Tíminn - 29.12.1917, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.12.1917, Blaðsíða 1
TIMINN kemur út einu sinni í viku og kostar 4 kr. frá upphafi til áramóta. MINN AFGrREIÐSLA Bókbandið á Laugav. 18 (Björn Björnsson). Par tekið móti áskrifendum. I. ár. Reykjavík, 29. desember 1917. 42. blað. • Hvar er gróðinn? Styrjöldin hefir haft mikla breyt- ing í för með sér um það, með hverskonar farkostum við íslend- ingar öflum okkur nauðsynjanna utan úr heimi. Fyrir styrjöldina voru nálega allar vörur flultar til landsins á útlendum skipum. Nú eru öll skip- in sem sigla milli íslands og Vest- urheims annaðhvort beint eign landsins eða landsmanna, eða eru tekin á leigu af landsstjórninni. Nauðsynin liefir gert þessa breyting óumflýjanlega. Munurinn á þessum skipum, eimskipafélagsskipunum, og skipum landsstjórnarinnar er mjög mikill, og sá munur er eðlilegur. Gullfoss er keyptur fyrir stríðið. Kaupin á Lagarfossi eru hin bezlu skipakaup sem gerð hafa verið síðan stríðið hófst, enda er það skip bezta flutn- ingaskipið sem nú siglir til Islands. Skip landsstjórnarinnar eru aftur á móti öll keypt og tekin á leigu út úr neyð, þegar varla mátti um annað hugsa en einungis það að fá skipin, hvort sem verðið eða leigan var dýr eða ódýr, hvort sem þau voru farþega eða flutninga- skip, hvort sem þau voru spör eða óspör á kol. Munurinn verður sá á eimskipa- félagsskipunum og skipum lands- sjóðs, að farmgjöldin verða mikl- um mun lægri á eimskipafélagsskip- unum. Þau eru svo miklu lægri að það munar tugum þúsunda í hverri ferð. Nú er verzlunin sumparl í hönd- um landssjóðs, sumpart í höndum kaupmanna. En landssjóður fær allar sínar vörur með sínum skip- um, en kaupmenn nálega eingöngu með eimskipafélagsskipunum, eða ef til vill með landssjóðsskipunum, en heimta þá að borga ekki hærri farmgjöld en borgað er með eim- skipafélagsskipunum. Afleiðingin er sú, að sé gengið út frá því að kaupmenn fái vör- urnar sama verði og landsstjórnin verða vörur þeirra mun ódýrari liingað komnar. Kaupmenn ættu því að gela selt vörur sínar mun lægra verði en landsverzlunin. Nú er það alkunna að svo hefir ekki orðið. Kaupmenn hafa ekki selt lægra verði en landsverzlunin og er fjarri því. Spurningin er sú: hvað verður af liinum stórkostlega gróða, sem Ieiðir af hinu lága farmgjaldi eimskipafélagsskipanna? Almenningur nýtur hans ekki í lægra ^vöruverði. Eimskipafélagið nýlur hans eklci í hækkuðu farm- gjaldi. Það er fullyrt að smákaup- mennirnir njóti hans eklci, því að þeir fái ekki lægra verð hjá heild- sölunum en hjá landsverzluninni. Eftir er einn aðili: heildsalarnir, sem.sitja fyrir mest öllu rúmi í eimskipafélagsskipunum. Spurningin er enn fremur sú: Vill þjóðin þola það lengur að tugir og hundruð þúsunda safnist þannig á sárfárra manna hendur? Eða vill Jiún öll taka þátt í gróð- anum? Það verður eitt af mörgum verk- efnum hinnar nýju stjórnar lands- verzlunarinnar að svara þeim spurningum í verkinu. fnlttrúinn i ^merikn. Árni Eggertsson tók við fulltrúa- störfum vestra í þökk þings og stjórnar, með sterkum meðmælum landa vestan hafs, og ílestra þeirra manna hér heima sem skyn báru á starf hans fyrir Eimskipafélagið. Og menn voru ennþá þakklátari forsjóninni fyrir að hafa sent Árna á bezta tíma upp í hendurnar á þingi og stjórn, af því það var al- viðurkent, að hér heima var völ fárra manna, sem færir væru í þá vandasömu stöðu. En svo sorglega hefir til tekist að illa hefir verið að honum búið. Að tillögum grann- viturrarj langsumlyntrar þingnefnd- ar hefir ungur verzlunarmaður úr Rvík verið látinn sitja Árna til »að- stoðar« þvert ofan í tillögur hans og óskir. Var jafnvel, að tillögum sömu nefndar ráðgert að senda fleiri menn vestur — þó að af sár- litlu væri að taka. Eins og upp- runanlega var um samið við Árna, gat hann varla álitið þessar auka erindrekasendingar bera vott um mikið traust á honum. Og við þann sem þetta ritar lét Árni ótvírætt í Ijósi, að það sem hann þyrfti vestra væri aðstoð innfæddra og kunn- ugra samverkamanna, en ekki menn héðan að heiman, lítt kunna þar, ef til vill ekki einu sinni þolan- lega að sér í enslni. Jafnhliða tortrygni þeirri sem vafstur fullveldisnefndarinnar vakti í garð Árna, hefir eigi skort í vetur sernar ámælissögur um hann hér í Reykjavík. Hefir honunt verið bor- in á brýn hlutdrægni, ódugnaður, síngirni í skiftum o. s. frv. En ef satt skal segja, mun rnálið liorfa alt öðru vísi við. Áður hefir verið sagt frá hér í blaðinu, hve hyggi- lega hann notaði kunnugleik sinn til að komast á framfæri við þjóð- skörunga enska og ameríska. Og að sögn áreiðanlegs manns sem ný- kominn er að vestan, hefir eigi skort á dugnað hans eða hjálpfýsi við alla íslenzka kaupsýslumenn, sem skifti liafa haft vestra. Hann hefir verið sístarfandi að útvega útflutn- ingsleyfi, og boðinn og búinn að hjálpa með ráðum og dáð. Honum tókst með miklum erfiðismunum að fá því framgengt að póst mætti flytja milli íslands og Ameríku, og þarf varla að skýra nánar hver liagnaður er að því nú á tímum. En hjálp hans launa með mesta vanþakklæti menn, sem eiga hon- um mest að þakka. Ér þar átt við þá kaupsýslumenn, sem goldið hafa góða framgöngu hans með ósönn- um söguburði og ástæðulausri tor- tryggni. Enn þá hefir ekkert komið fram sem sýni, að Árni Eggertsson sé ekki vaxinn starfi sínu. Þvert á móti bendir reynslan til að liann sé nú fyrir land silt hinn rétti maður á réttum stað. X. €nn nm kartöjlurœkt. Tíminn hefir meir og ítarlegar en önnur blöð brýnt fyrir mönnum þörfina um aukna kartöflurækt og sömuleiðis bent á hve það væri arðvænlegur atvinnuvegur, er skil- yrðin væru góð til þess, enda væri og beitt liinum réttu aðferðum. Tímanum er það því hið mesta gleðiefni að lireiíing virðist vera að koma á þetta mál meiri en verið hefir. Fyrst og fremst munu einstakir menn reyna að færa út kviarnar í þessu efni. í annan stað mun landsstjórnin og bæjar- stjórn Reykjavikur vera á hnot- skóm um að útvega land til kar- töfluræktar og byrja undirbúning til framkvæmda, Og loks er nú mönn- um gefinn kostur á að taka þátt i stofnun hlutafélags, sem rækti kartöflur í stórum slýl. Þetta eru alt saman ágæt tiðindi og ekki er að óttast hættulega sam- kepni um kartöfluframleiðslu. Það er yfirleitt engin hætta á því að ofmikið verði framleitt af kartöfl- um. Þólt landsstjórn og bæjarstjórn takist á hendur framkvæmd í þessu efni, má það ómögulega draga úr áhuga og orku einstaklinganna. Þess vegna vill Tíminn mjög hvelja menn til þess að taka þátt í hlulafélags myndun um kartöflu- rækt, enda hafa menn þá í hendi sér sjálfir, að hafa eftirlit með að skinsamlega sé til stofnað um stjórn fyrirtækisins og rekstur. Golt land til kartöflurætar er langs^imlega yfirfljótanlegt í ná- grenni Reykjavíkur. Gildir nálega einu hvort borið er niður í Braut- arholti og viðar á Kjalarnesi, í ná- grenni Akraness, eða suður á Reykjanesskaga. Á öllum stöðun- um fara þau tvö meginskilyrði saman: Góður jarðvegur og á- burður nálægur, sem sé þarinn. Og fyrstu eða a. m. k. fyrsta ár- ið myndi mega komast af með þarann einan til áburðar. Og óhælt er að fullyrða það, að ef skinsamlega er til fyrirtækisins stofnað og hluthafar eiga að geta haft gætur á því, þá er það ótví- ræður gróðavegur að rækta kar- töflur í stórum stýl og þess vegna óhætt að hvetja menn til slíks þess vegna og þar við bætist svo hitt, að unnið er þjóðþrifaverk með aukinni matarframleiðslu í landinu. Aðalatriðið, annað en það að skipa góða stjórn, er að nýtýsku tæki fáist, en án þeirra verður ekki komist. Og er það kunnugt að Vesturheimur er vélauðgasta land í heimi um þetta efni eins og önn- ur, og er það sjálfsögð skylda landsstjórnarinnar að útvega verk- færi til notkunar við sínar eigin framkvæmdir og annara. Stjórn búnaðarfélagsins á svo að leggja til sérþekkinguna um vélavalið. Tíminn styltist óðum til vorsins, en undirbúningur þarf að verða talsverður. Þess vegna ætti hið opinbera og sömuleiðis einstakling- ar að hraða framkvæmdum. Úr þessu fer frestur að verða sama sem framkvæmdaleysi á næsta sumri. iT-ísfjórarnir. Hafi þeir verið einhverjir sem ekki lögðu trúnað á stofnun þrí- veldissambandsins, þegar Tíminn gerði hana opinberlega kunna — þá mun nú svo komið að enginn efast lengur.’ »Landið« sem út kom í gær talar svo skýrum orð- urn sem óskað verður. Tveir þrí- stjóranna hafa alveg kastað grím- unni. »Landið« flylur sem sé langa grein urn landsverzlunina sem er orði til orðs skrifuð út úr lijarta Jóns Þorlákssonar og fyllilega^am- hljóða skrifum hans í Lögréltu. Það leikur enginn vafi á, undan hvaða róturn greinin í Landinu er runnin. Lögrétta og Landið eru fullkomn- ir samherjar um að varpa allri ábyrgð um nauðsynjaútvegun til landsins í hendur kaupmönnum og leyfa þeim svo að slcamta úr hnefa verð og úthlutun. Aldrei munu íslenzk blöð fyr hafa svo áþreifan- lega gerst verkfæri einnar stéttar SeSn þjóðinni í heild sinni. Mun þjóðinni nú óðum skiljast hvað bjó undir þríveldasambandinu. Ósannindi Landsins í gær í garð samvinnufélaganna verða nánar athuguð i næsta blaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.