Tíminn - 20.07.1918, Side 1

Tíminn - 20.07.1918, Side 1
Timm kemur út einu sinni i mku og kostar 4 kr. árgangurinn. AFGREIÐSLA i Regkjavik Laugaveg 18, simi 286, út um land i Lau/ási, simi 91. II. ár. Reykjavík, 20. júlí 1918. 30. blað. fjármnnaleg innllmnn. Fyr á öldura var enginn vandi að sjá hvort þjóð væri frjáls eða nndirokuð. Áþjánarböndin voru sýnileg. Allir vissu um þau og engum kom til hugar að leyna þeim. En á síðustu árum hafa þjóð- irnar fengið annað innlimunarvopn, næstum enn hættulegra en her- valdið. Það er hin friðsama Qár- hagslega innlimun, sem sterkari þjóð beitir við veikari. þar kemur til greina aflsmunur fjárafla og menningar. Saga Tyrkja hin síðustu ár sannar þetta. þjóðin er hraust, herská og djörf, en fátæk og illa ment. Hún Vill rétta við og sækir fé og kunnáttu til Þýzkalands, öðrum löndum fremur. Það fæst með góðu móti. Járnbrautir eru lagðar, bankar stofnaðir, iðnaður keinur á fót í ýmsum greinum. En sjálf þjóðin sem í landinu bjTr er eins og utan við þetta, á ekki þetta, skilur það ekki og ræður ekki við framþróum þá sem gerist í hennar eigin landi. Og fyr en varir er þjóðin orðin þjónn í sínu eigin húsi. Auðsuppsprettur landsins og afltaugar þjóðfélagsins eru komnar í hendur hinnar sterkur erlendu þjóðar. Þannig hafa Þjóðverjar inn- iimaðTyrkjaveldi, ekki með Krúpps- byssum heldur með Qárafla sínum og andlegu yfirburðum. Á sama hátt hafa Bretar fyr meir innlimað mikinn hluta Indlands. í höndum þeirra fer aðferðin mjúklegast. Þeir hafa haft mestan auð og mest af þeirri stjórnkænsku, sem þar þurfti að beita — til að landvinningur- irin yrðj sársaukalítill þeirri þjóð sem fyrir varð. Fram á síðustu ár hafa íslend- ingar varla látið sig dreyma um aðra innlimun en þá sem skýrt kann að vera ákveðin í skrifuðum samningijm þjóða á milli. En þar er varla hálf hættan. Þjóðinni stendur miklu meiri hætta af fjár- munalegum fjötrum, heldur en hinni eldri innlimunarhættu. Ritstj. YÍSÍ8, Jakob Möller, fór þess á leit við neðri deild alþingis að fá að höfða mál gegn forsætis- ráðherra fyrir ummæli hans í þingræðu um blaðið. Lét forsætis- ráðherra þá ósk í ljósi að beiðnin yrði samþykt. Fyrir þá sök veitti deildin leyfið með 15 atkv. gegn 5. Neðanjarðarsíraa er verið að leggja nú víða um Reykjavíkurbæ. Samningar takast. Friður út á við. Alþingi hefir verið slitið. Dönsku samningamennirnir eru farnir heim á leið. Á miðvikudagskvöldið var komu samningarnir undir atkvæði sameinaðs þings á lokuðum fundi og hefir verið skýrt frá því opin- berlega, að 38 atkv. voru greidd með þeim, ekkert á móti, en tveir þingmenn greiddu ekki atkvæði. Dönsku nefndarmennirnir voru og allir samþykkir samningunum. Samningurinn vei’ður ekki birtur nú og ekki fyr en dönsku nefndar- mennirnir eru komnir heim. Verð- ur hann þá birtur í báðum lönd- unurn jafn snemma. Um einstök atriði hans, verður því ekki rætt opinberlega nú. En það er óhætt að fullyrða það að úr því að allir nefndarmenn- irnir íslenzku og 38 þingmenn voru honum samþ^'kkir og enginn á móti, þá sé hann á þá leið að sjálfstæðiskröfur okkar séu viður- kendar og við megum hið bezta við una. Samningurinn verði báð- um þjóðunum til hags og sóma. Sigur saraheldninnar. Mannkynssagan hefir þá sögu að segja að ein af smáþjóðum Norðurálfunnar, Svisslendingar, gat varið frelsi öldum saman fyrir voldugum og drotnunargjörnum nábúum. Henni tókst það með hinni frábæru samheldni að sigra ofureflið. Nú bætist við nýr þáttur um aðra smáþjóð álfunnar, sem fékk aftur fulla viðurkenning sjáifstæðis sins, af því að hún bar gæfu til að breyta um bardagaaðferð, láta niður falla sundrungina út á víð og standa sem einn maður. Saga þjóða og einslaklinga hefir marga slíka sögu að segja um mátt samheldninnar. Nú hefir sá sannleikur sannast á íslenzlu þjóð- inni. Við höfum borið úr býtum sigur í sjálfstæðisbaráttunni með samheldni. Nú eigum við að nema af þvi þann mikla lærdóm, að ávalt eftir- leiðis, þegar mætast hagsmunir ættlands okkar og erlendra ein- stalvfinga eða stofnana, þá eigum við að standa saman einhuga um að verja hagsmuni ættlandsins. Eru þess ærin dæmi hvílík hætta smáþjóðunum er búin af erlendu valdi í mörgum myndum. Það er ekki nóg að sjálfstæði þeirra sé viðurkent á pappírnum. Má þá ekkert viðnám veita, ef ekki reisir rönd við einhuga sam- heldni heildarinnar. Ósigur hægrimenskunnar. Það er sem betur fer ekki óal- gengt í skiftum einstaklinganna, að sá sem er meiri máttar komi fylli- lega réttlátlega fram við þann sem minni máttar er. En í viðskiftum milli þjóða er það óalgengt. Það þekkist varla að voldugri þjóð, sem náð hefir kúgunartaki og yfir- drotnun yfir annari minni, að hún viðurkenni óréttinn og sleppi tak- inu af frjálsum vilja. Það hefir langoftast reynst svo að það sið- gæðis og réttlætislögmál, sem gildir milli einstaklinga, fær ekki að gilda milli þjóða. Og hver er orsök þess? Orsöltin er ,sú, að enn ráða með flestum þjóðum þeir menn stefnu stjórnanna, sem eru beinlinis og óbeinlínis háðir ofjörlum og hægri- mönnum, sem meta það mest af öllu að aukíK auðsafn sitt á þrælk- un eigin landa sinna og annara þjóða. Þessvegna er það — að þótt í sjálfu sér eigi aldrei að þurfa að þakka það sem rétt er gert, því að úr því að það er rétt þá er slcylda að gera það — að okkur íslendingum er það skylt að þakka dönsku þjóðinni, að hún sem er meiri máttar, hefir breytt rétt við okkur, þótt það sé enn nálega al- heimsvenja, að sterkari þjóð breyt- ir ranglega við hina sem er minni máttar. Og hver er orsökin til þess aði Danir hafa brotið þessa alheims- venju? Hún er sú að í Danmörku ráða ofjarlar og hægrimenn ekki lögum og lofum. Hún er sú að hægri- mennirnir dönsku fengu ekki hindrað samningana, ekki einu sinni með því að neita að taka þátt í þeim. Því að þeir eru þar í svo miklum minni hluta, að frjáls- lyndu flokkarnir gátu látið sér í léltu rúmi liggja hvoru megin hryggjar hinir lágu í þessu máli. Hinni frjálslyndu Danmörku, vinstrimannaflokkunum og jafn- aðarmönnum, hinni frjálslyndu dönsku stjórn, eigum við íslend- ingar að þakka hina frjálslyndu og drengilegu framkomu gagnvart okkur. Allar góðar afleiðingar af þessum samningum eru að þakka full- komnum ósigri hægrimenskunnar í Danmörku. — Það er enginn vafi á því að þessi framkoma Danmerkur gagnvart ís- landi vekur atbygli um heim all- an. Ekki sízt eins og ástandið er í heiminum. Og meðal allra frjáls- lyndra manna mun framkoma Dana lofuð að verðleikum. Og hún mun gefa hinni frjálslyndu stefnu í heimspólitíkinni byr í seglin. Því að það er nú auglýst fyrir öllum heiminum, hvernig stærri þjóð kemur fram við minni þjóð, þegar oíjarlarnir og hægrimennirn- ir fá ekki að ráða. Geta allir dregið af því ályktunina, hversu stórfeld breyting yrði á heimspólitíkinni yrði þeim velt úr veldistóli allra stórveldanna. Afleiðingar. Það er ekki ofmælt að þessi at- burður sé merkasti atburðurinn í stjórnmálasögu íslands. Síðan ís- lendingar gengu Noregskonungi á hönd hefir enginn atburður gerst merkari. Er hann hliðstæður verzl- unarfrelsinu á því sviði. Undanfarin ár hefir deilan um málin út á við legið eins og mara á þjóðinni. Lá við að hún gerði landinu viðlíka mikla bölvun og verzlunareinokunin. Hún hefir drep- ið niður öllu heilbrigðu stjórnmála- Ufi innanlands. íslendingar hafa ekki getað snúið sér að því ein- huga að mynda heilbrigða flokka- skifting um innanlandsmálin vegna hennar. Af því hefir leitt beinlínis og óbeinlínis hin pólitiska spilling, óheilindi og óhreinar línur. En þjóðin var orðin þreytt á því. Og um leið og fyrsta byijun- in var hafin til þess að stofna til heilbrigðrar innlendrar flokkaskift- ingar, bar þjóðin gæfu til að sam- einast um utanrikismálin. Og nú er þeim ráðið til lykta og vegur- inn opinn fyrir nýtt tímabil í stjórnmálasögunni. Með friðnum útávið eru gömlu stjórnmálaflokkarnir endanlega úr sögunni. Þeir voru að syngja sitt síðasta og nýtt að koma í staðinn. Nýr klofningur út á við hefði ef til vill blá'sið einhverju lífi í þá. Nú er sú hætta liðin hjá. Og gömlu flokkarnir eru þar með endanlega dauðir. Stjórnarskrárbreyting í samræmi við hinn nýja samning verður vafalaust samþykt á alþingi næsta sumar. Þá má gera ráð fyrir kosn- ingum haustið 1919. Þá verður í fyrsta sinni kosið um stefnur í innanlandsmálum á íslandi. Tím- ann þangað til þá hefir þjóðin til að átta sig á því að skipast í flokka á hinum nýja grundvelli. Liggur nú við framtíð landsins, óvist um hve langan tíma, að þjóðin noti þann tíma vel, til þess að skipa hið nýja þing hæfum og eindregnum meirihluta frjálslyndra, samtaka manna. — —

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.