Tíminn - 28.04.1917, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.04.1917, Blaðsíða 3
T í MI N N 27 una stundum í þeim efnum sjá sér eins góðan leik á borði og þarna var um að ræða. . Annars eru líkur til þess að ein- hverjir séu meira »smart« en Iir. Garðar Gíslason, ef það er satt sem sagan segir, að honum liafi verið att út í þessa ritdeilu af keppinautunum, þeir sérstaklega getað unnað honum afleiðinganna af hlutskiftinu. Margt er það enn þá í grein- inni, sem vakið getur ýmislegar verzlunarhugleiðingar og visast að það geri það á sínum tíma, en úr því að það gelur ekki, rúmsins vegna, orðið að þessu sinni, lang- ar mig til að klykkja út með því, að gera hr. Garðari Gíslasyni það tilboð, úr því að það leynir sér ekki, að við höfum báðir áhuga á islenzkum verzlunarumbótum, að þá gefum við í sameiningu út þessar ritsmíðar okkar um verzl- unina og sendum þær ókeypis inn á hvert einasta heimili í landinu. En að sjálfsögðu þó eigi fyr en við höfum »talað út« hvor um sig. Eg var rétt búinn að gleyma þvil Útlendíngur einn hér í bænum sem les og skilur íslenzku, sagði við ritstjóra þessa blaðs er hann hafði lesið grein hr. Garðars Gísla- sonar í ísafold: »Sá fer illa með Timanam!« Vonandi er þetta ekki forspá móðurmálsins! Qræiður stórkaupmaður. Garðar Gislason hefir nú nýverið ráðist með brigzlum og illyrðum á samvinnustefnúna. Grein hans er bæði að efni og formi mjög léleg. Höf. mun hún áreiðanlega skaða drjúgum, bæði fjárhagslega og á annan hátt. Aftur á móti getur hún ekki annað en eflt samvinnu- hreyfinguna. Fyrir Timann eru á- rásir G. G. vafalaust á við nokkur hundruð króna gjöf í reiðum pen- ingum. Munum við eigendurnir einhvern tíma láta G. G. njóta þess stuðnings, hins eina sem þeginn mundi frá hans hendi. Þessi ritsmíð G. G. er mjög ein- kennileg að því leyti, að i henni er enginn Ijós punktur, ekkert nema villukenningar og blekkingar. Frá því sjónarmiði, og líka að því er höf. sjálfan snertir, hefði hún vel mátt falla i ævarandi gleymsku. fó er alls ekki líklegt að svo fari, heldur að greinin verði oft og mörgum sinnum tekin til meðferð- ar í blöðum og timaritum. Og það er af því hún sýnir svo áþreifan- lega fram á nauðsijn samvinnunnar. Greinin er eins og skuggsjá, þar sem glögglega sjást innviðir gall- aðrar kaupmensku, ofsinn, ágirndin, peningadýrkunin, fyrirlitningin á fátæklingunum og umfram alt hrœðsla við verulegar umbcetur, sem miða til almennings heilla. G. G. byrjar með því að gefast upp á höfuð-vigvellinum. Með engu orði reynir hann að hrekja það, að samvinnufélögin hafi stórbœtt ís- lenzka framleiðslu (kjöt, ull, smjör o. fl.), og með því eflt almenna velmegun. Ekki reynir hann heldur að hrekja þá margsönnuðu stað- reynd, að heilbrigð1) kaupfélög og pöntunarfélög spara viðskiftamönn- um sinum að jafnaði um 10°/o ár- lega á smásöluverzluninni einni. Engar likur, enn síður sannanir, færir hann fram gegn þvi, að samvinnumönnum muni gróði að því að eiga sína eigin heildsölu sjálfir. Meðan ofantöldum atriðum er ósvarað, verða stóryrði G. G. að eins máttlaust fálm. En stórkaupmaðurinn er i einu bæði reiður og hrœddur. Allur »tónninn« í grein hans sannar hið fyrra. En tilvitnanir hans í rit- gerðir samvinnumanna hið síðara. Hann tilfærir eftir »Tímariti kaup- félaganna« orð, um það að sam- vinnufélögin þurfi að hafa sum blöðin á sinu bandi. Þetta á að vera goðgá. Eh þar eiga kaupmenn þó fyrirleikinn, því að þeir hafa lagt auglýsinga-fjötra á flest blöðin. En G. G. slendur bersýnilega stuggur af þvi, að samvinnumenn hafi ráð á sömu varnar- og sóknarvopnum eins og kaupmenn. Vanþekkingu sina opinberar höf., er hann stimpl- ar það sem undirferli að auglýsa með blaðagreinum. Ef G. G. vill líta inn á lestrarsal Landsbóka- safnsins, getur hann sannfærst um, að eitt hið frægasta verzlunarhús í London auglýsir þannig í West- minster Gazette. Væri vel farið, ef sumar »Júðabúðirnar« hefðu ekki á sér meira undirferlisorð en það verzlunarhús. En ástæðan er auð- sæ: Hræðslan við auglýsingaúrræði sem gæti átt við islenzka staðhætti og komið samvinnunni að liði. Þriðja tilvitnunin er um það, að samvinnuinenn vilja hafa sérstak- an skóla, til að menta starfsmenn sína. Náttúrlega á það að vera áfellisvert. Hvers vegna? Af því að þá standa kaupfélögin eins vel að vígi eins og kaupmenn, að þvi er snertir sérmentun starfsmannanna. Kaupmenn hafa nú i nokkur ár haft sinn skóla, og til hans mik- inn styrk úr landssjóði. Ekki álel- ur G. G. það, en sýtir yfir þeim litla styrk, sem samvinnufélögin hafa fengið til námsskeiðs og fyrir- lestraferða. Fjórða hræðslukastið fær höf. sökum þess, að rök hafa verið íeidd að þvi, að íslenzka þjóðin verði að borga smásölu- stéttinni töluvert á aðra miljón ár- lega í óþarft milliliðagjald (sbr. reynslu Kaupfélaga Eyfirðinga og Þingeyinga), fram yfir það sem verða mundi, ef sú starfsemi væri rekin af samvinnufélögum. Að vísu ann G. G. smákaupmönnunum mikið (og þeir honum?), en þó fer fyrst alvarlegur hrollur um hann 1) Viö pau eiga samvinnumenn i daglegu tali, er peir tala um kaupfé- lög, en ekki við meinagemlinga pá, sem vissir heildsalar, skapa og viöhalda á ævarandi skuldaklafa, að eins til að auka viðskiftavellu sina — á ólöglegan hátt pó. J. J. við íimlu tilvitnunina: að sam- vinnufélögin œttu að stofna til heild- sölu i Rvík. Maður getur skilið, að G. G. þyki skörin færast upp í bekkinn. En sumir aðrir heildsalar, sem eru vitr- ari og eiga staðbetri vinsældum að fagna, skilja að þessi hreyfing er eðlileg. Þeim er óblandin ánægja að fá heildsölu samvinnufélaganná fyrir keppinaut, i stað sumra grunn- færnu forhleypismannanna, sem hafa aflað sléttinni vafasamrar frægðar á síðustu árum. Þeir eru líklegastir til að »gufa fyrst upp«. Víkjum nú aftur að óttaefni G. G. Það er nokkuð margþætt. Hann veit að margir smákaupmenn og smákaupfélög hafa skift við hann á undanförnum árum, án þess að vera bundin sérlega traustum vin- semdarböndum. Jafnskjótt og sam- vinnu-heildsalan er komin á, má gera ráð fyrir að öll þau kaupfélög, sem nokkurt mannsmót er að, hyrfu þangað með alla sína verzlun. Vera má að honum sé það og kunnugt, að á undanförnum miss- erum, og einkum í vetur, hefir magnast fáþykkja með mörgum smákaupmönnum i garð þeirra stórsala sem harðleiknaslir þykja vera. Ef þessir kaupmenn fara að dæmi G. G., og lesa »Tímarit kaup- félaganna« mjög vandlega, munu þeir fræðast um, að samvinnu- hcildsala Skota t. d. veitir hlulhöfum (samvinnufélögum) fullan arð, en utanfélagsmönnum hluta af ársarði. Fyrir mjög marga smákaupmenn, sem ekki eru fyrirfram bundnir með skuldahlekkjum við »Gyðing- dóminn«, mundi samvinnuheild- salan koma eins og himinsend blessun, bæði halda heildsöluverð- inu á skaplegum grundvelli, og þar að auki veita þátt í ágóða, sem þeir eru ekki vanir að kom- ast í kynni við. Þegar G. G. litur óreiður yfir »alt sem hann hefir gert« í þessu verzlunarmáli, er ekki vist að hon- um finnist það »harla gott«. Hann hefir afklæðst r>gœrunni« frammi fyrir kaupfélögum og Sláturfélagi, gert þau sér að visum óvinum með stóryrðum og fruntaskap. Hins veg- ar þjappað samvinnumönnum sam- an, eflt blöð þeirra og timarit, flýtt fyrir heildsölu þeirra og gefið smá- kaupmönnunum vonir um, að þeir geti, áður en Iangt Iíður »verið án hans«. En minsta gleði fær hann þó væntanlega af meðaumkunar- brosum keppinautanna, sem að sögn hafa espað hann til að skrifa, vel vitandi að hann mundi »út- skrifa« sig — úr verzluninni. »Gullkorn« G. G. verða eigi öll lögð á skurðarborðið að þessu sinni, enda vinst siðar tími til að athuga þau nánar í »Tímarili kaup- félaganna«. En á eitt skal þó bent að síðustu. »Milliliðirnir« eru eng- inn þyrnir i augum hans. Margar hendur eiga að vinna verkið. Senni- lega þrír að vinna verk, sem einn getur afkastað. Manni dettur i hug spakmælið fræga eftir einn stéttar- bróður G. G. á Norðurlandi: y>Akva, Dúi! Prjálíu menn eru ekki lengi að riða norður í Asbgrgi!« Jónas Jónsson. fitM Conrmont. Fyrir nokkrum vikum barst sú fregn hingað og þótti góð tíðindi, að Frakkastjórn hefði skipað A. Courmont ræðismann sinn hér á landi. Hann hafði áður dvalið tvö ár hér á íslandi, verið fyrsti út- lendingurinn, sem kendi inóður- mál sitt við háskólann okkar. Á þessum áruin hafði Courmont numið svo vel íslenzku, að hann mun í þeirri grein engan jafnoka átt hafa siðan Rask var uppi. Hann hafði ferðast uin mikinn hluta landsins, stundum aleinn, og kynst staðháttum og inönnum óvenjulega vel. Hvar sem hann kom, stóðu honum allir vegir opn- ir. Gáfur hans, yfirlætisleysi, og einlæg velvild til landsins og þjóð- arinnar, voru sá töfralykill sem opnaði allar dyr. Það er meira að segja mjög mikið efamál, hvort það eru nema mjög fáir íslend- ingar sem eru eins kunnugir innri hlið *islenzka þjóðlífsins og hann. Þegar Courmont fór héðan sum- arið 1913, gekk hann í herinn til að inna af hendi herskyldu sina. Ári síðar braust heimsstyrjöldin út. Courmont varð þá foringi í hern- uin og tók þátt í ótal bardögum og mannraunum næsiu tvö árin. En i hinni miklu sókn Frakka haustið 1915 særðist hann hættu- lega, lá lengi í sjúkrahúsi, en rétti furðanlega við. Sár á höfðinu greru, svo að þeirra sjást engin merki, en sjónina hefir hann mist á öðru auga. Samt telja læknar nokkra von um að það mein muni batna. Ivúlu- brot fór í gegn um hægri hönd hans, og eru tveir fingur á hægri hönd afllitlir. Síðasta árið hefir Courmont unn- ið í hermálaráðuneytinu franska. Hafði hann yfirumsjón með Qöl- mörgum mönnum, sem daglega söfnuðu í eina heild aðal-inntaki úr öllum helztu dagblöðuin um viða veröld. Hafði hann þar fyrir sér skoðanir og dóma allra þjóða um voðaviðburði þá, sem nú eru að gerast. Courmont hefir alla tíð verið tungumálagarpur hinn mesti, og í þessu starfi mun hann hafa numið flest þau Norðurálfumál sem hann ’ ekki kunni áður, svo sem rúmensku, ný-grisku og kelt- nesku. . íslendingar munu lengi minnast með þakklæti þeirrar stundar, er Courmont var gerður hér að ræðis- manni. Engan mann gálu Frakkar valið sem betur var fær til að vera trúnaðarmaður þeirra liér á landi. Eru þeir menn sjaldfengnir, sem í þeim kringumstæðum njóta og verðskulda fylsta traust beggja málsaðila. Fyrir islenzku þjóðina er koma Courmonts mikið happ, einmilt nú á þessari voðaöld. Eng- inn veit hvaða hættur morgun-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.