Tíminn - 06.10.1917, Page 4
120
T I M I N N
Innheimta Tímans.
Til hægðarauka fyrir kaupendur hefir verið samið
svo um að andvirði Tímans veiti viðtöku og kvitti fyrir
þeir einstakir menn og kaupfélög sem hér eru talin:
Kaupfélag Borgarfjarðar, Borgarnesi.
Kaupfélag Dalamanna, Búðardal.
Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi.
Jón Sigurðsson Reynistað, Skagafirði.
Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri.
Ingólfur Bjarnarson Fjósatungu, Fnjóskadal.
Kaupfélag Pingeyinga, Húsavík.
Björn Kristjánsson Víkingavatni.
Kaupfélag Héraðsbúa, Egilstöðum.
Pétur Jóhannsson bóksali, Seyðisfirði.
Kaupfélag Vestur-Skaftfelhnga, Vík.
Jíaupfélagið Ingólfur, Stokkseyri.
Kaupfélagið Hekla, Eyrarbakka.
Allir þeir, er eigi greiða andvirði blaðsins til þeirra
sem hér eru taldir, eru beðnir að senda það beint til
afgreiðslunnar. Ákveðið er að andvirðið verði eigi
hækkað næsta ár, og er Tíminn því langódýrasta blaðið
á landinu.
Gjalddaginn var 1. október'.
svona bráðlátt á, að fjölga mönn-
nm í bankastjórninnit« Landið
14. sept. 1917.) Um tilkynningar
um breytingar á umndirskriftum
bankans til erlendra viðskiftamanna
og banka, er það að segja, að all-
ur galdurinn við þær mun vera
sá, að setja eitt bréf í póstinn með
sýnishorni af hinni nýju undir-
skrift. Fað er alt og sumt. Þetta
undirskrifaskjal B. Kr. er. eins og
annað í ræðu hans öfugt við sann-
ieikann, nema þegar hann sjálfur
situr á þingi, og ef vþingið á að
bera ábyrgð á að störf bankans
geti gengið óhindruð« eins og B.
Kr. segir, að því er undirskriftir
snertir, þá hefði það fyrir löngu
átt að láta hann hætta við þing-
mensku, og segja honum að hugsa
um sitt starf, og ekkert annað.
Minna má og B. Kr. á það, að á
Alþingi 1909, var hann samþykkur
þvi, að bankasljórnin vœri skipuð
þremur mönnum.
Gæslustjórarnir.
B. Kr. er illa við »selta« banka-
stjóra. Þeir verka á hann eins og
rauð dula á vissa skepnu. Feir eru
segir hann »ókunnugir menn sem
ekkert þekkja til starfanna, en
komast í hvert sinn inn í »heimu-
legheit« bankans, hag almennings
o. fl.«
Fað er mikið hæft í þessu, af
því að sá óvani befir átt sér stað
alt fram að þessu, að hvenær sem
þurft hefir að »setja« bankastjóra,
þá hefir verið farið eitthvað út í
bæ eftir þeim, í stað þess að setja
einhvern af eldri starfsmönnum
bankans, sem þekkja »heimuleg-
heit« bankans, »hag almennings«
og öll viðskifti hans utan lands
og innan.
í raun og veru er það bein
móðgun í þessum tilfellum, að
ganga fram hjá eldri starfsmönn-
um bankans nema ef þörf er að
fá mann með sérþekkingu inn í
bankastjórnina, sem eigi er til í
bankanum.
En það sem B. Kr. segir um
þessa »settu« bankastjóra, samrým-
ist ekki sem bezt hamagangi hans
að halda í gæslustjórana. Fá vill
B. Kr. ómögulega missa. Fó veit
hann það eins og 2 og 2 eru 4,
að þeir eru kosnir aðeins til fjögra
ára, af pólitísku flokkunum, og að
það eru miklu meiri likur til að
sömu mennirnir sitji eigi lengur en
þessi fjögur ár, heldur en að þeir
séu endurkosnir.
Þeir komast því eigi siður
en »settu« bankastjórarnir inn í
»heimulegheit bankans« »hag al-
mennings o. fl. bankanum viðvíkj-
andi, auk þess koma þeir ókunn-
ugir að störfunum, og hljóta þvi
frá sjónarmiði B. Kr. að vera jafn
hwttulegir menn og seltu banka-
stjórarnir, svo framarlega sem hann
vill vera samkvœmur sjálfum sér.
En samkvæmnin gerir nú kann-
ske ekki mikið til, frekar í þessu
atriði em öðrum hjá B. Kr.
Gæslnstjóravalið ekki tekist ilia.
B. Kr. segir »að það sé nokkuð
undir tilviljun komið og flokksfylgi
hverjir verði gæslustjórar«.
Fetta er bein játning þess, að
gæslustjórastaðan sé ekki annað eh
pólitiskt bitbein, eins og lika allir
vita að hún er, og því er það dá-
lítið skringilegt, að sjá sama mann-
inn sem játar þetta og vill halda
dauðahaldi í gæzlustjórana, vera
stundum að ræða og rita um það,
að losa bankann sem mest undan
pólitiskum áhrifum og byltingum.
Og ofan á þessa samkvæmni
bætir hann svo gráu ofan á svart
með því að segja, að hann fái
»ekki séð, að valið (á gæslustjór-
unum) hafi hingað til tekist illav.
En sú hræsni.
Fetta segir hann nú af því hann
einhverra hluta vegna þarf að
halda í gæslustjórana.
Skyldi hann hafa sagt það
sama í nóvembermánuði 1909, þeg-
ar hann var að styðja að því (og
það vita allir að hann gerði) að
gæslustjórarnir væru reknir frá
bankanum umsvifalaust fyrir »frá-
munalega lélegt eftirlit með hon-
um ?«
Annan þeirra gæslustjóra heflr
hann fengið inn í bankann aftur,
og hafi hann verið svo óhæfur
1909 að nauðsyn hafi borið til að
að reka hann þá, þá má fullyrða
að valið á honum hafi ekki verið
betra síðan, því varla hafa gæslu-
stjórahæfileikar hans vaxið stórum
með ellinni.
Menn muna iíka sjálfsagt hvað
B. Kr. fanst gæslustjórinn sem efri
deild kaus 1911, vera vel valinn,
eða hitt þó heldur, og það mætti
sjálfsagt telja fleiri dæmi ef þörf
gerðist.
Það er furðu óskammfeilið að
þora að hræsna svona í þingsaln-
um, þegar menn vita um alt sem
á undan er gengið.
B. Kr. treystir sýnilega á gleymsku
mannanna, enda mundi hann ekki
leggja eins oft út í að »fræða«
fólk eins og hann gerir, ef hann
héldi ekki að menn væri búnir
að gleyma því sem hann hefir
áður sagt, og oft er þveröfugt við
það sem hann heldur fram í þetta
skiftið. Tilvitnun B. Kr. i feldu
dagskrána, sem getið var um áð-
ur í þessari grein, sýnir ljóst hvað
B. Kr. treystir á gleymskuna, hún
er lífakkerið í öllum hans fræðslu-
málum. (Niðuri.)
Valur.
Fré ttir.
Tíðin. Með byrjun októbermán-
aðar gerði kuldatíð um land alt,
með snörpum norðangarði. Hefir
frost haldist síðan um Suðurland
og má gera ráð fyrir að sumstað-
ar skemmist uppskera í görðum.
Á Norðurlandi fylgdi veðrinu stór-
hríð og varð víða tjón af. Á Eyja-
firði rak víða báta á land og hlut-
ust af skemdir, en aðrir týndust
með öllu. Ekki hefir það þó frézt
að mannslcaðar hafi orðið nyrðra.
Skólarnir. Háskólinn verður
settur 8. okt. Kensla verður þar
að mestu eins og að undanförnu.
Af stúdentum þessa árs fóru fáir
utan og einungis þeir er leggja
ælla stund á verkfræði. Hinir sem
síðar ætla að stunda nám við
Kaupmannahafnarháskóla geta nú
lokið lieimspekisprófi við háskól-
ann hér, og missa ekki við það
styrk né réttindi. Er háskóli vor
þar með viðurkendur af Dönum
jafnrétthár þeirra eigin. — Pró-
fessor Björn M. Olsen kennir ekki
fyrra kenslumisserið vegna las-
leika. Jón Aðils dócent hefir fengið
styrk hjá Alþingi til þess að fara
utan og rannsaka skjöl viðvíkjandi
verzlunarsögu íslands, og gerir ráð
fyrir að fara utan þeirra erinda
með næstu ferð Islands Falk. —
í mentaskólanum byrjaði kenslan
l. þ. m. í 4. og 6. bekk. í 1.—3.
bekk byrjar hún nú um miðjan
mánuðinn, en í 5. bekk ekki fyr
en síðari hluta vetrar. — Kennara-
skólinn starfar ekki í vetur. Skóla-
stjóri síra Magnús Helgason mun
dvelja í Birtingaholti í vetur — í
vélstjóraskólanum verður einungis
kent í eldri deildinni. — Aðrir
skólar í Reykjavík munu starfa að
mestu leyti eins og áður. Og lítt
verða menn þess varir að færra
námsfólk sæki nú til Reykjavíkur
en áður.
Gagnfrœðaskólinn í Flensborg
starfar eins og venjulega. — Gagn-
frœðaskólinn á Akureyri tekur aftur
á móti ekki til starfa fyr en um
miðjan vetur. — Bœndaskólinn á
Hvanneyri tekur lil starfa á venju-
legum tíma, 15. okt. — Bœnda-
skólinn á Hólum tekur ekki til
starfa fyr en um miðjan vetur. —
Unglingaskólar út um landið munu
flestir starfa, að einhverju leyti a.
m. k. og sumir alveg eins og
venjulega.
Ekki verður komið auga á það,
að neinni fastri reglu sé fylgt um
skólahaldið.
Dýrtíðarnefnd hefir landsstjórnin
nú skipað og á hún að vera
stjórninni til aðstoðar um að flnna
leiðir til að framkvæma lög sið-
asta alþingis um almenna dýrtíð-
arhjálp, en lögin hafa nú lilotið
staðfesting konungs símleiðis. —
Nefndina skipa þessir menn: Hall-
dór Daníelsson yfirdómari, for-
maður, Hannes Hafliðason for-
maður Fiskifélagsins, Eggert Briem
frá Viðey formaður Búnaðarfé-
lagsins, Geir Zoéga landsverkfræð-
ingur og Jörundur Brjmjólfsson
alþingismaður.
Danskar? Kartöflu-gróssérarnir
kváðu ætla að bjargast á því, að
hinar dýru kartöflur sem þeir nru
að selja séu ekkl íslenzkar, heldur
danskarl Getur vel verið að þær
séu það — svona fram i ættir.
Verðlagsnefiidin. Tveir af fimra
hafa sagt sig úr verðlagsnefndinni,
þeir Árni Eiríksson kaupmaður og
Þorsteinn Þorsteinsson hagstofu-
stjóri. Hefir stjórnarráðið skipað í
þeirra stað Vigfús Guðtnundsson
frá Engey og Benedikt Sveinsson
alþingismann.
Endnrgreiðslan á þúsund krón-
unum sem lagðar höfðu verið til
sítnalína í Vopnafirði og um var
getið í einni landsreikningagrein-
inni á dögunum studdist við það,
að flutningar á aðallínunni átti sér
stað á þessum slóðum og mun því
hafa ált við fulla heipiild að
styðjast.
Ritstjóri:
_______Gnðbrnndnr Magnnsson.________
Prentsmiðjan Gutenberg.