Tíminn - 01.12.1917, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.12.1917, Blaðsíða 1
TÍMINN kemur út einu sinni i viku og kostar 4 kr. frá upphafi til áramóta. w AFGREIÐSLA Bókbandiö á Laugav. 18 (Björn Björnsson). Par tekiö móti áskrifendum. hte I. Reykjavík, 1. desember 1917. Lagasetning og lagaframkvæmd. ^hyggjuefni. Einn mannsaldur er liðinn síðan við íslendingar fengum aftur, að miklu leyti, að setja sjálfum okkur lög. Fyrir rúmum 13 árum fórum við að fá öll þau lög staðfest sem við vildum setja okkur um lands- stjórnina iun á við. Frá þeim tíma getum við talað um fullkomna sjálfsstjórn okkar í innanlandsmál- um. Það er mjög mörgum góðum mönnurn hið mesta áhyggjuefni hvernig við höfum stjórnað sjálf- um oss inn á við síðan. Ber margt til þess. Prófessor Lárus H. Bjarnason hefir ritað einkar þarfa grein í And- vara 1915 og bendir þar á það hversu glundroðinn og samræmis- leysið er mikið í íslenzkri löggjöf. Drepur hann stuttlega á þær illu afleiðingar sem beinlinis og óbein- línsis leiða af slíkri lagasetning. Eru þau orð geymd en ekki gleymd, þótt enginn árangur þeirra hafi sést enn í verki. Út í þá grein verður hér ekki farið, en aðeins skal undirstrikað- ur sá sannleikur sem hún flytur, að við íslendingar höfum ekki enn haft framkvæmd í okkur til þess að setja okkur skipuleg og sam- slæðileg lög og eigutn enn við að búa alt það tjón sem af því hlýst. Á liitt verður hér lögð aðalá- herslan, meðfram vegna þess að því hefir síður verið á lofti haldið, að okkur brestur a. m. k. jafn- mikið í því efni að framkvætna þau lög sem við höfutn sett okkur. Þingið er hroðvirkt um lagasetn- inguna og sama hroðvirknin og skeytingarleysið er um það að framfylgja lögunum, eða jafnvel enn þá verra. Þeirn orðum verður hér fundinn staður með nokkrum dæmum. Liggur þá hendi næst að bera niður í Revkjavík. Mikill fjöldi af reglugerðum gildir í bænum og er það skemst frá að segja um þær flestar, að þær eru opinberlega brotnar og engum detlur í hug að framfylgja þeim í öllum greinum. Byggingarsamþykt gildir f. d. fyrir bæinn. Á síðustu árum eru þó bygð liús sem alls ekki fullnægja kröfum hennar, en það kemur að engri sök fyrir þá sem brjóta hana. Bæjarstjórn samþykkir margar framkvæmdir og felur ýtnsum starfsmönnum bæjarins. Mörg þau verk hafa aldrei orðið frainkvæmd, engum virðist detta í huj» að þetta eigi ekki að vera svona. Heilbrigðissamþykt gildir í bæn- utn. Það er á allra vitorði að sum bein ákvæði hennar eru opinberlega biotin af þorra bæjarbúa. Þetta dettur engum í hug að laga. Svona er um mjög margt innan bæjar og einstök áberandi dæmi eru á reiðum höndum hvenær sem vill, þótt ekki verði nefnd nú. Þetta sama lag um óhlýðni við samþyktir og framkvæmdaleysi samþykta innanbæja og innan- sveita, mun vera ríkjandi um alt ísland mei- og minna og má heita þjóðareinkenni. Algerlega hið sama verður uppi á teningnum um lög þau er sett eru beint af alþingi og sem þar- afleiðandi virlust eiga meiri kröfu um að tekið sé tillit til um fram- kvæmd og hlýðni. Lagaverðir og þeir sem hlýða eiga eru samtaka um vanræksluna og eiga baðir fulla sök og svæfa hvorir aðra. Stórfengilegust eru dæmin, þar sem nálega allir eru sekir, sem á annað borð fá nokkurt tækifæri til þess að brjóta. Stærstu dæmin um það eru lantjhelgis og fuglafriðun. Það er á vitorði allrar þjóðarinnar. Þá mætti telja mýmörg dæmi önnur. Sóttvarnarlögin mæia t. d. svo fyrir að enginn maður megi fara um borð í skip sem að landi kemur, fyr en lögreglustjóri hefir rannsakað eða látið rannsaka hvort sóttnæm veiki er á skipinu. Þetta er alveg dauður bókstafur, þótt svo þýðingarmikill sé. Það er ekki einu sinni séð fyrir því að lögregl- an eigi bát hér í sjálfri Reykjavík, til þess að komast út í skipin. Og undantekningar munu ekki ýkja margar frá því að aðrir fari fyr út í skipin en lögreglan, þeir er sízt eiga þangað lögleg erindi. Og frægt dæmi er um það, áð lögreglunni var beinlítiis meinað að komast út í skip. Þá eru bannlagabrotin eitt dæm- ið af mörgum um hirðuleysi laga- varða, skeytingarleysi fjöldans og óskammfeilni lögbrjóta. Fer sá Ijóður nú aflur í vöxt í Reykjavík, sem mjög þvarr um tíma fyrir að- linslum löghlýðinna rnanna og dugnaði bæjarfógeta. Eftirlitið með skipunum er mjög i rénun nú um tima og allri Reykjavík er kunn- ugt opinbert hneiksli í þeim efn- um nú alveg nýlega, sem vikið er að á öðrurn stað í blaðinu. Ofan á alt þetta bætist alment virðingarleysið fyrir lögreglunni og er þjóðkunna ástandið í Reykjavík í þeitn efnum. Mönnum líðst það að vaða upp á og fyrirlíta lögreglu- þjónana og gera þá hlægilega, og er það dæmi ekki nema eilt í sinni röð, því að virðingarleysi fyrir opinberum starfsmönnum og störf- um þeirra er mjög alment og virð- ist fremur hafa þróast en þorrið síðustu árin. Það er fullkomlega réttmætt að segja, að vilji einhver maður brjóta lög og reglur og geri það með fullri festu, þá eru mjög miklar líkur til þess að honum líðist það, í mörgurn greinum, ef ekki alveg átölulaust, þá þó svo að hann getur látið hjá líða að taka nokk- uð tillit til þótt að sé fundið, með því t. d. að lofa öllu fögru og svíkja svo alt. Og þeir menn hafa mikið til síns máls sem segja, sumpart í gamni, sumpart í mikilli alvöru, að ef nokkrir harðvítugir rnenn tækju sig saman, sem ekki lélu sér alt fyrir brjósti brenna, -þá myndu þeir geta staðið uppi í hári lög- reglunnar eins og þeim sýndist og gert mikið til það sem þá langaði til. Enda ætlu þeir ekki hundrað í hætlunni þótt þeir yrðu dæmdir i sektir, því að á íslandi er það mjög títt að aæma menn í sektir, en láta svo ógert að krefja menn um sektirnar. Alvöruspurningar. Þetta ástand, sem nú hefir verið sýnt með fáum dæmum af mörg- um, er ekki ófyrirsynju mikið á- hyggjuefni góðum mönnum. Menn hljóla að spyrja sjálfa sig mjög alvarlega hvort af þessu sé ekki beinast að draga þá ályktun, að við íslendingar séum ekki færir um að stjórna okkur sjálfit ? Hvort nokkuð þýði að semja lög, sem svo verði ekki framkvæmd? Hvort nokkuð þýði að hafa yfirvöld, há og lág, sem ekki fylgi lögunum? Hvernig fara muni um þá þjóð, sem ekki ber virðing fyrir yfirvöld- um, sem ekki hefir tilfinning fyrir nauðsyn löghlýðni, sem hvorki kann né virðist vilja hlýða? Rætur meinsins. Það er ekki tilgangurinn með þessufln hugleiðingum að lesa reiði- lestur yfir sjálfum sér út í loftið, án þess að reyna að skilja hvern- ig á meinunum stendur, og án þess að reyna að benda á veg úl úr vandræðunum. Hér verður nú fyrst reynt að benda á eina höfuðorsökina til þessa ólags á innanlandsstjórninni í lagasetning og lagaframkvæmd og hlýðni. Vonin utn að líér sé ekki um ólæknandi mein að ræða heldur aðeins um farandsólt, vaknar er menp minnast þess sem fyrst var á drepið í þessari grein, sem sé það, að það er ekki nema tiltölu- lega stuttur timi síðan við íslend- itvgar fórum að stjórna okkur sjálfir og það er algengt fyritbri^ði, að ábyrgðar- og skyldutilfinningin 38. blað. vaknar ekki jafnsnemma og valdið er gefið. Það vekur vonina um það að ekki sé fengin full reynsla um hæfileika okkar til þess að setja okkur sjálfir lög og framkvæma þau og hlýða. En svo kemur annað atriði rnjög til greina. Síðan innlend stjórn kom í land- ið, hefir hún löngum setið völt í sessi og þess vegna lítil festa orðið í stjórninni. En einkanlega er þess að gæta að aðalmál stjórnanna langflestra, þau sem þær stóðu og féllu með, hafa ekki verið innan- landsmálin eða stjórnin inn á við, heldur sambandið við Dani. Um stefnur í innanlandsmálum hefir aldrei verið kosið. Engin stjórn hefir verið studd einkanlega vegna þeirra mála. Engin sljórn hefir verið feld einkanlega vegna þeirra mála. Enginn flokkur hefir haldið saman einkanlega vegna þeirra mála. Þetta hefir haft það í för með sér að fyrst og fremst hafa stjórn- irnar orðið að snúa huganum að málunum út á við, því að þau hafa verið aðalmálin. Þau mál hafa tekið mestan tímann, alveg eðlilega, eins og í pottinn var bú- ið, og afleiðingin orðið sú, að hvorki nægilegur tími né nægileg festa hefir orðið á um innanlands- stjórnina hjá stjórninni. Og í annan stað hafa flokkarnir alls ekki staðið saman um innan- landsmálin, því að þau réðu ekki flokkaskiftingunni, og stjórn sem átti einhuga stuðning um málin út á við hjá flokk sínum, rak sig á óteljandi ólíkar skoðanir og ekkert samræmi hjá flokksbræðrunum um stjórnina inn á við. Hvað er eðlilegra en að svo sé komið, sem komið er, þar eð svo er í pottinn búið? Þar sem inn- anlandsstjórnin hefir í rauninni verið í hjáverkum hjá þingi og stjórn. Þar sem ol't hefir ekkert sámræmi verið milli skoðananna innan flokkanna um innanlands- tnálin og engin sameiginleg bönd bundið stjórn og flokk í þeim efnum. Hvað er( eðlilegra en að stefnu- leysi um lagasetning innanlands hafi verið ríkjandi? Hvað er eðli- legra en að saina stefnulej'sið og fesluleysið hafi verið um fram- kvæmd þeirra laga og reglugerða setn voru flausturs verk? Hvað er eðlilegra en að linlega sé fylgt á eítir, þegar linlega er til stofnað? Hvað er eðlilegra en að lagaverðir ug alþjóð taki sama kvillann og þjóð og þing? Sú reynsla sem komin er um islenska ^lagasetning og lagafram- kvæmd innanlands, er ekki full- nægjand-i reynsla. Þólt lagasetning-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.