Tíminn - 30.06.1917, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.06.1917, Blaðsíða 2
62 T í M I N N RÉTTUR, tímarit um félagsmál og mannréft- indi. 16 arkir á ári af Skírnisstærð. Verð 2,50 kr. árgangurinn. Ritstjói Pórólfur Sigurðsson. Afgreiðslu- maður: Finnur Jónsson, Pósthús- inu, Akureyri. framleiðenda og neytenda. Enginn milliliðsgróði hverfur í sjóð þeirra. Einstaka kaupmenn byggja starf sitt á sama grundvelli, en þeir ei'u fáir. Þar í flokki eru þeir sem ekki notuðu sér neyð og ótta al- mennings sumarið 1914. Þvílíkir kaupmenn geta um allan aldur staðist samkeppni kaupfélaganna, eru bræður og hjálparmenn sam- vinnumanna við að gera verzlun- ina heilbrigða. En Garðari Gíslasyni og líklega öllum þorra íslenzkra kaupmanna, þykir þessi grundvöllur ófær. G. G. virðist álíta að kaupmenn séu í starfi sínu aðallega háðir iveimur skilyrðum: 1. Að hafa verzlunarleyfi. 2. Að selja ekki með óhagstæðara verði heldur en viðskiftamenn- irnir ganga að. Og að forminu til hefir G. G. hér töluvert til síns máls. Hann fijlgir bókstaf lagannn en misbýdur anda þeirra. Lögin krefja verzlunarleyfis af þeim sem fást til muna við milli- liðsstörf. Og þau fordœma ekki milli- liðina, þó að þeir noti sér neyð manna — skapi sér einokunar- aðstöðu í skjóli staðháttanna, eða með sterkum samböndum móti neytendum. Hækkun kaupmanna i ágúst 1914 var gerð í skjóli lag- anna og kom ekki í bága við bók- staf þeirra. Sama má segja um at- ferli Steinolíufélagsins fræga og svo mætti lengi telja. En áreiðan- legt er það að kaupmenn, sem ekki hafa annan leiðarstein heldur en borgarabréfið og neyðarboð al- mennings geta orðið þjóðinni þung byrði, og það eins þó að atvinnu- rekstur þeirra sé að nafninu til iögum samkvæmur. Munurinn á lífsskoðunum þeim, sem koma fram i greinum G. G. og í orðum Sveins í Firði og Jóns Gauta Péturssonar er sá, að ann- arsvegar er bygt á þröngri form- skýringu en hins vegar á mannúð- legum siðferðisgrunduelli. Annar málstaðurinn gerir eins lítið úr rétti náungans eins og unt er, hin meira en krafist er. Bersýnilegt er það, hvort fyrir- komulagið er betur fallið til að efla almenningsheill. Sé þjóðin of- urseld stétt, sem hiklaust notar sér neyðina, hvenar sem tækifæri býðst, þá verða þau ókjör enn tilfinnan- legri af þvi að landshættirnir freista til einokunnar. Aftur á móti bætir samvinnufyrirkomulagið úr þeim voða sem staðhættirnir baka þjóð- inni, hvað verzlun snertir. Og gald- urinn er ekki annar en sá, að nota sér ekki neyðina, misbeita ekki afli gagnvart þeim varnarlausa. En samt er það töluverður munur. Bygging lanðssjóðsjarða. í 4. tölublaði Freys þ. á. skrifar herra Páll Zóphoníasson kennari um byggingu landssjóðsjarða. Hann leggur þar fram uppkast af laga- frumvarpi, og ritar um nauðsyn þá, að mál þetta verði ítarlega rætt fyrir þingið. P. Z. á miklar þakkir skilið fyrir afskifti sín af þjóðjarða- sölunni, og sömuleiðis fyrir það, að vekja máls á frumvarpi um byggingu hinna opinberu jarða. Og sú er spá mín, að ekki líði á löngu þangað til að viðurkent verði af öllum þorra manna að þjóðjarða- salan hafi verið vanhugsuð um- bótaviðleitni, til skaða fyrir land- búnaðinn og þjóðarheildina. Ábúðarréttur á landssjóðsjörðutn getur orðið og á að verða miklu betri en kauprétturinn, bæði fyrir landsdrottinn og ábúanda. Þess eru því miður of mörg dæmi í hinni óskráðu búnaðarsögú þessarar þjóðar, að ungir og efni- legir menn hafa með því að braska í að kaupa ábúðarjarðir sínar, sett sjálfa sig í þá kreppu að starfsþol, áhugi og trú á jörðina og sjálfa þá hefir dofnað og þrotið á til- tölulega fáum árum. Alt lánstraust verið sett fast við jarðakaupin — því sjaldan eða aldrei hafa þær nægt sjálfar, sem veð fyrir kaup- verðinu — og enginn eyrir afgangs til umbóta á jörðinni, til verkfæra- kaupa eða til þess að aulta með bústofninn. Slíkar ráðstafanir hafa orðið mörgum áhugamanninum sem ókleift bjarg, og þær hafa dregið mjög úr trú almennings á gæðum landsins. Ábúð á landssjóðsjörðunum á að bæta úr þessu hvað þær snert- ir, og getur ef til vill auk þess orðið einhverjum áhugasömum jarðeiganda að fyrirmynd. Það er því að mínu áliti óheppi- legt, að ábúandi skuli skyldaður til, að setja veltufé sitt eða lánstraust fast með þvi, að kaupa öll mann- virki jarðarinnar af landssjóði, eins og P. Z. leggur til í uppkasti sínu. Betra væri að hann gæti haft þetta fé til umbóta á jörðinni, því eins og margir hafa sýnt fram á, gefa flestar jarðabætur mörgum sinnum meiri arð, en komið getur til mála að borgað verði eftir jafn háa fjárhæð og í þeim liggur. Jarða- bæturnar eru einna arðmestur höf- uð stóll þjóðarinnar, og þess vegna á ábúðarlöggjöfin að hjálpa efna- litlum mönnum til að koma þeim í framkvæmd. Auk þess mun erfitt að meta verð- mæti jarðanna mannvirkjalausra og á mörgum jörðum eru það ein- mitt mannvirkin, sem að mestu skapa verðmæti þeirra. Vafalaust kysu flestir ábúendur langt um heldur að borga 4% leigu eftir verð mannvirkjanna, en að borga þau út. Enda öllum hag- sýnum mönnum innan handar að ávaxta fé sitt með miklu hærri vöxtum í rekstri búsins, og sízt fá- anlegt lán með svo góðum kjörum. Eg geri það því að tillögu minni, að ábúendtir landssjóðsjarðanna sltuli ekki skyldaðir til að kaupa nein mannvirki af landssjóði, en hafi þó fulla heimild til að breyta þeim og auka við þau eftir eigin geðþótta, að eins að þau ekki rýrni. En hið opinbera þarf að gera meira fyrir leiguliða sína. Það þarf að hjálpa þeirn til að rækta landið og bæta húsakynnin. Leiguliðarnir þurfa beinlínis að hafa rétt til að veðsetja jarðirnar fyrir kostnaði við hverskonar umbœtur á jörðunum sjálfum, sem eykur afurðirnar eða minkar framleidslukostnað þeirra. Mönnum virðist þetta ef til vill nokkuð langt gengið, og hættuspil fyrir þjóðarbúið að fara þannig með eignir sínar. En eg sé hér ekki neina hættu á ferðum. Hugsa mér að veðheimildin sé ekki gefin, fyr en umbæturnar eru fram- kvæmdar og virtar. Enda vanda- laust fyrir hvern dugandi mann að koma fyrirtækjunum í verk með víxillánum þegar liann hefir vissu fyrir veðláni seinna. Virðingin sem framkvæmd verður af þar til hæf- um mönnum, sé miðuð við not jarðarinnar af umbótunum, en ekki við það hvað umbótin liefir kost- að. Þrátt fyrir það þó ábúandinn tæri frá jörðinni eftir nokkur ár, og gæti þá ekki goldið veðskuldina, væri það landssjóði hættulaust jafn vel þótt lánið væri til 30 eða 40 ára. Jörðin væri engu óbyggi- legri fyrir það, þótt á henni hefði t. d. verið gerð áveita fyrir 2000 krónur, sem borga þyrfti eftir 140 króna árgjald ef áveitan gæfi 300—500 krónur í hreinan ágóða á ári. Eða hver sem umbótin væri ef hún annars væri haganlega gerð, og ekki virt hærra en sem svaraði notagildi hennar fyrir jörðina. Eg býst við að margir muni álíta það of langt farið að lands- sjóður láni þannig jarðirnar lil veðsetningar án þess, að hafa bein- an hag af því sjálfur, þótt það frá mínu sjónarmiði sé ekki svo mikil áhætta, að þess þurfi með. En á hinn bóginn er þetta svo mikils virði fyrir ábúendurna að þeir mundu ánægðir láta jörðina njóta hagnaðar i staðinn. Eg get því vel fallist á að jörðin eignaðist helming af því verði umbótanna sem afborgað er með ákveðnum árgjöldum (geng út frá veðdeildar- láni). En sé stærri afborgun borg- uð í einu t. d. eftirstöðvar við á- búenda skifti, verði sá hluti um- bótanna eign þess sem borgar. Það er stór hagnaður að fá fé með 6,5%—7% árgjaldi til fyrir- tækja sem gefa 15%—50% í ár- legan ágóða, þó ekki fylgi fullur eignarréttur á því sem borgast af lánunum. Með þessu fyrirkomulagi myndu landsgjóðsjarðirnar verða mjög eflir- sóttar og þá líka hægara að velja þá leiguliða, sem líklegastir væru til að nota þennan rétt sinn til þess, að breyta mýrum og móum í ræktað land, sem gefur þeim og eftirkomendum þeirra margfaldan ávöxt. Þarna gætu starfskraftarnir notið sín óhindraðir að hálfu skuldabandanna; framkvæmdirnar og ávextirnir myndu auka fram- sóknina og áhugann, svo að marg- ar af landssjóðsjörðunum mundu verða að sönnum fyrirmyndarbúum. Sennilega myndi þetta útheimta betra eftirlit með jörðunum, enda ólieppilegt að það sé framkvæmt af sýslumönnum, sem fjarlægðar- innar vegna eiga víða mjög erfitt með að framkvæma það. Virðist því réttast að haga umsjón og inn- heimtu líkt og með kirkjujarðirnar nú, þó með þeirri breytingu, að hreppsstjórar sendi afgjaldið beint í stjórnarráðið. Að endingu vil eg taka í sama strenginn og P. Z., að biðja menn, — einkum þigmennina — að hugsa ræða og rita um mál þetta sem mest og bezt áður en þingið tekur málið til meðferðar í sumar. Jón A. Guðmundsson. Langsumblöðin hafa lagt alt kapp á það síðustu mánuðina, að færa gerðir stjórnarinnar á verri veg og jafnframt hafa þau heimtað að öll stjórnin færi frá völdum. Einkum hefir þó blekkingunum og nndirróðrinum verið beint gegn Sigurði Jónssyni. Lítið mark hefir verið á þessu tekið og af þingmála- fundinum í Reykjavik ók langsum brotnum vagni heim. Var bersýni- lega alveg fylgislaust. En í síðustu Lögréttu birtist grein, þar sem siglt er í kjölfar langsum-manna. Byrj- ar greinin á því, að verja stjórnina i heild sinni fyrir starf sitt hingað til, og sýnir fram á að helztu á- sakanirnar hafi verið bygðar á sandi. Af þessu skyldi maður ætla, að blaðið vildi hafa þá stjórn áfram sem reynd er að dugnaði á sérstök- um vandrœðatimum. En í þess stað endar greinin á því, að þingið eigi að fella Sigurð Jónsson, og setja einhvern duglegan kaupmann i hans sess í ráðaneylinu. Og þetta er rökstutt með því, að með þessu muni batna samvinnan milli kaupmanna og landstjórnar í dýrtíðarmálunum. Er svo að sjá sem Sigurður Jónsson sé þyrnir í auguin kaupmanna. Þess vegna á að fórna honum. Skal nú í stuttu máli bent á ýmsa agnúa, sem eru á þessu Lög- réttu-máli. Fyrst er nú það, að allir ráð- herrarnir lxafa jafnan rétt og vald til þess að hlutast til um dýrtíðar- málin. S. J. hefir því ekki hóti meira vald yfir landsverzluninni heldur en J. M. eða B. Kr. Sé þar eitthvað að þakka eða víta kemur það á bak allrar stjórn- arinnar. í Lögréttu er þess vegna um víta- verða blekkingu að ræða í þessu máli. Og árásarvopnið snýst á móti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.