Tíminn - 25.08.1917, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.08.1917, Blaðsíða 3
T1 MIN N 95 Garðar og Kaupfél. Borgarfjarðar. Úr bréfi frá hr. Sigurði Runólfssyni Kaupféiagrstjóra. Öllum kunnugum kemur sainan um að Borgarfjörðurinn sé ein af blómlegustu bygðum þessa lands, framfarir eru þar miklar og efna- hagur bænda með langbezta móti eftir því sem gerist hér á landi, enda ber fólkið á sér menningar- brag. Séu bændur spurðir að því hverju þetta sé að þaklca, stendur ekki á svarinu: Petta er að þakka góðri sam- vinnu í verzlunarmálum. Við eig- um þetta Kaup/élaginu og Slátur- félaginu aðallega að þakka. Einn meginþátturinn í ritgerðum hr. Garðars Gíslasonar er að sýna fram á að kaupfélögin græði lítið, og í 42. tbl. ísafoldar á að sanna þetta með lölum hjá nokkrum fé- lögum, og þar á meðal hjá Kaup- félagi Borgarfjarðar. Tilgangurinn auðsjáanlega sá, að gera sem minst úr nytsemi kaupfélaganna, úr því þau sýni ekki meiri gróða en þetta i reikningum sínum, og ismeygilega unnið að því að menn álykti að í raun og veru eigi kaup- félögin eltki tilverurélt, stjórn þeirra sé ábótavant, kaupfélagsstjórarnir gerðir tortryggilegir. Verzluninni aftur á móti bezt komið í hönd- um kaupmanna, þar séu hæíileika- mennirnir, mennirnir sem kunni að græða. En mjög er það varhugaverð á- lyktun að dæma það kaupfélagið verst sem minst græðir miðað við verzlunarumsetningu. Hér á landi er samvinnan lítil milli kaupfélag- anna enn sem komið er, og má heita að hvert einstakt félag haíi sína starfræksluaðferð, og svo er það um útsöluverð á vörum. Kaup- félag Borgarfjarðar liefir ætíð fylgt þeirri reglunni að selja lágu verði, hugsað minna um beina en óbeina hagnaðinn. Að ætla sér að sanna hugsandi mönnum að kaupfélögin nái ekki tilgangi sinum af því að þau sýni ekki geipiháar gróðatölur, er ekki til nokkurs hlutar. Til þess er ó- beinn gróði hvers bygðarlags altof mikill og áþreifanlegur, þar sem kaupfélag er og hefir hemil á verð- laginu, þótt ekki verði hann hins- vegar tölum talinn. Blað yðar hefir nú undanfarið flutt greinar um verzluninaí Stykkis- hólmi og Borgarnesi árið 1916. Fari maður að rannsaka mismuninn 1915, mundi niðurstaðan verða lík, þar er um gífurleg fjárútlát að ræða fyrir stórt hérað. Kaupfélag Borgarfjarðar gæti með hægu móti grætt mikið meir en það gerir. Til þess að sýna þetta vil eg leyfa mér að tilfæra verð á vörum okkar í júlímánuði þ. á. Nýútkomin Hagtíðindi bera með sér verðið í Reykjavík á sama tíma, sjálfum höfuðstað landsins, þar sem samkeppnin er í almætti sínu. O O O O O O O o o o o o o o o o o o o o cT O co O O rH »0 O co o (m o cq o co vH co <M r—1 1 1 1 1 1 1 W 1 1 1 1 1 1 u u fl fl fl fl I 1 1 1 1 j 1 fl g « fl CO | 1 1 1 1 i 1 fl ‘S M cn M • rH riSÍ tb 1 1 1 I s Qh 1 1 1 1 *o r-t <M <M o o o o o* o" <D O o o o o LQ O > o o o o o o 00 o co vH M iH O o (M fl ■o u fcej cd ' I í I rH o o o o o oq cq oo o o o" o" o" o o o co o o o o O iq 00 00 o cq r* o o o o o o O 1 1 1 l 1 | W ! 1 1 1 1 1 CQ , . u . 1 CÖ w : ro cQ CÖ xo S Q rQ ú u <D > io3 S ttD s • l—s s ÍH •o ’<5 05 fl ‘O fcO u • rH >o ct$ co fl o *o —< > a 13 a tó E CQ sc > Eg hefi ekki tekið fleiri vöruteg- undir en að ofan er tilfært, og mætti þó taka æðimargt sem þolir samanburð, vörur með meiri og minni mismun, með hærra verði í Reykjavík. Af vörum þessum eru svo gefin 4 til 5°/0 í verðlækkun, og mjög mikið meir en helmingur er flutt milli Borgarness og Reykja- víkur með öllum þeim feikna kostnaði sem það hefir í för með sér. Þetta verð var einnig í júní. Er þetta lil þess að sanna að gróð- inn liggur ekki altaf allur í tölum á pappír, og sjá allir hvar hann lendir. Enginn kaupmaður mundi hafa selt hér í vor við þessu verði, hefði ekkert Kaupfélag verið á staðnum, og minkar ekki óbeinn hagur almennings af kaupfélögunum við það. Er það því liálf-óviðfeldið að lesa langa dálka sem eiga að sanna gróða landsmanna á kaup- mönnum en hið gagnstæða um kaupfélögin, eins og kaupmenn séu öðruvísi en aðrir menn, einu óeigingjörnu mennirnir í heiminum. Þess ber að gæta að kaupfé- lögin fylgja ákveðnum reglum i verzlunarrekstri sínum, þau hoppa ekki yfir á hverja hugsanlega leið til þess að græða fé. Nú á tímum gerast stórsalar smásalar og smá- salar stórsalar, ef um hag er að ræða, og mætti nefna margt fleira sem kaupmenn nota sér til gróða, en sem kaupfélögin eiga ekkert við, enda kæmi það beinlínis í bága við grundvallarhugsun þá sem kaupfélagsmenn byggja á. Nei. Slíkar greinar sem hér um ræðir hafa enginn álirif á kaup- félagsmenn, og hér í Borgarfirði mundu meðlimir Kaupfélagsins vera fúsir til að gefa yfirlýsingu um að þeir græddu ekki einungis stórfé á kaupfélaginu sínu, öll árin, heldur að þeir mundu vera annað Snæfellsnes hefðu þeir aldrei átt Kaupfélag Borgarfjarðar. Eg skal játa það að skoðanir gela verið skiftar um hvort heppi- legra er fyrir kaupfélög að fylgja háu verði og skila miklum bein- um gróða, eða sú aðferð er við höfum í Kaupfélagi Borgarfjarðar, að selja með litlurn hagnaði. Ann- ars get eg ekki kallað þrjátíu þús- und krónur lítinn hagnað þegar tekið er tillit til verðlagsins síðast liðið ár, en þá fjárhæð færði Kaupfélag Borgarfjarðar meðlimum sínum í beinan arð það ár. Árið 1915 var starfrækt sam- kvæmt ákvörðun aðalfundar hvað verðlag snerti, þar sem samþykt var að það skyldi vera svo lágt sem frekast vœri unt. Gat því eng- inn búist við miklum beinum gróða einmitt það árið. Tveir þingmenn, sem mjög eru taldir jafnir til vígs, bæði í ræðu og riti, þeir Einar á Geldingalæk og Gísli Sveinsson, notuðu eldhús- daginn til þess að segja álit sitt um blaðamensku. Sveigðu þar á meðal að Tímanum. Hann væri stjórnarblað, en leyfði sér þó að finna að ýmsu í stjórnarfari lands- ins. Ræður þessara manna voru að mörgu leyti einkennilegar. Þeir víttu stjórnina fyrir rnarga hluti og virtust álíta hana ærið ófull- komna. En samt var ekki annað hægt að skilja en að þeim þætti vítavert af blöðunum, að fylgja ekki stjórninni, vera ekki hennar bergmál. Ef til vill hafa þessir stjórnvitr- ingar, ekki gerhugsað málið — jafnvel Gísli ekki notað að þessu sinni hinn þjóðfræga »lrugsana- gang« sinn. Og þess vegna er meinlokan komin inn í mál þeirra. Þeir virðast hugsa sér að öll blöð séu annaðhvort með eða móti hverri stjórn. Annaðhvort afsaki þau alt sem stjórnin gerir, það séu stjórnarblöð; eða þau níði alt sem stjórninni við kemur, og það séu andófsblöð. Og því verður varla neitað, að svona hefir það gengið hér á landi með sum nafnkend- ustu blöðin. 0g þekking Einars á Geldingalæk og Gisla Sveinssonar nær líklega ekki langt út yfir Lögrélln og ísafold, að því er blaðamensku snertir. En samt hefir þeim skjátlast. Þeir hafa gleymt að til eru þjóð- blöð, blöð sem berjast fyrir hags- munum þjóðarinnar í heild sinni, en ekki fyrir völdum til handa einstökum manni eða »klíku«. Slík blöð geta unt manni eða stjórn sannmælis fyrir það sem hún hefir vel gert jafnframt því að það vítir það sem miður fer í fari hennar sjálfrar eða lægri starfsmanna. Þetta hefir Timinn gert. Og af því að hann hefir stungið á ein- staka meinsemdum sem þjóðhætla stafaði af, þá verða þeir sem sár- ast finna til, að veina — líka inn- an vébanda þinghelginnar. Almenningur hér á landi en ekki fleipur Einars á Geldingalæk eða Gísla Sveinssonar, mun fella úr- slitadóminn um það, hvort full- trúi íslands í Ameríku á að hafa það starf í hjáverkum. Ekki ein- ungis að hafa leyfi til að starfa að sínum eigin »spekulationum« þar vestra, heldur og að láta eitt ein- stakt félag þar ofan í kaupið sitja í fyrirrúmi fyrir hag allrar þjóðar- innar. Sömuleiðis um það livort miljónaverzlun landsins þur/i að vera i óreiðu, hvort hún megi lil að vera undirlægja einstakra kaup- manna. Hvort reikningsskil og frá- gangur allur þurfi að vera með sleifarlagi og forstaðan í höndum manns, sem eftir verkum sínum að dæma, virðist ekki kunna aðra bókfærslu en þá, sem nútíðin er búin að glegma. Vonandi lagast »hugsanagangur« þeirra stallbræðra fram að næsta eldhúsdegi. Tíminn mun gera sér far um að athuga muninn — ef vart verður framfara. Lögrétta segir framsóknarflokksmennina hafa verið á báðum áttum þegar fossamálið var borið fram i efri deild á dögunum og fer fúkyrðum um flokkinn og Sigurð Jónsson ráðherra í því sambandi. Ekki mun Lögrétta verða talin óhlut- drægur dómari í þessu máli. Mun það sannast á sínum tíma að hér ber að þakka en eigi vanþakka. Sannleikurinn er sá, að hvorugur flokkanna, heimastjórnarmenn eða sjálfstæðismenn, voru líklegir til að taka stórmáli þessu með þeirri varlegu athugun sem sjálfsögð var. En aðstaða framsóknarflokks- manna hins vegar sú, að þeir höfðu í hendi sér hvernig færi. Þeir varna frávísun málsins, en kjósa síðan með þeim flokknum í nefndina sem þeim hefir þótt líklegri til gætilegrar yfirvegunar málsins, þeg- ar alt kæmi til alls. \ ' v \ . Fjölgun peningabúðanna. Guðmundur Björnson landlækn- ir hélt nýlega snjalla ræðu í efri- deild um það hve mikla nauðsyn bæri til að Landsbankinn fjölgaði útibúum. Eftir 30 ár væru deildir hans utan Reykjavíkur ekki nema tvær. Not bankans væru þess vegna alt of staðbundin við Reykjavík og nágrenni hennar, Þessu þjóðnauðsjmjamáli er mik- ill fengur að hverjum áhrifamanni, sem styður það af alhug.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.