Tíminn - 15.12.1917, Blaðsíða 3
TIMINN
163
Hafnarstjori ReyKiaYíturtiatnar
verður skipaður frá 1. febrúar 1918 að telja.
Umsóknir með tilteknum launakröfum sendist borgar-
stjóra fyrir 10. janúar 1918.
Erindisbréf fyrir hafnarstjórann fæst á skrifstofu borg-
arstjóra.
Borgarsljórinu í Reykjavík 14. desember 1917.
K. Zimsen.
halda svona áfram að ana út í
opinn dauðann. Leiða þarf athygli
VSfkalýðsins og knýja hann til að
afla þess sem lífvænlegast er og
nothæfast til fæðis og skýlis í
hallæris árum.
Eftir því sem aliar lífsnauðsynj-
ar verða dýrari og torfengnari, eft-
ir því er meira áríðandi að beina
öllu vili og orku að framleiðslu
brýnustu þarfa, og tilbúningi þess
er ekki verður lifað án.
Vinnu má varla borga nema
eftir afmældu verki. Allir þurfa að
fá hvöt til þess, að leysa af hendi
verk sín, vel og fljótt.
Verðlaun þarf að borga riflega,
ef einhverjum liér á landi dylli i
hug að gera eilthvað nýtt, er að
notum má koma.
Atvinnubótanefndin og lands-
stjórnin verða að taka höndum
saman við alla alþýðu manna og
gefa gætur að hinu smæsta eins og
hinu stærsta — iáta margt smátt
gera eitt stórt. Bjóða þarf fé í fleira
en grjótið, svo eittlivað fáist annað
en steinar fyrir brauð.
Sjálfsagt mætti, áu mikils kostn-
aðar, útvega sérstaka sölustaði, er
auglýstu eftir og borguðu fullu
verði, t. d. fataefni og prjón úr
inniendu ullinni, skó og klossa,
veiðarfæri, verkfæri, ilát og áhöld.
Svo og á sínurn tíma matjurtir,
söl og fjallagrös, upptekinn eldivið
eða tilbúinn o. s. frv. Bezt væri að
geta launað vinnu með nýju verk-
efni, þegar þess væri þörf. Og
mörgum gæti verið notadrjúgt, ef
ætti þess kost, að fá verkefnið í
byrjun heim til sín.
Einlwer ráð verður að fmna til
þess að endurlífga iðnaðiun á
hverju heimili.
Þó ísland sé gæðaland mikið að
ýmsu leyti, getur það ekki til lengd-
ar bætt þaríir allra íbúanna, með-
an fjórðungur þeirra gengur iðju-
laus hálft árið, eða að óhagnýtu
verki. Jafnvægi getur ekki haldist
milli kaupkröfu og gjaldþols, nema
unnið sé alt árið, og eitthvað gert
að gagni.
Félög þurfa að myndast til starfa
og framkvœmda — ekki síður en
tii líknar og menningar og leikja.
Allir verða að leggjast á eitt til
þess að afstýra hörmunga tímum.
Stjórnir, nefndir, afburðamenn,
blaðamenn efnaðir menn og al-
þýða verða að vinna saman með
dugnaði, ráðdeild og ráðvendni.
Bóndi.
Fálkinn kom að kvöldi 6. þ. m.
og hafði hrept versta veður. Far-
þegar voru margir, þar á meðal
forsælisráðherrann. Fálkinn fór aft-
ur að kvöldi 11. þ. m. Hannes
Hafstein bankastjóri tók sér far
með honutn í því skyni að ieita
sér iækuinga ytra. Jón Aðils sagn-
fræðingur fór og utan til þess að
rannsaka skjöl um verzlunarsögu
íslands. Margir farþegar aðrir fóru
með skipinu.
Willemoes kom til Reykjavíkur
á miðvikudag og flulti póst frá
Ameríku.
Úr fjarlægu landh
IBréfkaílar peir sera hér fara á eftir
eru ritaðir af íslendingi sem dvalist
heflr i Vesturheimi í nokkur ár. Fer
honura, sem mörgura, að oft leitar
hugurinn heim og lilutirnir sem bera
fyrir augun vekja hugsanir um það
sem verða mætti heima. Hugurinn
beinist mest að búnaðarframförum og
þeim breytingum í búskaparlagi sem
honum virðast nauðsynlegar.
—- Kaílarnir gefa tilefni til margra
liugleiðinga og er jafnan þárft að hlýða
á þann sem séð hefir háttu annara
þjóóa. — Fess ber að gæta um tölur
og áætlanir, að gert mun ráð fyrir á-
standinu eins og það var fyrir stríðið.
Vegna samgangnaleysis hefir bréfritar-
inn ekki fengið frétlir af íslandi um
hríð.j
I.
— — Oft dettur mér það í hug,
að það gæti verið góður atvinnu-
vegur fyrir mann sem kann vel
til kartöfluræktar, að stunda það
heima á íslandi í töluvert stórum
stýl. Við vitum að árlega eru flutt-
ar kartöflur til landsins, svo
mörgum þúsundum króna nemur;
og kartöflur eru víst óvíða í heim-
inum í hærra verði en á íslandi.
Á vissum stöðum á landinu þarf
kartöflurækt mjög sjaldan að bregð-
ast og með liirðusemi og nægilegri
þekkingu er hægt að fá þar góða
uppskeru. Maður þyrfti að hafa
undir ekki minna en 50 dagsláttur
af góðu landi og hafa kartöflur
í helmingnum af því árlega. Einn
maður mpð 4 góða hesta og allar
tilheyrandi vélar getur gert mest
af verkinu með dálitilli iijálp haust
og vor. Með góðri vél og tveim
hestum gelur einn maður auð-
veldlega sett niður í 5 dagsláttur
á dag og sú vél setur kartöflurnar
svo vel, að eigi er unt að gera
það betur á annan hátt. Með
góðri upptökuvél og 4 heslum
tekur maður upp úr jafnmörgum
dagsláttum á dag, en þá þarf að
hafa fólk til að tina kartöflurnar
upp í poka, því að vélin skilur við
þær ofan á moldinni. Auk þessara
tveS8ja véla, þarf svo auðvitað
plóga og ýmsar tegundir af herf-
unf, svo og vagna og aklýgi.
Fjórir hestar og öll nauðsynleg
áhöld myndu kosta alt að kr. 2500.
Þar fyrir utan er svo landið og
ýmsar byggingar, svo sem ibúðar-
hús, geymsluhús fyrir kartöflur og
áhöld og hesthús ásamt lieyhlöðu.
Alt þetta kemur til að kosta mik-
ið, en svo mundi mikið verða í
aðra hönd. Það er ekki mikil
uppskera þótt gert sé ráð fyrir 40
tunnum af dagsláttu og af 25 dag-
sláttum myndu þá fást 1000 tunn-
ur. Verð á kartöflum var aldrei
minna meðan eg þekti til en 8 lcr.
og með því verði mundi uppsker-
an verða 8000 kr.
Ef eg hefði svo sem 15000 kr.
myndi eg hverfa heim til íslands
aftur og velja mér góðan blelt
einhversstaðar nálægt sjó, þar sem
hægt er að ná í nægilegt af þangi
til áburðar, helst skamt frá Reykja-
vík, og stunda þar kartöflurækt,
líkt og stungið er upp á hér að
framan. Eg er nú orðinn betur
að mér í kartöflurækt en þegar eg
var á íslandi og þeklci nokkurn-
veginn flest er þar til heyrir. Og
ekki get eg slitið það úr huga
mínum, að bezt mundi mér líða
á gamla landinu. —
II.
— — Ein af umbótum þeim í
íslenzkum landbúnaði, sem mundi
hafa meiri þýðingu en flest annað,
er að rninni hyggju sú, að búa til
súrhey sem kallað er. f óþurka-
sumrum mundi það spara ósegjan-
lega mikla vinnu, og ekki einasta
það, heldur hitt að eftir óþurka-
sumrin hefðu menn þá eins gott
fóður, eins og eftir þurkasumrin.
Kæmust menn upp á rétta aðferð
við að búa til súrhey mundi sú
aðferð notuð i öllum árum, án
tillits til þerris eða óþurks. Hér í
Canada, einkum austurfylkjunum,
en þó einkum í Bandaríkjunum, er
nú mjög tíðkað að búa til súrhey
og færist það í vöxt ineð ári
hverju, enda er nú farið að nola
mjög fullkomnar aðferðir við það.
Það er lika álitið ekki að eins
ódýrasta heldur og bezta fóður
sem hægt er að fá handa öllum
tegundum búpenings. Eg hef ekki
haft tækifæri til að sjá hvernig
það er búið til, en eg hefi lesið
um það alt sem eg liefi náð í, svo
eg er býsna kunnugur öllum úl-
biínaði við það og eins hvernig
heytætturnar eru til búnar — ef
það nafn mætti við hafa, því að
miklu fremur líkist' það risastórum
stampi úr tré eða sementssteypti,
heldur en heytótt; á ensku heitir
það »silo«. Ef til vill eru búfræð-
ingarnir heima nú farnir að þekkja
þetta og farnir að hreifa því.
Gaman hefði eg að frétta um það.
(Frh.)
Loðbrókarsynir.
Ragnar konungur loðbrók fór
herferð til Englands á efri árum
sínum. Var sú för farinn með lít-
illi forsjá. Eila konungur á Eng-
landi safnaði ógrynni liðs gegn
Ragnari og átti við hann orustu
við rnikinn liðsmun. Féll þar alt
lið Ragnars konungs, en að hon-
um voru bornir skildir og var
hann handtekinn. Var Ragnar síð-
an liart leikinn og lét lífið við litla
vægð.
Ella konungur þekti syni Ragn-
ars loðbrókar og vissi að frá þeim
var hefnda von. Tók hann nú það
ráð að senda menn á fund þeirra
og skyldu þeir segja tíðindin og
sjá hversu hverjum þeirra bræðra
brygði við.
Sendimenn Ellu konungs hittu
þá bræður í Danaveldi. ívarr bein-
lausi lá í hásæti. Sigurður ormur
í auga og Hvítserkur hvati sátu að
hneftafli, en Björn járnsíða skóf
spjótskefli á hallargólíinu. Segja nú
sendimenn lát Ragnars konungs
og alla atburði sem ítarlegast. Brá
þeim svo við bræðrum, að Björn
járnsíða tók svo fast höndum á
spjótskaftinu, að handastaðinn sá
á eftir og liristi spjótið í sundur
svo að stökk í tvo liluti. Hvítserk-
ur liélt á töfl einni sem hann hafði
drepið og hann kreisti hana svo
fast, að blóð stökk undan hverj-
um nagli. Sigurður ormur í auga
hafði haldið á knífi einum og skóf
nagl sinn og kendi eigi fyr en
knífurinn stóð í beini og brást
hann ekki við. Enn ívarr beinlausi
spurði að öllu sem gerst, brá’ hann
lit að vísu af þeim grimmleik er i
brjósti hans var, en hélt fullri
stilling. Vildi Hvítserkur þegar láta
drepa sendimenn, en ívarr fékk
því ráðið að þeir fóru í friði. Og
er Ella konungur frétti hversu
þeim bræðrum brá við, lét hann
svo um mælt, að annað hvort
myndi hann ívarr þurfa að óttast,
eða engan ella.
Nú varð sundurþykki með þeim
bræðrum Ragnarssonum. Vildu
þeir bræður, aðrir en Ivarr, þegar
snúa hefndum á hendur Ellu kon-
ungi, en ívarr hugði á önnur ráð.
Er það skemst frá að segja að
þeir biæður hófu ófrið með of-
stopa og lítilli forsjá, fóru með her
á hendur Ellu konungi og biðu
fullan ósigur og hefðu aldrei getað
hefnt föður sins. En ívarr fór sínu
fram með gætni og góðum ráðum,
er ofstopamenuirnir voru frá horfn-
ir. Kom hann svo vel máli sinu
að hann gat sent orð bræðrum
sínum að koma á nýjan leik og
var þá auðsótt mái að rækja hefnd-
ina. — —
Það er augljóst hverjum meðal-
greindum manni, fyrir hverja sök
þessi saga er sögð hér einmitl nú.