fóru. — Áður en þau fá nokkuð að borða, verða þau að syngja fasista- sönginn: — Cara al sol, con la camisa nueva ....... Og svo verða þau að lesa bænir. Því næst fá þau vatnsgraut og svart fór að heiman, áttum við aðeins j brauð með tómat. Að því loknu YRSTA sigur sinn vann Knattspyrnufé- lagið Fram í fyrsta opinbera kappleiknum, sem háður hef- ir verið hér á landi, en það var 17. júní 1911.“ Þetta sagði Jón Magnúss. form. Fram, þegar Alþýðublaðið átti viðtal við hann um starfsemi fé- lagsins og sigra á liðnum árum. — Hvað hefir Fram þá oft unnið meistarakeppnina? „Við skulum sjá“, segir.Jón, og fer að telja Framskildina á rneistarabikarnum, sem þeir unnu nú, „fyrst var það 1913 og síð- an óslitið tii 1918. Aftur sigrum við 1921, svo 1922, 1923, 1925 og núna, en sá skjöldur er ekki kominn enn á bikarinn. Alls höfum við því unniÖ meist arakeppnina eliefu sinnum, og er það meira en nokkuð annað fé- lag getur sagt. Næst okkur kemst K. R. 9 sinnum, þá Valur 6 sinn- um og loks Víkingur tvisvar. — Hefir Fram sýslað við fleira en knattspyrnu? „Jú, jú“, segir hinn gamli Fram ari Arreboe Clausen, þegar hann heyrir þessa spurningu. „Frá árinu 1912,“ heldur hann áfram, „stunduðum við alls kon- ar frjálsar íþróttir af miklu kappi og gerðum það í mörg ár. En nú eru allir strákarnir, sem þá voru, orðnir prestar, læknar og hver veit hvað.“ ■— Hefir Frarn oft haft erlend- an þjálfara? „Það hefir nú verið frekar lítið um þá hjá okkur, og fengum við þann fyrsta í fyrra, þá dansk- an þjálfara að nafni Peder Ped- ersen, og eins og þú veist, þá fen,gum við okkar ágæta þýzka þjálfara Hermann Lindemann nú í apríl s. I., og fór hann einnig með okkur til Danmerkur — Á Lindemann miklar þakkir skildar fyrir allt hans óeigingjarna starf fyrir okkur í Fram, og það er eftirtektarvert, að þegar hann kemur hin,gað i vor, þá er- um við þeir fjórðu í Reykjavík- urkeppninni, en nú þegar hann kveður okkur, þá kveður hann okkur sem lslandsmeistara“. — Þakkið þið honum þá sig- urinn . núna? „Já, fyrst og fremst honum, Frh. á 4. síðu,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.