Tíminn - 13.07.1918, Blaðsíða 2
158
TIMIN N
um það og væri vel að þeir létu
heyra til sín, kæmust þeir að
nokkurri niðurstöðu.
Hér skal rætt um hitt: afleiðing-
arnar af slíkum almennum töðu-
bresti, og hvort nokkur ráð muni
vera til að koma í veg fyrir þær.
Hér er ekki gert ráð fyrir því
versta. Hér er ekki gert ráð fyrir
öðru en því sem er öldungis víst
og það er töðubresturinn.
En þó að alt fari betur en á
horfist, þá eru afleiðingar hans
einar svo alvarlegar á þessum
tímum, að ekki má hugsa til að
hefjast ekki handa um að bæta
úr, sé nokkur von til þess.
Hin óhjákvæmilega afleiðing af
almennum töðubresti er kúafœkk-
un um land alt.
En kúafækkun nú á þessum
tímum er landinu í heild sinni
stórhættuleg. Hún hefir í för með
sér miklu meiri feitmetisskort en
verið hefir. Hún hefir í för með
sér mjög hættulega minkun á fram-
leiðslu einnar beztu og farsælustu
fæðutegundarinnar.
Eins og á stendur er það lífs-
skilyrði 'að koma í veg fyrir þetta,
sé það mögulegt.
Eru nokkur ráð til þess?
Þau gætu verið og eru tvenns
konar. Þau sem bændur geta sjálfir
gripið til og þau sem landið gæti
gripið til, til þess að hjálpa bænd-
um. Og hafa það sameiginlegt
bæði, að koma með nýtt fóður
kýrgæft, í stað þess sem túnin
geta ekki veitt nú, nema af svo
skornum skamti.
Túnin verða ekki bætt héðan af.
Björgin verður að vera önnur.
Hér skal þá fyrst bent á tvent,
sem bændur geta gert. Hvorugt er
ný kenning. En góð vísa er ekki
of oft kveðin.
Annað felst í hinni gömlu bú-
mannsreynslu, að einn baggi af
góðu heyi er betri en tveir af
slæmu. Allir finna það á vetrum,
þegar verið er að gefa heyin, en
því miður gleymist það oft á sumr-
in, þegar verið er að hirða um
heyin.
Menn láta töðuna rigna flata
dögunum, jafnvel vikunum saman.
Menn horfa í vinnutapið við. að
ná heyinu upp.
Þetta er að spara eyrinn og
fleygja krónunni.
Og í sumar, þegar taðan verður
svo Iítil, er það lífsspursmál að
hún verði svo góð sem hún getur
orðið fyrir samstarf mannsins og
náttúrunnar.
Það verður að vaka yfir töð-
unni eins og veiku barni. Efna-
tapið við það að Iáta hálfþurran
töðuflekk rigna er gífurlegt. Það
er sama sem að hella mjólkinni
niður.
Nákvæm umönnun um töðuna,
hvert handtak sem unnið er til
þess að láta hana verjast sem bezt
fyrir regni og áfalli, er eitthvert
farsælasta verkið sem íslenzkir
bændur geta unnið í sumar, það
verk sem borgar sig einna bezt.
Hitt ráðið sem bændur grípa til
hefir oft verið nefnt hér í blaðinu
og verður ekki fjölyrt um nú.
Það er votheysgerðin. Hún er sem
betur fer að verða stórkostlega al-
mennari með hverju ári.
En á hana er mint sjerstaklega
í þessu sambandi vegna þess, að
auk þess sem votheysgerð gerir
hvorttveggja að spara vinnukraft
og veita miklu hollara og betra
fóður, þá gerir hún eitt enn. Það
er sem sé viðurkend reynsla, að
hún eykur kýrgœfa fóðrið. Það má
láta kýr eta það hey, sé búið til
úr því vothey, sem þær eta ekki
sé það þurkað.
Votheysgerð er því bezta ráðið
sem bændur geta nú gripið til, til
þess að verjast töðubrestinum.
Þess vegna á það að verða í
frásögur fært, að sumarið 1918
öfluðu íslenzkir bœndur meira vot-
heys en nokkurn lima áður siðan
land bygðisl.
— Þá skal að hinu horfið hvað
landið eigi að gera til þess að
verjast hinum hættulegu afleiðing-
um töðubrestsins. Því að hér er
gert ráð fyrir því að allir séu
samdóma um það, að landið megi
ekki sitja auðum höndum þegar
svo bersýnilegur voði er fyrir dyrum.
Kanpfélag Borgflrðinga er nýlega
búið að kaupa 30 þúsund tunnur
af sild. Það verk er unnið af fyrir-
byggju.
Væru kaupfélög um land alt,
nálega allir íslenzkir bændur í
þeim og félögunum viturlega
stjórnað, þá hefði nú verið hægt
um vik fyrir heildsölu kaupfélag-
anna að kaupa síld og annan
fóðurbætir handa öllum íslenzkuin
bændum og þá vitanlega við hinu
bezta verði og félögin hefðu svo
séð um og ítt undir að hæfilega
mikið af fóðurbæti kæmi heim til
hvers einasta hyggins bónda á ís-
landi.
Þvi miður hafa íslenzkir bændur
ekki enn komið á hjá sér svo
þroskuðum félagsskap.
Þess vegna verður landsstjórnin
nú að takast á hendur það verk,
með aðstoð þeirra bændafélaga
sem til eru og sveitafélaga, að sjá
um að fóðurbœtir, aðallega inn-
lendur, en ef til vill útlendur líka
(»hveitiklid«), verði fyrst og fremst
til og með hinu vœgasta verði og
þvi nœst að því verði haldið að
bœndnm að nota hann, fremur en
fœkka skepnum, og lionum verði
komið til allra héraða á landinu.
í öðrum stað í blaðinu er að
því vikið, að landsstjórnin muni
hafa yfir að ráða nokkrum tugum
þúsunda tunna af síld. Meira
mætti fá og meira þarf væntan-
lega að fá.
En um það þarf að gera áætlun,
hve mikið þarf. Og um það þarf
að gera ákveðnar ráðstafanir og
leita í tíma ábyggilegra upplýsinga,
hvert þarf að koma sildinni og
hve mikið á hvern stað.
Pað má ekki fara svo i haust að
útgerðarmenn brenni inni með síld,
en bœndur vanti síld, af þvi að
ekki er nœgileg fyrirhyggja um að
allir fái sem vilja.
Afleiðingarnar, þær að síldin
liggur óseld og bændur farga skepn-
um, eru alt of alvarlegar til þess
að svo megi fara.
Hér verður ekki farið úl í ein-
stök atriði um það, hverjar ráð-
stafanir eigi að gera. Það mun
ekki reynast mesti vandinn. Það
sem á ríður er, að það verði gert
og að það verði gert í tima.
Fossarnir.
Núna i vorblíðunni eru fossarnir
okkar kátir og rómsterkir. Berst
niður þeirra með vorblænum fram
og aftur um landið, ekki í svæf-
andi einrænissöng, heldur sem
léttar smáhviður og það alt upp
í rjúkandi rokur. Þeir eru að kalla
á okkur. Hlustum á þá. Hvað segja
þeir?
»Hér erum við ár og síð og alla
líð, suðandi af afli og fjöri. Við
getum altaf unnið, en aldrei þreyst.
Ykkur vantar alt, en við höfum
alt. Þið sitjið í myrkri og kulda,
og brennið þó áburðinum. Við
getum breytt köldu skammdegi í
vorhlýjan dag. Áburðinn, sem þið
brennið nú, gefum við ykkur allan.
Því að nógan hita getið þið fengið
hjá okkur. Og svo skulum við búa
til handa ykkur enn meiri áburð,
og ef þið bara viljið, skulum við
Framfarir.
Eftir
J. Brierley: »The Secret of Living; XXII«.
(Pýtt hefir sira Sigurður Gunnarsson)
---- (Frh )
Hugsum um hinar ótölulegu
nætur og daga, sem pláneta vor
heíir runnið sitt skeið kringum
sólina, þar sem frá óratíð til óra-
tíðar ekki sést vottur til breyting-
ar, en breyting þó sífelt að fara
fram; breyting frá hinu einfalda til
hins samsetta, frá hinu óæðra til
hins æðra, frá lægstu dýramynd-
um til ferfætlanna, frá því sem
var til þess sem er. Og breytingin
fer jafnan í sömu áttina. Getum
vér ímvndað oss, að þetta stóralda
starf sé unnið fyrir gíg? Að þessi
látlausa sköpun sé til einskis ann-
ars en fara með öllu forgörðum
að lokum? Lægsta beiting kraftar-
ins er sú, að tortíma. Beininga-
maðurinn getur brent glæsilegustu
skrauthallir Parísar til kaldra kola,
en hann gæti ekki reist eina ein-
ustu. Alheimurinn hefir að geyma
meiri vitsmuni, meira siðgæðis-
verðmæti, en tóma tortimingar-
ástríðu. Hver heimskinginn getur
drepið; það þarf guð til að skapa.
Ef alheimurinn kennir oss nokkuð,
þá hermir hann oss frá óþrjótandi
framförum, undir leiðslu máttar,
sem meiri er honum sjálfum.
En þótt vér trúum á framfarir,
þá athugum vel hvað vér eigum
við með því orði. Vér höfum reynt
að sýna fram á, að maðurinn er
á réttri leið i kappsmunum sínum
að bata og bæta; hann fylgir þar
alheimslegri hvöt, er ekki mun
blekkja hann. En hann fylgir henni
með misjöfnum árangri. Hann
verður að læra af glappaskolum
sínum, og hann gerir sig sekan í
Qölda þeirra. Á braut hans verða
jafnaðarlega fyrir honum villustíg-
ir, er liggja beint inn í díflissu
skessunnar Örvamting. í ftýtinum
að afla sér gróða á einstökum svið-
um glatar hann oft meiru en liann
vann á. Svo virðisl sem hann
hljóli að verða fyrir þungum aflöll-
um á hverri einustu athöfn sinni.
Tökum t. d. nútíðar menning
vora. Er unt að líta svo á, sem
þar sé um framfarir að ræða í öll-!
um greinum? Hvað eina, er vér
höfumst að til þess að auka (lýð)
menninguna, hefir agnúa í för með
sér. Vér reisum borgir og glötum
krafti sveitamannsins. Vér uppgötv-
um tímamælinn og glötum með-
fæddri stundvísi villimannsins. Vér
leggjum vegi og reisum vegvita,
og vitum ekki vort rjúkandi ráð í
vegvana stórskóginum, þar sem
Indíáninn er eins og heima hjá sér.
Berum Ameríku fyrir hundrað
árum saman við Ameríku nú á
dögum. Öld vor er móðir undur-
samlegra uppgötvana þúsundum
saman, og eru þær allar notaðar
út í yztu æsar í lýðveldinu mikla.
Slíkt köllum vér framfarir. En
hversu er nú mannlegum kjörum
háttað þar yfirleitt? Fyrir einni öld
var ameríska þjóðin harðger, spar-
söm, starfsöm og efnuð, lifði mest-
megnis á landbúnaði; þá voru þar
að eins fá stór auðsöfn, en hins-
vegar engin öreiga fátækt. En
hvernig er nú um að litast? Eftir
því sem dr. Whiton segist frá hefir
einn maður af hundraði hverju
yfir jafn miklum auð að ráða, og
hinir níutíu og níu. Árið 1903 var
svo ástatt í Boston, að 136,000
menn, eða 20 af hundraði hverju
borgarlýðsins, nutu opinbers styrks.
Einn maður af hverjum tíu, er
deyja í New York, er jarðaður á
kostnað hins opinbera. Fréttaritari
»Times« í New York skýrði nýlega
frá því, að tveir þriðju hlutar
borgarbúa ættu heima í leiguhús-
um, sem hafa að geyma 350,000
leigubústaði, þar sem enginn sól-
argeisli kemst nokkru sinni inn,
af þvi að þeir eru gluggalausir.
Saga Englands er ekki ólík; er i
sumum greinum, jafnvel svartari.
Lítum á kjör klæðgerðarmannsins
á norður-Engandi á átjándu öld-
*inni, eins og Arthur Young lýsir
þeim þá. (Frh.)