Tíminn - 23.06.1917, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.06.1917, Blaðsíða 1
TIMINN kemur út einu sinni i viku og kostar 4 kr. frá upphafi til áramóta. TÍMINN AFGREIÐSLA Bókbandið á Laugaveg 6 (Björn Björnsson). Par tekið móti áskrifendum. I. ár. Reybjavíb, 23. jtíní 1917. 15. blað. Stephan 6. Stephansson. Einn af ánægjulegu viðburðunum i sögu íslendinga um þessar mund- ir er heimboð og heimsókn Kletta- fjallaskáldsins, Stephans G. Step- hanssonar. Það sýnir svo áþreifan- lega að þjóðin hefir ekki magann einann fyrir sinn guð, og styður þá gömlu, góðu kenninguna um það, að maðurinn lift ekki af einu sam- an brauði, en engin hætta á því, að sú kenning verði ofdýrkuð, ekki heldur hér á landi. Og skáldinu var sannarlegar boð- ið heim. Á fundinum þar sem heimboðinu var hreyft í vetur var hrifningin svo almenn og mikil, að mönnum sást yfir að hér var hægt og var í raun og veru verið að slá tvær flugur í einu höggi. Það var verið að treysta bróður- böndin milli Vestur- og Austur-ís- lendinga. En þá var skáldið eitt í hugum manna, þetta undarlega andlega- lífseiga mikilmenni, sem fljfzt til annarar heimsálfu, alfarinn af ætt- jörð sinni innan við tvítugt, eftir að hafa séð miðbikið eitt úr ein- um landsfjórðungnum, og verður þar eitt af íslenzkustu íslenzku skáldunum um heilan mannsaldur. Honum ferst að segja: »Pó þú lángförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót.« íslenzku ætternis- og æskuáhrif- In hafa ekki svikið hann, en hann hefir heldur ekki svikið þau. Hún eykst trúin á íslendinga og íslendingseðlið, við að vita af mönnum eins og Stephani. Og þess vegna er hann nú heið- ursgestur íslenzku þjóðarinnar, og hjartanlega velkominn. Stephan G. Stephansson er fædd- ur á Kirkjuhóli í Seiluhreppi i Skagaflrði 3. október 1853. Foreldr- ar hans voru Guðm. Stefánsson og Guðbjörg Hannesdóttir. Er föð- urættin eyfirzk en móðurættin úr Skagafirði. Fyrstu 16 ár æfinnar var Stephan hjá foreldrum sínum á þessum þremur bæjum í Skagafirði, Kirkju- hóli, Syðri-Mælifellsá og Víðimýr- arseli, en fluttist þá að Mjóadal f Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu og dvaldi þar í þrjú ár áður en liann fór til Vesturheims, 19 ára að aldri, árið 1873. Steig Stephan á skip á Akureyri, ■var það hrossaflutningsskip og hét »Queen«. Fór þarna fyrsti útflytj- endahópurinn til Ameríku sem nokkuð kvað að, eitthvað á annað hundrað mans; var Baldvin Bald- vinsson ritstjóri einn í hópnum. Þegar skipið lét úr höfn, skall á þoka svo að hvergi sást til lands, vakti Stephan einn allra tarþegja næturlangt og fram undir kvöld næsta dag í þeirri von að sjá til lands, en þokan var söm við sig. Á þriðja degi létti loks þokunni, var það seint um kvöld í tnngls- skini og sá þá að eins á ísland eins og þrjár smáþúfur. Fór Step- han eigi undir þiljur fyr en þær voru horfnar. Sást ein þeirra lengst, og mun það hafa verið Öræfa- jökull. Þegar vestur kom settist Stephan fyrst að í Wisconsinfylki í Banda- rikjunum og var þar í kaupavinnu hjá bændum, en þjóðhátiðarárið fluttist hann norður til Shawano Cauntys og nam þar land, var land þetta alt skógivaxið og sein- unnið, en með því að leggja land undir fót og ganga 100 mílur ensk- ar suður á bóginn tókst honum að fá atvinnu að sumrinu hjá bændum þar, svo að liann átti hægt með að hafa ofan af fyrir sér og foreldrum sínum, er jafnan fylgdust með honum, enda jókst það nú smátt og smátt sem jörðin gaf af sér. Fyrstu árin varð hann þó að vetrinum að ganga 50 mílur norður á bóginn til þess að leita sér atvinnu við skógarhögg, svo afkomunni væri borgið. Hinn 28. ágúst 1878 gekk Step- han að eiga Helgu Sigríði Jóns- dóttur, er hún ættuð úr Þingeyjar- sýslu, en þau hjón systkinabörn. Eftir sjö ára dvöl á þessum stað, tóku þau hjón sig upp og fluttust til Dakota og námu þar land í íslendingabygðinni í nánd við Garð- ar. Þar bjuggu þau í 9 ár þar til er þau árið 1890 fluttust vestur undir Klettafjöll og settust að i Albertafylki. Þar námu þau þriðja landið, og þar hafa þau búið siðan. Ábúðarjöð Stephans er tvö heim- ilisréttarlönd, en liggja ekki saman og ev annað haft lil beitar. En stund lögð á hvorttveggja, akur- yrkju og kvikfjárrækt. Eiga þau hjón þrjá sonu, Bald- ur, Guðmund og Jakob, og þrjár dætur Stefaný, Jóný og Rósu. Baldur, Guðmundur og Stefaný eru gift og búa þau öll í nágrenni við foreldrana, Baldur er bóndi en Guðmundur kaupmaður. Stefaný giftist kvöldið áður en Stephan lagði af stað líingað heim. Systur eina á Stephan, Sigur- laugu, fluttist hún vestur með þeim og hefir jafnan búið í nágrenni við bróður sinn. Snemma mun Stephan hafa byrj- að yrkja, en tregur mun hann hafa verið til að láta prenta eftir sig og þó gert það fyr enn hann ætlaði upphaflega. Vinum hans í Dakota mun liafa þótt það súrt í broti að fá aldrei að heyra neitt né sjá eftir hann þegar hann flyttist vestur undir Klettafjöll, en þeirra vegna munu fyrstu kvæðin komin á prent, kvæð- in sem almenna eftirtekt vöktu á Stephani, og ern þau þá ort vestur undir Klettafjöllum. Stephan kom lieim með Gull- fossi, og leit ísland augum eftir 40 ára fjarveru morguninn 16. júní. Það var Öræfajökull sem kvaddi Stephan þegar hann fór, nú var það Snæfellsjökull sem fyrstur varð til þess að heilsa honum. Manni hvarflar í hug að það verði um Stephan eins og jöklana, hann hefir náð þeirri hæð í skáld- skap á landi íslenzkrar tungu, að hann er orðinn þar einn af jökl- unum, kominn upp úr öllum jök- ulmörkum, og engin líkindi eru til að sá jökull bráðni meðan það land sekkur ekki í sæ, og verð- ur hann þá einn þeirra er sézst lengst að. r Agrip af ræðu laniMnis 17. júni á íþróttavellinum. íþróttasamband Reykjavíkur hefir beðið mig að bjóða alla velkomna hingað út á völlinn sinn í dag, og það er mér ljúft að gera. Verið velkomin, Bkonur og karlar, látið eins og þið eigið hérna heima, og helst vildi eg óska að þið settist hér að fyrir fult og alt; það hefi eg gert — á þessum nýgrónu grund- um, íþróttavöllum æskulýðsins hafa mínar björtustu vonir um framtíð þjóðarinnar tekið sér trausta ból- festu. Og það er bezt eg segi nú frá, hvernig á því stendur. Það eru 10 ár síðan eg lagði á stað í langferðir minar um land alt — í embættiserindum. Og því er nú svo háttað, að mér hefir oft hætt til að fara einförum, enga manna vegi, jafnan átt bezt við mig að fara fjallasýh — eins og þeir segja norður á Ströndum. En þegar eg hefi komið fram á fjallabrúnir og litið jrfir bygðir og ból, þá hafa þessir ræktuðu smá- deplar — túnin okkar — komið mér fyrir sjónir eins og smástirni á myrkum næturhimni og mér hefir oft fundist alt flæmið í milli þeirra eitthvað svo bjarmalaust og blánakið — nema rétt á stöku slað — og hvar er það? Það er þar sem landið er enn skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Enginn veit hvað átt hefir fyr en mist hefir, og við höfum víst aldrei fundið betur til þess en nú hvað við höfum mist þar sem skógarnir eru farnir. Þið vitið þó að enn í dag köllum við alt elds- neyti eldi-við. Af hverju? Það er af því, að á landnámstíð og lengi framan af var landið alt skógi vaxið, svo að hver búandi gat afl- að sér eldi-viðar, og enginn skort- ur á; elztu forfeður okkar gátu setið við Iangelda í víðum og veglegum setskálum á kvöldin, er þeir komu heim frá vinnu sinni og höfðu fengið sér bað í fun- heitri bað-stofunni — nógur var eldi-viðurinn. Og nógur hefði hann getað verið alt fram á þennan dag. — En það er ekki lengur því að heilsa. Nú eru liðin rúm 1000 ár siðan forfeður okkar námu þetta land, og þá var það fagurt og fritt, skrúðgrænt og skógi vaxið milli fjalls og Qöru. En hvað höfum við niðjar þeirra aðhafst nú um lang- an aldur? Jú, við niðjar þeirra dugmiklu og dáðríku manna, sem námu landið, við höfum látið okk- ur sæma að afnema landið, rífa, tæta sundur og tina tignarklæðum landsins, dýrðlegasta og dýrmæt- mætasta skrúðinu — skógunum. Þegar eg kom fyrsta sinni — fyrir 8 árum — í Hallormsstaða- skóg — og sá í fyrsta sinni óbækl- aðan, fullþroska og vel hirtan ís- lenzkan birkiskóg — þá féll eg í stafi, stóð eins og steini lostin af fögnuði — og skömmustu. Þá sá eg hvað við höfum gert — og sá að það var Ijótt. Þá sá eg hvernig landið var, þegar það var numið — og áður en farið var að afnema það, eg sá að þá var það iðjagrænt, undur fagurt. Því eg hefi farið víða um önnur lönd, gengið í margan grænan lund og litið mörg skrautleg skógarrjóður, en hvergi hefi eg séð jafn fríðan skóg og þann á Hallormsstað. Birkiskógar eru allra skóga fegurstir. Og mér fór að detta margt i hug — vitið eg er gerður með þeim ósköpum, að mér dettur svo margt hjákátlegt í hug — mörg »vitleysan«; því hvað sem kemur flatt upp á fólk, það er oftast, eins og vonlegt er, skírt skemri skírn, og kallað vitleysa. En það var þarna fyrir 8 árum, þegar leið mín lá gegnum Gatna- skóg — eitt fagurt sumarkvöld — og íturvaxnir birkistofnarnir stóðu fylktu liði til beggja hliða og breiddu skrúðgræna armana eins og verndarvængi yfir höfuð mér — þá datt mér í hug: Þetta má ekki lengur svo til ganga; við verðum að manna okkur upp og nema landið á ný; við verðum að færa það aftur í sinn forna lauf- skrúða, milli íjalls og íjöru; og — þið vitið eg er landlæknir — eg fór að hugsa um eldiviðarleysið,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.