Tíminn - 21.09.1918, Blaðsíða 2
198
T 1M IN N
Endurminningar
Tryggva Gunnarssonar.
VI.
Jón Signrðsson
og
Tryggvi Gnnnarsson
Eg kyntist Jóni Sigurðssyni fyrst
árið 1859. Þá byrjuðu bréfaskifti
okkar á xnilli. Eg var afgreiðslu-
maður Bókmentafélagsbókanna og
skrifuðumst við á um félagið og
annað fleira.
Árið 1863 kom eg til Kaup-
mannahafnar, Þá hitti eg Jón Sig-
urðsson fyrst að máli. Tók hann
ínér ágætlega, eins og öllum öðr-
um íslendingum, sem til hans
komu.
Árið 1869 var eg fyrst á þingi
sem þingmaður Norður-Þingeyinga.
Mér var vel kunnugt um það að
fjárhagur Jóns var þröngur. Hann
var rausnarmaður hinu mesti og
hafði landa sína oft í boði, en
slíkt er kostnaðarsamt. Ilins vegar
hafði hann litlar tekjur, nema fyr-
ir það sem hann ritaði og fyrir
margt af þvi fékk hann engin laun.
íslendingar hugsuðu litið um að
launa honurn það sem hann vann
og ritaði fyrir þá. Hann fékk víst
aldrei eiun eyri fyrir það sem hann
ritaði í Ný félagsrit, varð meira
að segja að leggja íé frá sjálfum
sér upp í prentunarkostnað þeirra.
Á þinginu 1869 var eg heitur
fylgismaður Jóns Sigurðssonar og
svo voru ýmsir fleiri. Aðrir voru
hálfvolgir. Og enn aðrir voru hon-
um andstæðir og meðal þeirra voru
menn sem á stúdentsárum sinum
i Kaupmannahöfn höfðu verið full-
ir fylgismenn hans, en hötðu breytt
skoðun er þeir voru orðnir fastir
embættismenn hér heima.
Eg færði það í tal við nokkra
kunningja mina á þinginu 1869 að
við skyldum skjóta saman nokkru
fé handa Jóní, svo að hann þyrfti
ekki lengur að borga pappirinn
undir það sem hann ritaði fyrir
okkur. Varð samkomulag um þetta
okkar á milli og skutu nokkrir
menn saman í þinglok hér um bil
1600 kr.
Við fengum Jóni þetta og afsök-
uðum að það væri minna en við
hefðum óskað og vera hefði átt.
Hann þakkaði þetta vel. En sjálfir
vorum við ekki ánægðir og ákváð-
um það með okkur að við skyld-
um safna meiru um veturinn, svo
að það yrði að mista kosti 1000
ríkisdalir eða 2000 krónur.
Á norðurleið kom eg að Hnaus-
um og hitti Jósep Skaftason lækni.
Skýrði eg honum frá fyrirætlun
okkar. Hann var rausnarmaður og
tók vel í málið, Satna er að segja
um sira Halidór Jónsson á Hofi,
hann lofaði að styðja það. Enn
skrifaði eg nokkrum kunningjum
mínum og bað þá liðsinnis. —
Seint um veturinn skrifaði eg svo
aftur þessum mönnum sem eg
hafði leitað til. En svarið var hið
sama hjá öllum að ekkert hefði
safnast.
Eg var þá formaður í búnaðar-
félagi Suður-Þingeyinga og boðaði
til fundar um vorið. Var fundur-
inn haldinn í júnímánuði. Einar
Ásmundsson í Nesi kom til min
kvöldið á undan fundinum og
gisti hjá mér um nóttina.
Daginn eftir urðum við samferða
fram að Ljósvatni, þar sem fund-
urinn skyldi haldinn. Á leiðinni
sagði eg honum frá uudirtektum
manna undir samskotin til Jóns
Sigurðssonar.
»Alt af eru .íslendingar sjálfum
sér likir«, sagði hann, »en þótt ei
horfist vænlega á, þá skulum við
reyna að lappa upp á málið enn
og hreyfa því í dag«.
Að loknum fundinum skýrði eg
fundarmönnum frá málavöxtum og
hvernig nú væri komið. Sigurður
Guðnason á Ljósavatni, hreppstjóri
Bárðdæla og Kinnunga, drengur
góður og örgerður maður, varð
fyrstur til svars. Kvað hann máíið
ágætt og kvaðsl vilja styðja það.
Hinir tóku og vel í það og voru
fúsir að leggja fé fram.
Koin það nú til tals að það
gæti verið niðurlæging fyrir Jón
Sigurðsson að þyggja beinar fégjaf-
ir og að bæði hann og aðrir kvnnu
að skoða það sem gustukafé.
Okkur kom þá saman um að
við skyldum stofna félag og nefna
þaö Pjóðvinafélag og verja fénu í
þágu þess. En Jón Sigurðsson átti
að vera foringi félagsins og einráð-
ur hvernig fénu væri varið. Þessi
er byrjun Þjóðvinafélagsins.
t
Hau§ Kllefseo.
hvalveiðumaðnr.
Hann andaðist i Kristjaníu hinn
6. þ. m. rúmlega sextugur (f. 10.
júní 1856). Var hljótt um nafn
hans hér siðari árin, siðan hann
fluttist héðan alfarinn með atvinnu-
rekstur sinn, eftir að hvalafriðun-
arlögin gengu i gildi, en um mörg
ár var hann stærsti gjaldþegn ís-
lands og sá maður sem flestum
veitti atvinnu afeinstökum mönnum.
Hann fluttist hingað til lands ár-
ið 1889, gerðist islenzkur borgari
og bjó á Sunnuhvoli við Önundar-
fjörð og átti þar hvalveiðastöð
þangað til hún brann árið 1901.
Sama árið reisti hann aðra stöð á
Asknesi við Mjóafjörð og flulti
þangað allan útveginn eftir brun-
ann. Var Asknesstöðin hin stærsta
og fullkomnasta af því tagi hér á
landi og þótt víðar væri leitað.
Áður en hann flutli alfarið héðan
reisti hann aðra stöð við Saldanha
Bay i Suður-Afríku.
Kunnugur maður, sem skrifar
um Ellefsen í ágústblað Óðins 1911
segir um hann, að hann hafi flest-
um ef ekki öllum útlendingum
fremur, sem hér haíi leitað sér at-
vinnu, reynt með fyrirliyggju og
rausn aö styðja meðborgara sína
hér og sérhvert þjóðþarft fyrirtæki
sem hann hafi náð til.
Það mun ekki ofmælt. Héruðin
sem hann dvaldist i nutu hans
mest, bæði af því að hann bar
þar meiri gjöld en allir aðrir sam-
tals og af því að hann var svo
stórgiöfull. Stærsta gjöfin „var 10
þús. krónur til fátækraframfæris i
Önundarfirði, en rnargar fleiri mætti
nefna.
»Það er ekki með hóglífi og fé-
hyggjubralli, eða smámunalegri
samhaldssemi að maður þessi hefir
aflað sér fjár og frama. Hann hefir
unnið eins og berserkur andlega
og líkamlega, einkum framan af
æfinni, en með þeirri fyrirhyggju og
glöggskygni, sem sigrað hefir alla
erfiðleika og gert hann að því
óskabarni hamingjunnar, sem flest
fyrirtæki hepnast vel. Járnvilji
hans, kapp og heilb'rigt hyggjuvit
hefir fært honum gull i mund, en
drengslundin og höfðingsskapurinn
ást og virðing granna og samvista-
mannac
Hans Ellefsen var höfðingi í orðs-
ins beztu og viðtækustu merkingu.
Hefðu þeir ailir verið svo skapi og
drengskap farnir auðmennirnir sem
hingað hafa leitað, langa eða
skamma hrið, þá væri margt hér
öðruvisi og þá væri hugur þjóðar-
innar annar en er til slikra gesta.
Ritfregn.
--- (Frh.)
1 3. tbl. »Landsins« heldur P.
enn áfram. Má heita, að í hverri
línu sé þar einhver meinloka, en
rúmið leyfir ekki að benda á nema
fáar. Eitt af »sönnunurn« höf. fyrir
því, áð kaupmannaverzlun sé betri
en kaupfélaga, er það, að verzlun-
aræíingiu gangi í kaupmannaliðinn
mann fram af manni. Áframhald-
andi sýslan við kaupskap fullkomni
handverkið. Og þjóðin á að græða
á því. Við þetta er ýmislegt að
athuga.
1. Að þó að þetla væri salt; að
kaupmenskan fullkomnaðist frá
kyni til kyns, þá gæli hver ætt-
leggur að vísu safnað saman meiri
og meiri auðæfum. En þætti sam-
vinnumönuum bót að því, þó að
þessir margendurfæddu kaupmenn
hefðu fengið á óvenjulega háu stigi
þá gáfu að láta ágóðann af verzl-
uninni renna í fárra manna hend-
ur eins og t. d. Rockefeller og fleiri
slikir burgeisar. *
2. Þar að auki er kenningin
vafasöm. Eitt af því sem líffræðis-
rannsóknir siðustu áratuga hafa
sannað er það, að ávandir eigin-
leikar ganga ekki i arf frá foreldr-
um til afkvæmis. Þó að 10 feðgar
hver fram af öðrum legðu stund
á hebresku, myndi erfiði þeirra á
engan hátt erfast til hins 11. í röð-
inni, þótt hann vildi halda áfram
sama námi. Hann yrði að læra
hvert orð, beygingu og lögmál,
alveg eins og þótt forfeður hans
hefðu aldrei lagt stund á hebresk-
una. Og svo er um alt nám og æf-
ingu, hún erfist ekki frá kyni til
kyns.
3. Reynslan er líka ekki ótvíræð
því í vil, að heppilegt sé að ein-
angra stéttirnar þannig, að börn
taki við af foreldrum með atvinnu.
Indverjar reyndu það fy/ á öldum
með ýmsa iðju og leiddi af hrapar-
Ieg kyrstaða. Stjórnvizka konunga
hefir ekki þótt lærast betur »frá
kyni lil kyns« en svo, að allar
mentaþjóðir stefna að því, annað-
hvort að afnema hina arfgengu
stjórn með öllu, eða þá að gera
hina vel »vöndu« stjóruendur hættu-
lausa, með að lofa þeim engu að
ráða. Um dásemd lávarðavaldsins,
þar sem stjórnkænskan samkvæmt
kenningu P. ætti lika að vera sí-
vaxandi, héfir sú þjóð, sem við það
á að búa, dæmt nýlega með því
að brjóta það á bak aftur, enda
stóifræg heimska og áhugaleysi
tlestra þeirra manna um þjóðnýti-
leg mál Breta. Fyrir stjórnarbylt-
inguna 1789 hafði það öldum sam-
an verið venja á Frakklandi, að
aðalsmenn einir yrðu liðsforingjar
og hershöfðingjar. Sú reynsla ætti
að vera P. í vei.
En því fer fjarri. Sjaldan hafa
nokkrir herforingjar fengið háðu-
legri útreið í styrjöld en aðals-
mannablómi sá, sem stýrði her-
deildum Lúðviks 15. og 16. En
eftir að byltingin braut niður stélta-
múra, voru þeir gerðir að for-
ingjum, sem sýndu í verki að þeir
kunnu að slýra mönnum. Þá urðu
synir skraddara, skósmiða og hvers-
konar smælingjar hershöfðingjar,
ef þeir þótlu þess maklegir. Og úr
skauti frönsku alþýðunnar reis þá
hinn glæsilegasti hershöfðingjaskari,
sem nokkurn tíma hefir starfað
fyrir eina þjóð. Hvað segir P. um
þá miklu prinsa, marskálka, hertoga m
og generala, sem standa svo illa í
í vegi fyrir kaupmenskuarfgengi
hans?
Þessi og ótal önnur dæmi sýna
hve fávísleg kenning P. er, að börn
séu bezt komin með þvi að stunda
iðn feðranna, og að betri fullkomn-
un verði náð með því móti. Og
þótt eitthvert vit kynni að vera í
þessari kenningu, þá kemur hún
málinu ekkert við, því að »full-
koinnir «milliliðir eru fullkomnastir
fyrir sig sjálfa, og geta jafnvel ver-
ið því hættulegri almenningi, sem
þeir æfast meir í að gera sélr ná-
ungann að bráð (sbr. »Landið«)«.
»Nú er komið að einu Jjóma-
mesta gullkorni í greinum P:
Klausan er svo hljóðandi:
»Alt öðru máli er að gegna, ef
hlutafélögin (þ. e. samvinnufélög-
in) út af viðskiflnm við úilönd hafa
minni hag en kaupmenn, því að
þá má eiga nokkurn vegin víst,
að hlutafélögin skilja eftir i útlönd-