Tíminn - 29.09.1917, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.09.1917, Blaðsíða 3
T 1 MI N N 115 Kartöflur. Framsýninni ætti fyrst og fremst að verða beint í þá átt þar sem vissan er fyrir beztum árangrinum. Við leggjum mikið kapp og mikið fje i það ílytja hingað heim alls- konar mjölvörur af matartagi og er það auðvilað þakkarvert. En ekki er það nóg. Bjarni Ásgeirson benti á það í grein sinni í síðasta blaði, að hver skipsfarmur sem fluttur yrði hingað af kartöflum sem sparað gæli okkur annað eins af innlendu útsæði, sem síðan yrði komið með sæmilegri fyrirhyggju niður í jörðina næsta sumar, mundi margfaldast svo að hver farmur yrði að 5—20. Er það auðskilið, að þetta yrði ekki aðeins langódýrasta björgin sem sem að yrði dregin nú í dýrtíðinni, heldur mundi sá kostur fylgja með í kaupið, að úr því færum við að sjá sjálfum okkur borgið með framleiðslu þessara vöruteg- undar — mundum úr þessu rækta allar okkar kartöflur sjálíir. Nágrannaþjóðirnar leggja mikið kapp á kartöfluræktina, þær hafa Iengi gert það, en aldrei eins og nú. Norðmenn rækta kartöflur mjög norðarlega í Noregi og telur sér- fróður maður ráðlegt að kaupa út- sæði þaðan. Utflutningsbann mun hvíla á því að vísu, en miklar líkur eru til þess að undanþága fengist um einn eða tvo farma, ef samið væri um það í sambandi við kjötsölu liéðan til Noregs. Er þessu máli skotið til lands- stjórnarinnar til alvarlegrar athug- unar og skjótra aðgerða, og er eigi ólíklegt að þjóðin öll standi að baki málskotinu. , Árangur af starfi Á. E. f*að mun nú fullvíst að árang- urinn sé þegar orðinn sá af starfi Árna Eggertssonar fyrir íslands hönd vestanhafs, að landið þurfi eigi að óttast það að lenda á von- arvöl hvað nauðsynjarnar snertir, svo sé nú um þá hnúta búið. Fullveldisnefndin í þinginu liafði haft það mál til meðferðar, hvort eigi væri vissast að senda fleiri menn vestur fyrir landsins hönd, og mun nefndin fremur liafa hall- ast að þvi, að þetta yrði gert. Mun þetta hafa verið um það leyti sem Árni Eggertsson var á vesturleið, eða áður en hann tók til starfa. Skoðanir munu nú ef til vill skiftar um það, hvort þetta um- tal nefndarinnar beri að taka til greina úr því sem komið er. Tím- inn er ákveðinn á móti því. Telur það ekki að eins muni baka land- inu kostnað, lieldur muni það ef til vill verða lil þess, að Á. E. segði sig þegar úr þjónustu lands- ins, þyki þetta bera vott um að á skorti að honum sé sýnt það traust sem hann eigi skilið, enda verður því eigi neitað, að svo gæti litið út sem í þessu væri fólgin bein vantraustsyfirlýsing sem vitanlega er alóverðskulduð. Stjórnin virðist liafa fullkomna ástæðu til að líta svo á, að því sé nú fullnægt sem fyrir fullveldis- nefndinni vakti, þegar öllum erind- um slíks sendimanns virðist nú komið í það liorf, að betur verði eigi á kosið. En ósagt er það alveg, hvert tjón gæti af því stafað, að tapa þeim manninum frá þessum trún- aðarstörfum, sem á svona skömm- um tíma hefir tekist að koma viðskiftasambandinu í það horf, að þjóðin þurfi engu að kvíða fyrst um sinn, manninum sem öllum kom saman urn að ætti bezta að- stöðu til að vinna landinu þetta gagn, kom saman um það þegar hann var valinn, og siðan hefir engin breyting á því orðið önnur er sú, að hann mun slórum hafa treyst þá aðstöðu sína, meðal annars með sambandinu við Lord North- cliiTe. faxajliabátnrimi. Það liggur í loftinu, að niður eigi að falla ferðir Faxaflóabátsins Ingólfs, nú á næstunni. Ferðirnar séu orðnar svo dýrar, að nú sé tap á hverri ferð. Engin ábyggileg frétt er uni þetta, en orðrómurinn er nógu sterkur til þess, að full ástæða er til að ræða þennan mögulenka opinberlega, að Faxa- flóa — einkum Borgarness — ferð- irnar falli niður. Til Borgarness sækja nú nauð- synjar sínar meiri hluti Borgar- fjarðarsýslu, öll Mýrasýsla og nokk- ur hluti Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu. Það er næst stærsta hérað landsins sem hér á lilut að máli. Hinir góðu vegir hafa leitt það af sér, að menn draga ekki að sér einu sinni á ári, enda flytja bænd- ur og vörur á markaðinn til Borg- arness allan veturinn, jafnframt því sem þeir draga að sér. Sam- bandið við Reykjavík skapar mark- að allan veturinn í Borgarnesi, og er sá markaður jafn nauðsynlegur báðum aðiljum, bændum og Reyk- víkingum. Ef reglubundnar ferðir féllu nið- ur milli Reykjavíkur og Borgar- ness, yrði það til stórskaða bæði fyrir þessi stóru héruð og sömu- leiðis fyrir Reykjavík, að missa alla framleiðsluna þaðan allan vet- urinn. Og það er enginn vafi á því, að flutningaþörfm er svo brýn, að þólt niður féllu Ingólfsferðirnar, myndi áreiðanlega verða reynt að bæta úr því ineð mótorbátaferðum og það væri vafalaust mjög ábata- vænlegur atvinnuvegur. — En að því má ekki reka undir neinum kringumstæðum, að menn freislist til þeirrar iðju. Því að vetrarferðir um Borgarfjörð, á mótorbátum, eru svo liættulegar, að þær verður að forðasl í lengstu lög. Er skamt að minnast mannskaðans á Borg- arfirði, sem þó vildi lil í apríl- mánuði og voru þó beztu sjómenn- irnir í Borgarnesi á bezta mótor- bátnum, var það fullvíst talið að ís grandaði. Og það mun svo reynast að isinn á Borgarfirði ger- ir allar vetrarferðir um hann á mótorbátum með öllu óhæfar og væri betur að menn viðurkendu þann sannleika, án þess að á und- an þyrfti að ganga sorglegri reynsla. Þá er þess enn að minnast að um Borgarnes liggur nú þjóðleiðin til Reykjavíkur frá norður og vest- urlandi og er hún nú enn tíðfarn- ari, er samgöngurnar á sjó norðan um og vestan eru svo stirðar og strjálar. Tjónið og hættan blasir því hér við hvað átakanlegast, að láta alveg falla niður Ingólfsferð- irnar. í september fór Ingólfur sex ferðir til Borgarness og í oklóber á hann að fara aðrar sex ferðir þang- að. Hvaða vit er i því að kippa að sér hendinni alt i einu? Þessar tíðu ferðir valda því fyrst og fremst að þær borga sig ekki. Lausn málsins liggur alveg beint við: Það er jafnmikill óþarfi að liafa svo tíðar ferðir við Borgar- nes, eins og það væri mikil óhæfa að láta þær falla alveg niður. Það á þegar að fækka ferðunum og auglýsa í tima, jafn vel ekki fara aðrar ferðir en póstferðirnar. En þær mega ekki falla niður, fyr en alt er komið í kalda kol. Um byggingarefni eftir Jóhann Fr. Krlstjánsson. (Nl.) Ekkejt eftirlit hefir verið haft með steinlímskaupum, nema þeg- ar landssjóður sjálfur hefir átt í hlut, en á slíku væri þó eigi van- þörf, og ekki sist nú, þegar tunnan kostar yfir 30 kr. Það munar miklu ef 20—30°/o eða þar yfir er hlaup- ið í kekki og orðið lítt nothæft, eða sleinlímið jafnvel svikið með öllu. Allvíða hafa menn orðið var- ir við lélegt seinlím og jafnvel orð- ið að rífa niður hálfreist hús af þeim ástæðum. Þegar eg kom heim frá Norgi 1913, (áður en eg fékk lands- sjóðsstyrk til að vinna að húsa- gerð til sveita) var eg ráðin við byggingu á sveitabæ. Timbrið til hans útvegaði eg í Noregi en stein- Iímið (90 lunnur) var pantað gegn- um danskan umboðsmann er bjó í Englandi. Nokkuð af því var bú- ið að flytja heim á byggingarstað- inn og átli þegar að taka til starfa. Við fyrstu handleikni á steinlíminu sá eg að við það mundi eitthvað athugavert, og gerði þess vegna ýmsar einfaldar tilraunir með styrk- leikan á því. Sá þá brátt að það mundi ekki vera nothæft eða a. m. k. mjög seinharnandi. Var því ákveðið að það skyldi ekki notast fyr en fullkomin ransókn væri feng- in á því. í því skini voru send út 50 pd., tekin úr 10 pokum, til ransóknar á ríkisransóknarstofunni i Kaupmannahöfn. Eftir skýrslu frá rannsóknarstofunni rejmdist stein- límið ekki hafa meira en helmings styrkleika miðað við það sem danskt steinlím eftir lögákvæðum þarf að hafa. Þetta steinlím var frá Belgíu. Síðan hef eg ekki orðið var við svikið steinlím, en skemd- ir eru alltíðar og jnenn ekki nógu kröfuharðir gagnvart þeim. Það virðist þó ekki vera nema sann- gjarnt, að krefjast skaðabóta fyrir skemdir á steinlími eins og fyrir skemdir á öðrum vörum, sem líkt er ástatt um, svo sem matvpru. Ef skemdir á steinlími eru látnar óátaldar, má jafnvel búast við þvi, að kaupmenn og umboðssalar geri sér ekki far um að ná því óskemdu og í góðum umbúðum frá fyrstu hendi. Verksmiðjurnar munu sjá um sig og ekki lilífast við að nota sér meinleysi okkar og afskiftleysi ef því væri að skifta. Timhurkaupin. Með þeim höfum við sízt sýnt hagsýni í því að kaupa jafnan ódýrustu og lökustu tegundir. Þetta mun eiga drjúgan þált í endingarleysi timburhúsa og timburmannvirkja yfir höfuð hér á landi. Ekki tjáir að fást um orðin hlut — timburhús eru að miklu að hverfa úr sögunni og steinsteypan gæti komið að nokkru í stað timburs, þótt um torfhús væri að ræða. En 'ætíð höfum við mikil not timburs samt, og er leitt til þess að vita, að við höldum áfram að sækjast eftir ódýrustu og lökustu tegundunum. Norðmenn liafa líka skopast að timburvið- skiftum okkar á þann veg, að þeir kalla lökustu tegund viðar »Is- landslast«. Benda má og á það, að nú er enn meiri hagsýni í því en áður, að kaupa beztu viðarteg- undir meðan farmgjöldin eru í slíku geypiverði. Jafnt kostar þó fyrir farminn af hverri tegundinni sem flutt er, en hart að geta ekki fengið annað en óhroða einn fyrir gej'pi verð, hvað sein á ríður. Bankamálsræða Björns Kristjánssonar. Kappið. — Ráðgátan. B. Kr. spyr: »Hvers vegna er þetta kapp á það lagt, að koma því (bankafrv.) í gegn? Eg er viss um, að almenningur muni vilja fá að vita í hverju ráðgátan liggur, og sjá liana leysta«. Sér B. Kr. nú ekki í hverju ráðgátan liggur? Sér hann ekki að hún liggur aðallega í því, hvað hann sjálfur hefir far- ið illa með vald sitt sem banka- stjóri; út á við gagnvart lands- mönnum; inn á við gagnvart starf- fólki bankans, og svo gagnvart stofnuninni sjálfri, og því ber nauðsyn til að veita nýjum hollari straumum inn í stofnunina. Fé bankans á einstakra manna höndnm. Heldur hann að það sé ekki orðið hljóðbært, meðal þings og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.