Tíminn - 20.07.1918, Page 2
162
TIMIN N
Alt er þetta á því bygt að samn-
ingurinn verði endanlega samþykt-
ur bæði af íslendinga hálfu og
Dana. Og um það þarf ekki að
efast hið allra minsta.
það er öldungis víst að íslenzka
þjóðin mun í haust fylgja einhuga
því sem alþingi hefir samþykt svo
einróma. þjóðaratkvæði sem þá
verður greitt mun sýna hinn sama
hug hjá þjóðinni og hjá þinginu.
Svo einhuga munu Danir ekki
samþykkjasamninginn. Hægrimenn-
irnir dönsku vildu ekki taka þátt
í samning hans. Það má telja víst
að þeir berjist gegn honum af öllu
aíli. En það er öldungis víst að
það mun vera unnið fyrir gíg.
f/rjálslyndu flokkarnir dönsku eru
svo langsamlega miklu sterkari.
Og þeir sendu hingað sína vitrustu
og atkvæðamestu fulltrúa og þeir
hafa samþykt samninginn. Það er
okkur trygging fyrir því að hann
muni þar og verða samþyktur.
Endurminningar
Tryggva Gunnarssonar.
Skarðið sem eg fór gegn um
fjallið minti mig töluvert á Ljósa-
vatnsskarð í Suður-Þingeyjarsýslu.
Hinumegin við það kom eg á
bóndabæ einn. Var mér þar tekið
hið bezta og gisti eg þar um nótt-
ina. Þar bjó velmegandi bóndi og
var það auðséð á öllum húsbún-
aði. Voru þar á borði silfurgaflar
og silfurskeiðar og postulínsdiskar.
Mér var þar borið vindþurkað
kjöt sem þykir þar hátíða matur.
Á eftir var borinn fram trébali
með svigum. í honum var hleypt
mjólk sem Norðmenn kalla
»Römmebunke« og þótti mér tré-
balinn vera nokkuð hjáleitur silfur
búnaðinum og postulíninu, en þetta
Pramfarir.
Eftir
J. Brierley: »The Secret of Living; XXI1«.
(Pýtt hefir síra Siguröur Gunnarsson)
-------------- (Frh)
Hann rak iðn sína heima með
sonum sínum og dætrum i glöðum
hug; þau höfðu við þægileg húsa-
kynni að búa og góðán lcost, og
heilnæmt útiloftið rétt við hendina.
Berum svo þessi kjör saman við
kjör nútíðarverkamannsins, er á
sér hæli í óþverrastrætum Man-
chesterborgar; hann er fölur, smá-
vaxinn og skorpinn. Verður oss
þá ljóst, að »iðnaðar-framfarirnar«
hafa ekki verið hreinn gróði. Vér
verðum að láta oss skiljast, að
framfarir í sannri merkingu orðs-
ins tákna mannlegar framfarir —
likams, sálar og anda — en ekki
véla-framfarir, auðmagns-framfarir.
Vér látum hátt um pólitiskar
framfarir, en ekki væri það úr
vegi að gera sér ljóst, hvað vér
eigum við með þeim. Ákafamenn-
irnir benda oss á þjóðvaldshreyf-
ingarnar, umbóta löggjöfina, al-
er þjóðarsiður hjá norskum bænd-
um.
Hélt eg nú áfram ferð minni,
kom meðal annars við í smábæ
einum og kynti mér glergerð,
hvernig ílöskur og aðrir hlutir úr
gleri voru búnir til, en um það
hirði eg ekki að fjölyrða, því að
víða má um það lesa.
Þaðan hétt eg til Drammen um
fallegan veg og dýran. Var hann á
parti höggvinn framan í klett og
hátt hengiflug fyrir neðan. Var
allægilegt að horfa þar niður.
Við Drammen rennur á allstór
og er foss í henni fast við bæinn.
Þangað gekk eg næsta dag tii þess
að skoða ýmsar veiðibrellur sem
bæjarmenn höfðu komið fyrir und-
ir fossinum til laxveiða. Sú til-
komumesta voru flekar úr plönk-
um nálega 10 álna langir og 5
álna breiðir hver. Á neðri brún
var kassi úr rimlum með göflum
við endana og að framan var
negld 10 þuml. breið fjöl. Smá-
gusur úr fossinum skvettust á flek-
ana og mynduðu litinn foss fram-
an af kassa brúninni. Upp í þá
bunu stökk laxinn og lenti í kass-
anum og var þar þangað til hann
var tekinn, því að hann vantaði
vatn og boimagn til þess að geta
stokkið upp úr kassanum. Einn
lax sá eg stökkva og lenda í
kassanum.
Frá Drammen hélt eg til Kristj-
aníu. Á þeirri leið gekk eg upp á
hátt fjall, sem eg man nú ekki
lengur hvað heitir. Hefi eg hvergi
séð jafn fagra sjón á æfi minni og
hefi eg þó séð marga fagra staði
á íslandi og í Sviaríki. Vestur og
norðurundan í margra mílna breidd
baðaði Hringaríki sig í sólskininu
nærri slétt með hvítum og rauð-
litum stórbændabæjum, smá stöðu-
vötnum og toppmynduðum skógi-
vöxnum hólum, sem stóðu upp úr
grænum ökrunum og engjunum. í
mennan kosningarrétt, afnám for-
réttinda, dvínandi vald lénsfyrir-
komulagsins og vaxandi vald
verkalýðsins. Vér skrifum undir
þetta alt, og meira í sömu átt.
Vér æskjum vellíðunar landslýðsins,
ekki vellíðunar einnar stéttar, er
grundvölluð sé á örbirgð annarar
stéttar. En gerum oss þetta mál
fyllilega Ijóst. Getur nokkrum til
hugar komið, að vér verðum
nokkru bættari með þvi einu að
hleypa einni stétt að völdum í stað
annarar? Það mundi vera í sjálfu
sér sama sem að setja þessa
græðgina í hásælið í stað annarar,
skifta á gömlu meini fyrir nýtt
mein. Ástralíumaður er bréfaskifti
átti við þann er þetta ritar, kvart-
ar yfir því, að hinn ráðandi verk-
mannaflokkur þar syðra reki eigin-
gjarna fiokkspólitík út í æsar.
Hvort sem þessu er nú þann veg
farið eða ekki, þá er það víst, að
vér erum ekki sólgnir í þess konar
framfarir. Engar pólitískar fram-
farir geta átt sér stað, nema með
því móti, að í oss öllum, jafnt
stjórnendum og þeim er stjórnað
suður sáust fjöll og land á Þela-
mörk í nálega 20 mílna fjarlægð.
Á hina hönd blasti Víkin við sem
er alkunnug fyrir fegurð.
í Kristjaníu kvaddi eg kunningja
mina og sýndi þá Schúbeler grasa-
fræðing fjallagrösin og varð hann
fár við.
Síðustu' dagana sem eg dvaldist
í Kristjaníu fékk eg bréf frá Dr.
Grími Thomssen, sem þá var í
Kaupmannahöfn og kveðst hann
hafa útvegað mér 500 ríkisdala
styrk til þess að eg ferðaðist til
Skotlands og kynti mér búnaðar-
háttu þar. En eg skrifaði honum
um hæl að mér kæmi ekki til hug-
ar að flækjast lengur í útlöndum.
Nú væri hugur minn allur að
komast heim og stunda bú mitt.
Þegar eg kom aftur til Kaup-
mannahafnar var Hertha, skonn-
orta sem Guðmann hafði lengi í
siglingum, nýbyrjuð að hlaða og
ætlaði til Eyjafjarðar. En er því
var lolcið kom norðangarður svo
skipið komst ekki af stað og varð
eg að bíða í Kaupmannahöfn sam-
tals 10 daga. Var eg þá lengst af
með Þórði Tómassyni, sem siðar
varð læknir á Akureyri, Skafta
Jósefssyni sem síðar varð ritstjóri
á Akureyri og Seyðisfirði og Sig-
urði Jónassyni, þá skrifara í utan-
rikisráðaneýtinu og var ekki laust
við »kenderí« í þá dagana. Eru
þeir nú allir dánir. —
Hertha var 17 daga frá Kaup-
mannahöfn til Ej'jafjarðar. En þeg-
ar kom inn á miðjan fjörð datt á
dúnalogn, svo skipið lá lengst af
deginum framundan Hjalteyri.
Sendi þá Pétur amtmaður reið-
hest sinn til Hjalteyrar og lést
vilja finna mig. Hefir hann ætlað
að sleikja mig upp fyrir svikin,
fyrst leiða mig af þeirri braut sem
eg hafði valið mér og svo svíkja
mig um lofaða ferðapeninga til
Noregs.
er, þróist nýr andi, andi sem við-
urkennir valdið, ekki sem takmark
metorðagirndar, eða sem tækifæri
til þess að skara eld að sinni eigin
köku, heldur sem trúnaðar- og
þjónsstarf, heildinni til heilla og
blessunar. »Lýðveldi«, sagði Mon-
tesquieu, »verður að byggjast á
dygð og drengskap«. »Ríkið«, segir
Lassalle, — og það er eitt hið
bezta sem hann hefir sagt — »á
að vera sú stofnun, þar sem allir
kostir fulltíða manns eru að starfi«.
Kjarni alls þessa máls er sá, að
til þess að pólitiskar framfarir séu
raunverulegar, hljóta þær að hafa
að baki sér framfarir andans. Eng-
in þjóð hefst á hærra stig, fyr en
sál hennar hefir hafist á hærra stig.
Alt ber þetta að sama brunni.
Einu framfarirnar, er oss ber að
kosta kapps um, leggja rækt við,
eru framfarir mannsins — líkams,
heila, og umfram alt, sálar hans.
Og hversu seint hefir róðurinn sóst
á þessu sviði; mörg áratogin mis-
hepnast og stundum rekið aftur á
bak! Berum nútíðarjEgyptann sam-
an við elztu forfeður hans, svo
Sagðist eg ekki vera þurfandi
fyrir hesta hans og fór hvergi. Ur
þessu var margra ára fjandskapur
milli mín og amtmanns og mála-
ferli. En um það verður ekki
talað að þessu sinni. — Þegar eg
lét til leiðast noklcrum árum síðar
að taka að mér forstöðu Gránu-
félagsins, fann eg að meira gagn
hefði eg haft af því að afla mér
verzlunarþekkingar veturinn 186S
til 1864, heldur en kynnast búskap
Norðmanna.
Þegar eg var kominn til róleg-
heita heima og fór að telja saman
ferðakostnaðarreikninga mína og
konu minnar, sá eg að upphæðin
var nokkuð há fyrir frumbýling.
Sá eg að nú var annaðhvort að
gera að duga eða að verða ræfill.
Eg fargaði þá tóbakspípum mínum
og smakkaði ekki áfengi, öl né-
reyk í átta ár. —
jffasturriki-UngverjalaniL
Þjóðerni ræður nú ríkjaskipun
nálega um alla Norðurálfu. Alveg
hrein og skýr eru þau mörk víða^
Á öðrum stöðum eru undantekn-
ingarnar einungis um landamærin,
en eitt þjóðernið yfirgnæfir hin
langsamlega.
Sameiginlegt þjóðerni, tunga, rit-
mál og saga bindur einstaklingana
hinum traustustu böndum. Það er
nú viðurkent af þorra manna unF
heim allan — hinum frjálslyndu
a. m. k. — að á þeim grundvellf
einum megi vænta friðar í fram-
tíðinni, að tekið sé fult tillit tit
þjóðernis er ríkjaskipun er ákveð-
in. Við væntanlega friðarsamninga
að styrjöldinni lokinni hugsa frið-
arvinirnir til þess að saminn verði,
friður sem geri hættuna sem minsta
að ófriður heQist af nýju og því
sem þeim er lýst í, ef til vill, elztu
bók veraldarinnar: »Boðorð Pta-ho-
Tep«. Þessi bók, frá tímabifi fiintu
konungaættarinnar, hefir að aðal-
inntaki hina fegurstu siðgæðiskenn-
ing, þar sem sérstök áherzla er
lögð á það, hvilík lífsnauðsyn gott
barnauppeldi sé, svo sem það, að
gera soninn að sönnum sæmdar—
manni! • Og böfum vér kristnir
menn komist langt framoúr þess-
um Essena-söfnuðum, sem þeir
Jósefus og Fíló lýsa fyrir oss. Þeir
höfðu ofan af fyrir sér með jarð-
yrkju, gættu hins strangasta hófs.
Um þá lesum vér enn fremur:
»Þar (o: í söfnuðunum) halda allir
ástríðum sínum í skefjum og eru
friðarins vinir. Við öll störf sín
hlýða bræðurnir fyrirmælum for-
manna sinna; góðgerða- og líknar-
verk er hið eina, sem þeir eru
látnir með öllu sjálfráðir um.
Stranglega er vakað yfir sannsögli
í hverju orði. Þeir bindast því, að
bera lotning fyrir guði, stunda
réttlæti gagnvart meðbræðrum, hata
jafnan ranglætið, en styðja réttlæt-
ið, og sýna áreiðanleik í viðskiftum«..