Tíminn - 05.10.1918, Blaðsíða 1
TlMINN
Ccemur út eina tinrti i
mka og kostar 4 kr.
árgangarinn.
AFGREIÐSLA
i Regkjavik Laugaveg
18, simi 286, át am
land i Laajáei, simi 91.
II. ár.
Reykjavík, 5. október 1918.
41. blað.
Ur Austurvegi.
Styrjöldin hófst á Balkanskaga.
IÞar gerast nú og þau líðindi, sem
líkleg þykja til að stytta ófriðinn.
Nú um langt skeið hefir, að því
er snertir mikla landvinninga, ver-
ið jafntefli að mestu, milli Mið-
veldanna og Bandaþjóðanna. En
siðustu dagana í september gerðust
þau stórtíðindi á Balkanskaga, að
herlína Búlgara svignaði og brast
að lokum. Hersveitir Bandamanna
flæddu inn yfir landið. Stjórn
Búlgara beiddist griða og friðar
þjóð og landi til handa. Banda-
menn urðu við því, með því móti
að Búlgarar framseldu her sinn
allan, og gæfust upp skilyrðislaust.
Samhliða sigrunum á Balkan
sótti Bretar fram á Gyðingalandi,
hröktu Tyrki þaðan með öllu,
handtóku 50 þúsund manna og
náða afarmiklu af hergögnum.
Tyrkir eru því næsta illa staddir,
sigraðir að austan og því nær úti-
lokaðir frá sambandi við Pjóðverja.
Mætti búast við tíðindum úr þeirri
átt fyr en varir.
Uppgjöf Búlgara er vafalaust
sprottin að því, að leiðandi menn
landsins hafa mist alla von um
það, að Þjóðverjar myndu standa
sigri hrósandi i ófriðarlokin. Hung-
ur og harðrétti hafa sorfið að
þjóðinni. Og heldur en heyja von-
lausa baráttu, til þess eins að fá
að lokum harðan friðarkost, leitar
stjórn Búlgara samninga við óvini
sína. Ekki mun það hafa verið
gert að vilja Ferdínands konungs;
hann hafði öðrum fremur orðið til
að leiða Búlgara í striðið með
Þjóðverjum, enda flýði liann nú á
náðir þeirra, er að kepti.
Uppgjöf Búlgara voru hörð tíð-
indi fyrir Þjóðverja. Tækist ekki
að hindra það, var slitið sam-
bandinu við Miklagarð, Tyrkir von
bráðar úr sögunni og þár með
lokið draumum Slór-þjóðverja um
samfelt heimsveldi frá Norðursjó
að Persaílóa.
Svo sem að líkindum ræður,
létu Þjóðverjar ekki hendur falla í
skaut við ótíðindi þessi, heldur
sendu liðskost alhnikinn inn í
Búlgaríu til að halda því af land-
inu sem unt væri, helzt reka ó-
vinina öfuga út yfir landamerkin.
En stórmikill bagi er Þjóðverjum
að því, er Búlgarar hófust handa
með samninga og friðarumleitanir
UPP á eigin spítur, í stað þess að
leita herstyrks frá Þjóðverjum og
hopa hvergi.
Svo sem að likindum Iætur,
hveikja atburðir þessir, og nndan-
hald Þjóðverja að vestan, sigur-
vonir i brjóstum Bandaþjóðanna.
Hafa margir af voldugustu auð-
mönnum í Vesturheimi tjáð stjórn-
inni í Washington, að ekki skyldi
skorta fé til að halda stríðinu á-
fram uns kostur væri á aðgengi-
legum friði.
Satnbanðsutálið.
Hvað sannar meðferð málsins
hingað til?
Einstök atriði samningsins njTja
hafa ekki verið rædd hér í blað-
inu. Það er með fullri vitund gert,
vegna trausts á málstaðnum og
heilbrigðri skynsemi íslenzkra
kjósenda.
Öll blöð hafa birt samninginn
og athugasemdirnar og látið álit
sitt í Ijós í aðalatriðum. Álit þing-
nefndanna, meiri og minni hlutans,
og umræðurnar í þinginu hafa
verið sérprentaðar og sendar út
um alt land.
Þetta er fyllilega nægilegt og
þetta er hið rétta um að fá sanna
atkvæðagreiðslu. Gögnin lögð á
borðið og mönnum gefinn friður
til að hugsa málið.
Þess gerist engin þörf að vekja
upp allan gauraganginn frá 1908.
Æsingar í málum verða sjaldnast
til þess að sfcýra málin, miklu
fremur hið gagnstæða. Og i þessu
tilfelli gerist þess enn síður þörf
að fjölyrða, þar eð sjálfstæðisbar-
áttan er orðin svo löng og línurn-
ar svo glöggar, að þeir sem á
annað borð fást til að hugsa um
slikt, geta gert það og gera það
bezt, með því að hafa málsgögnin
sjálf fyrir sér.
Andstæðingar málsins eru til,
því ber ekki að neita, en þeir eru
fáir. Og þeir hafa sem ekkert að-
hafst.
Aðgerðarleysi þeirra sannar
tvent:
Fyrst og fremst vonleysi þeirra
um sigur. Því að þeir hljóta að
vita það, bæði af undirtektum
nálega allra blaðanna og af við-
tali við menn og af fréttum hvaðan-
æfa, hversu fylgið er eindregið
við málið. Aðgerðarlaust er því
málstaður þeirra dauðadæmdur.
Aðgerðarleysið sannar að þeir eru
vonlausir um sigur, þólt þeir hæf-
ust hauda.
í annan stað sannar aðgerða-
leysi þeirra það, að þeir eru ekki
svo sannfærðir sem þeir láta um
að frelsi íslands sé glatað og
mikið tjón óumflýjanlegt með sam-
þykt málsins. Því að væru þeir
öldungis sannfærðir um þetta,
væri það ótvíræð skylda þeirra við
föðurlandið að gera alt sem unt
væri til þess að hindra það. Það
sem hefði legið beinast við var að,
stofna blað þegar í stað og koma
því inn í hverja sveit á landinu
svo snemma að mönnum gæfist
góður frestur til umhugsunar.1)
Þeir hafa ekki gert það. Það
skal hér lagt út á betri veg fyrir
þeir. Það er ekki af því að þeir
bregðist skyldum sínum við föður-
landið. Heldur af hinu, að skyn-
semin segir þeiin, að liættan sé
ekki mikil, enda svo margt og
mikilvægt fengið að hinu leytinu.
Framkoma fylgjenda og andstœð-
inga málsins er þvi sterkasla sönn-
unin fyrir þvi, hve það er gott.
Hinir fyrnefndu nota sér ekki
aðstöðuna, að þeir hafa öll blöð
landsins á sínu bandi, til þess að
berja því inn í fólkið, hvað það
eigi að gera. Þeir leggja gögnin á
borðið og eiga það hiklaust undir
heilbrigðri dómgreind manna,
hvernig þeir greiði atkvæði.
Hinir síðarnefndu hafast lítt að,
af því að þeir eru vo'nlausir um
sigur, og af því að undir niðri
eru þeir samningunum ekki mjög
andstæðir.
Atkvæðagreiðslan.
Eina hættan sem stafað getur af
þessari meðferð málsins er sú að
atkvæðagreiðslan 19. okt. verði
illa sótt. Ærsl og æsingar koma
því til leiðar að menn sækja vel
kjörfundi. Séu menn vissir um úr-
slit einhvers máls, sitja menn
miklu fremur heima.
Frá hvaða sjónarmiði sem er,
væri það þjóðarskömm, ef at-
kvæðagreiðslan verður illa sótt.
Það má ekki koma fyrir.
Víða um sveitir mun því svo
fyrir komið að hausthreppaskil
verða haldin einmitt þennan dag.
Með því mun fengin nokkur trygg-
ing fyrir að allflestir bændurkomi
og greiði atkvæði.
En það er ekki nóg.
Má í þessu sambandi minna á
niðurlag auglýsingarinnar um at-
kvæðagreiðsluna. Segir þar að þeir
sem ekki eru »heimanfærir til
kjörstaðar«, megi greiða atkvæði
heima, eftir nánari reglum.
Andi laganna er tvímælalaust sá
1) fiftir að þelta er skrifað helir
verið stofnað blað í Reykjavík sem
nefnist Einar Pveræingur. Pað á að
vekja menn til umhugsunar um málið
og er »öllum skoðunuin heimilt rúm i
blaðinu«. Par eð það kemur svo seint
nær það ekki tali af öðrum en Reyk-
vikingum, enda berst það ekki ein
hliða gegn málinu. Pað haggar þess
vegna ekki því sem hér er sagt.
að sem allra flestir geti greitt at-
kvæði. Orðalagið »heimanfærir«
hlýtur þvi að eiga að skiljast, ekki
einungis um þá sem heilsu vegna
geta alls ekki komist til kjörstað-
ar, heldur og um þá sem vegna
brýnna anna eða annara heimilis-
ástæða geta ekki komist, eiga ekki
heimangengt.
Þessa eru kjósendur beðnir að
minnast. Víðast á landinu eru svo
miklar annir uin það leyti sem at-
kvæðagreiðslan fer fram, í annan
stað má gera ráð fyrir illri færð
og ilt veður getur og hamlað.
Vörnin við þvi að atkvœðagreiðsl-
an verði illa sótt af þessum ástœð-
um er sú, að einhver af heimilinu
fari með atkvœði þeirra á kjörfnnd
sem ekki geta að Iieiman komist.
Til þessa þarf að hafa fyrir-
hyggju um að hafa kjörseðla við
hendina og aðgæzlu að fara með
eftir réttum reglum.
Látum svo þjóðarviljann koma
ótvírætt í Ijós hinn 19. okt., með
mikilii þátttökn í atkvæðagreiðsl-
unni, og margföldn samþykki nm
að veita viðtökn fullveldisviðnr-
kenning íslands.
Landsbaiikinn.
i.
í sambandi við laúsnarbeiðni
Björns Kristjánssonar bankastjóra,
hefir ísafold enn á ný fundið til-
efni til þess að ásaka Sigurð Jóns-
son ráðherra og framsóknarflokk-
inn fyrir skifti sin af Landsbank-
anum. Og í umræðunum um van-
traustsyfirlýsinguna kom hið sama
fram hjá einstöku fylgismönnum
blaðsins.
Þessi framkoma ísafoldar, að
þykjast nú ætla að taka svari
Landsbankans og kenna öðrum
um það niðrunarástand sem bank-
inn hefir komist i, minnir mjög á
framkomu Marðar Valgarðssonar,
sem fyrst var valdur að Njáls-
brennu með rógi sínum og flutti
síðan brennumálið. Og fulla vissu
mætti telja að lík gifta fylgdi starfi
ísafoldar nú og starfi Marðar þá,
væri ísafold hinn eini málsvari
bankans.
Þessum orðum skal nú fundinn
staður, með því að rekja afskifti
ísafoldar af Landsbankanum síðan
um aldamót.
Er þess þá fyrst að minnast að
fyrstu ár aldarinnar barðist ísafold
fyrir því af öllum mætti að leggja
niður Landsbankann og að fela er-
lendu gróðafélagi fjármál íslands
nœrfelt i heila öld. Styrkasta stytta