Tíminn - 06.10.1917, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.10.1917, Blaðsíða 1
TÍMINN kemur út einu sinni i viku og kostar 4 kr. frá upphafl til áramóta. Efe.__________________— ÁFGREIÐSLA Bókbandið á Laugav. 18 (Björn Björnsson). Par tekið móti áskrifendum. I. ár. Reykjavík, 6. október 1917. 30. blað. Hkipasal an. j, Langstærsta verzlunin sem ís- lendingar hafa gert í senn, mun vera sala botnvörpunganna tíu, sem um var getið í síðasta blaði. Kvað söluverðið vera hálf íimta milj. króna. Misjöfnum au£um mun nú litið á þessa verzlun, enda hefir sár»» lítið verið um hana rætt opinber- 3ega, þegar undan eru skilin hnútu- köst að þingi og stjórn fyrir að hafa heimilað söluna. Þótt margt bendi til að pen- ingavelta fari nú stórum vaxandi hér á landi og fyrirtæki beri á gónia sem kosta tugi miljóna, þá er hér þó um svo óvenjustórar fjárhæðir að ræða, að full ástæða er til að menn geri sér nokkura grein fyrir því sem um ræðir, og þá eigi síður fyrir því sem vinst, en liinu sem tapast. Menn sjá eftir skipunum, þau hafa aflað vel og fært landinu mikinn gróða. Kvíða menn nú aflaleysi og atvinnuskorti úr því svona margir botnvörpungar eru seldir. En þetta er ekki nema önnur hlið þessa máls. Allar horfur voru á því, að skipin hefðu eigi orðið að sama gagni hér eftir sem hingað til, meðan á ófriðnum stendur. Veldur því af- arverð á kolum og salti og öðru því er til útgerðar heyrir. Skipin hefðu að öllum líkindum orðið ómagar á eigendum sínum. Von- laust um að botnvörpungaútgerð gæti borið sig meðan alt situr við það sem er. Skipin mundu hafa orðið að liggja í höfnum aðgerð- arlaus og orsaka stórvægilegt rentu- tap á hverjum degi. Útgerðarmönn- um stóð stuggur af horfunum og því var það sízt að undra, þótt þeir létu skipin föl, þegar boðið var í þau tvöfalt verð við það, sem þau höfðu kostað. Frakk- neska stjórnin gerði boð í skipin. En ekkert gat úr skipasölunni orðið án þess að kæmi til kasla þings og stjórnar, þvi ollu lögin sem samþykt voru á aukaþinginu í vetur um að banna sölu skipa úr landi, og ekki er laust við að ámælt haíi verið undanþágunni frá þeim lögum. En sé ekki um of einhliða litið á þetta mál, þá mun verða fremur lítið úr ámælunum. Annars vegar eigi annað fyrirsjáanlegt en að- gerðarleysi þessara dýru útgerðar- tækja, sem þá hefðu orsakað stór- tap, en hins vegar mjög gott verð í boði fyrir skipin. Og stjórn og þing heimila ekki söluna skilyrðislaust. Seljendurnir fá eigi útborgað meir en Ú3 af söluverði, hitt fær landið að láni og greiðir eigi nema aftur séu keypt fyrir það fiskiskip. t*á var það ennfremur gert að skilyrði, að 3°/o af söluverðinu rj'nni í sjóð til d5Trtíðarráðstöfunar og hjálpar þeim, sem atvinnu missa við sölu skip- anna. Nemur sú fjárhæð 135 þús- undum króna, og verður ráðstöfun þess fjár í höndum landsstjórnar og bæjarstjórnar Reykjavíkur í sameiningu. Ein lilunniudin að skipasölunni eru þau, að skipin eru að nokkru borguð í mjög ódýrum kolum og salti íluttum heim á Reykjavikur- höfn. Hefir Tíminn heyrt að beini gróðinn á kolunum og saltinu nemi fullri miljón króna, og sá gróði rennur í landssjóð. Óbeini hagnaðurinn af þessum heimfluttu vörum verður eigi metinn, en mikilsvirði hlýtur það að vera að hafa þrjú stór skip í þjónustu sinni á þessum tímum, og ekkert þeirra skemur en í mánuð, en saltið kom eins og kunnugt er, þegar mest á reið og saltleysið krepti einna mest að. Hlaut landsstjórnin að gangast fyrir því, að vörum þessum, 6000 smálestum af kolum og 4000 smá- lestum af salti, var lofað alveg skilyrðislaust heilu og höldnu hing- að heim, hvað sem allri kafbáta- hættu liði, en það loforð gefið ein- mitt um það Ieyti sem mestu var sökt af skipum á vegum íslend- inga. Úá má enn á það líta, að eigi er það ólíklegt að þetta geti orðið upphaf vinsamlegra viðskifta við frakknesku þjóðina, en þangað getum við meðal annars sótt það, sem okkur vanhagar einna mest um, fjárlán með hagfeldum kjör- um. Þeirri mótbáru hefir verið hreyft manna í milli, að þetta gæti talist hlutlej'sisbrot, að selja Frökkum skipin. En slíkt mun eigi hafa nein rök við að styðjast. Má í því sambandi benda á það, að Morg- unblaðinu 21. sept. barst skeyti um það, að Norðmenn, Svíar og Hollendingar hefðu boðist til að selja Bandarikjunum skip sem bera saintals 750 þúsund smál. Mundu þessi lönd eigi hrfa gert þetta, hefði skipasala talist hlut- leysisbrot. Hitt er aukaatriði þótt ekkert kunni að hafa orðið úr þessum kaupum. Ekkert verður um það sagt hvað framtíðin ber í skauti, en erfitt mun að lialda því fram að eigi hafi flest mælt með skipasölunni en fæst á móti, enda verður nú hægra um vik fyrir landssljórnina að sjá mönnum fyrir annari at- vinnu, er hún hefir fengið slík fjárráð. Og hálf fimta iniijón er afl sem ekki stærri þjóð en okkur hlýtur að muna mikið um að leyst sé úr læðingi. KjStverzInnfn. Kjötframleiðslan er aðalþáttur landbúnaðarins hér á landi, og á hann því mikið undir kjötsölunni, hvernig hún heppnast. Samning- arnir við Breta í vetur gáfu sízt góðar vonir, þar sem kjötverðið sat við það sem var í fyrra, en bæði hafði mikil liækkun átt sér stað á ílestu sem til þessarar fram- leiðslu þurfti eins og annarar, og enn meiri hækkun fyrirsjáanleg, áður en til sölunnar gæti komið. Situr enn við sama verð á kjöt- inu, £u sú tilslökun liefir þó feng- ist af hálfu Breta, að flytja má 15 þúsund tunnur af kjöti til Noregs og selja það þar. En gengið er að því sem vísu, að hærra verð fáist fyrir kjötið í Noregi, en brezku samningarnir gera ráð fyrir. Til þes$ nú að verðmismunur þessi komi réttlátlega niður, hefir sljórnin fallist á tillögur þeirra Hallgrims Kristinssonar og Péturs Jónssonar frá Gautlöndum um það, hvernig haga skuli kjötsölunni, en tillögurnar áður bornar undir kaupmannaráðið og það fallist á þær óbreyttar. Með því að hér er um megin- framleiðslu annars aðalatvinnuveg- arins að ræða og tilhögun sem allan almenning varðar, þar sem ráðstöfunin hefir áhrif á kjötsöl- una í landinu eigi síður en úr landi, þá þykir Tímanum við eiga að birta þær i heild sinni ásamt athugasemdum tillögumanna. Og eigi letur það blaðið heldur, að hér er um einu lieilsteyptu til- raunina að ræða, sem gerð hefir verið hér á landi til þess að koma að jafnvægi i verzlun vörutegundar sein allur almenningur á mikið undir. Bendir alt til að hér ætli að takast að rata' þann meðalveg sem bæði fjárhóndinn og þurra- búðarmaðurinn geti sætt sig við. Tillögurnar. Á því er bygt, að lieimildir fáist til þess að flytja á þessu ári til Norðurlanda (Noregs) tiltekinn hluta af sallkjötsframleiðslu lands- ins, en heimildir þessar verði þó svo takmarkaðar, að nokkur hluti kjötsins, eða alt að helmingi, verði útilokað. Um þann liluta verði því eigi önnur úrræði, en að sæta samningum við Breta, að því leyti, sem kjötið eigi selst innanlands. Ennfremur er á því bygt, að mun hærra verð fáist fyrir það kjöt sem fer til Norðurlanda, heldur en hitt, sem fer til Breta. Með þetta fyrir augum eru tillögur okkar um tilhögun á kjötsölunni á þessa leið: 1. gr. Þegar útflutningsheimildin er fengin, að tilstuðlun landsstjórn- arinnar eða erindreka hennar, skal heimildin eigi af hendi lálin nein- um öðrum mönnum né félögum, heldur hefir landsstjórnin öll yfir- ráð yfir þeim útflutningi í þvi skyni, að hann fari fram með full- komnu skipulagi. 2. gr. Landsstjórnin útvegar framboðstillögur frá stærstu út- flytjendum, til að byggja á sölu- tilboð þau, er hún gerir, og geng- ur salan öll undir hennar nafni. 3. gr. Þá er landsstjórnin hefir gert sölusamning um alt það kjöt, sem hún hefir fengið úlflutnings- lieiinild fyrir til Norðurlanda, skal gerð áætlun um, hve mikil salt- kjötsframleiðslan verður og hve mikið megi alls flytja út úr land- inu, til þess að eigi verði kjöt- skortur í bæjum og kauptúnum fram til hausts 1918. Að fenginni sem nákvæmastri skýrslu um þetta, og með þeirri ráðagerð að það af saltkjöti, sem ekki fæst flutt til Norðurlanda og ekki þarf til inn- anlandsnotkunar komi undir brezku samningana, er fundið meðalverð útflutningskjötsins. 4. gr. Þetta meðalverð ákveður landsstjórnin til bráðabyrgða á öllu útflutningshæfu kjöti, sem hún hefir með höndum sölu á. Verðið sé »fob.« á þeirri höfn, sem tekst að selja það frá. Ábyrgð og kostnað við flutning á kjöti til slfkra hatna bera hlutaðeigendur sjálfir á hveij- um stað. 5. gr. Þeir kjötframleiðendur eða seljendur, sem koma vilja kjöti sínu undir úlflutningsheimildir þær er stjórnin hefir fengið, skulu eins fljótt og hægt er, og eigi síðar en 15. október, hafa tilkynt stjórninni hve mikið þeir hafi á boðstólum, og eru þær tölur, sem þeir þá til- taka, skuldbindandi fyrir þá. Þau kjötframboð, sem stjórnin kynni að fá eftir þann tíma, verða eigi tekin til greina. Nú hepnast einstökum mönnum að selja kjö( til Norðurlanda, sem útflutningsheimild fæst fyrir, án tilhlutunar stjórnarinnar, og verð- ur þeim samningum ekki raskað, enda liggur slíkt kjöt utan við kjötsölureikning stjórnarinnar. 6. gr. Þegar fullséð er, hve mikið kjöt stjórnin liefir til meðferðar og þegar sala þess er um garð gengin, skal gerður .jafnaðarreikningur um verð kjötsins, þó svo, að verð- munur sé gerður eftir mismunandi ílokkum og gæðum. Frá kjötverð- inu dregst útlagður kostnaður við kjötsöluna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.