Tíminn - 22.12.1917, Síða 2
166
TIMINN
inn nema með sláttuvélum, hest-
hrífum og öðrum nútímavélum.
Öll framíaraviðleitni í búnaði og
jarðyrkju verður því að stefna að
þvi, að gjöra landið hæft fyrir
notkun slíkra véla. En það ber þá
að sama brunni eins og með sjáv-
arútveginn, að þetta útheimtir
langtum meiri höfuðstól en gömlu
aðferðirnar. Það þarf að verja
miklu fé til þess að bæta jarðirn-
ar og mér dettur ekki í hug, hversu
mikil og góð viðleitni sem verður
sýnd, að slíkt verði gert á fáum
árum, en hitt er afaráríðandi að
menn nú þegar skilji tákn timans
og hagi svo framkvæmdum eftir
því.
Eg skal t. d. nefna það, að þeg-
ar bóndinn sléttar blett í túninu
sínu, þá er ekki nóg að ganga
þannig frá að hægt sé að slá það
með ljáspík, heldur þannig að hægt
sé að slá það með sláttuvél. Og sé
hægt að slá með vél, er einnig
hægt að nota öll önnur hestaáhöld.
Tún á meöalkoti verður að kom-
ast upp i 50 dagsláttur að stærð,
en mest af engjareitunum verður
gert að umgirtum bithaga. Þá get-
ur bóndinn sjálfur með einum
ungling og fjórum hestum og öll-
um nauðsynlegum vélum og áhöld-
um gert allan heyskapinn á 4 vik-
um. Eg tala nú ekki um ef helm-
inguripn af heyinu væri settur í
súrheyshlöðu. Heyskapurinn yrði
þá ekki þrældómur lengur eins og
nú á sér stað, því að auðsær er
munurinn á því að standa við orf-
ið, dag út og dag inn, eða að sitja
í sætinu á sláttuvélinni og stýra
hestunum. Enn fremur ynnist þá
langtum meiri timi til jarðabóta á
ári hverju.
Það er ekki mikið í lagt þótt
ráð sé fyrir gert að 600 hestar
(200 pd.) af töðu fengjust af þessum
50 dagsl. og á því má framfleyta
laglegum bústofni, þótt ekki sé
stór. Meðalfjölskylda myndi getá
lifað á því sældarlífi. Þar sem
vatnsveitingum verður við komið
er þetta miklu auðteknara; en jörð-
in verður þá að vera svo slétt að
vélum verði við komið. — —
»Hvíta her8veitin«.
Sakleysingjar úr öllum flokkum
drífa nú að sögn undir fána þeirra
þrístjóranna nýju, B. Kr., Sv. B. og
J. Þorlákssonar. Allir þeir »vönd-
uðu« og »>ærlegu« eiga heima í
þessari hersveit, sem að sögn
Lögréttu þorði þó ekki nú í svip-
inn að sigla hærri vind en það,
að stofna »bæjarmálafélag«. B. Kr.
kvað hafa framselt sig með einu
skilyrði, því, að einhver honum
undirgefinn og auðmjúkur fái nýja
embættið í Landsbankanum. En í
hendur Sveini mun hann vilja láta
falla samningagerð fyrir landsins
hönd við Breta, en fela Jóni járn-
brautarlagningar allar og gatgerð-
ina á Hellisheiði. X.
Foringinn og flokksblaðið.
Orð heflr farið af því hversu
heimastjórnarflokkurinn væri orð-
inn sjálfum sér sundurþykkur. Al-
þjóð veit að sjálfur foringi flokksins
Jón Magnússon skipar forsæti í
landsstjórninni. Hinsvegar tóku
menn eftir því að flokksblað heima-
stjórnarmanna, Lögrétta, stóð hjá
og hafðist ekki að, þótt að ósekju
væri á foringjann hallað af valda-
gírugum öfundarmönnum, sem inn-
hlaup áttu í hinum og þessum
blöðum. Grunur þessi staðfestist að
fullu skömmu fyrir þing í sumar,
þegar blaðið flutli árásargrein á
stjórnina og heimtaði að skift yrði
um atvinnumálaráðherrann —
krafa sem ekki átti fylgi eins ein-
asta heimastjórnarmanns á þingi.
Kom það þá berlega í ljós að
kaupmannavaldið hér í höfuðstaðn-
um hafði verið búið að tryggja sér
svo eignaraðstöðuna við flokks-
blaðið, að á þess valdi var að ráða
því hverjum stjórnmálaskoðunum
þar var haldið fram.
Árás þessi var sjálfri sér til háð-
ungar sem kunnugt er, og bólaði
nú ekki á neinu því er sýndi af-
stöðu blaðsins til stjórnmálanna
og foringjans — nema þögninni.
Hinsvegar stóð mörgum mætum
heimastjórnarmönnum beygur af
þessari þögn, og einkum eftir þetta
fyrsta áhlaup á stjórnina. Fanst
þeim sem veiðibræðin lúrði þar og
biði eftir tækifæri.
Og IoJís var biðlund lokið.
Flokksforinginn hafði verið í
konungsgarði og barist fyrir því
þar, að íslendingar fengju löggiltan
fullveldisfána. Fáninn fékkst ekki;
þrátt fyrir það skorti ekkert á
skörulega framkomu forsætisráð-
herra um að það mætti takast.
Hvað gerir Lögrétta þá?
Hún gengur í berhögg við for-
ingja sinn eins og fyrri daginn.
Segir fánann hafa minna fylgi hér
heima en hann hafði skýrt frá í
konungsgarði, telur óviturlegt að
hafa nokkurntíma fitjað upp á
þessaii fullveldiskröfu eins og alt
sé í pottinn búið, og hvetur til af-
sláttar og undanhalds þar sem
flokksforinginn hyggur til öruggrar
sóknar.
Verður ekki annað sagt, en að
slík árásargrein á ílokksfoiingjann
í sjálfu flokksblaði hans sé eins og
skrifuð af þeim sem valdið hefir, og
hefði ekki þurft að auglýsa neitt til
þess að menn vissu hver það væri.
Heimastjórnarllokknum í heild
sinni má vera það mikið hrygðar-
efni að foringi hans skuli svona
grátt leikinn í sínu eigin málgagni.
Það er ekki nóg þótt islenzlcu þjóð-
inni sé það kunnugt, að það er
valdagirni höfundar sem veldur
því, að svona er bakbitið við-
kvæmasta sjálfstæðismál þjóðar-
innar, og fjármunaleg yfirtök hans
á Lögréttu í félagi við nokkra
inenn (sem aðrar eigingjarnar
hvatir ráða fyrir) geri honum þetta
mögulegt, — Danir þurfa að fá að
vita þetta líka.
Danir þurfa að fá að vita það,
að hinn eiginlegi heimastjórnar-
flokkur á hér enga sök, vita það
strax, að enginn heimastjórnarþing-
manna mun slaka til á fánakröf-
unni, vita að þeim er andstygð að
framkomu blaðsins og þess vegna
séu þetta orð, orð innantóm.
Samsærið.
Áður liefir verið getið hér í blað-
inu samsæris þess gegn stjórninni,
sem upp komst um hér á dögun-
um. Skal það nú skýrt nánar.
Nokkrir landskunnir, en ekki
alveg valdalystarlausir menn stóðu
fyrir því. Neyðin hafði sameinað
þá. Óslöktur eldur eftir valdi knúði
þá áfram til stórræða, sem tæplega
gátu leilt forkólfana annað en í
hegningarhúsið.
Þeir hófu æsingar um bæinn,
efldu flokk með allmörgum fáfróð-
um en ósvifnum mönnum. Gert
var ráð fyrir að alt að því hundr-
að menn yrðu í hópnum. Það
talið nógu mikið til þess, að lögin
ekki næðu til þeirra að afstöðnu
verki. Enda búist við, að þeir sem
völdin tækju yrðu mildir í dómum.
Til að koma þessu í verk höfðu
samsærismenn fjölda leiguþjóna út-
um allan bæ til að æsa fátæka og
ríka gegn stjórninni. Sitt var sagt
við hvern. Sjómenn, verkamenn,
embættismenn, útgerðarmenn.kaup-
menn, fengu hver sína skýringu.
Öllum var lofað því sem bezt
var til beitu: afnámi landsverzlun-
ar, landssjóðsslyrk til útgerðar,
dýrtíðaruppbót og aukinni atvinnu.
Alt sem aflaga þótti fara, að frá-
sögn umrenninganna, var kent
stjórninni. Þessi rógburður var svo
ferlegur að kunnungir menn full-
yrða, að sjaldan hafi betur verið
sungið í höfuðstaðnum fyrir þing-
kosningar.
Loks lóku samsærismenn að
halda leynifundi, og voru þeir eigi
allfáir. Framan af komu að eins
óbreyttir dátar og leiguforingjar. En
á síðasta fundinn kom sjálfur
meistarinn. Hann sem átti að
hljóta völdin að afloknum róstun-
um.
Hann kom og talaði eins og
hann var maðurinn til. Eggjaði
ekki beinlínis. Ráðlagði að fara
lævíslega að, geyma vel leyndar-
málið, efla æsingar i bænum. Sér-
staklega væri nauðsynlegt að öll
blöðin heltu sér yfir stjórnina með
óbotnandi skönnnum. Kunnugir
munu gizka á, hvað hann kann
að hafa fyrirmælt í þvi efni fyr
og síðar — í eyru tryggra þjóna.
En hér var hámarkinu náð.
Daginn eftir sást að flóðgarðurinn
hafði biláð. Leyndarmálið var
orðið almanna eign. Samsærið
hafði komist upp og forkólfarnir
voru orðnir að almennu hlátursefni.
Sagan um hneikslið byrjaði að
breiðast út til annara héraða.
Stóru ráðin urðu að engu.
Hundrað manna flokkurinn fór
aldrei upp í stjórnarráð. Enginn
af ráðherrunum hefir enn þá verið
barinn eða limlestur, eins og til
var stofaað. Samsærisforingjarnir
hafa ekki nálgast ráðherrastólinn.
Sigurlaunin hafa fjarlægst þá. Vald-
ið yfir verzluninni, valdið yfir láns-
stofnunum hefir ekki enn haft
vistaskifti, eins og til var ætlast.
Sannast löngum hið fornkveðna
að því verra þykir semfleiriheimskra
manna ráð koma saman.
(Frh.)
XJr bréíi.
Þingeyjarsýsln 24. nóv 1917.
Veðurátta á þessu hausti hefir
verið með einsdæmum. Mun allvíða
eiga sér stað þar sem til heiða
dregur eða afdala, að snjó hafi
ekki leyst af jörð síðan í Téttum
(22. sept.), en í lægri bygðarlögum
festi ekki snjó að staðaldri fyr en
með októberhyrjun, en þá með
slíkri heift og kyngi, að við algerðri
jarðbönn hélt sumsstaðar. Hey
var þá víða úti og sumt illa statt:
á slægju og i flekkjum, því að
gæflir voru litlar til að sinna
heyjum eftir réttir. Það hey hefir
algerlega tapast og ætti að vera
mönnum eftirminnileg aðvörun
um, að láta ekki þannig statt hey
safnast fyrir um haust. Hey það
sem uppsett var í byrjun hríðanna
— þótt hrált væri sumt — náðist
víðast hvar um 20. okt., því að
þá hlánaði nokkuð, o.en skamm-
vinnur reyndist sá bati. Síðan hefir
verið hörkutíð: skiftst á hríðar-
byljir og spilliblotar, svo þröngt
er um beit. Má því óhætt segja
að veðuráttan láti skamt höggva
í milli á okkur Norðlendinga, þvi
að engin tvímæli eru um það
meðal elstu manna, að þeir myndu
ekki slíkt vor sem 1916 og nú eru
ekki liðin 3 misseri, þegar önnur
árstíð kemur sem að sínu leyti
jafnast við hina. Væri gott til þess
að vita ef annálar frá þessum
tímum þyrftu ekki að fræða kom-
andi kynslóðir um felli og »óáran
i landsfólkinu«. Víst er um það,
að mörg ár síðan utn aldamót
hefðu orðið fellisár fyr á öldum.
Þessi umjæddu ár bjargaði útlent
matfóður búpeningi manna, en nú
reynir algerlega á framleiðslu lands-
ins sjálfs í því efni, et í harðbakka
slæst.
Og eilt er víst: ef við verðum
áttræðir þykir mikils um vert að
heyra okkur segja frá aldarfarinu
þennan áratug, þegar styrjöld geis-
aði um heim allan og harðæri
innanlands, því að óskandi er að
okkar bíði ekki önnur tíðindi meiri
á þessu sviði sem þurki út endur-
minningu þessara ára. En vissu-
lega er þelta þjóðinni þarfur skóli,
því að hún var á því gelgjuskeiði
í atvinnumálum sínum og sjálf-
stæðismálum, að hún þurfti ærleg-
an prófstein til að komast að raun
um, hvort hún stæði á sínum eigin