Tíminn - 07.04.1917, Page 3

Tíminn - 07.04.1917, Page 3
TÍMINN 15 góðu lagi, er eitthvert mesta vel- ferðamálið eins og nú standa sakir. Henni þarf að stjórna sterkur og víðsýnn maður, sem þjóðin ber fult traust til. Mjög margt sem verzluninni við kemur, þarf enn umbóta við. Skiftingin er að vísu komin í sæmilegt horf, e/ sýslu- menn hlýða fyrirmælum stjórnar- innar. En innkaupunum er mjög ábótavant. Verður áður en langt um líður vikið að þvi hér í blaðinu. Síldartollurinn á auka^ingmu. Áður hafa verið leidd rök að því hér í blaðinu, að slldveiðin liafi komið miklum ruglingi á alt verð- gildi peninga og hluta hér á landi. Hennar vegna hafi peningar fallið í verði svo mjög, að landssjóður einn verður áður en langt iíður að bæta þá lækkun með stórmiklufé, svo að skijlir hundruðum þús- unda árlega. Enn fremur hallar á landbúnaðinn, svo að til vandræða horfir, því að sá atvinnuvegur má ekki, vegna þjóðarinnar sjáljrar, falla í vanrækt og niðurlægingu. Pað verður að jafna baggamun- inn. Og löggjafarvaldinu ber til þess bæði réttur og skylda. Þar við bætist svo það, að hlut síldarmanna hefir bersýnilega verið mest haldið jram við brezku samningana í vetur. Leiðir það af því, að sú atvinnugrein verður að bera ríflegan hluta af útgjöldum landsins á yfirstandandi ári. En til þess að svo verði, þarf þingið í sumar að leggja allhátt gjald á alla úlfiutta síld, og vera svo liðugt í snúningum, að hvorki inn- lendir menn né útlendir lcoini síld- inni úr landi, áður en þau lög ganga í gildi. Vaf'asamt er að þetta takist. Ekld af því, að þetta sé rangt eða óheilbrigt mál, heldur af því að síldarlávarðarnir hafa ótrúlega mikið af tryggu varnarliði í þing- inu. Sást það bezt nú á aukaþing- inu í vetur. Matth. Ólafsson vildi koma á tvenns konar lagarétti hér á landi í síldarmálum. Hafa vild- arkjör fyi ir, innlenda síldveiðimenn, en beila útlendinga misrétti. Skyldi leggja 3 kr. gjald á hverja úlflutta síldartunnu, en endurborga inn- lendum úiftgtjendum (þ. e. síldar- kaupmönnunum) milcinn lilllta gjaldsins. í’ella náði þó ekki fram að ganga. Þorsteinn M. Jónsson, 2. þm. Norðmýlinga, beitti sér mjög gegn endurgreiðslunni. Sýndi hann fram á, að þelta misrétti mundi verða til-þess að skapa óvild með erlendum þjóðum, einkum Svíum og Norðmönnum, í garð íslendinga. Og við mættum illa við því, að tefla svo ógætilega, sizl á þessum hættutímum. Lítill vaíi gæti á því leikið, að Norðmenn mundu koma fram hefndum t. d. að leggja há- an innfiutningstoll á íslenzkt saltkjöt. Hefði þá síldveiðin unnið landbúnaðinum tvöfalt ógagu: Dregið til sín vinnuaflið úr sveitinni, og lækkað helztu út- flutningsvöru sveitabæuda á er- lenda markaðinum. Bar Þ. M. Jónsson fram tvær rökstuddar dagskrár, svipaðar að efni, móti verðlaunafrumvarpinu. Hin fyrri var feld, en hin síðari samþykt. Héldu kunnugir menn, að Jón Magnússon hefði komið vitinu fyrir nokkra af fylgismönnum sin- um, því að þeir björguðu síðari dagskránni. En þegar hér var komið sögunni, jeldi síldarliðið sjáljl tollfrumvarpið. Áhuginn var ekki svo mikill um að koma tolli á úllendingana, að sildarmenn ‘vildu sjálfir bera byrðina líka. Lauk því máli svo, að hvorki tollur eða verðlaun náðu fram að ganga. Böðvar Jónsson lögmaður, sem þjóðkunnur er orðinn m. a. fyrir grein sina »Nýir vegir«, áltíur, að eins og nú stendur á, ætli þingið að koma á hreyfanlegum síldar- tolli. Skyldi hann vera eins konar verðhækkunartollur á síldinni. Mjög sennilegt er, að liorfið verði að því ráði og leggur þingið í sumar væntanlega grundvöllinn. En um eitt atriði ættu menn, sem allra fyrst, að verða sammála, það, að regna ekki að níðast á úilend- ingum. Það væri fyrst og fremst siðferðislega rangt, og i öðru lagi frámunalega heimskulegt, af því að hefndin mundi von bráðar koma niður á okkur sjálfum með rnarg- földu aili. Síldartollurinn verður að ganga jafnt yflr alla, innlenda Og útlenda. í öðru lagi verður hann að vera svo hár, að um muni fyrir landssjóðinn. Og af öllum vitleysum í þessu máli, er sú fjarstæðust, að lands- sjóður veiti mestu gróðamönnum landsins, síldarkaupmönnunum, eins konar dýrtíðai’uppbót, eins og Matth. Ólafsson fór fram á. frá útiðnðum. Frá því hefir áður verið skýrt, að stjórnarbylting væri orðin í Rússlandi, Nikulási keisara steypt úr völdum en bróðir hans, Michael, tekin við. Nú er sagt frá því í síð- ustu skeytum til dagblaðanna, að þar í landi sé nokkur áhugi á því, að liverfa með öllu frá kéisara- sljórn, en koma á þjóðveldi, og sé það aðallega jafnaðarmenn, er fyrir þeirri breyling berjasl. Mun nú lagt undir úrskurð þjóðarinnar hvort stjórnarfyrirkomulagið skuli upp tekið. En hver sem úrslitin kunna að verða, mun lítill efi leika á því, að gagnger breylin verði á stjórnarháttum landsins, enda nnui þessi ófriður mjög verða til þess að vekja þjóðina og hrinda henni áfram á menningarbrautina, hvort sein Bússar vinna á óvinum sín- um að lokum, eða fara halloka, í vopnaviðskiftunum. Jafnaðarmenn í Rússlandi hafa sent alþýðu manna um allan lieim áskoranir um að stuðla að því, að hinar ógurlegu blóðsúthellíngar ó- friðarins megi sem fyrst enda. Samt sem áður er alls ekkert hyk á þjóðinni að halda slyrjöldinni áfram, og stjórnarbyltingin mun sízt verða til þess að draga úr hernaðarathöfnum hennar. Finnlendingar hafa þegar fengið sjálfstjórn og myndað nýtt ráðu- neyti, sem i eru 6 jafnaðarmenn og 6 annara flokka menn. Pólland ælla Rússar að sameina þegar að ófriðnum loknum og gera að frjálsu ríki, í hermálasambandi við þá. Enn hafa Rússar látið til sín heyra í Þýskalandi, þar sém þeir skora á gervalla Þjóðverja að hefj- ast nú handa og reka Vilhjálm keisara frá völdum. Benda öll þessi tíðindi á mikinn frelsisanda með- al Rússanna, og þar sé stór breyt- ing til batnaðar orðin. Á vestri vígstöðvunum halda Frakkar og Bretar áfram sókn sinni á hendur Þjóðverjum og hefir orð- ið talsvert ágengt. Hafa þeir tekið allmargt þorpa þar í Norður-Frakk- landi, svo sem Ham og Canny, austur frá Sommefljóli. Þótt hér sé ekki um ýkjamikinn landvinning að ræð, þá benda þessi vopnaviðskifti til þess, að frekar megi nú stórtíðinda vænta af vestri vígstöðvunum en áður, þegar altaf var hjakkað í sömu förin, og stöð- ugt barist í skotgröfum, en leikur- inn nú borist út á bersvæði. Stjórnarskifti eru orðin i Frakk- landi. Heíir M. Briant farið frá völdum en við tekið M. Ribot, sem talsvert hefir áður kornið við stjórn- mál í föðurlandi sínu. Hann er 74 ára gamall. Sat fyrst á þingi 1878. Ilefir þrisvar verið ylirráðlierra, þar á meðal 1914, en sat eigi nema hálfan annan sólarhring að völd- um í þáð skiftið. Er mikill mælsku- maður og hefir á sér blæ stjórn- málamanns. Við Suez hafa Bretar unnið tals- verðan sigur á Tyrkjum og tekið 1000 manns til fanga. Kafbátahernaðurinn heldur á- fram líkt og verið hefir síðan 1. febrúar. Fá Þjóðverjar þar nokkru áorkað, og hefir enn tekist að aftra hlutlausum þjóðum frá siglingum til óvinalanda þeirra, að heila má. Samt sem áður komu til Bretlands- eyja 2314 skip síðastliðna viku, og 2433 sigldu þaðan á sama tíma. Þá viku segja Bretar 18 enskum stórskipum sökt og 7 er minni vóru en 1600 smálestir. Misklíðin milli Þjóðverja og Bandaríkja N. A. fer sízt þverrandi, og helzt svo að sjá á síðustu skeyt- um, að til fulls fjandskapar dragi og eigi sé langt að biða algerðra friðslita. Lögrétta auglýsir í siðasta blaði að liún færi verð árgangsins upp í kr. 7.50. Kostáði áður 5. Mun það sízt of hátt, miðað við allan tilkostnað við blaðútgáfu eins og nú er. Breyttar kröfur. Hingað til hafa kanpmenn og útgerðarmenn setið sólarmegin hjá bönkunum okkar báðum. Sam- vinnufélögin og landbúnaðurinn setið á hakanum. Væri fróðlegt að sjá, hvort meira en 5°/o af veltu- fé bankanna hefir verið varið til eflingar landbúnaðinum á siðustu árum. Kuldinn í garð samvinnu- félaganna hefir komið svo greini- lega fram, að sambandið hefir fengið mun betri kjör í eríendum láns- stofnunum. Nú er svo komið, að þeir menn sem skilja, hvílíka þýðingu aukin ræklun og öflugur samvinnufélags- skapur hefir fyrir þjóðina, geta ekki unað við ástandið. Þeir heimta þá breytingu á sljórn og fyrirkomu- lagi bankanna, að landbúnaður og samvinnufélög séu eigi sett lægra en útvegur og kaupmannaverzlun. Þetta er heilbrigð og eðlileg krafa. En það eru öfl starfandi í þjóð- . félaginu í alveg gagnsiœða átt. Það eru menn til, sumir í háum söðlum, sem berjast eins og þeir eigi lífið að lejrsa móti þessum endurbótum. En aðstaða þeirra er þekt og skilin. Og þetta blað mun skoða það sem skyldu sína, að flelta ofan af launráðum þeirra og sýna hvað á bak við liggur, jafn- skjótt og bólar á framkvæmdum frá þeirra liálfu. Um lmsabyggingar. Um það búið er að byggja upp alla sveitabæi og peningshús úr steinsteypu, verður þjóðin senni- lega búin að verja til þess 30—50 miljónum króna. Miklu skiftir að vel sé til þess vandað og að gætt sé hagsýni i hvívetna, með því sparar þjóðin mikið fé og fær betri og hollari húsakynni. Næst því að finna sem bezt og ódýrust byggingarefni, ríður þjóð- inni mest á því að fá sem hentug- astar fyrirmyndir um alt sem að byggingum lýtur. Er hér átt við það, að landið horfi ekki í það að hafa í þjónustu sinni vel færan mann, og sé siðan að hans ráði gefnar út bækur og leiðbeiningar um liúsagerð. Framfarinar erlendis eru í þessu efni svo stórstigar en vankunnátta okkar íslendinga hins- vegar eðlilega mikil, þar sem sár- litlu liefir verið til þessara hluta kostað hingað til. Hér er því um þjóðarnauðsyn að ræða. Við höldum auðvitað áfram að byggja hús, og það jafnvel úr. hald- góðu efni, þótt engin forsjá sé við- höfð af þjóðfélagsins hálfu. En hætt er þá við að þau geti orðið óþarf- lega dýr, og heldur ekki eins holl eða fögur og orðið gæli. Um þessa hluti borgar sig illa að spara eyririnn en kasta krón- unni. Þarf hér að gera mikið, og um húsagerð landsins yfirleitt, miklu meir en hingaðtil.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.