Tíminn - 14.07.1917, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.07.1917, Blaðsíða 4
72 TÍMINN — B. J. frá Vogi þakkaði flutnings- manni; landið verði auðvitað að taka lán, en það yrði svo að greiða á mörgum árum þegar stríðinu er lokið á sama hátt og ófriðarþjóð- irnar greiði herlán sin. Matthías Ólafsson taldi það bezta bjargráð- ið að landssjóður tæki lán til vöru- kaupa, lánaði síðan sveitaféfögum vörurnar, þau lánuðu aftur þurf- andi mönnum, en þeir greiddu siðan það sem þeim væri kleift. Verðhcekkunartollur á ull. Verð- hækkunartollslögin eiga að falla úr gildi í heild sinni 17. sept. í haust, en nú flytur Gísli Sveinsson frum- varp um að ákvæði laganna um ullina falli þegar út gildi. Bændur sefji ull sína fyrir 17. sept., og gera þá kaupmenn ráð fyrir verð- hækkunartollinum í verði því, sem þeir setja á hana, en vart verði ullin flutt út fyr en eftir 17. sept., en þá lendir tollurinn, eða fé sem nemur lionum, hjá kaupmönnum, en hvorki landsjóði né bændum; væri það þó betur komið hjá þeim en milliliðunum. í sambandi við þetta frumvarp kom til tals að nema öll verðhækkunartollslögin úr gildi þegar í stað. Þingmenn sögðu, sem satt er, að grundvöll- urinn sé hruninn undan þeim, en grundvöllurinn var sð, að fram- leiðendur fengu stórum meira fyrir vörur sinar en sem nam fram- leiðslukostnaði; en nú liefir fram- leiðslukostnaður bæði til lands og sjávar stigið upp úr öllu valdi. En sumir vildu ei afnema tollinn án þess að hafa hugsað landssjóði fyrir tekjum í skarðið. Þó verð- hækkunartolls-heitið sé kannske ekki lengur réttnefni á þessum skatti, hvílir hann þó á báðum, eða einu stéttunum sem nokkuð framleiða, en annað er ekki hægt að kalla liér á landi en einmitt framleiðsluna; iðnaðurinn er enginn. Sjál/slceðismálið. 10 þingmenn bera fram lillögu um »að skipa 7 manna nefnd til þess að íhuga og koma fram með tillögurum, hverj- ar ráðstafanir gera skuli til að ná sem fyrst öllum vorum málum í vorar hendur og fá viðurkenningu fullveldis vors«, Þessi tillaga er komin fram með tilliti til lreims- styrjaldarinnar. Við friðarsamning- ana er búist við að hlutskifti landa og ríkja verði ákveðin, og að ilt verði að fá þeim ákvæðum breytt um langan aldur. Nú sé því tæld- færi til að koma sjálfstæðismálun- unum í gott horf, en langt yrði að bíða annars ef þetta sé látið ó- notað. Lög um skijrslnr um alidýra sjúkdóma vilja þeir Magnús Guð- mundsson og Þórarinn Jónsson láta afnema; skýrslurnar séu bæði ónákvæmar og óáreiðanlegar, enda ekki hægt að krefjast af bændum að þeir þekki nema allra algeng- ustu húsdýrasjúkdóma. Einkasala á kolum. Jör. Brynj. hefir komið fram með frv. um einkasölu á kolum; býst við að landsmenn fengju þá kolin ódýrari og landið græddi að minsla kosti 150 þús. kr. árlega. Einkasala á tnjólk i Reykjavik. Sami þingmaður bar fram frv. um að bæjarstjórn fái heimild til að taka að sér einkasölu á mjólk í Reykjavík, bæði sé með því móti hægt að útrýma óhreinlætinu í sambandi við mjólkursöluna, og skifta mjólkinni réttlátlega milli manna, þegar of lítið er af henni. frá útlönðnm. Það virðist nú sem alt sé aftur með kyrrnm kjörum í Grikldandi. Veneselos er þar einvaldur. Hefir rofið stjórnmálasambandið við miðveldin en ekki* slitið friðnum opinberlega. ítölum miðar seint áfram og hafa ekkert nálgast Triest lengi. Orustur standa þar þó öðru hvoru og veitir ýmsum betur. Ekkert hafa ílalir samt farið halloka. Rússar láta nú talsvert á sér bera í Galeziu, þar sem þeir vinna hvern sigurinn á fætur öðrum og taka bæði Iand og lið af fjand- mönnum sinum, Austurrikismönn- um. Hafa nú Þjóðverjar orðið að flytja lið austur á bóginn af vestri vigstöðvunum og er þeim það þó alltilfinnanlegt. Heima í Þýzkalandi er talsvert farið að brydda á óánægju með stjórnarfyrirkomulagið. Má vænta mikilla tíðinda þaðan er minst vonum varir. Fólkið heimtar full- komið þingræði sem hér, en á því hefir verið æðimikill brestur til þessa, þar sem keisarinn og hans lið hefir tekið sér vald til að ráða stjórninni þótt eigi hafi verið í samræmi við meirihluta þingsins, ef svo hefir viljað verkast. Nú silja þeir feðgarnir, Vilhjálmur keis- ari og ríkiserfinginn, sonur hans, á ráðstefnu með kanzlaranum um það hvað gera skuli til lausnar þessari deilu. Talið er sennilegt að Bethmann Plolhveg fari frá völd- um — og því kent um, að fand- vinningastefna hans muni elcki hafa nægilegt fylgi í landinu nú orðið. Af vopnaviðskiftum á veslri víg- slöðvunum er ekkert markvert að lierma. Þó hafa talsverðar loftor- ustur ált sér stað þar um þessar mundir og fátl sennilegra en þær fari vaxandi, og það jafnvel stór- kostlega því að nýkomin símskeyti vestan um haf skýra frá því, að Bandaríkjamenn N. A. sé að koma upp loft-herflola, sem í eru ekki færri flugvélar en tugir þúsunda. Zeppelins loftárásir Þjóðverja eru smámsaman endurteknar á London og fleiri brezkar borgir. Nýlega komu þær þangað tutlugu. Drápu og særðu um 200 manns. Þrjár þeirra voru skolnar niður af Eng- lendingum. Kafbátahernaðurinn liefir aldrei verið ægilegri en nú. Váhyggingar- iðgjöld hafa hækkað; eru jafnvel komin upp í 331/3% af seglskipum og að sögn 16—17% af gufuskip- um. Bendir þetta á að voðinn er ekki lítill. Þó má telja sigling milli íslands og Norður-Ameríku ekki mjög hættulega, en er undir hælinn lagt hvort hægt er að fá þaðan, óþrjótandi vörubirgðir. Steinolíulaust er nú með öllu á Norðurlöndum og kolaskorlur hinn mesti. í Kaupmannahöfn kosta kol 300 kr. smálestin, þ. e. 30 aura tvípundið. JFréttir. Tíðin hefir verið samnefnd sum- arblíða alla vikuna. Gras vantar þó vætu til þess að því fari vel fram. Síld er farin að veiðast að nokkrum mun á ísafirði. Siglingar. Til ísafjarðar er ný- komið skip með salt og tunnur. Scandia heitir skip sem liingað kom með salt til Kveldúlfsfélags- ins. Fálkinn koin í fyrradag frá Austfjörðum, en þangað hafði hann flutt 80 færeyska fiskimenn til sumarveiða þar. Þrímastrað segl- skip kom samdægurs með timb- urfarm til Árna Jónssonar kaup- manns. Þá er væntanlegt skip frá Danmörku til> Kveldúlfsfélagsins 1000 smál. að stærð. Vestinannaeyjasíiniim slitnaði í marz í vetur og Eyjarnar því ver- ið sambandslausar þar til 8. þ. m. að loksins tókst að koma síma- þræðinum saman. Höfðu áður verið gerðar tilraunir til þess sem mis- tókust, mest fyrir þá sök að eigi var til það langur sæsímaþráður að næði til þess að tengsla saman endana. Var sæsíminn til Viðeyjar tekinn upp og liafður til viðgerð- arinnar, en þar látinn Iélegri þráð- ur. Gisli J. Ólafsson fór til Ame- ríku i þeim erindum að útvega sæsímaþráð, er eigi hafði tekist að útvega hann neinstaðar símaleiðina. Suðurþingeyjarsýsln, 19. júní 1917. — — — »16. júní var þeim Yztafellshjónum Sigurði Jónssyni ráðherra og Kristbjörgu Marteins- dóttur haldin kveðjuveizla á heim- ili þeirra. Hátt á annað liundrað manns tóku þátt í veizlunni, flest- alt sveitungar þeirra úr Ljósavatns- hreppi. Baldvin Baldvinsson bóndi á Ófeigsstöðum og síra Sig. Guð- mundsson á Vatnsenda héldu að- alræðurnar og kvöddu hjónin sem verið höfðu stoð og stytta bygðar- innar meir en 30 ár. Afhenlu þeir heiðursgestunum fyrir hönd sveit- armanna tvo ágæia gripi: gullbú- inn göngustaf úr svartaviði og fíla- beini og brjóstnál úr skýru gulli. Höfðu þeir Ríkarður Jónsson myndhöggvari og Jónatan Jónsson gullsmiður í Reykjavík gert grip- ina. Á brjóstnálinni var lágmynd þar sem sýnd var burtför þeirra frá Yztafelli. Bak við þau laut skógurinn í kveðjuskyni, en fram- undan stráðu góðar dísir blómum á veginn. Samsætið fór hið bezta fram og þótli Ljósvetningum hvergi bregða skugga á, nema er þeir mintust þess að þetta var skilnað- arstund. — — — Skagafirði 18. júni. . . . Þing- málafundir afstaðnir. Allir sam- þyktu þeir hreifanlegan toll af síld, en afnám verðhækkuna>'tollsins. Sömuleiðis að breytt yrði lögunum um launauppbót handa embættis- mönnum í líka átt og sýslumaður okkar á þingi liefir átt tillögur um. Hitt hneiksli að veita stórríkum framleiðendum launauppbót og stundum margfalda, það álíka og farið væri að samþykkja ófrðar- uppbót handa bændum yfirleitt. Sauðárkróks fundurinn mótmælti járnbrautarlagningum fyrst um sinn. Þá samþykt að styrkur til búnaðarfálaga yrði framvegis veitt- ur með því skilyrði, að eigi yrði hlutábur niður handa hverjum ein- stökuin félagsmanni, heldur skyldi lionum varið til sameiginlegra þarfa, kaupa stærri verkfæra, verðlauna innan félagsins eða annars þess er fremur lyfti til notasælla fram- kvæmda en fyrirkomulag það sem er. Hrossasýning var haldin á Heg- ranesþingstað hjá Garði 16,-júní. Fengu 7 folar önnur verðlaun, en enginn fyrstu og voru margir hissa á þvi. Kröfurnar liækka. Einn hafði verið á takmörkum. . . . Skipnm sökt. Skeyti barst hing- að til bæjarins 8. þ. mán. um það að Flóra hefði verið skotin í kaf, en menn allir af henni bjargast. Hefir Flóra verið í siglingum hing- að til lands um allmörg ár, og einkum haldið uppi samgöngum við Noreg, enda var hún norsk eign. Síðan í febrúar liefir hún ein verið í stöðugum ferðum milli íslands og Norðurlanda. Fréttin um að Flóra væri sokkin barst hingað nákvæmlega ári síðar en hún var tekin hernámi og ílult til Englands . . . sællar minningar. Þá barst stjórnarráðinu símskeyti um það 10. þ. mán., að sldpi sem Kodan hét og landsstjórnin hafði leigt til kolaflutnings hingað heim, hefði verið sökt. Var það seglskip, sem bar 600 smálestir. Var Ivodan nýlögð af stað. Hallgrímur Kristinsson fram- kvæmdarsljóri kaupfélaganna kom landveg að norðan nú í vikunni lil þess að setjast hér að. Um lausn frá embælti sækir Davíð Scli. Thorsteinson héraðs- læknir á ísafirði. Heíir hann verið í læknisembætli 36 ár. Ritsfjóri: Guðbrandnr Mng-nússon. Ilótel ísland 27. Sími 367. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.