Tíminn - 16.03.1918, Side 3
T í M I N N
51
ITossaneíndin.
Hægri blöðin flest eða öll hafa
vítt það, að ekki voru tómir sér-
fræðingar (verkfræðingar ?) í nefnd-
inni.
En vel er, að svo varð ekki.
Gilda gegn því þau gildu rök, sem
Magnús Torfason bar fram á þingi
í sumar. Að verkfræðingarnir eru
fremur en nokkur önnur stétt per-
sónulega y>interesseraðer<i í fossa-
notkun. Þess vegna eru þeir manna
sizt fallnir til að rannsaka málið,
og gefa þjóðinni óhlutdræg ráð.
Eg var Timanum sammála um,
að bezt hefði verið, að nefndar-
menn hefðu að eins verið þrír, og
þingkosnir. Þá hefðu allar aðal-
stefnurnar í fossamálinu getað fengið
einn fulltrúa í nefndina, og rann-
sóknin orðið samkvæm því.
En stefnur í málinu virtust vera
þrjár á þingi í sumar:
1. Að veita erlendum félögum mjög
greiðan aðgang að vatnsafli
landsins.
2. Að leyfa erlendum félögum að
nota nokkuð af vatnsafli lands-
ins, en með mjög ströngum
skilyrðum.
3. Að neita erlendum félögum um
leyfi til að hagnýta sér vatns-
afl landsins.
Sé þannig litið á málið, stendur
verkfræðingur alls ekkert betur að
vígi með að mynda sér sjálfstæða
heilbrigða skoðun, heldur en hver
annar skynsamur maður. Bezt stóðu
þar að vígi vel mentir og víðsýnir
stjórnmálamenn. Þess vegna var
eðlilegt, að þingið veldi nefndina,
eins og talið er að hafi í raun og
veru átt sér stað með þá Svein,
Guðmund og Bjarna. Slík nefnd
hefði getað og átt að leita sér
aðstoðar sérfræðinga, innlendra og
útlendra á ýmsum sviðum, þar á
meðal verkfræðinga. En þá hafði
nefndin óbundnar hendur og gat
vinsað úr ráðum aðstoðarmanna
sinna, eftir því sem málefni voru til.
En hvað sem liður nefndarskip-
uninni, þá á þjóðin heimting á
því, að nefndin safni h%ærskonar
fróðleik um afl-Iindir landsins, og
um starfrækslu fossa erlendis, um
sögu þeirra fyrirtækja, um sigra
og ósigra landa, bæjarfélaga og
einstakra manna við fossanotkun,
um stefnur og strauma í fossa-
löggjöf annara þjóða o. s. frv.
Óhugsandi er að nokkur nefnd
hérlendra manna geli svarað öll-
um þeim spurningum, er viðkoma
þessu máli, án þess að ferðast lil
muna um Norðurlönd, Þýzkaland,
Sviss, Frakkland og ef til vill fleiri
lönd. Sjón er sögu ríkari. Og hér
er verið að leggja undirstöðu til
þriðju aðal-atvinnugreinar landsins,
iðnaðarins. Að horfa í nauðsyn-
legan kostnað við rannsókn máls-
lns, væri samskonar verkhygni og
að gera dýrt steinhús ónýtt með
Þvi, aQ tíma ekki að eyða nokkr-
urn tugum króna fyrir vel gerðan
uPPdrátt. En það hendir spar-
sama menn helzt til oft hér á landi
hin síðustu ár.
Þegar nefndarálit þetta kemur
fram opinberlega má búast við því,
að fossamálið í heild sinni verði
rælt ítarlega í blöðum og á mann-
fundum. Pá fijrst getur það orðið
þingmál, ef drengilega er að þjóð-
inni farið.
Hin leiðin væri óafsakanlegt fljót-
ræði, að broða af einhverju nefnd-
aráliti, kynna sér ekki af eigin sjón
fossanotkun annara þjóða, hleypa
málinu síðan inn í þingið án þess
að þjóðin í heild sinni hefði haft
tíma eða tækifæri til, að átta sig
á skýrslu nefndarinnar.
Það er að mjög miklu leyti kom-
ið undir nefndinni og þá ekki síst
formanni hennar, Guðm. Björnssyni
landlækni, hvernig verkið verður
unnið, og hvort þjóðin fær sann-
gjarnlega langan athugunarfrest.
Að svo komnu er full ástæða til,
að vænta hins bezta. En vel verða
allir málsaðilar að gæta þess, að
hér er um stórmál að ræða. Og
ef tilraunir verða gerðar, með
svipuðum hætti og í sumar sem
leið, að knj'ja málið fram, að þjóð-
inni fornspurðri, myndi almenn-
ingsálitið fella þungan áfellisdóm
yfir þeim, sem svo slysalega hefði
tekist forystan.
Vinstrimaður.
"V egamál.
(Nl.)
Annað enn þá stærra vixlspor er
þó stigið þar sem um er að ræða
gerð veganna. Er þar átt við ak-
vegina, moldarhryggi með þunnri
moldar- eða sandskán ofan á.
Þannig eru flestir akvegir okkar.
Undantekningar á stöku stað, eink-
um í brunahraunum, eins og við
Hafnarfjörð og í Aðalreykjadal.
Þar er vegstæðið og vegefnið svo
gott, að engin mistök gáta átt sér
stað. En viðast hvar annarstaðar
á landinu eru akvegirnir mjög lé-
legir, haldlillir, viðhaldsfrekir, og
það sem lakast er, alt of veikbygð-
ir fyrir fluttningabifreiðar. Verður
vikið að því síðar.
Þetta atriði: Gerð akveganna
þarf að verða að almennu umræðu
efni, og leita lausnar á þeirri spurn-
ingu, hvernig unt er með sem
minstuin koslnaði að gera sterka
og haldgóða vegi hér á landi.
Vafalaust mætti mikið læra af
reynslu annara þjóða í þessu efni,
og hefir varla verið nógu mikið gert
að því að afla sér þekkingar í þeim
efnum. Er sjón þar sögu ríkari, og
myndi það þó mikill sparnaður,
ef landsstjórnin og þingið vildu
verja nokkru af akvegafénu til að
senda verkfræðingana, sem að þeim
málum vinna og nokkra efnilega
verksljóra um nágrannalöndin, og
gefa þeim tækifæri til að sjá með
eigin auguin aðferðir og vinnu-
brögð þeirra þjóða, sem mest er
af að læra í þeim efnum.
Það er vitaskuld ekki á það
hættandi fyrir leikmenn að leggja
mikið til þeirra mála, hvernig vegi
skuli hér byggja. En benda má á
það, að ýmsir menn sem reynt
hafa að hugsa um þetta mál, hafa
komist að þeirri niðurstöðu, að
hér á landi verði að hafa töluvert
þgkt grjótlag undir ofaníburðinum,
ef vegurinn ælti að endast lengi
og þola þung flutningatæki. Þar
að auki er lítill vafi á því, að ekki
verður hjá því komist að láta gufu-
vélar ganga eftir vegunum, þegar
verið er að ljúka við þá, og láta
þær mylja smágrýtið og þrýsta því
saman. Vafalaust munu margar
endurbætur koma til greina, ef
gaumgæfilega væri grafist eftir
reynslu annara þjóða.
En í sambandi við þetta má
benda á það sem lrlýtur að verða
kjarnaatriði í umræðum úm vega-
málið. Að hve miklu leyli má
koma vélum við í vegagerð hér á
landi? Eftir því sem eg veit er
þetta órannsökuð spurning, og því
næsta þýðingarmikil. Hingað til
hefir mannshöndin næstum óstudd
starfað að vegagerðinni hér á landi,
samtimis því að vélavinna hefir
framkvæmt hvert stórvirkið af öðru
erlendis. Og eins og við er að bú-
ast hafa vegirnir okkar orðið í
einu tiltölulega dýrir, og frámuna-
lega ónýtir, hvortveggja eðlileg af-
leiðing af vinnulaginu. En þannig
má vegamálunum ekki vegna fram-
vegis. Mannshöndin er of veik,
kemur of litlu í verk. Það að auki
er orðinn svo mikill hörgull á
mönnum, sem vilja vinna vega-
vinnu, að af þeirri ástæðu einni
saman yrði að neyta annara bragða.
Og að órannsökuðu máli er erfitt
að liugsa sér annað en að léttar
graftrarvélar hlytu að geta þar sem
gljúpur er jarðvegur, hlaðið und-
irstöðu vegarins, og ofaníburðurinn
fluttur að í sterkum bifreiðum.
En á þessu stigi málsins er fyrst
og fremst þörf á rannsókn, og að
notuð sé út í ystu æsar reynsla
annara þjóða, þeirra sem lengst
eru komnar i vegagerð.
Áður var drepið á bifreiðar i
sambandi við vegalagningar. Ekki
eru liðin nema nokkur missiri síð-
an síra Jakob Ó Lárusson lét
flytja hingað til lands fyrstu starf-
hæfu bifreiðina. Samt hefir þessum
ílutningatækjum fjölgað svo mjög,
að x höfuðstaðnum einum skifta
þær tugum. Alveg bersýnilegt að
þær myndu verða ákaflega alment
og eftirsótt flutningatæki bér á
landi, ef ekki hamlaði vegleysið,
og það, að flestir akvegir eru of
illa bygðir til að þola bíla. Að
vísu hefir ekki gengið vel með
flutningabila hér á landi. En ein-
mitt til þessa verður að taka tillit
við vegagerð framvegis. Allir helztu
akvegir landsins verða að vera svo
sterkir að þeir þoli þunga flutninga-
bila. Og fjölförnustu fjallvegirnir
milli héraða þurfa að vera vel
færir mannflutningabílum rneðan
auð er jörð. Þannig ber alt að
sama brunni. Það þarf að leggja
mikið af haldgóðum vegurn. Til
þess þarf að vera hægt að koma
við vélum við vegagerðina og jafn-
framt að forstaða slíkra mála sé í
höndum þeirra manna sem bera
skyn á allar framfarir i þeirri grein
erlendis.
Þessar umbætur eru óhjákvæmi-
legar af þvi að ónógu samgöngurn-
ar eru einhver helztu þröskuldur
á vegi sannarlegra framfara hér á
landi.
frá ntlöitðnm.
9. marz.
Vér skýrðum frá því síðast, að
samningaumleitanir Rússa og Þjóð-
verja hefðu farið út um þúfur.
Hafði Rússum þótt Þjóðverjar all
kröfuharðir og því gripið lil vopna
af nýju. Var nú barist um hríð og
og veitti Þjóðverjum slórum betur.
Fóru þeir sigri hrósandi yfir land-
ið, tólcu hverja borgina eftir aðra
og áttu skamt eftir ófarið lil
Petrograd, er Rússar sáu þann kost
vænstan, að hefja friðarumleitanir
aftur. Stóðu nú fundir ekki lengi
með þeim, því að fulltrúar þeirra
og Þjóðverja urðu brátt ásáttir um
friðarskilmála þá, sem hér fara á
eftir, og símaðir hafa verið dag-
blöðunum:
Fullkominn friður sé með þjóð-
unum og vinsamleg viðskifti hefj-
ist aftur þegar í stað. Hvor þjóðin
um sig lofar því, að koma í veg
fyrir allar æsingar og allan undir-
róður, sem veiki friðsamleg við-
skifti þjóðanna.
Öll héruð fyrir vestan þá landa-
mæralínu, sem þjoðirnar hafa þeg-
ar komið sér saman um, hverfa
að fullu og öllu undan Rússum.
Miðríkin og þær þjóðir, sem þau
héruð byggja, eiga að ráða öllu
um framlið þeirra. Skipa skal
nefnd þýzkra og rússneskra full-
trúa, til þess að fastákveða nánar
hvernig landamærin skuli vera.
Rússar skuldbinda sig til þess að
yfirgefa þegar í stað austurhéruð
Anatolíu og afhenda þau Tyrkjum.
Ennfremur skulu þeir láta af hendi
Erdehan, Kars^og Batum og afsala
sér öllum rétti til þess að ráða
nokkru um það, hvernig um þær
borgir og héruð fer.
Rússar skuldbinda sig til þess
að afvopna þegar i stað allan hinn
rússneska her og senda hermenn-
ina heim. Þar með er talinn hinn
nýi stjórnbyltingaher Maximalista.
Rússnesku herskipin skulu halda
kyrru fyrir í rússneskum höfnum
þangað til alheimsfriður er saminn,
eða þá að þau skulu afvopnuð.
Sömu ákvæði gilda og um þau
herskip, sem bandamenn eiga í
Rússlandi.
Hafnbannið í íshafinu heldur
áfram.
Rússar skuldbinda sig til þess
að slæða upp öll tundurdufl i
Eystrasalti og Svartahaíi.
Rússar viðurkenna þann frið, er
Ukraine hefir þegar samið. Þeir
lofa að hverfa burtu vír Ukraine
og hætta öllum undirróðri þar.
Ennfremur láta þeir Eistland og
Lifland af höndum. Eru landamær-
in þar að austan ákveðin um Na-