Tíminn - 30.06.1917, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.06.1917, Blaðsíða 4
64 T í M I N N glugga« (á standþili) »svo ekki sást í dyrakarminn. Enginn ferða- maður fór austur klað, heldur Lindargötu, annað ófært. Þar mok- uðum við t.visvar og þrisvar allar brekkur ofan í læk. Byrjuðum að moka 4. í páskum. Nærri var ó- fært í Botnum gamla hliðið, fönn- in nærri jafnhá suðurkampi. Svip- að var austur Botna. Þar er marg- búið að ryðja í lækina og vatns- renslið, sem við notuðum vel þá 2 daga er rigndi — annað helgi- dagur — hundvotir.« . . . Sandur þessi kom allur i páska- veðrinu mikla, af n. n. v. átt, sem er hin versta þar, en sjaldgæf svona frek. Yfir 1000 kr. verður hann að teljast kosta, sandurinn sem burt var færður, þá er bréfið var skrif- að 19. júní. En hve mikið kostar — etur og eyðir — sandurinn sem eftir er á túninu? Og í högunum? Fyrir framlagt fé og erfiði rnætti slétta 2 til 3 dagsláttur í myJdinni jörð; sæist sú jarðabótin fremur og heyrðist betur. Að verja gott land eyðileggingn, er þó landnáin líka á sinn hátt, og getur verið eins mikils virði og breyting á öðru landi. Þetta styður og eykur eignir þjóðarinnar og arðvonina framvegis. Ekki er sandurinn góð dýrtíðar- uppbót. Hér er þó ekki verið að biðja því síður heimta neinar bætur frá öðrum landsmönnum eða af almanna fé. Því meirá sem þrengir að, þess meiri er þörfm fyrir dugnaðinn og kjarkinn til að bjarga sér og sínum. Þingið stjórnin og nefndir allar er eihverju ráða, eiga að örfa þennan áhuga einstakra manna á öllum sviðum til að bjarga sér, en ekki drepa hann niður. Þegar skortur- inn þrengir að alþýðu um land alt, þá má ekkert geja neinum manni af almanna fé, er eitthvað gelur gert. Allir verða að borga með iðju sinni á einhvern hátt. Gegn hungri og kulda og einangrun verður fram- leiðsla matvæla og eldsneytis i land- inu, að ganga fyrir öllu öðru. Hvert sýnist mönnum þarfara, að bæta landið og auðga það með framleiðslu á landi og sjó, eða að heimta hjálp af öðrum — með höndur í vösum? 27/g Vigfús Guðmundsson. 3Frá útlönðum. Það hefir áður verið sagt frá því að Konstanlínus konungur Grikkja hafi hröklast frá völdum, og við það mundi veldi Bandamanna auk- ast þar i landi. Nú hefir frézt að Venezelos hafi tekið við formensku stjórnarinnar, en hann er, sem kunnugt er, mjög ákveðinn á móti Þjóðverjum. Þó er ekki alveg víst að Grikkir gangi til fulls í lið með Bandamönnum. Aþenuborg hafa Bandamenn tekið, líklega með Ijúfu leyfi stjórnarinnar. Frá Rússum er sömu óvissuna að frétta sem áður. — Hver hönd- in upp á móti annari. Ber einna mest á stjórnleysingjum. Mikill flokkur manna er þar þó, sem halda vill ófriðnum áfram og berjast til sigurs við Þjóðverja. Þeim flokki fylgir mikill liluti hersins, sem nú hefir nýskeð tekið til vopna af nýju, eftir langa hvíld, í Galesiu. Austurrílcismenn liafa orðið undan að síga í áttina til Lemberg. Á vestri vígstöðvunum sækja Englendingar fram tveim megin Souches ár og verður eitthvað á- gengt. Frökkum þokar áfram í nánd við Hestebize. Eru orusturnar nú óðum að magnast aítur og má vænta stórtíðinda bráðlega. Austurríkismenn hafa endurnum- ið landspildu í Tirol, í dal þeim er Sugano heitir. Þar tóku þeir höndum 1800 ítali. Annað er eigi að frétta af viðureign Itala og Aust- urríkismannna. Það þykir tíðindum sæla, að í Kristíaníu liafa fundist talsverðar birgðir sprengiefna, sem vitnast liefir að Þjóðverjar áttu þar geymd- ar á laun. Sljórn Noregs hefir gert þessar birgðir upptækar. Bandarílci N. A. hafa tilkynt að strangara eftirlit verði liér eftir en hingað til með matvælafiutningi þaðan lil hlutlausra þjóða, til þess að fyrirbj'ggja að þau geti lent í höndum Þjóðverja. Kemur þetta efiaust hart niður á þeim þjóðurn, sem ílytja vörur á skipum undir siglingafána Norðurlanda, svo sem Dana, en undir því merki hafa ís- lendingar siglt til þessa og fá þeir nú að reyna hvert gagn þeim má að því verða. Nýtt sprengiefni hafa þeir feðg- arnir Dr. Waltoif og sonur lians fundið upp, er þeir kalla »terro- ralt«, tíu þúsund sinnum sterkar en dynamit, sem Nobel fann upp og græddi á ofijár. JPréttir. Tíðin er köld, þótt nokkur daga- munur sé að, nóttina eftir Jóns- messu höfðu verið hrímaðir glugg- ar á Kolviðarliól en pollar lagðir austur í Flóa. Suma daga vikunn- ar hefir verið logn og sólsfdn, og þá notið hlýinda. Afli er talsverður á Austfjörðum. Höfðu vélbátar frá Seyðisfirði kom- ið með 16 sippund úr róðri, og mun það meiri afii en oftast endra- nær. Grasspretta talin óvenjulítil um þetta leyti árs alstaðar um land. Mannalút. 17. þ. mán. andaðist á Bægisá í Eyjaíirði Valgerður Þor- steinsdóllir, 81 árs að aldri, fædd 23. april 1836. Var Valgerður dótt- ir hins alkunna prests, Þorsteins Pálssonar á Hálsi í Fnjóskadal, en ættin sú bændaætt úr Mývatnssveit. Móðir Valgerðar, fyrri kona síra Þorsteins á Hálsi, var Valgerður Jónsdóltir, prests Þorsteinssonar 1 Reykjahlíð. — Árið 1865 giflist Valgerður síra Gunnari Gunnars- syni fóstbróður sínum, en bróður Tryggva bankastjóra Gunnarssonar og þeirra systkina. Dóu þeir báðir 1873 Gunnar maður Valgerðar og Þorsteinn faðir hennar. Upp undir 20 ár veitti frú Valgerður forstöðu kvennaskólanum á Laugalandi eða frá 1877 til 1896 er skólinn fluttist til Akureyrar til þess að lognast þar út af eftir nokkur ár. Þótti Valgerður góðri mentun og skóla- stjórahæfileikum búin, enda mun hún lifa lengi í verkum sinum fyrir bragðið. En það er til marks um sjaldgæft uppeldi að mentun alla hlaut Valgerður í föðurhúsum, þeg- ar frá er talin tímakensla er hún naut í Iíaupmannahöfn einn vetr- artíma. — Systur átti Valgerður tvær, frú Sigriði ekkju Slcafta Jós- efssonar rilstjóra og Hólmfríði konu síra Arnljóts Ólafssonar (f 1904), en bróður Jón prest á Möðruvöll- um. Dóttir Valgerðar er Jóhanna kona síra Theódórs Jónssonar á Bægisá. Er hér látinein af merk- ustu konum landsins. Hinn 25. þ. mán. andaðist hér í bænum Þorlákur O. Johnson kaup- maður, faðir Ólafs Jolinsonar stór- kaupmanns og þeirra systkina, 79 ára gamall, fæddur 31. ágúst 1838 á Breiðabólsstað á Skógarströnd. Var Þorlákur einn af bezt mönn- uðum kaupmönnum sinnar tíðar og brautryðjandi á ýmsum sviðum þar. Gleðimaður mikill og talinn að hafa sett svip á bæjarlífið meir en flestir aðrir um það skeið er hann var upp á sitt bezta. Þorlák- ur heitinn hafði lengi verið heilsu- laus. Þingmálatnnd héldu þingmenn Reykjavíkur 24. þ. mán. og var hann all-fjölsóttur. Voru þar sam- þyktar tillögur um að fjölga þing- mönnum í Reykjavík, að fá lög- giltan siglingafána, að landssjóður tæki að sér einkasölu á steinolíu, kolum og salti, að þingið tæki landsverzlunarfyrirkomulagið til í- hugunar, að draga ekld lengur að koma líftrygging sjómanna í við- unanlegt horf, að þingið heimili Rvík einkasölu á mjólk fyrir bæ- inn, að landssjóður greiði framvegis mikinn hluta af þeirri verðhækkun sem orðið hefir á helztu lífsnauð- synjum síðan stríðið hófst, þá vildi fundurinn og afnema aðflutnings- tolla og sykurtollinn nú þegar, og loks að þingið tryggi hlulleysi landsins í ófriðnum sem bezt og helzt að fá fullveldi þess í utan- ríkismálum viðurkent nú þegar. Siglingar. í s 1 a n d er komið til Halifax á veslurleið. Lagar- foss ferðbúinn og sennilega lagð- ur af stað heim. Bisp á leið til Englands eftir salti norðan um land. Gullfoss fór til Ameríku á sunnudaginn. Meðal farþega vest- ur voru Einar Jónsson mynd- höggvari og kona hans og Harald- ur prófessor Níelsson og konuefni hans, Guðrún Tómasdóttir. Fer Einar í þeim erindum að vita hvað líður mynd Þorfinns Karlsefuis B o t n i a kom úr hringferð 25. þ. mán. og með henni Sigurður Jóns- son ráðherra og fjölskylda hans, þingmenn margir og fjöldi annara farþega. Botnia fer aðra hringferð 3. júlí og kemur þá við á mörg- um höfnum. Vesta kom í dag til Hafnarfjarðar með kolafarm. Hafði mikinn póstflutning meðferðis. Fúskrúðsflrði 12. apríl. Nú hefir tíðin breyzt til batnaðar; eru nú logn og stillur búnar að vera eina viku, hitar á daginn og frost um nætur; k.om það sér vel, að bati þessi kom, því að margir voru orðnir heylitlir, því að veturinn hefir verið gjaffeldur, en alstaðar þar, sem eg til veit, eru gripir í góðum holdum. Afiavart hefir orð- ið liér um síðastliðinn hálfan mán- uð, og var þess fullkomin þörf, því að þótt almenningur væri ekki beinlínis farinn að líða mikið, var matvælaskortur orðinn tilfinnan- legur. Úr þessu bættist þó dálílið, því að mótorskútan »Njáll« kom með 500 hálfsekki af rúgmjöli til BeruQarðar, Stöðvarfjarðar og hing- að til h/f Örum & Wulffis. Af því rúgmjöli kosta 60 kr. hver 100 kg. Ennfremur kom með e/s »Lagar- fossi« samtals 150 hálfsekkir, að sögn, til Örum & Wulíí’s og Sam- einuðu islenzlcu verzlunarinnar. Um verð á því óvíst enn. Úthlutunar- seðlar eru nú í smíðum hjá sýslu- manni að likindum á matvælum þessum og landssjóðssykrinum, og leiðist mjólkurlausu þurrabúðar- fólki að bíða mjög lengi eftir út- hlutuninni. Fáeinir sekkir af kar- töflum talsvert skemdum komu hingað og kostuðu 18 kr. pokinn, meðan lil var, en 20 kr. var hann seldur á Eskifirði. Það er annars orðið voða-verð á öllu, sem al- menningur þarf með. Þannig er nú þriggja pela flaska af stein- olíu seld á 50 aura hjá Örum & Wulfi'. Grænsápa kostar 1 kr. 50 kg., lirátjara 1 kr. 60 kg., kol 100 tonnið. Um verð á salli óvist enn þá. Gömul naglrekin tré 5x6" eru seld á 45 aura fetið, hveiti 88 a. kg., hrísgrjón 90 a. kg. Hvort þessi mikla verðhækkun sé bein afleið- ing yfirstandandi styrjaldar, skal ekkert sagt um. En þeir, sem eru verst innrættir, eru hálf-hræddir um, að kaupmenn »kríti svona lið- ugt« í skjóli stríðsins. Og það eina er þó víst, að ekki þurftu gömlu trén að hækka í verði, því að þau voru til hér í landi áður en stríð- ið byrjaði. X. Alþing kernur saman 2. júlí. Sira Friðrik Friðriksson prédikar við þingsetningu kl. 12 á hádegi. Synodus, hin árlega preslastefna, er nýafstaðin, hin fyrsta undir stjórn Jóns biskups Helgasonar. Ritstjóri: Gnðbrandnr Magrnússon. Ilótel ísland 27. Sími 367. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.