Tíminn - 21.03.1918, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.03.1918, Blaðsíða 2
54 TÍMINN hvörf sem eru að verða í þjóð- málum íslendinga. Gamla gaspurs- pólitíkin er dauð. Gömlu pólitisku flokkarnir eru sumpart dauðir, sumpart á grafarbakkanuin. í stað þeirra rísa þrír nýjir flokkar — vinstri nienn, hægri menn og jafn- aðarmenn — í samræmi við lífs- kjör og andlegar ástæður þjóðar- innar. Blöðin hafa þegar skipast í flokka á þennan hátt. Þjóðin er að gera það og þingið gerir það i verki fyr en varir. — í þessu stutta yfirliti er ekki getið annara mála en deilumála. Mætti auk þess minna á það t. d. að »Tíminn« hefir rætt landbún- aðarmálin miklu rækilegar en nokkurt blað annað, og er eiiía blaðið sem nú nýlega hélt ein- dregið fram hinum sjálfsögðu kröfum um verðhækkun afurða í sambandi við sendiförina til Eng- lands. Yfirlitið sýnir það ljóslega hví- líkt hamingjuleysi það væri fyrir þjóðina, ef hún ætti ekkert blað sem er óbáð íhaldsstéttinni, og er á verði um heill almennings. Og á hinn bóginn sýnir það og, að gott málefni verður stundum þyngra á metaskálum sigurgyðjunnar en þungir fjársjóðir. jjretar í vorn garð. Svo er nú dýrtiðin orðin mikil hér á landi að heita má að það sé hættuspil framleiðendum að haf- ast nokkuð að. Bjargræðisvegirnir íslenzku, landbúnaður og sjávarút- vegur, eru komnir í það öngþveiti að eigi er annað sýnna, en að þeir verði fljótvirkari að því að féfletta þá sem hlut eiga að, en jafnvel sjálft aðgerðarleysið. En þegar svo ér komið, er þjóðarháskipn auð- sær. Þegar þessir atvinnuvegir eru orðnir það dýrir í rekstri, að eigi svarar kostnaði, þá er þjóðin á flæðiskeri stödd, þá er ekkert til bjargar. Allar aðrar atvinnugreinar í landinu eiga sitt undir þessum tveim aðalatvinnuvegum. Það væri leikur einn að fást við dýrtíðina ef afurðir lands og sjávar hækkuðu ámóta í verði á erlendum markaði og það sem við þurfum að kaupa til reksturs hvorutveggja, þá væri dýrtíðarvandinn sá einn að breyta kaupgjaldi og launum í landinu eftir því sem hlutföll röskuðust. Öllum almenningi liggja dýrtíð- armálin þungt á hjarta sem von er, enda ekki um annað fremur rætt né ritað. Þing er árlega kvatt saman til úrlausnar á þessum vanda, en landstjórnin vitt hafl hún ekki ráð undir hverju rifi til þess að létta þessari martröð af þjóðinni. Með drengilegri stjórnarfyrir- hyggju, almennri sparsemi og við- leitni um að bjarga sér eins og bezt gengur, má höggva nokkuð skarð í hættuna sem yfir vofir, en fullkomna úrlausn í þessum mál- um eigum við ekki undir sjálfum okkur. Hana eigum við undir Bret- um. Undir brezku samningunum um verð á helztu framleiðslu af- urðum vorum er það komið, hvort íslenzka þjóðin getur vænst þess að hafa í sig og á, meðan þeir gilda og ófriðurinn varir. Úrlausn dýrtíðarmálanna er því aðallega .undir því komin hvernig brezku samningarnir takast í hvert sinn. Einhvernveginn legst nú sá grun- ur á, að af hálfu íslendinga hafi ekki verið staðið að þessum samn- ingum með þeim skörungsskap sem skyldi. Manni finnst það ó- hugsandi að heimsveldið mikla, Bretland, geri það af ásetningi að láta litla og fátæka hlutlausa þjóð, verða svo fyrir hattbarðinu á dýr- tíðinni, að hún fái ekki af borið, þjóð, sem aðstöðunnar vegna, eins og nú standa sakir, á mest undir drenglund þess. Að verðlag brezku samninganna hefir hingað til eigi hrokkið til að standa straum af þeirri verðhækk- un sem orðið hefir á tilkostnaðar- vörumaðalatvinnuvegannaislenzku, virðist hljóta að eiga rót sína í því, að eigi hafi verið rökstuddar kröf- urnar af íslands hálfu um hæfi- legt verðlag. En eins og það er fullkomlega rétt, að engin hlutlaus þjóð geti átt heimting á því að auðgast á ófriði annara þjóða, þá þykjumst vér hins vissir, að sú þjóð sem ber fyrir brjósti rétt smáþjóða og þjóð sem daglega kostar 130 milj- ónum króna til hernaðar i þágu frelsishugsjóna sinna, að einmitt þessi þjóð horfi ekki í eina eða tvær miljónir þegar um er að ræða verðlag á aðalframleiðslu heillar þjóðar árlangt, séu á annað borð leidd skýr og góð rök að því að slíkrar hækkunar sé þörf. Tímamót. (Frh.) „Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir vegl“ Það er eins og einhver óskiljan- legur hraði og asi sé á öllu — undanfari nýrra tíma. Framfarirn- ar hafa orðið svo stórfeldar, að ekki væri nema eðlilegt að gert væri ráð fyrir, að mennirnir ættu að geta orðið sýnu ánægðari með lífið, að af öllum þessum miklu framförum ætti að leiða, að heim- urinn yrði eitthvað vistlegri og lífið í honum stórum fegra og betra en áður. En vér þurfum ekki að virða heiminn lengi fyrir oss til þess að sjá þess all ótvíræðan vott, að það er síður en svo að mennirnir séu ánægðari með lífið nú en áður. Aldrei hefir þessi jörð, sem vér byggjum átt fremur skilið að heita »eymdadalur« en einmitt nú. Og aldrei munu þjóðirnar liafa fundið það betur en nú, að þær eru sein hjálparvana og villuráfandi sauðir. Þær sýnast hafa mist að mestu leyti sjónar á því, sem gefur líf- inu gildi og veitir þeim frið. Því verður samt ekki neitað að mannlífið hefir orðið yfirleitt auðugra að lifsreynslu, og hefir jafn vel öllu meiri ginnandi áhrif á ýmsa menn, en á meðan meiri kyrð var yfir rás viðburðanna. En ætli það hafi meira af sannri ham- ingju á boðstólum? Maðurinn hefir orðið sigurvegari hinna ýmsu nátt- úruafla og tekið þau í þjónustu sína, en hefir honum tekist að sigrast á hinum sífeldu örðugleik- um lífsins, sem aldrei gefa grið? Síður en svo. Það munu engar ýkjur þótt sagt sé, að aldrei hafi örðugleikarnir verið meiri, aldrei meiri eymd og böl í heiminum, og mennirnir þar af leiðandi aldrei eins óánægðir með lífið og einmitt nú. Og nú örvænta meira að segja margfalt fleiri en nokkru sinni áður, að unt sé að finna sannan frið og sanna hamingju og gleði í lífinu. Er ekki baráttan fyrir lífinu að verða æ harðari og harðari? Hefir stéttarígurinn og stétlabaráttan ver- ið nokkru sinni meiri meðal þjóð- anna en hún er einmitt nú á vorum tímum? Og hvenær ætli skoðanir manna hafi verið eins skiftar um tilgang lífsins og ein- mitt nú? Þessar og þvílíkar spurningar eru mörgum hugsandi manni á- hyggjuefni nú á tímum. Mönnum getur ekki dulist, að hinir miklu sigrar, sem talið er að menningar- frömuðir vorra tíma hafa unnið, hafi verið helzt til dýru verði keyptir. Það lætur nær sanni að segja, að með hverju framfaraspori sem þjóðinrar hafa stigið, hafi gleði, nægjusemi, heilbrigði og starfsþol einstaklinganna dvinað og lífið orðið mörgum þúsundum manna öinurlegra eftir en áður. Iðnaðnrinn blómgast. — Örbigðin vex. , Vér skulum nú til dæmis virða fyrir oss iðnaðinn eins og hann er rekinn á vorum tímum. Það væri synd að segja að vöxtur og við- gangur blasi ekki við oss, að kalla má hvert sem litið er. Iðnaðurinn hefir lagt út á framfarabrautina og stikað stórum. En hver er svo árangurinn? Hann er sá, að iðn- aðurinn hefir hlaðið auðlegð á hendur tiltölulega fáum mönnum, svo þeir vita bókstaflega ekki aura sinna tal. Hann hefir gert menn að miljónamæringum, sem ætla að sligast undir áhyggjum þeim, sem auðæfin valda. Hins vegar hefir hann og alið af sér margfalt ineiri örbirgð en áður hefir þekst. Öreiga má telja milj- ónum saman, þessa menn sem slíta sér út sýnkt og heilagt, frá því er þeir komast á legg og þangað til þeir veslast upp úr hor pg hungri, illum aðbúnaði og sífeldri ofreynslu. Úr skauti þessarar iðn- menningar hafa risið jötunvaxnar borgir með hin hræðilegu hverfi, þar sem fátækt og eymd, andleg og líkamleg óhollusta fær að þríf- ast og dafna í næði. Og hefir ekki hin marglofaða iðnmenning vor haft helzt til oft spillandi áhrif á siðgæðishugmyndir manna? Eru þau dæmin ekki belzt til mörg, að valdhafar og auðkýfingar hafi bæði ljóst og leynt fórnað velferð eða hagsmunum þjóðanna á hlaut- stalla sinnar eigin auðs- eða valda- græðgi? Vér höfum fundið upp alveg ó- trúlegan grúa af alls lconar vélum, til þess að geta fullnægt hinum sí- vaxandi viðskiftakröfum. Og það verður eklci annað sagt, en að vér höfum komist svo langt í þeim efnum að furðu gegnir. En hverjar hafa svo aíleiðingarnar orðið? Með fjölgun véla hefir atvinnuleysið aukist með þjóðunum. Hinn ýmsi handverksiðnaður hefir farið for- görðum og með honum listnæmi og fegurðar þrá hinna ýmsu stétta. Framleiðslan hefir að vísu marg- faldast á ýmsum stöðum, en vöru- gæðin hafa gengið úr sér til muna. Og nú dylst engum, að haldist það fyrirkomulag á iðnaðinum eins hér eftir sem hingað til, þá hlýtur það að leiða af sér hina mestu ógæfu og ef til vill algera tortíming fyrir mikinn hluta þjóðfélagsins. — Um vélaturna á vígskipi einu var með- al annars sagt í blaðagein ekki alls fyrir löngu, að þeir væru allir eitt hið furðulegasta og flóknasta vélakerfi í heimi. Ef til 'vill mætti segja hið sama um vélamenning vorra tíma, eins og hún er nú orðin. (Frh.) Sig. Kristöfer Pétursson. Eftirmælí. Mánudaginn 28. jan. þ. á. and- aðist á sjúkrahúsinu á Sauðár- króki Gisli bóndi Daníelsson á Steinstöðum í Skagafirði af blæð- andi magasári. Hann var fæddur á Steinstöðum 20. ágúst 1893 og ólst þar upp. Faðir hans var Daní- el bóndi Sigurðsson á Steinstöð- um, sem kunnur mun um alt land undir nafninu Daníel póstur, en móðir hans var Sigríður dóttir Sigurðar eldra á Víðivöllum. Gísli var fjörmaður sem faðir hans, óvenjulega kappsamur og duglegur og áhugamaður, hafði bjargfasta trú á landbúnaðinum og framtíð hans, ekkert lá honum ríkara á hjarta en að bæta og utnskapa svo föðurleyfð sina, að hún bæri hans lengi menjar. Þvi miður auðnaðist honum ekki að reisa sér þann minnisvarða, starfs- timinn var svo stuttur, að eins rúm 3 ár, en vinir hans munu lengi muna glaðlynda áhugamann- inn. Skagfirðingar eiga þar á bak að sjá einum af sinum yngstu bænd- um frá nýbyrjuðu slarfi. J. S. Útibú Landsbankans er nú á- kveðið að stofnað verði austan- fjalls, samkvæmt samþykt alþingis síðasta. Á það að vera á Selfossi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.