Tíminn - 09.03.1918, Blaðsíða 4
48
TÍMINN
svo miklu leyti sem mögulegt er í
tilslökun á verði á brýnustu nauð-
synjavörum, og atvinnubótum. Er-
lendis mjög viða hafa rikin selt
nauðsynjavörur undir verði og reynt
að veita atvinnu eftir föngum. Þar
hefir alt verið gert, sem fært hefir
þótt, til að halda verði á nauð-
synjavörum niðri, svo kaupgjald
þyrfti ekki að stíga fram úr öllu
valdi. Telja Qármálamenn erlendra
ríkja það einkar hættulegt atvinnu-
vegum ríkisins í bráð og lengd.
Þannig hafa Danir t. d. gert marg-
ar og miklar og mikilvægar ráð-
stafanir í þessa átt. Þannig veittu
þeir á síðasta ári all vænlegan af-
slátt á mat úr ríkissjóði. Áætluðu
þeir, að sú verðlækkun mundi
nema yfir árið 26 miljónum króna.
Auk þess hafa þeir veitt afslátt á
kjöli, (svínakjöti) er áætlaður var
að mundi nema 24x/2 miljón króna.
Fyrir brauð og kjöt veita þeir þá
í verðlækkun á síðastliðnu ári um
50 miljónir lcróna beint úr sjóði
ríkisins. Auk þessa hafa bæjar-
stjórnir veitt mikla ívilnun á vöru-
verði t. d. sykri. Enn fremur hafa
bæjar- og sveitafélög heimild til
að hjálpa efnalausum mönnum
(tekjur 1500—3000 kr. eftir stað-
háttum) um nauðsynjavörur, elds-
neyti og fatnað ókeypis eða með
lágu verði, jafnvel með peninga út-
borgunum. Rikið greiðir bæjar- og
sveitafélögum 2/3 kostnaðar við
þessar ráðstafanir, þó ekki yfir 15
kr. á hvern íbúa. Og Ioks liafa
bæja- og sveitafélög heimild til að
setja reglur fyrir að allir íbúar geti
fengið nauðsynjavörur gegn sann-
gjörnu verði. Ríkið greiðir Y3 af
kostnaðinum við þær ráðstafanir.
Þessi dæmi er nú hafa nefnd verið
hygg eg að sýni ljóslega, hve ríka
áherslu Danir leggja á þetta atriði
og svipáð hafa aðrar þjóðir gert í
dýrtíðarmálunum. Annars mætti
nefna svo undur margt af ráðstöf-
unum erlendra ríkja til að létta
undir með almenningi í dýrtíðinni;
en það yrði býsna langt mál og
fyrir því fer eg ekki frekar út í
það að þessu sinni. (Frh.)
Jörundur Brynjótfsson.
JPréttir.
Tíðin. Þýða liefir verið flesta
daga vikunnar og mun hafa náð
um alt land siðustu dagana. Hefir
mjög tekið upp snjó. Mesta gæfta-
leysi hefir verið alla vikuna, því
að stórveður hafa verið flesta
daga, en úrkoma lítil.
Radíum-lækningar. Fiskiveiða-
félagið »Haukur« hefir afhent
Gunnlaugi Claessen lækni 10 þús.
krónur að gjöf til væntanlegra
radíum-lækninga í Reykjavík.
Mannslát. Hjörtur Hjartarson
trésmiður andaðist hér í bænum
4. þ. m. Krabbamein varð honum
að bana, og hafði hann þjáðst
lengi. Var hann í fremstu röð tré-
smiða bæjarins, sóma- og dugn-
aðarmaður og vel látinn, og gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum. Hann var
fæddur 18. nóv. 1857.
Fyrirlestra tvo um þjóðbúskap
Þjóðverja flutti G. Funk, þýzkur
verkfræðingur, sem lengi heíir
dvalist hér 1 bænum.
Séra Skúli Skúlason í Odda og
séra Jón Halldórsson á Sauðanesi
hafa fengið lausu frá prestskap, og
eru nú prestaköll þeirra auglýst
laus til umsóknar.
Embættaveitingar. Bæjarfógeta-
embættið í Reykjavík er veitt Jó-
hannesi Jóhannessyni bæjarfógeta
á Sejrðisfirði. — Lögreglustjóra-
embættið er veitt Jóni Hermanns-:
syni skrifstofustjóra. — Sagt er
að Magnús Guðmundsson sýslu-
maður Skagfirðinga muni taka við
skrifstofustjórastöðunni á þriðju
skrifstofu.
Ódýr skeratnn. Mennirnir sem
léku sér að því að berja saklaust
fólk á Reykjavíkurgötum um dag-
inn, hafa nú verið sektaðir. Hæsta
sektin 500 kr. og þaðan af minna.
Er það vafalaust mun ódýrara á
íslandi en annarsslaðar, að berja
meðborgara sína tjl óbóta, að gamni
sínu. Og miðar það sízt í átlina
til að drepa slíkum ósóma niður,
að láta sökudólgana sleppa svo
léttilega. En þetta virðist vera regla,
því að sektirnar við bannlagabrot-
um eru venjulega þær vægustu sem
lögin leyfa.
Vísir og bannið.
Eigandaskifti hafa orðið að Vísi
nýlega og er nú Jakob Möller rit-
stjóri einn eigandi blaðsins. í fimlu-
dagsblaðinu nú í vikunni lýsir rit-
sljórinn því yfir um afstöðu blaðs-
ins til bannmálsins »að hann vill
Iáta gera alt sem unt er til þess
að fá menn til að hlýða (bann)
Iögunum«. Og gerir ristjórinn því
næst skorinort grein fyrir því hvers
vegna hann styður málið.
Bátstapar. Tveggja vélbáta er
saknað úr Vestmannaeyjum síðan
á sunnudag síðastliðinn, og er
talið vafalaust að þeir hafi farist.
Annar báturinn hét »Adolf«, og
voru á honum þessirmenn: Björn
Erlendsson, formaður, Bergsteinn
bróðir hans, vélamaður, Páll Ein-
arsson frá Nýjabæ undir EyjaQöll-
um, Árni Ólafsson frá Löndum í
V^stmannaeyjum og Johannes 01-
sen Norðmaður, hásetar. — Hinn
Amaryllis.
Eg var daglegur gestur á heim-
ili nágranna míns, og kom þar
einatt oftar en einusinni á dag.
Stundum borðaði eg miðdegisverð
hjá honum. Það var fábreytni
sveitalífsins sem fyrst í stað ætl-
aði að gera út af við mig, en nú
var það einmitt hún sem hreif
mig, og átti eg nú enga óks ein-
lægari en þá að næsti dagur mætti
verða eins og dagurinn í dag.
Enda íór það nú svo að eg smá-
kyntist hinum sönnu kostum
sveitalifsins og yfirburðum þess,
eg umgekst bændurna meir en
áður, heimsótti þá í óbrotnu og
fátæklegu bæina þeirra, ræddi við
þá um kosti og galla höfuðbóls-
ins sem frændi minn átti og eg
nú gisti, skeggræddi um endur-
bætur á búskaparlaginu o. s. frv.,
og alt þetta með þeim áhuga sem
eg smátt og smátt hafði öðlast á
þessum hlutum, án þess að vita
livernig hann hafðí orðið til. Eg
athugaði akrana, aðgætti hvar
kornið helði náð fullum þroska,
hvar fyrst ætti að byrja uppsker-
una, ellegar eg gaf mig að vinnu
fólkinu sem átti annríkt með að
knyppa maísinn, og yfirhöfuð var
eg farinn að láta mig varða all-
an búskapinn á þessari jörð, en
auðvilað til mikillar skapraunar
ráðsmanninum. Sanleikurinn var
sem sé sá, að viðræðurnar við
búhöldinn, nágranna minn, höíðu
aukið þekking mina á sveitabú-
skap svo á þessum skamma tíma,
að bændurnir urðu alveg undr-
andi, en þetta hafði þau áhrif að
athuganir mínar og tillögur voru
síður en svo að veltugi virtar.
Þetta búskaparsýsl alt og svo
lestur góðra bóka sem eg sum-
part hafði með mér en sumpart
fékk að láni hjá nágranna mín-
um, eyddu því af límanum sem
eg ekki gat verið með Amaryllis.
En þær slundir, sem mér
auðnaðist að vera með henni,
voru mér sannnefndar sælustund-
ir. Á hverjum degi komu fram
nýir kostir og ný fegurð í lundar-
fari hennar og manngildi, því
fullkomnari í hverju tilliti virtist
mér hún vera.
Hefirðu ekki veitt þvi eftirtekt
hvernig því er farið um listaverk?
Sé það í meðalagi, þá ber það
oft við að það brífur mann við
fyrstu sjón; en því meir sem
maður virðir það fyrir sér, þvi
fyr fær maður leið á þvi, og að
lokum fer það svo að maður fær
hreint og beint ógeð á því, og
þetta fyrir þá sök, að maður fór
að geta gaum ágöllunum sem
maður svo að lokum þekti alla
og það í hinum smæstu atriðum.
All annan veg er þessu farið um
mikil listaverk. Því meir sem
maður aíhugar þau, og því betur
sem maður les sig inn í þau,
því íleira nýtt uppgötvar maður
við þau, og því betur skilur mað-
ur þau og dásamar. Hið sama á
sér einatt stað um verk náttúr-
unnar, og Amaryllis er eitt af
hennar algjörðustu snildarverkum.
VI.
Herra undir/oringinn.
En Adam var ekki lengi í
Paradís.
Bar það nú til sem truflaði illa
hinar tilbreytingarlitlu en ánægju-
Jarðyrkjukensla
Kensla í garðrækt, plægingu,
skurðagerð og fleiru, fer fram á
Ósi í Borgarfjarðarsýslu vorið 1918
frá 14. maí til júníloka og tvær
vikur að haustinu sem síðar verð-
ur ákveðin. Kenslan er styrkt af
Búnaðarfélagi íslands. Nemendur
fá fæði og alt að kr. 1,50 í dag-
laun, eftir dugnaði.
Þeir sem vilja nola kenslu þessa
sendi umsókn til Bjarnar Lárns-
sonar bónda á Ósi fyrir aprillok.
báturinn hét »Frí«, og voru á hon-
um þessir menn: Ólafur Eyjólfsson
úr Reykjavik, fonnaður, Karl Vig-
fússon frá Seyðisfirði, vélamaður,
Karel Jónsson ættaður úr Rangár-
vallasýslu og Sigurður Brynjólfsson
ættaður úr Árnessýslu.
Skipaforðir. Willemoes kom að
austan 3. þ. m. Meðal farþega var
Sveinn Ólafsson aiþingismaður og
fossanefndarmaður. Skipið fór því
næst til Stykkishólms að sækja
kjöt, og þar eð íslaust reýndist
fyrir Horn, fór skipið i gær frá
Stykkishólini áleiðis til Blönduóss
og Skagastrandar eftir kjöli. Skipið
á þvi næst að koma beint til
Reykjavikur og fara héðan til
Noregs með kjötið. — Lagarfoss
fór frá ísafirði í gær áleiðis til
Reykjavíkur, og kemur við á Pat-
reksfirði. Ráðgert er að skipið fari
því næst austur og norður um
land.
Aukaþing hefir verið kvatl saman
10. apríl.
Ritstjóri:
Tryggvi Pórhallsson
Laufási. Sími 91.
Prentsmiðjan Guteoberg.
legu samverustundir okkar og
sem við lá að endaði með skelf-
ingu/
í þágu hins opinbera fór um
allar sveitir all stór herdeild und-
ir yfirstjórn undirforingja úr fót-
gönguliðinu, og var hún á eftir-
litsferð. Herdeild þessi fór nú
síður en svo fyrir ofan garð eða
neðan á heimilum okkar, og sett-
ist hún að til næturgistingar hjá
hr. Anastasios. Eins og venja var
til var óbrotnu liðsmönnunum
holað niður hjá bændunum, en
foringin gisti höfuðbólið. Foring-
inn að þessu sinni var ungur
maður og — það sem sjaldgæf-
ara var — liinn glæsilegasti, í
glænýjum einkennisbúningi og bar
á sér einkenni þó nokkurrar
menningar. En elcki þurfti mað-
ur að hafa átt tal við hann nema
stutta stund til þess að fá viður-
stygð á honum fyrir hermennsku-
gorgeir. Um kvöldið borðaði eg
líka hjá nágranna mínum og
komst eg þá strax að niðurstöðu
um hver maðurinn var, því hann
lét það sízt liggja í láginni hver