Tíminn - 01.12.1917, Blaðsíða 4
156
TIM INN
Sami dýrðarsöngurinn er sung-
inn yfir hr. Sveini Björnssyni.
Aftur á móti er mikilli undrun
lýst yfir þeirri ráðstöfun sem Jón
Magnússon forsætisráðherra var
frumkvöðull að, að skipa hr. Héð-
inn Valdimarsson fyrir landsverzl-
unina.
Þessir fyrirburðir i Lögréttu sið-
ustu eru þó ekki annað en smá-
smíði hjá öðrum fyrirburðum í
höfuðborginni.
Um þá fyrirburði sem nú verður
frá sagt, verða menn þess vandlega
að minnast, að hinir undarlegustu
hlutir koma oft fyrir og hið ótrú-
legasta reynist oft hin sanna.
Það er fullyrt að nýtt þrívelda-
samband sé þegar stofnað í Reykja-
vik. Aðrir segja að það sé í burð-
arliðnum.
Stórveldin þrjú sem sarnan leggja
bökin eru sögð vera: heimastjórn-
armenn í Reykjavík, (þrir er hlíta
forystu J. Þ.) Iangsumliðið og B.
Kr. og Co.
Síðasta fyrirburðasagan, sem
fæstir leggja trúnað á, er sú að
þríveldasambandið telji sig ráða
yfir 21 eða 22 sætum á alþingi þ.
e. meiri hluta atkvæða.
Af fyrirburðum draga horskir
höldar ályktanir um framtiðina.
Þessar ályktanir Iiggur beinast
við að draga af ofangreindum
fyrirburðum.
Tillaga B. Kr. í »Landinu«, eigi
alls fyrir löngu, um að allir hinir
ærlegu gangi saman í flokk og
baldi óþokkunum niðri, virðist
vera að klæðast holdi, við stofnun
þríveldasambandsins.
í tilefni af þeim merka viðburði
fer fram voldug syndakvittun meðal
þátttakenda sambandsins innbyrðis.
Fer hún fram með þeim hætti að
allar skærur og ávirðingar á báða
bóga eru gerðar jafnar og látnar
ganga upp. B. Kr. og J. f*. fallast
í faðina yfir járnbrautarteina. Sama
gerir ísafold og B. Kr. Satna gera
Sv. B. og J. Þ.
Hreinsaðir af öllum fyrri synd-
um, fyrir allsherjar syndakvittun,
bjóðast þátttakendur til þess, að
takast á hendur stjórnartaumana
á íslandi, enda standa þeir allir
undir sama bagganum, hver þriggja
tekur einn ráðherrastólinn.
Þetta sæmdarboð gerir þrívelda-
sambandið þjóðinni af einskærri
ættjaiðarást og áhuga fyrir heill
heildarinnar, en ekki á neinn hátt
af valdagirni eða öðrurn líkum
hvötum.
Það sem einkanlega hefir rekið
þátltakendur til þess að stofna
þríveldasambandið og bjóða J)jóð-
inni þetta sæmdarboð, er það, að
allir eru þeir samhuga uin að
mikil hætta vofi yfir þjóðinni, enda
vilja þeir afstýra henni með öllu
móli.
Hættan kemur fram í mörgum
myndum og eru þessar helstar:
Sú stefna tekur mjög að magn-
ast og fær einkum fylgi yngri
manna, sem samvinnuslefná er
nefnd. Stendur þjóðinni af henni
mikil hætta í augum vina kaup-
manna, sem hafa verið bjargvættir
þjóðarinnar á fyrri öldum, enn
einkum síðan striðið hófst. Verður
að stemma stigu fyrir slíku.
í annan stað hefir núverandi
stjórn fastráðið að gera gagngerðar
breytingar á landsverzluninni og
eru þær og hættulegar keppinautum
hennar kaupmönnum og er því
mikil nauðsyn að hafa þar hönd
með í bagga, um það hverjir þar
taka við stjórn.
Það er ei síður kunnugt að út-
lendir auðkífingar sýna nú þá
risnu að vilja leggja fram of fjár
til þess að taka í þjónustu sína
auðsuppsprettur landsins. En lil
eru á liinn bóginn þeir íslendingar
sem setja vilja þeim einhver skil-
yrði og er það mjög í háska telft.
Loks eru engir íslendingar jafn-
færir til þess að takast á hendur
landsstjórnina, fyrir mannkosta sak-
ir og óeigingirni og forystumenn
þríveldasambandsins.
Margar og fleiri sameiginlegar
hvatir binda saman forkólfa þri-
veldasambandsins — en hvort
nokkurn tíma kemst lengra en í
burðarliðinn verður ósagt látið. —
— Þegar neyðin er stærst þá er
hjálpin næst. — —
Saltvei*ðið.
Ein ósannindin af ótalmörgum
sem langsumblaðið Visir spjmnur
langa grein út af er verðið á salti
landsverzlunarinnar. Blaðið segir
smálestina kosta 280 kr. Lands-
verzlunin hafi fengið-4 þús. smál.
af salti frá Frökkum fyrir 195 kr.
Hreinn ágóði verzlunarinnar af
saltinu verði 60 kr. af hverri smá-
lest. Sljórnin beiti hlutdrægni í
saltsölunni, því fullyrt sé að bænd-
ur hafi fengið saltið fyrir 260 kr.
smál. og sumir nefni enn lægra
verð, — »Kol og Salt« ætli að selja
salt sem það á von á fyrir 260 kr.
smál. í hæsta lagi, en stjórnin hafi
ftindið ráð ti! þess að menn geti
ekki notað sér af því með því að
gera mönnum að skyldu að byrgja
sig upp fyrir alla vertíðina.
Svona segist blaðinu frá.
Sannleikurinn er nú sá að lands-
verzlunin hefir enn eigi getað á-
kveðið saltverðið. Hilt mun hafa
verið gizkað á, að eigi mundi hægl
að selja það undir 280 kr. smál.
þegar jafnaðarverð er fundið á
frakkneska saltinu og tveim salt-
förmum sem verzlunin hefir þegar
fengið og hinum þriðja sem nú er
á leiðinni. Hreina ágóðann er blað-
inu því alveg óhætt að stryka út.
Hlutdrægnin í vil bændum er
uppspuni frá rótum og óskiljan-
legur ef ekki er smeygt þarna inn
í þeiin einum tilgangi að halda í
liorfi um álygar er æsi sem flesta
gegn bændasléttinni og lýsir slík
blaðamenska bezt ábyrgðartilfinn-
ingu þeirra sem valdir eru að.
Mundu fáir aðrir en Vísir láta sér
sæma að átelja það, þótt bændur
séu látnir sæta sömu kaupum á
salti og útgerðarmenn.
Þá er það enn fremur ósannindi
að landsverzlunin geri það að skil-
yrði fyrir saltsölu að menn »birgi
sig upp« fyrir alla vertíðina. Hins
vegar mun landsverzluninni þægð
í því að menn kaupi þegar sem
mest af salti sakir húsnæðis-
skorts og til þess líka að losna
við rj'rnunina að sem mestu leyti.
Ekki hefir blaðinu þótt ugglaust
að sanna sallokrið með því að
vitna í franska saltið eitt saman
og kemur því með þá sögu, að
»Kol og Salt« ætli að selja sitt salt
á 260 kr. Getur vel verið að félag-
ið œtli að gera þelta. En hve nær
kemur það salt? Og er vissa fyrir
því að verðið verði eigi hærra ?
Annars er Vísi sizt of gott að bera
lof á þetta félag. En ekki mun al-
menningur hafa gleymt kola-
frammistöðu þess í fyrra, og gæti
þá svo farið, að menn vildu sem
minst eiga undir þessu ódýra salti,
a. m. k. meðan tryggingin er ekki
önnur en sú, »að þetta hafi staðið
í Vísi«.
éggerts-minning.
Skáldkonungarnir íslenzku á 18.
og 19. öld voru báðir náltúrufræð-
ingar, en hvorugur er fyrir þá sök
frægastur. Eggert Ólafsson lagði enn
meiri vinnu í þá hluti en Jónas,
enda liggur miklu meira eftir hann,
en þó er Eggert fyrst og fremst
elskaður og ógleymanlegur vegna
ættjaröarástar og pjöörækni. Munu
flestum fyrst koma í hug, er Egg-
erts er getið, hin fögru orð Jón-
asarí
Það var hann Eggert Ólafsson
allir lofa þann snildar mann,
ísland hefir ei eignast son
öflugri stoð né betri en hann.
o. s. frv.
Þólt þessu sé þannig varið verð-
ur það engum annað en gleðiefni
að náttúrufræðingarnir íslenzku
eigna sér Eggert öðrum fremur,
og vilja njóta góðs af ást þjóðar-
innar á honum, til þess að vinna
fylgi og fé til framhalds náttúru-
fræðisstarfi hans, einkanlega er
þeir ætla um leið að halda veglega
á lofti minning Eggerts.
Hinn 1. des. 1926 eru 200 ár
liðin frá fæðing Eggerts Ólafsson.
Hin íslenzka nátiúrufræðisfélag
hefir hafist handa um að stofna
þá sjóð er hafi það markmið að
efla íslenzka náttúrufræði og styðja
vísindalegar rannsóknir liér á landi
í þeirn greinum, og beri sjóðurinn
nafn Eggerts. Með forsjá er verkið
hafið og nægum undirbúningi, og
ætlast .til þess að árlega á afmælis-
daginn, 1. des., minnist menn sjóðs-
ins og gefi lil hans. Öll blöðin munn
telja sér skylt að veita gjöfum við-
töku, enda mun sainskotanefndin og
hafa fengið menn um Iand alt til
þess að halda málinu vakandi og
veita gjöfum viðtöku.
Tíminn vill mjög hvelja lesendur
sína til þess að styðja þetta mál í
orði og verki. Tími er að vísu
nógur til stefnu, en Eggerts-sjóður-
inn má ekki verða ómynd, heldur
þeirri þjóð til sóma sem svo vel
hefir skipast við fortölur og hvatn-
ingar hinna beztu manna og minn-
ingu hans til sóma sem teljast má
faðir þeirrar endurreisnar..
JPréttir.
Tíðin hefir verið afleit vikuna
sem leið slórviðri og úrkoma, snjór
eða regn til skiftis. ísing gerði svo
mikla eina nóltina að 28 síma-
staurar brotnuðu milli Reykjavikur
og Hafnarfjarðar og sambandslaust
varð um tíma bæði norður og
austur vegna símslita. Síðustu dag-
ana hafa verið grimdarfrost og
kólga mikil í lofti.
Siglingarnar. Gullfo ss, Wille-
moes og Island eru öll lögð heim
á leið frá Halifax með fullfermi,
en verið að ferma Lagarfoss.
Von á Bisp með saltfarm frá Eng-
landi en óvíst hvenær Borg kem-
ur. Mun hún þurfa allmikillar við-
gerðar við. Fredericia nýkomin
með olíufarm til Steinoliufélagsins.
Frances Hyde fór í fyrradag til
ísafjarðar á leið til Ameríku. Von
á Fálkanum frá Danmörku með
forsælisráðherra þá og þegar.
50 ára afmæli. Hinn 24. nóv.
1867 var stofnaður í Reykjavík:
»Styrktar- og sjúkrasjóður verzl-
unarmanna í Reykjavík«. Til minn-
ingar um 50 ára afmæli sjóðsins
hefir verið gefið út minningarrit
um störf hans.
Sjóðurinn er merkur, um þann
hlut einkanlega, að hann er elstur
slíkra sjóða á íslandi. Er hann nú
orðinn allmyndarlegur, var við síð-
ustu áramót kr. 48498,12, en má
búast við að verði um 60 þús. undir
árslokin, því að nú gefast honum
miklar gjafir. Hefir hann mest lif-
að af tillögum félagsmanna, en
fengið lika gjafir og arf frá félög-
um er niður lögðust í bænum.
Alls hefir verið veittur styrkur úr
sjóðnum að upphæð kr. 80613,00.
Minningarritið er vandað að frá-
gangi, og er i því ýmiskonar fróð-
leikur um verzlunarsögu Reykja-
vikur og stofnendur sjóðsins. Er
það samið af Ólafi Bjórnssyni rit-
stjóra ísafoldar.
Hinn 24. nóv. áttu félagar sjóðs-
ins með sjer fund og gleðskap
vegna minningarinnar, og var sú
samkoma ekki til sóina að öllu
leyti í bannlandi.
Leikfélagið mun ætla sér að
sýna »Konungsglímuna« eftir Guð-
niund Kamban næst eftir Tengda-
pabba og verður það þá jólaleik-
ritið.
Ritstjóri:
Trygg'vi I’órlnillsson
Laufási. Sími 91.
Prentsmiðjan Gutenberg.