Tíminn - 25.08.1917, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.08.1917, Blaðsíða 4
96 TÍMINN Fossamálin. Áður hefir verið bent á það að lieppilegasta leiðin í fossamálinu væri sú, að setja það í milliþinga- nefnd og ransaka það ýtarlega. Er þá sneitt fram hjá öfgunum. Ann- arsvegar eru þeir sem hiklaust vilja kasta sér í fangið á erlendu pen- ingamönnunum og gæta einskis hófs eða framsýni. Hinsvegar eru hinir sem drepa vilja málið um- svifalaust. Raunin inun verða sú, að þeir sem hallast að hugmyndinni um milliþinganefnd, munu verða þung- ir á bárunni. Málstaðurinn sá gætn- um mönnum samboðinn. Nægilegt myndi að þrír menn skipuðu þá nefnd, sinn frá liverj- um flokki og væru þeir valdir af þinginu. Nefndin þyrfti að hafa sér til aðstoðar sérfróðan mann, sem óháður væri fossafélögum þeim, sem hafa hagsmuna að gæta hér á landi. Ungur íslenzkur rafmagns- fræðingur, Steingrímur Jónsson að nafni, starfar í Noregi um þessar mundir, mælti vera að hann feng- ist til aðstoðar. Fossamálið er svo þýðingarmikið að þjóðin myndi kunna þinginu mikla óþökk fyrir að vanda eigi alla meðferð þess sem bezt. Og nefndarskipun er öruggasta ráðið. Yrði sú nefnd að líkindum að starfa erlendis að nokkru leyti. j$anaaíliS i jiingina. Þiugið er þrískift í bannmálinu. þar eru allmargir einlægir og liug- heilir bannmenn, sem vilja bæta lögin eins og unt er, og gera ráð- slafanir til að þeim sé hlýtt. Þessir menn munu vera hér um bil þriðji hluti þingsins. IJar næst koma þeir sem eru á báðum áttum. Rað er ariuar þriðjungurinn. I5eir vilja lála lögin vera eins og þau eru nú. Sumpart þora þeir ekki fyrir and- banningum að bæta þau, sumpart vilja þeir engar uinbætur. Þeir vonast eftir að ágallarnir, sem andbanningar hafa komið inn í lögin, drepi þau á nokkrum árum. En af liræðslu við kjósendur, sem eru bannmenn, þora þeir ekki að korna lireint til dyra. Þessir mið- lungsmenn eru hættulegastir bann- lögunuin. Á þeirra ábyrgð er það, ef ÍLiIlir menn geta óátalið verið á almannafæri í bannlandi, eða ef bblórabrennivín« oddborgara verð- ur til frambúðar skálkaskjól smygl- aranna. Þeim verður uin að kenna, ef mannskemmandi drykkjuskapur á sér stað á íslenzkum skipum. Síðasti þriðjungurinn eru and- banningar. Þeir vilja fullkomið af- nám bannlaganna. Það er skýr og ótviræður málstaður, en ekki sér- lega hættulegur bannlögunum. Langmesta athygli mun þjóðin veita þeim fulltrúunum sem eru á báðum áttum. Hafa lofað bannlög- unum fylgi, en vilja ekki enda það. Þeir munu lenda í allmiklum vanda við atkvæðagreiðslur um bann- málið nú í sumar. Hætt við ef nafnakall verður um umbótatillög- urnar að fylgi við blórabrennivínið verði einhverjum »báðum-áttung« að fótakefli við næstu kosningar. Agnav. Frá Alþingi. Neðri deilð. Dýrtíðaruppbót embœltismanna. Um það er deilt, hvort uppbótin skuli teljast hjálp eða launauppbót. Meiri er þó deilan um uppbótina sjálfa, hve há hún skuli sett. Allar líkur eru til að hún verði hærri en í vetur. Verðhœkkun á burðargjaldi. Frv. um að hækka burðargjald á bréf- um og prentuðu máli um 100“/o var samþ. við 2. umr. með tölu- verðum atkvæðamun. Dýrtiðarfrumvörp, Þrjú slík frv. eru á ferðinni. Eitt um að lands- sjóður greiði nokkuð af verðhækk- un nauðsynjavöru, annað um að bæja- og sveitasjóðum sé veitt lán lil að standast dýrtíðarútgjöldin, og þriðja um að landssjóður veiti einstökum mönnum, sem erfitt eiga með að komast af, dýrtíðarstyrk. Miðfrumvarpið eitt fær að ganga til 3. umr. Eldhúsdagurinn. Svo er síðari hluti fyrri umræðu fjárlaganna kallaður. Þá bera þingmenn allar vammir og skammir á stjórnina, sem þeim er kunnugt um. Eldhús- dagur þessa þings var óvenju frið- samur. Var enginn veigur í að- finslunum í þetta sinn. Forðagœzlulögin. Miklar umræð- ur liafa staðið um ýmsar breyt- ingar á þeim, og eru þó allar líkur til að þau standi óbreytt er þessu þingi lýkur. Þingsályklunartillaga um endur- skoðun á fátœkralögunum var sam- þykt í deildinni. 2. umrœða fjarlaganna stendur nú yfir. Skilaði stjórnin fjárlaga- frv. frá sér tekjuhallalausu, en þeg- ar það kom frá fjárveitinganefnd var tekjuhallinn orðinn nær ein miljón króna. Efri dcild. Afgreitt sem lög frá Alþingi: Frv. til laga um breyting á lögum um heimild fyrir landsstjórnina lil ýmissa ráðstafana út af Norðurálfu- stríðinu; um breyting á lögum um vátrygging sveitabæja; um viðauka við lög um kynbætur hesta; um stofnun alþýðuskóla á Eiðum; um framkvæmd eignarnáms. Till. til þingsályktunar um fóð- urbætiskaup afgreidd til stjórnar- innar. Afgreitt til Nd.: Frv. til laga um stefnufrest til ísl. dómstóla, endur- sent; um mjólkursölu í Reykjavík, endursent; til hafnarlaga fyrir ísa- fjörð; um breyting á lögum um notkun bifreiða, endursent; um breyting á sveitarstjórnarlögunum; um stofnun húsmæðraskóla á Norð- urlandi; um málskostnað einka- mála. Frv. um stofnun útibús frá Landsbankanum í Árnessýslu var vísað til stjórnarinnar frá 2. umr. með rökstuddri dagskrá. Sameinað þing. Afgreitt frá sameinuðu þingi: Till. til þingsálktunar um útvegun á nauðsynjavörum; til þingsálykt- unar um hafnargerð í Þorlákshöfn; frv. til laga um þóknun til vitna. F'réttir. Tíðin. Þurkur hefir haldist alla þessa viku sunnanlands, en köld hefir norðanáttin verið og frost sumar nætur svo að visnað hefir kartöflugras í görðum. Siglingar. Pensylvanía, stærsta skipið sem Sameinaðafé- lagið hefir sent hingað, kom á laugardaginn með rúmar tvö þús- und smálestir af vörum, og var meginið rúgmjöl. V a 1 u r i n n fór héðan á íimtudag norður um land áleiðis til Færeyja, tók póstflutn- ing til Norðurlanda, því varðskip þeirra Færeyinga, Beskytteren, fer til Danmerkur þegar eftir komu Valsins. Mjölnir nýkominn frá VestQörðum, á að fara með fislt til Spánar. Skipum sökt. Edina, gufuskipi sem verið hefir í'förum ínilli Eng- lands og íslands hefir nú verið sökt af þýzkum kafbát og sömu- leiðis seglskipi sem flytja átti 250 smál. af kolum til Kol og Sall. Bæjarbruni. Uin helgina síðustu brann bærinn í Gröf í Miklaholts- hreppi til kaldra kola. Bóndinn þar lieitir Halldór Bjarnason. Kosningin í ísafjarðarsýslu fór þannig að síra Sigurður Stefánsson var kosinn með 540 atkvæðum. Pétur Oddsson fékk 234 atkvæði. Héðinn Valdimarsson liefir tek- ist á hendur forstöðu landsverzl- unarinnar. Ráðlierraskifti. Björn Kristjáns- son hefir sagt af sér ráðherraem- bætti en Sigurður Eggerz mun koma í hans stað. Tvö þúsund hestar voru hirtir á Hvanneyri síðastliðna viku og 700 heslar af því heyi slegnir i TÍMANN má borga hjá öllumm kaup- félögum og menn ámintir um að gjalddaginn er fyrir 1. október. RÉTTUR, tímarit um félagsmál og mannréít- indi. 16 arkir á ári af Skírnisstærð. Verð 2,50 kr. árgangurinn. Ritstjói Pórólfur Sigurðsson. Afgreiðslu- maður: Finnur Jónsson, Pósthús- inu, Akureyri. p FJÖLSÓTTAST4 KAÍFIHÚS UHDSIHS. Kaffi, The, Súkkulade, Kakó, Rúss- neskt the (the a la Russe), 01, Gos- drykkir, Vindlar, Sigarettur. — Pönnu- kökur og kleinur með kaffinu. Smurt brauð, Beuff. sömu vikunni. Tuttugu manns eru við heyskap á Hvanneyri, og því hundrað eftir manninn á vikunni, en á mörgum bænum þykir ágælt náist hundrað eftir manninn alt sumarið. Þessu valda grasgefnar sléttlendisslægjur, en þó einkuin tækin sem notuð eru, sláttuvélar rakstrarvélar og vagnar, á Hvann- eyri er enginn baggi bundinn, öllu ekið heim óbundnu. Fengin undanþága. Eins og menn muna var skipað fyrir um algjört útflutningsbann frá Banda- ríkjunum lil hlutlausra þjóða í Norðurálfunni í júlímánuði síðast- liðinn og stóð mörgum beygur af hér heiina, þar eð eigi var í annað hús að vcnda um nauðsynjaútveg- un svo verulegu næmi. Mega það því heita góð tíðindi að nú liefir erindreki landsstjórnarinnar vestan hafs.hr. Jón Sivertsen, sent stjórn- inni hér heima skeyti um það að honum hafi tekist að fá útflutnings- leyfi fyrir fullferini í Willemoes og ísland og þau skip muhi engum töfum mæta af hálfu útfiulnings- bannsins. Þá mun og von um það, að samskonar undanþága fáist um farm í Frances -Hyde. Sendimennirnir á fund brezku stjórnarinnar, þeir Thor Jensen og Richard Thors, eru nú komnir heim. Er eigi enn kunnugt um erindislokin. Ritstjóri: Gnðbrandur Magnússou. Hótel ísland 27. Sími 367. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.