Tíminn - 29.09.1917, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.09.1917, Blaðsíða 4
116 TIMINN þjóðar, að mildll liluti af veltufé bankans sé á höndum einstakra manna og félaga í Reykjavík, og hans eigin kjördœmi Kjósar- og Giillbringnsýslu? En að þetta er orðið hljóðbært ætti hann að vita, því honum hefir verið sagt það afdráttarlaust í þingsalnum í sum- ar, en þá hefir hann flúið úr hon- um, í stað þess að reyna að bera hönd fyrir höfuð sér. Það er ekki að undra, þótt hinir landslilutarnir megi Iengi hrópa eftir útbúunum frá þjóðbankanuin, sem ber skylda til að hugsa jafnt um alla þjóðina, ef svona er í pottinn búið. Enda hefir það æfin- lega verið viðkvæðið þegar áskor- anir hafa komið um að stofna út- bú, að það væri ekki liægt af því peningar væri ekki til. En er til þess að ætlast að þeir séu til, ef þeim er rótað í hundr- uðum þúsunda til einstaklinga á litlum bletti á landinu? Svona löguð úthlutun á fé þjóð- banka íslands — ef sönn er — og enn þá er hún óhrakin — sem á jafnt að hugsa um hag allrar þjóð- arinnar, dæmir sig sjálf, og hlýtur einhverntíma að koma í koll. ÓMðnrinn í bankanum. Bankabyggingarmálið. Heldur B. Kr. eklsi einnig, að þingi og þjóð sé kunnugt banka- farganið, gjaldkeramálið svo kall- aða, þar sem einn starfsmaður bankans er lagður í einelti og öll- um brögðum beitt til að reyna að koma honum frá stofnuninni. Og svo eru starfsbræður hans flæktir inn í málið með vitnaleiðslum í óleyfilegum og ósæmilegum réttar- höldum. Einnig er öllum kunnugt um bankabyggingarmálið, sem alt strandar á pólitískri óvild B. Kr. til Einars Arnórssonar, hringlanda- liætti og þekkingarleysi beggja bankastjóranna. Og fyrir bragðið á bankinn ekkert þak yfir liöfuðið. Það er alveg áreiðanlegt, að bankinn verður búinn að borga meira í leigu þegar hann loksins byggir, heldur en hótellóðirnar kostuðu þó dýrar þættu. Og leigu- peningana sér hann aldrei, þeim er sama sem sökt í sjóinn. Hefði bankinn bygt strax og brann 1915, eins og sumir einstakir- menn hafa gert, keypt þá strax sementsfarm og annað nauðsyn- legt efni, þá hefði hann að mestu leyti losnað við dýrtíðina, og væri nú flullur í sitt eigið hús. Hlutdrægnin við starfsfólkið. Heldur B. Kr. ekki í þriðja lagi að þjóð og þingi sé kunnugt um lilutdrægnina geypilegu sem hann hefir sýnt starfsfólki bankans í launakjörum, pólitískum afskiftum o. fl. Af starfsskrá íslands bls. 108, má sjá að hann hefir ráðið báða prestana síra Vilhjálm Briem og síra Kr. Daníelsson, samþingis- mann sinn, með eins háum byrjunarlaunum, kr. 2400, eins og t. d. Jón Halldórsson hefir nú orð- ið, eftir 13 ára starf í bankanum. Ýmsir margra ára starfsmenn hafa lalsvert lægri laun, sem vitanlega geta þó tekið eitt starfið í bankan- um af öðru, og eru sem kallað er »flínkir« bankamenn, þar á meðal lögmaður með 1. einkunn. Auk þess er almannarómur um það hér í bænum, að B. Kr. hafi ekki um of hugsað um liag Landsbankans, eiganda hússins nr. 18 B við Lauga- veg, þegar hann seldi það fyrir rúmlega hálfvirði öðru þessu óska- barni sínu. Hitt óskabarnið getur setið á þingi mánuðum saman, er beint ráðið með það fyrir augum, og þarf ekki að láta sjá sig í bank- anum nema rétt til að kvilta fyrir launum sínum að sögn, en öðrum starfsmönnum harðbönnuð öll póli- tísk afskifti. Þegar þjóð og þing veit um alt þetta fargan, óstjórn, ranglæti, hlut- drægni, eða hvaða orðum í íslenzku máli það á skilið að vera nefnt, þá er síst að furða þó að B. Kr. spyrji á sjálfu Alþigi íslendinga i hverju sú ráðgáta liggi, að knýja fram breytingu á bankastjórninni á þessu þingi! Prjátíu alþingismenn aj fjörutíu, vissu hver ráðgátan var, og vonandi veit B. Kr. það einnig hér eftir. Og væntanlega ætti ekki að þurfa að svara þvi greinilegar en hér hefir verið gert, »hvort nokkuð hafi reynst í ólagi í bankastjóratíð« B. Kr. Þó samverkamenn B. Kr. í banka- stjórninni eigi líka sök á öllum þessum ófögnuði, með því að sam- þykkja hann, af ósjálfstæði eða öðrum amlóðahætti, þá er það öll- um vitanlegt að það er B. Kr. er ráðið hefir þessu öllu frá upphafi til enda. Að Italla B. S. lieim. B. Kr. segir, að ef það nægi ekki að annar bankastjórinn skipaði sé komin að bankanum, þá sé ekki annað en kalla Björn Sigurðsson heim frá London. »Því auðvitað er enginn vandi að fá mann í hans stað í Englandi«. í fyrsta lagi er nú ekki alveg víst, að það verði »engin vandi«, að fá mann í stað B. S. í London, þó að B. Kr. beri ekki meira traust til hans, en orðin benda til, eða var það »enginn vandi« í hans stjórnartíð, að fá mann til New York sem erindreka landsssjórnar- innar? Eitthvað annað sýndi nú reynsl- an. En í öðru lagi gætir B. Kr. ekki að því, að þó B. S. væri kallaður heim, þá mundi alls enginn trygg- ing fyrir því að hann læki sæti í bankastjórninni með B. Kr. í þessu sambandi má láta þess getið að Einar Arnórsson fyrv. ráðh. hefir tvisvar borið það fram í ræðu á alþingi, (1915 og í sumar) að B. S. hafi sagt við sig 1915, að hann væri alveg samþykkur því að bankastjórum væri Qölgað um einn, en B. Kr. fær hann til að skrifa undir yfirlýsingu um hið gagnstæða (sbr. bréf sem hann las upp í neðri deild við 3. umræðu banka- málsinns). (Frh.) Valur. Hitíregn. Um verzlunarmál. Sex fyrirlestrar. TJt- gefnir af Verzlunar- mannafélaginu Merkúr. Reykavík 1917. Fyrirlestrarnir eru eftir Jón Ólafsson um stríð og verzlun, dr. Guðm. Finnbogason um auglýsing- ar (tveir), Svein Björnsson um skilvísi og lánstraust, Matthías Ólafsson um drætli úr verzlunar- sögunni og Bjarna Jónsson frá Vogi um samgöngur vorar og striðið. Viðleitni félagsins, sem staðið hefir fyrir fyrirlestrunum og gefið þá út er einkar virðingarverð, en ekki þess sök þótt eigi sé mikið að læra af öllum fyrirlestrunum. Alt um það miðar þetta í rétta átt, að manna verzlunarstéttina og almenning um verzlunarmál. En eftirtekt hlýtur það að vekja hjá þeim sem reka augun í, að enginn þessara fyrirlestia skuli vera eftir mann úr verzlunarstétt. Fréttir. Tíðin er góð, dálítið umhleyp- ingssöm að vísu, heyskapur víðast hvar úti, og alstaðar verið að taka upp úr görðum, afli og gæftit' sæmilegar hér sunnanlands, en heimtur hálfslæmar, hittist hálf- illa á með veður í fyrslu fjall- ferðinni. Siglingar. í s 1 a n d kom frá Ameríku á helginni með sykurfarm til landsstjórnarinnar. Júpíter danskt seglskip nýkomið með vörur til Kaupfjelagsins Hekla á Eyrar- bakka og Jónatans Þorsteinssonar, Keflavíkin, mótorskip H. P. Duus með tómar tunnur. Brezkt skip kom hingað í morg- un með 6000 smálestir af kolum til landsstjórnarinnar. Á leiðinni barðist skipið við tvo kafbáta en komst óskaddað úr greipum þeirra og má það mikið heita. Er þetta stærsti farmur sem flnltur hefir verið hingað til lands enn sem komið er. Fjársala. Sláturfélag Suðurlands hefir fengið fyrirspurn um það frá Andrési Guðmundssyni stórkaup- manni í Leith, fyrir hvaða verð mundi hér fáanlegt fé á fæti í haust. Bændur austanfjalls munu hafa svarað því, að þeir létu fé á fæti fyrir 90 aura kílóið. Sala botnvörpanga. Þingið í sumar leyfði stjórninni að veita undanþágu frá lögunum um bann á sölu skipa úr landinu á 10 botn- vörpungum, sem selja átti til Frakklands. En bundið mun leyfið þeim skilyrðum, að andvirðinu verði varið til botnvörpungakaupa að ófriðnum loknum, nokkurt gjald af andvirðinu renni í Iands- sjóð og landssjóður fái mikinn hluta þess að láni. Seldu skipin eru þessi: Apríl, Maí, Baldur, Bragi, Eggert Ólafsson, Earl Here- ford, Ingólfur Arnarson, Þór, Jarl- inn og Þorsteinn Ingólfsson. Bruni. Bærinn Syðri-Brekka í Hofstaðaplássi í Skagafirði brann til kaldra ltola 29. ágúst fólkið var á engjum og varð því engu bjargað. Yerðlaunin úr sjóði Kristjáns 9. hafa þeir fengið að þessu sinni Björn Sigfússon bóndi á Kornsá í Húnavatnssýslu og Guðm. Þor- bjarnarson bóndi á Stórhofi á á Rangárvöllum. Björn fyrir hvers- konar umbætur og sérstaklega góða meðferð á búpeningi, og Guðmund- ur fyrir íniklar búskaparfram- kvæmdir og ötula forgöngu í fé- lagsmálum bænda. Verðlaunin 160 kr. að þessu sinni, hafa verið 140 kr. undanfarið. Brezkt herskip kom hingað í gær með brezka ræðismanninn Cable. Forsætisráðherra fer utan með Fálkanum á morgun með lögin á konungsfund. Ýms önnur erindi mun hann eiga bæði til Noregs og Danmerkur. Úr bréfi . . . Eg hefi með sjálf- um mér verið að athuga Tímann frá ýmsum hliðum. Þrátt fyrir alla kostina sem eg finn hjá blaðinu, langar mig iil að fetta fingur út í eitt atriði í fari hans frá minu sjónarmiði, og án þess að hafa fengið nokkura flugu í höfuðið frá öðrum, og vitandi það að dóm- greind mín nær skamt. Mér hefir fundist blaðið gera helst til mikið að því, einkum i síðustu blöðun- um, sem einkent hefir um of ís- lenzku stjórnmálablöðin til þessa, að sletta gagnslitlum niðrunarónot- um í andmælendur sína. Eg neita því ekki, að full ástæða var til þess að Tíminn hnýtti í ísafold. En er það nokkur ávinningur með þessu móti? Mér virðist það vera sama og slá saman jafnhörðum steinum, og jafnvel að sá sem betri hefir málstaðinn vinni eigi á með slíkri aðferð. í þessa átt virðist Tíminn eyða of mörgum orðum og of miklu rúmi, og þeir eru fleiri en eg sem sjá eftir rúm- inu því. Stefnan er svo heilbrigð, að manni virðist Tíminn ætti að vera hafinn yfir slíkar orðasennur og hnútulcöst. Að ræða áliugamál sín með hógværum en alvöru- þrungnum orðum verður farsælasta leiðin. Og eg vildi óska að Tím- anum að minsta kosti mætti auðn- ast það. Eg skal láta þess gétið, að eg er enginn siðgæðispostuli, og ekki er eg heldur að gefa þér neinn »reisupassa« til að ferðast eftir í blaðamenskustarfi þínu. En séu þetta draumórar, þá er það meðfram af því að nú er hánótt. Ritstjóri: Gnðbrandnr Magnússon. Hótel ísland 27. Sími 367. Prentsmiðjan Gutenberg. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.