Tíminn - 01.09.1917, Qupperneq 3

Tíminn - 01.09.1917, Qupperneq 3
TÍ MINN 99 jafnframt sé gerð tilraun til þess að bæta úr sliku. Þá má og líta á hitt, að eigi er það ólíklegt að hækkun þessi mundi að einhverju draga úr póst- sendingum og óbeina tjónið sem af því gæti leitt, mundi naumast metið til peninga. lugleiðinpr n Snæfellsnes. IV. Sjávarútvegur er mikið stundaður á miklum hluta Snæfellsness bæði af opnum bátum, vélbátum og þilskipum. Eru í sumar 8 þilskip gerð út í Stykkishólmi. Fiskur sein á land kemur er því allmikill. Þilskipaútvegurinn er allur í hönd- um kaupmanna og vélbátaútveg- urinn að nokkru leyti líka. Sama er að segja um tiskverlzunina. Út- vega þeir mönuum sallið gegn því, að fá aftur fiskinn. Til hagsmuna sjáarútveginum má auðvitað ýmislegt gera t. d. bæta lendingar, gera hafnir, reisa vita o. fl. Hafnleysið á Snæfells- nesi er víða til mikils tjóns, hefir það alveg útilokað vélbátaútveginn sumstaðar. Til að bæta úr þessu þarf til- styrk fjárveitingarvaldsins. — En það er eitt sérstakt hagnaðarmál, sem ekki þarf að leita til þess með, en sem einstaklingarnir sjálfir eiga að hrinda í framkvæmd. Það er myndun samvinnufélags er sjái um fiskverzlunina i stað kaupmanna. Slík samvinnufélög þurfa nauðsyn- lega að rísa upp við sjávarsíðuna. Kauptúnin á landi hér hafa lítið starfað í samvinnuáttina, en þó virðist verkefnið nægt þar, ekki síður en til sveita. En full ástæða fyrir kaupstaðabúa að fara að at- huga, hvort ekki væri betra fyrir þá líka, að fylkja sér saman um framkvæmdirnar. Kaupfélögin eiga fult erindi til þeirra sem annara, eða hvers vegna ættu þau ekki að annast um sölu á afurðum sjávar- bænda eins og landbænda? En það hefir ekki orðið enn, og má það furðu gegna að nær þvi öll fiskverzlun landsins skuli vera í höndum kaupmanna. Á því sviði er ónumið land fyrir kaupfélöngin. Gætu sjávarmenn sameinað sig um fiskverzlunina, efast eg ekki um, að það yrði þeim stórkostlegur hagnaður bæði í fjárhagslegu og menningarlegu tilliti. Um þetta ætti að gilda hið sama og samvinnu- sláturfélög bænda, en allir vita að þau hafa orðið til ómetanlegs gagns. Hve mikill gróði kaup- manna er á fiskverzluninni er auð- vitað ekki hægt að sýna með töl- um, um það vantar skilríki, en víst er að hann er mikill, líklega meiri en flestir halda, ef-til vill er gróði þeirra á henni meiri en á nokkurri annari einstakri vöruteg- und. Sá gróði á auðvitað að lenda hjá framleiðandanum, því honum ber i raun réttri það sem fyrir framleiðslu hans fæst á sölustaðn- urn, að frádregnum öllum kostn- aði, en hitt er óþarfi fyrir hann að ala önn fyrir jafn dýrum milli- liðum og kaupmenn oftast eru. Þetta fiskverzlunarfélag sem eg stakk upp á hér að framan aétti að vera með kaupfélagssniði. Það keypti fiskinn af bændum og borg- aði hann i peningum þegar i stað, því verði, sem væri álíka hátt óg kaupmenn gæfu. Ágóðinn sem kynni að verða við reikningslok, ætti síðan að skiftast hlutfallslega meðal félagsmanna miðað við fisk- innlegg þeirra. Þetta félag gæti náð yfir allan ytri hluta nessins að meðtalinni Eyrarsveit; ef til vill ætti Stykkishólmur að vera með. Bækistöð sina yrði það að hafa einhverstaðar á félagssvæðinu, má- ske helzt í Grundarfirði, eða á öðrum slað, ef heppilegri væri. Eg ætlast til að félagið hefði vélbát i förum milli aðalverstöðvanna á nesinu til að sækja fiskinn og flytja til aðalstöðvar félagsins. Geri eg ráð fyrir að hann væri lagður inn upp úr salti. Á aðalstöðvunum yrði að verka hann að fullu. Jafnframt þvi að fiskverzlunin kæmist í hend- ur félagsins, yrði það að annast um útvegun á salti lianda félags- mönnum. Gæli þá flutningabátur- inn flutt það á alla viðkomustaði. Þegar fram í sækti mundi félag- ið takast á hendur útvegun þess varnings, sem félagsmenn þyrftu — yrði það þá fullkomið kaupfé- lag, vitanlega færi það alt eftir ástæðum félagsins og vilja félags- manna. Hvar sem aðalstöðvar félagsins væru yrði að vera gott lægi fyrir skip og sæmilega góð lending, en hvar hún væri færi auðvitað eftir stærð félagssvæðisins, en yrði það eins og fyr er nefnt, myndi Grund- arfjörður einna heppilegastur, því vestar á nesinu baka hafnleysur. Það kann að vera svo, að ýmsir erfiðleikar séu á framkvæmd þess- arar hugmyndar, en fyrir mínum sjónum er þetta eitt hið mesta framfaramál Snæfellinga, og eg hefi þá trú, að framkvæmdir verði í þessu efni í einhverri mynd í þá átt sem að framan greitiir, en það kann að þurfa nokkur ár til at- hugana og undirbúnings, enda er málið svo umfangsmikið, að ekki er hrápandi að því, og nú gerir styrjöldin mikla flest óframkvæm- anlegt í bili. Um Yikutíma nú fyrir skemstu var eldur uppi í Svínahrauni og Iogaði þar í mosanum, lagði reykj- armökkinn upp af stóru svæði og því allstórt svæði brunnið senni- lega. Vita menn eigi hvernig eldur- inn er undir kominn, en getið er þess til, að hann muni hafi verið kveiktur í gletni. Væri slíkt sízt til eftirbreytni, því landspjöll mikil eru að, þólt eigi sé nema um mosa- gróður einan að ræða. Landsverk- fræðingur kvaðhafa látið vegavinnu- menn rífa upp mosa og. afhólma eldinn, og mun hann nú útdauður. ísafold i skuggsjánni. iii. ísafold hefir, að því er virðist, hætt við að senda Tímanum meira en þrjá pistla samstæða. Ef til vill ekki langað til að fá alla æfisög- una út í einu. Enda skal nú tölu- vert geymt til seinni tíma, svo sem það, hve mögnuð ógæfa fylgir vin- fengi ísafoldar. Hafa þeir H. Haf- stein, S. Hjörleifsson, E. Arnórsson o. m. fl. góðvinir hennar fengið að kenna á því. í næst siðasta blaði reyndi ísa- fold að sanna það, að samvinnu- hreyfingin myndi uppræta frjálsa bændastétt hér á landi. Tilgangur- inn sá, að gera samvinnustefnuna að grýlu i augum þeirrar stéttar, sem líklegust er til að bera hana fram til sigurs. Þá meiri von til að milliliðagróðinn færi ekki ut- an hjá vösum þeirra degi lengur. En í lokagreininni kemur fram móðurleg umhyggja fyrir samvinnu- stefnunni. Sú ágæta hreyfing sé að dragast inn í landsmáladeilur sér til skaða. Það sé Tímanum að kenna. Og blað Garðars harmar þetta — vegna samvinnunnar! Bannstefnan er ópólitisk, eins og samvinnuhreyfingin. Samt barðist B. J. fyrir banninu í pólitisku blaði, ísafold. Samt varð bannið ekki meira flokksmál en það, að margir helztu forkólfar bannstefnunnar voru eindregnix Heimastjórnar- menn. Nei, ísafold vill annað. Hún vill að samvinnan eigi sér hvergi griða- stað. Sjálf reynir hún eftir föngum að útiloka samvinnugreinar, en opnar hliðið til fulls fyrir kaup- mönnum. Ef nokkuð dregur sam- vinnumenn í heild sinni að Tím- anum, verður það fjandskapur hinna blaðanna, einkum ísafoldar, við hugsjón sem þeir unna. Veg- urinn til þess að halda samvinnu- stefnunni utan við flokkapólitík, er það, að öll blöð og allir fíokkar unni samvinnunni fullkomins jafn- rétlis. En með því að láta G. G. og hans nóta fylla málgagn sitt með blekkingum og árásum á sam- vinnumenn, er varla nema eðlilegt, þótt fáir þeirra fylli flóttamanna- hóp langsummanna. Það var minst á bann. Það er veikur bleltur í sögu ísafoldar. Á veldisdögum sínum átli blaðið mik- inn þátt í því að bannlögin kom- ust á. Og verður B. J. lengst minst fyrir afskifti af stjórnmálum fyrir það að koma á bannlögunum. Þau verða óbrotgjarnasti bautasteinninn yfir stofnanda ísafoldar. En því að eins verða þau það, að lögunum sé haldið í heiðri. Og þar sem sonur B. J. tók við blað- inu eftir fráfall hans mátli búasl við því, að sonarmetnaðinum væri helzt fulluægt með því að halda við leiðinu. Láta ísafold vera höfuð- virki bannslefnunnar. En það hefir snúist á annan veg. Blaðið vinnur nú bannlögunum alt það ógagn, sem það rná (nema þegar hr. Sv. B. nýtur við). Meira að segja geng- | ur ræktarleysið svo langt, að rit- stjórinn falast eftir greinum móti banninu, pantar andstæðinga föður síns til vígs gegn helgasta áliuga- máli hans. Ræktarleysið við nánustu vanda- menn hefir ekki þótt gæfuvegur. Fleira vil fylgja með. Þess vegna sekkur ísafold dýpra og dýpra. Og þess vegna er horft með öfundsýki verfeðrungsins í áttina til manna og málefna, þar sem sannfæringin er ekki borin á lorgið. „lögpr sá er hllta skyldi." í þingbyrjun ritaði Jón Þorláks- son nafnlausa grein í Lögréttu og réði þar til að steypa bóndanum úr stjórninni, en taka kaupmann í staðinn. Menn furðuðu sig á þeirri ósérplægni, að nefna ekki heldur yerlcfræðing til að taka við vand- ánum. Nú kemur önnur grein í sama blaði, sem mjög fer í sömu átt. Er þar liarmað að Framsókn- arflokkurinn og Sjálfstæðismenn skuli ekki leita sér að ráðherraefn- um utanþings. Menn gizka á að Lögrélta hafi að minsta kosti einn kandídat á boðstólum, hvort sem áðurnefndir flokkar vilja þiggja gjöíina eða ekki. Þar að auki áfellir Lögrétta stjórn- ina fyrir að hafa sett ungan mann yfir landsverzlunina. Vill hafa kaup- mann. Býst við að þessi ráðstöðun geti orðið S. J. hættuleg. Hér er um hreina og beina blekk- ingu að ræða. Landsverzlunin kem- ur jafnt við öllum ráðherrunum, er falin urnsjá þeirra allra. Og í þessu sambandi má geta þess, að for- sætisráðherran mun hafa átt frum- kvæði bæði að því að hr. H. V. kynti sér sérstaklega dýrtíðarráð- stafanir Dana, og síðan að hinu, að honum var fengin í hendur umrædd forstjórnarslaða. Er það sagt hr. J. M. til maklegs lofs, að velja jöfnum höndum unga rnenn og roskna til trúnaðarstarfanna. Þó að Lögréttu þyki það ef til vill leiðinlegt, þá eru meiri líkur til að foringi Heimastjórnarinnar hafi af þessu máli sæmd en ekki minkunn. Lögrétta hefir þagað um óreið- una í landsreikningunum, og um þriggja ára óransakaða verzlunar- reikninginn. Rétllætistilfinningin ekki alveg glaðvakandi þá. Svo mann grunar, að hér liggi sá fisk- ur undir steini, að nú muni þykja óhægara að mismuna samábyrgðinni reykvísku við stallinn. Það hafi ekki verið tízka að láta hið sama ganga yfir alla. Lögrétta er annars óþarf- lega veiðibráð. Gæti ef til vill beð- ið ineð áfellisdóminn þangað til hr. H. V. er tekinn við starfinu. ' Að minsta kosti stingur það illa í stúf við hina frábæru þolinmæði blaðsins við E. A. og O. Friðgeirs- son. Annars er allur liávaðinn um að kaupmenn þurfi við landsverzluina tónx fjarstæða. Stjórnin annast sjálf

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.