Tíminn - 01.09.1917, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.09.1917, Blaðsíða 4
100 T I M IN N um innkaupin. Starf forstjórans er það eitt að skifta réltlátlega og ein- arðlega milli héraðanna, og halda glögga bókfærslu. Hvorutveggja var í ólagi hjá »kaupmanninum«, jafn- vel svo að fáir reyna að mæla því bót. Hvorugt þarf að vera í ólagi, ef réttlátur maður og einbeittur situr við stýrið. Dylgjurnar í Lögrétlu, fyrirfram- fordæmingin, stafar nú sennilega helzt af því, að hinn ungi forsljóri þykir ólíklegur til að sinna yenju- legum »harðærisundanþágum« sam- ábyrgðarinnar. "V iðskiííabanii. Skeyti hafa nýskeð borist frá Vesturheimi, sem benda á, að Bandaríkin muni ekki, að minsta kosti um stund, leyfa matvælaút- flutning til hlutlausra þjóða. Og svo mikið er vist, að þar sem Bandaríkin búast við að styrjöldin standi svo árum skiftir enn, getur svo að segja á hverri stundu tekið fyrir matvöruílutning hingað til lands, þaðan að vestan. Þá er komið hallæri, og hung- ursneyð fyrir dyrum. Það væri framúrskarandi óvar- legt, að gera ekki allar þær ráð- stafanir nú þegar, sem líklegar væru til að minka hallærishættuna. Ein slík ráðstöfun væri það, að afhenda enga erlenda matvöru nema gegn seðlum. Tilgangurinn sá, að byrgðirnar sem til landsins koma, skiftist réttlátlega milli hér- aða og einstaklinga. * Menn hafa vonað í lengstu lög, að eigi þyrfti að koma á svo miklu eftirliti um skiftinguna. Ekki laust við að sumir kaupmenn hafi lagst fast á móti, viljað hafa fult frelsi um það, hve mikið þeir seldu við- skiftamönnum sínum. Aðrir kaup- menn myndu vafalaust fúsir að gefa söluskýrslur. Svo og kaupfé- lögin. Matvælahagstofan mun nú sem slendur fara nœrri um, live miklar birgðir eru i hverju sveitarfélagi. En nákvæmt er það yfirlit ekki, meðan yfirvöldin fá ekki skýrslu um það, live mikið hver einstök verzlun selur í hvert sveitarfélag. Getur þá auðveldlega svo farið, að sumir menn safni vistum lil margra ára, en aðrir standa uppi slyppir og snauðir, hvenær sem algert siglingabann skellur á. Ekki er sýnílegt, að of nærri sé gengið rétti verzlana, þótt þær séu skyldaðar til að gefa yfirvöldunum skýrslur um hverjum þœr selja. Verðið skiftir þar ekki máli. Þó er hægara fyrir landið, að miðla af birgðum sínum, þeim sem lítið hafa eða ekki neitt. En alóþarft, að eyða af varaforðanum til þeirra, sem birgðir eiga fyrir. Ómögulegt er að koma sliku eftirliti á, nema með seðlum. En vegna erfiðra samgangna yrði að skifta eftirlitinu milli matvælahag- stofunnar og bjargráðanefnda í sýslunum. Satnbanðið við ^meriku. Morgunblaðið 29. þ. mán. gerir ísmeygilega tilraun til að gera hr. Árna Eggertsson fulltrúa lands- stjórnarinnar í Ameríku tortyggi- legan. Segir blaðið mjög drýginda- lega frá því að Árni standi í sam- bandi við verzlunarfélag eitt í New- York, Roig & Co., og vitnar í Heims- kringlu til sanninda, en það jafn- framt gefið i skyn, að Árni muni auðga sjálfan sig á hlutdrægum við- skiftum við félag þetta. Skoði maður nú þessa miður drengilegu aðferð blaðsins að Árna Eggertssyni, sem nú er staddur í annari heimsálfu og getur því eigi borið hönd fyrir höfuð sér, í ljósi þess, að Morgunblaðið, landsstjórn- in og allir sem nokkur veruleg kynni höfðu af Árna hér heima, vissu um þetta samband hans við nefnt verzlunarfélag, höfðu Árna eigin orð fyrir því að tilgangurinn með sambandi við félagið væri sá, að spara íslenzkutn kaupmönnum óþarfa ferðakostnað til Ameríku, félagíð ælti að annast vörukaup og sölu og verða einskonar verzlunar- miðstöð bæði með inn- og útflutt- ar vörur. Hinsvegar lægi þetta niðri og kærni á engan hátt lil framkvæmda meðan hann væri í þjónustu landsstjórnarinnar. Og skoði maður þessa árás enn- fremur í Ijósi þess, að Morgunblað- ið flutti mynd af Árna Eggerts- syni í sambandi við útnefningu hans í þennan trúnaðarstarfa, manninum »sera landsstjórnin liefir verið svo heppin að ráða í þjónnstu landsins« (Morgunbl. 23. júlí þ. á.), þá fer mann að gruna að eigi sé það óhugsandi að árásin sé gerð í þágu einhvers meiri liáttar auglýsandans. En Árni auglýsir nii kannske einhverntíma, og fengi hann þá ef til vill bragarbót hjá blaðinu. Alþingi. Neðri deihl. Fjárlögin hafa verið afgreidd frá deildinni. Flestar stærri breyting- artillögur fjárlaganefndar voru sam- þyktar, enda voru þær mest fólgn- ar i niðurfærslu á áætluðum tekj- um og hækkunum á sjálfsögðum útgjaldaliðum svo sem til spital- ánna. Burðargjald. Deildin hefir af- greitt frumvarpið urn helmings hækkun á burðargjaldi, en undan- tók þó blöð og tímarit. Hafnarstœði. Eftir svari atvinnu- málaráðherra við fyrirspurn Sveins Ólafssonar að dæma, er líklegt að byrjuð verði rannsókn hafnarstæða á Austurlandi í haust. Fjallgöngur og réttir. Þingsálykt- unartillaga um Qallgöngur og rétt- ir um að fresta göngum um eina viku til að lengja sláttinn, hefir verið samþ. með 14 : 10 atkv., en sveitarstjórnir eiga að ráða hvort af verður frestuninni. Bannmálið. Alsherjarnefnd hefir borið fram bannlagafrv., þar sem teknar eru upp allar aðal-breyting- artillögurnar, sem fram komu fyrst á þinginu, Búist er við að það verði samþykt. Efri deild. Afgreitt frá Alþingi: Tillaga til þingsályktunar um konungsúrskurð um fullkominn siglingafána fyrir ísland; lög um heimild til að auka seðlaupphæð íslandsbanka; um mælitæki og vogaráliöld; um fram- lenging á friðunartíma hreindýra; um breyting á lögum um manntal í Reykjavík; um mjólkursölu í Reykjavík. Afgreitt til neðri deildar: Frum- varp um breyling á stjórn Lands- bankans; um breyting á 1. gr. lolllaganna (endursent); um breyt- ing á vegalögunum; till. til þings- ályldunar um fjallgöngur og réttir; frv. um hjónavígslu (endursent); um skiftingu bæjarfógetaembættis- ins í Reykjavík (endursent); um áveitu á Flóann (endursenl); fjár- aukalög fyrir árin 1916 og 1917 (endursend); frv. um stefnubirt- ingar (endursent). Frv. um stimpilgjald var vísað til stjórnarinnar til athugunar og undirbúnings. Yms stórmál eru enn ókomin úr nefndum, svo sem Sogsfossamálið og dýrtíðarmálin. Von er á fjár- lögunum til efri deildar núna eftir helgina. Máttleysið. ísafold er andófsblað stjórnar- innar og er því öðruhvoru að narta í hana, en ógn er það alt vesæld- arlegt og máttlaust. í síðasta blaði mannar hún sig upp þegar hún segir frá ráðherraskiftunum og lýs- ir yfir því að »mannabýlti þessi komi eigi landsstjórninni að gagni, miklu meiri nauður hafi rekið til að fá annan mann í atvinnumála- ráðherrasessinn, þar hafi átt að byrja«. Ekki veit maður hvort þfetta á að tákna það, að nú sé gróið um heilt um allar sakir miíli Björns Kristjánssonar og ísafoldar, nú sé »rauði tnaðurinn« orðinn hvítur, eða hvort það á svona vel við lundarlag ísafoldar að B. Kr. lét að engu til sín taka óreiðuna í landsreikningunum. Annars sézt það bezt á því að atliuga síðasta tölublað ísafoldar hversu sannfærð hún er unt það sjálf, að hún haíi hér gott mál að verja gegn stjórninni. Rúmum átta dálkum er eytt til þess að segja frá ýmsum bollaleggingum þings- ins um fjárveitingar auk alls ann- ars þunnmetis i blaðinu, en i klausu einni í þessu sama blaði er þess getið, að fréttir af eldhúsdagsum- ræðum, aðal-árásum hennar manna á stjórnina, verði að bíða sakir þrengsla, og var þetta þó siðasta blaðið sem komist gat með póst- unum sem lögðu af stað austur, vestur og norður 28. þ. mán. Enda er það ofboð skiljanlegt að andófið sé mest í nösunum á málgagni sem telur það hvítt í dag sem rautt var í gær. Landið flytur dylgjur um það, að Kaup- félag Þingeyinga komist að betri kjörum hjá landsstjórninni um flutninga heldur en allur almenn- ingur. En eins og gefur að skilja er hér um illgjarnan uppspuna ein- an að ræða. Mun blaðið styðjast við það, að Olgeir Friðgeirsson kvað nýskeð hafa sent nokkrar smálestir af vörum til Húsavíkur með Botníu. En áður um samið að þær skyldu fara með Sterling, sem eigi gat þó tekið þær er til kom, sakir rúmleysis. Verðmis- munur einhver á farmgjaldi skip- anna, og var Sterlings-farmgjaldið látið ráða, sem vonlegt var. Áreið- anlega mun engum ráðlierranna (nema ef vera skyldi B. Kr.) hafa verið kunnugt. um þetta smáatvik í afgreiðslunni, fyr ,en »litla skáld- ið« í Landinu var búið að færa söguna um það í stíliun'. JPréttir. Tíðin. Úrkomulaust hefir verið, en þurkarnir þó daufari en áður, einkum seinni hluta vikunnar. Síldveiðin eitthvað að glæðast fyrir Norðurlandi, kvað mikið um síld, en gæflir hafa hamlað veiðum. Siglingav. Geysir, nýkeypt skip Thorefélagsins, er væntanlegt hing- að með vörur frá Danmörku. ís- land, Willemoes, Gullfoss og Lagarfoss eru öll í Ameríku og tekið að hlaða eitthvað af skip- unum. Niels, danskt seglskip, ný- komið með saltfarm til Höeþfners- verzlunar hér í bænum. Mannalát. 17. f. mán. andaðist frú Þórunn Ólafsdóltir, kona Ólafs Finnssonar í Kálfholti, eftir lang- varandi vanheilsu. — Sama dag lést úr slagi Arnfríður Sigurðar- dóttir, ekkja Stefáns bónda i Möðru- dal á Fjöllum. — 19. ág. andaðist hér í bænum Margrét Jónsdóttir, kona Gunnlaugs Péturssonar um- sjónarmanns Elleðaánna. — 23. ág. lézt Guðrún Þorsteinsdóttir hús- freyja í Fífilsholti í Landeyjum. — 24. ág. andaðist prófastsfrú Sig- ríður Pétursdóttir, kona síra Magn- úsar Andréssonar á Gilsbakka. Stúlkubarn 10 ára gamalt varð undir trjáviðarhlaða norður á Akur- eyri snemma í vikunni og beið bana af. Hét hún Ingibjörg Bene- diktsdóttir. Ritstjóri: Gnðbrnndnr Mngnússon. Hótel ísland 27. Sími 367. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.