Tíminn - 06.10.1917, Blaðsíða 2
118
TIM INN
7. gr. Landsstjórnin annast um
að seljendur kjötsins fái andvirði
kjötsins greitt hlutfallslega jafnótt
og það kemur inn. En þó gegn
ákveðnum skilríkjum seljanda um
að sá hluti útflutningskjötsins, sem
þá kann að verða eftir i landinu,
sé á þeim stöðum og í því ásig-
komulagi sem upphaflega hefir
verið ákveðið.
I söluskilmálum kjötsins annast
stjórnin um, að sett séu ákvæði
urn það, að greiðsla kjötverðsins
geti farið fram erlendis, eftir því
sem seljendur tiltaka, enda hafi
þeir í tækan tíma tilkynt stjórninni
hvað þeim hagar bezt í þessu.
8. gr. Landsstjórnin gerir sveit-
arstjórnum og bæjarstjórnum kost
á að fá saltkjöt til kaups fyrir verð,
er sé sem næst mitt á milli brezka
verðsins og meðalverðs þess, sem
talað er um i 3. og 4. lið. Skal
þessum stjórnarvöldum skylt að
ákveða kjötkaup sín með fyrirvara,
er sé nægur til að geta ráðstafað
kjötinu öðruvísi, ef þörf krefur.
Athugasemdir og skýringar.
Þegar á því er bygt, sem tekið
er fram í inngangi tillaganna, er
auðsætt, að fast skipulag þarf að
vera á útflutningi kjötsins, svo
hlunnindi við sölu til Norðurlanda
komi sem jafnast niður. Þessu
skipulagi verður ekki komið á, að
okkar áliti, nema stjórnin taki
kjötverzlunina að mestu eða öllu
i sínar hendur og skifti kjötverð-
inu niður með sanngirni. Teljum
við og, að sú aðferð piuni verða
vinsælust. Höfum við fyrir okkur
ekki all-litla reynslu í því, í kaup-
félögunum, sem við hötum veitt
forstöðu, hve réttlátt skipulag í
svona efnum verður í reyndinni
vinsælast.
Tillögur okkar byggjast á þvi,
að sala á kjöti til Noregs fáist
ekki fob. nema á fáum höfnum,
að líkindum ekki nema á 3 höfn-
um: Reykjavik, Seyðisfirði og Ak-
ureyri. Verður þá að flytja þangað
kjöt frá öðrum höfnum, til þess
að fá það kjötmagn sem þar gæti
selst. Þar á móti er okkur ekki
annað kunnugt en kjötið til Breta
seljist fob. á flestum höfnum. Ef
nú stjórnin hefði eigi önnur af-
skifti af málinu en þau, að skifta
hlutfallslega á hverja höfn útflutn-
ingsheimildinni til Noregs, líkt og
gert var næstliðið ár, þá yrði að
flytja þann hluta af kjötinu frá
hverri einustu höfn landsins til
kaupstaðanna þriggja, en þaðan
mætli aftur á móti ekki fiytja til
Noregs nema hluta af því kjöti,
sem fyrir væri. f*etta gerði mjög
kostnaðarsama og ef til vill ókleifa
vafninga. Hitt er aftur á moti í
augum uppi, að ef ein hönd er
yfir öllu kjötinu, má taka til Nor-
egs, alt kjötið á þeim höfnum,
sein það selst á fob. og það kjöt,
sem þangað flyttist ' til viðbótar
yrði fyrst og fremst að laka á
þeim höfnum, sem ekki er hægt
að selja kjötið á til Breta, ef þær
þær skyldu nokkrar vera. Hags-
munajöfnuðinum yrði hægast náð
með verðjöfnuði. En þessu verður
ekki náð, nema stjórnin taki kjöt-
söluna í sínar hendur.
Með því þannig að taka vald á
kjötútflutningnum, getur stjórnin
séð fyrir því, að eftir verði í land-
inu nægar birgðir til innanlands-
neyslu og þá um leið, að gott
skipulag verði á sölu þess kjöts,
svo, að hvorki verði óeðlilegur
milliliðakostnaður eða óþarfur verð-
spenningur. Sumir seljendur mundu
vilja miða verðið við það, sem
hæst seldist til útlanda (Noregs-
söluna). En þetta er raunar ekki
rétt, þegar á því er bygt, að sú
sala verði takmörkuð við að eins
hluta af útflutningskjötinu. Aftur
á móti lita aðrir svo á, og með
nokkrum rétti, að sanngjarnt sé
að iniða við brezka verðið, því ef
kjötið ekki seldist innanlands
væri ekki til annars að hverfa en
brezka verðsins. Þó er varhuga-
vert að fara eftir þessu; því verði
innanlandssalan að öllu leyti frjáls
og án íhíutunar stjórnarinnar, þá
ýrði verðið vafalaust hærra, —
en brezka verðið á hinn bóginn
neyðarverð. Ennfremur er þess að
gæta, að saltkjötsverð stjórnarinn-
ar í innanlandssölu má ekki vera
svo lágt, að það þrýsti verði kjöt-
búðanna í Reykjavík og Akureyri
niður fyrir það meðalverð, sem
um ræðir í 6. lið, því þá mundu
þær verða neyddar til að salta
kjöt sitt niður til útflutnings, og
skórtur verða á nýju kjöti.
í tillögum okkar gerum við ráð
fyrir, að stjórnin sé búin að semja
um sölu á öllu því kjöti, sem hún
hefir fengið heimild til að flytja
til Noregs eða annara Norðurlanda,
áður en hún hefir tekið nokkrar
skuldbindingar frá seljendum um
kjötloforð. En við gerum ekki ráð
fyrir að heimild til að flytja kjöt
til Norðurlanda verði svo ríf, að
hún eigi fáist uppfylt sjálfkrafa
án skuldbindinga fyrirfram. Og
þótt við í 5. lið gerum ráð fyrir
að fleiri en stjórnin kunni að geta
útvegað heimild til að koma kjöti
til Norðurlanda, þá teljum við vist,
að það verði eigi í svo stórum stíl
að það trufli fyrir stjórninni, eða
geri henni örðugt að standa við
sölusamninga sina. Hins vegar
virðist okkur ekki vert, að hindra
alla viðburði einstakra manna i
þessu efni, þó við búumst við litl-
um árangri af þeim tilraunum.
Við gerum að sjálfsögðu ráð
fyrir, að öll sala stjórnarinnar sé
miðuð við fob., en þá þarf í söltf-
skilmálum að ákveða greiðslutíma
kjötverðsins og miða hann ekki
við undirskrift farmskírteinis, og
því síður framvísun þess í banka;
því þegar kaupandi ábyrgist flutn-
ing kjötsins frá sölustað, getur
dregist óhæfilega lengi að kjötflutn-
ingurinn komist á, og kjötið liggur
óborgað á meðan. Alt kjötverð
ætti að vera komið inn fyrir jól.
En að því leyti, sem sumt kynni
að borgast fyr, og sumt síðar, ælti
úthlutun þess til seljenda þó að
fara fram hlutfallslega. Ættu kjöt-
skoðunarvottorð og önnur slík
skilríki að nægja til þess að kjöt-
verðið fengist greitt, enda engum
seljanda greitt kjötverð fyr en þau
skilríki væru komin til stjórnar-
innar.
Nú þarf t. d. S. í. S. allmikinn
hluta af kjötverðinu til greiðslu í
Danmörku og verður dýrara fyrir
Sambandið að fá peningana flutta
frá Reykjavík til Danmerkur, held-
ur en frá Noregi. Þá er og dýrara
fyrir kaupendur í Noregi að greiða
verðið hér en heima hjá sér, eða
jafnvel í Danmörku. Vafalaust er
eins ástatt um fleiri en Sambandið;
er og ennfremur liklegt að íslenzk-
um bönkum komi nú bezt að fá
greiðslu í Danmörku eða Noregi.
Er mikils vert að stjórnin athugi
vel, hvað hagfeldast er í þessu
efni og sparlegast, enda láti selj-
endur hana vita í tæka tíð, hvað
þeim hentar bezt um greiðslustað-
ina.
Landsstjórnin hefir skipað þá
Hallgrím Kristinsson framkræmd-
arstjóra að tillögum samvinnu-
manna og Ólaf Benjamínsson
kaupmann að tillögum kaup-
mannaráðsins til þess að annast
kjötverzlunina samkvæmt tillögum
þessum.
jffrni €ggertsson.
þau eru komin hingað Vestur-
íslenzku blöðin sem segja frá er-
indum hr. Árna Eggertssonar
hingað heim í sumar. Andar hlýju
í garð Árna og honum þökkuð
erindislok. Kemur það einnig
greinilega í Ijós, hversu vel Vestur-
íslendingar treysta honum til að
leysa af hendi vanda þann er ís-
lenzka stjórnin lagði honum á
herðar, þegar honum var falið
fulltrúastarfið fyrir hönd íslands í
Ameríku. Sést þetta bezt á eftir-
farandi ávarpi og því er það tekið
upp hér:
Herra Árni Eggertsson!
Rar sem þú ert nýkominn úr
íslandsför þinni i þarfir Eimskipa-
félag íslands, sem fulltrúi vestur-
íslenzkra hluthafa, og ert nú aftur
að leggja af stað austur til stór-
borga Bandaríkjanna og Kanada
sem verzlunarerindreki stjórnar-
innar á fslandi, finnum vér, sem
hér erum saman komnir, ástæðu
lil að ávarpa þig nokkrum orðum.
Sem fulltrúi vestur-íslenzkra
hluthafa í Eimskipafélagi íslands
hefir þú lagt á þig ferð til íslands
nú á þessum hættutímum og allan
þann kostnað, er stendur í sam-
bandi við hana, öldungis endur-
gjaldslaust, til þess að geta haft
heillavænleg áhrif á það ágæta
þjóðþrifa fyrirlæki, sem enn er
einungis í byrjun, en gefur fyrir-
heit um að verða með tíð og tíma
hin mesta bjargvættur efnalegs og
andlegs sjálfstæðis þjóðar vorrar.
það er sannarlega ágætt for-
dæmi, sem þú hefir gefið með
þessari breytni þinni. Að starfa að
velferð og viðreisn þjóðar sinnar
öldungis sérplægnislaust af brenn-
heitum áhuga um að verða henni
að liði og vera fús til að fórna
fé og fjörvi, þegar á liggur, er
glögt merlci einlægrar þjóðrækni.
Áhrifin vitum vér að öll hafa verið
til þess, að efla heill félagsins og
styðja að samvinnu Auslur- og
Vestur-íslendinga.
Fyrir alt þelta finnum vér á-
stæðu til að tjá þér þakkir vorar
og vér þorum að segja allra þjóð-
rækinna Vestur-íslendinga.
í sambandi við ætlunarverkið,
sem þér hefir verið falið af stjórn
íslands, viljum vér lýsa fögnuði,
vorum yfir, að það hefir verið þér
í hendur fengið, nú á þessum
hættutímum. Vér treystum því, að
þú látir ekkert ógert, sem í þínu
valdi stendur, til þess að vinna
ættjörð vorri eins mikið gagn og
unl er. Óskura vér þess af heilum
hug, að til þess berir þú gæfu.
Á þingi þjóðar vorrar er nú tal-
að um að afla íslandi fullveldis í
meðferð allra sinna mála, og nefnd
hefir verið kosin til að íhuga, með
hverjum liætti þetta skuli gert.
Eins er nú orðið brennheitt á-
hugamál, að ísland fái sinn eigin
siglingafána, skipum sínum til ein-
kennis á höfnum og höfum.
Aldrei hefir annað eins tækifæri
verið til að koma sjálfstæðis-kröf-
um íslands á framfæri við stór-
þjóðir heimsins eins og nú, og fá
þær til að gefa þeim gaum. Sá,
sem það gæti látið sér hepnast,
vinnur nú þjóð vorri þá heill til
handa, er hún öll þráir.
Lát þú í þvi sambandi hugsun
þína vera: Alt fyrir ísland! Og
vertu þess fullvís, að samúð vor
og eldhugur fylgir þér og styður í
orði og verki.
F. J. Bergmann. H. A. Bergmann.
B. L. Baldwinson. M. Paulson.
J. J. Bildjell. A. P. Jóhannsson.
Rögnv. Péturson. Björn B. Jónsson..
L. J. Hallgrímsson.
T. E. Thorsteinsson.
Th. Borgfjörð. H. Halldórsson.
John J. Vopni. J. Jóhannesson.
J. Stefánsson. Ólajur S. Thorgeirsson..
Ijættatcgt forðæmi.
Á Akranesi er einhver blómleg-
asta kartöflurækt á íslandi, enda
eru skilyrði þar hin ákjósaniegustu
til þess. Akurnesingar eru og að
maklegleikum hreyknir af þessum
öðrum aðalatvinnuvegi sinum, og
segja að kartöfluakrarnir þeirra
séu bezti og arðsamasti bletturinn
á íslandi. Aðalmarkaðurinn fyrir
kartöílurnar er í Reykjavík og hafa
báðir aðiljar, seljendur og kaup-
endur, hingað til unað allvel við
skiftin. Kartöílurnar hafa hingað
til gengið beint frá framleiðanda
til neytanda. Verðið hefir verið
sanngjarnt, hátt verð að visu, en
ekki of hátt, því að yaran var