Tíminn - 05.10.1918, Síða 4
208
T í M I N N
Ný bók um flskaklak.
Einföld aðferð að búa til fiskatjarnir og ala upp fiska.
Með myndum.
— Nauðsynleg bók á hverju heimili — Verð 1,75 kr., 5 eintök
borguð fyrirfram 1,30 kr.
Bókin er send, með póstkröfu eða gegn fyrirframborgun, út um land.
Útsala á Frakkastíg 12, Reykjavík.
öuðm. Davíðsson.
mjrnd um hve mikið fylgi slíkar
skoðanir hafa innan Miðveldanna.
En grunur leikur á að hreyfing i
þessa átt sé ailsterk, síðan á dög-
unum, að út kom ávarp mikið frá
Hindenburg til þýzku þjóðarinnar,
þar sem hann fer hörðum orðum
um þá veikburða og istöðulausa
landa sína, er láti orð óvinanna
hafa áhrif á sig. Kennir hann ó-
vinunum um allan °þann flokka-
drált og sundrung sem í landinu
sé, að þeir strái flugritum og seðl-
um inn yfir landið og reyni að
telja hermönnunum og öðrum trú
um að til einskis sé fyrir þá að
berjast. Á þessum alvörutímum
megi enginn láta eitraðar tungur
óvinanna hafa áhrit á staðfestu
sina og taugastyrk.
í sömu andránni eru lögin um
almennan kosningarétt til meðferð-
ar í »herdeild« prússneska þings-
ins. Mælir kanslarinn þar djarflega
með því að almennur kosninga-
réttur komist á; sýnir fram á að
það sé ekki annað en sjálfsögð
sanngirniskrafa að allir fái það
jafnrétti sem almennur kosninga-
réttur veitir, þar eð allir hafi jafnt
orðið að bera byrðar ófriðarins og
leggja fram líf sitt fyrir fóstur-
jörðina. —
Eftirtektaverðust eru þó þau um-
mæli kanslarans að þeir sem þvi
ráði hvert lögin um almennan kosn-
ingarétt nái fram að ganga, þeir
verði að taka tillil til þess að vald
keisarans og kóróna sé í veði ef
þjóðin fái ekki vilja sínum fram-
gengt í þessu. — Sýnir það framar
öðru að mótspyrna gegn ráðandi
flokki Þýzkalands er öflug, þar eð
kanslarinn leyfir sér að láta þá
skoðun í ljósi, að til sé sú hreyf-
ing er kunni að raska tign hins
hágöfuga keisara — ef eigi sé Ieit-
ast við að koma á samlyndi milli
stjórnmálaflokkanna.
Sýniíig Ríkarðs Jónssonar.
Ríkarður Jónsson myndhöggvari
hefir undanfarnar vikur haft sýn-
ingu í Barnaskólanum, einkar fjöl-
breytta. Voru það yfir eitt hundr-
að gripir og allir frá síðustu tveim
árunum, svo að auðséð er að eigi
hefir þessi listamaður haldið að
sér höndum.
Enginn . islenzkur listamaður
jafnast á við Rikharð í tjölhæfni.
Hann leggur á flesta hluti gerva
bönd. Hann er tréskeri, teikni-
meistari, myndhöggvari. grefur
manna bezt í málm, og gerir
myndamót betur en nokkur annar
íslendingur. Bar sýningin ljósan
vott um þessa fjölkunnáttu Rik-
arðs. Þar voru margir hlutir hag-
lega útskornir, teiknaðar manna-
myndir, vangamyndir og brjóst-
myndir úr gipsi og eir. Lands-
lagsmyndir teiknaðar, skopinyndir,
þjóðsagna og kynjamyndir o. s. frv.
Frumeinkenni Ríkharðar er fjöl-
bæfnin og hugkvœmnin. Til eru
hér á landi menn sem engu síður
eru skurðhagir. En enginn kemst
til jafns við Ríkarð í hugamynda-
auði í tréskurðinum. Hver slíkur
gripur eftir R. er ekki einungis
frumlega smiðaður, en þar að auki
frumlegur og sérkennilegur, ber
með sér einhverja snjalla nýja
hugsun. (NI.)
Fréttir.
Tíðin hefir verir verið mjög
umhleypingasöm þessa viku. Stór-
rigningar og hvassviðri annan
daginn en hægviðri á milli. Þýður
hafa verið seinni partinn.
Landsbankinn. Tveir atburðir
gerðust 1. þ. m. í sögu Lands-
bankans. Tók þá til starfa hinn
nýi bankastjóri, í stað Björn
Kristjánssonar og er það Ludvig
Kaaber ræðismaður. Er það al-
mannarómur að eigi hafi verið
unt að fá hæfari mann í þá stöðu
og jafnvel eitruðustu andstæðingar
landsstjórnarinnar treysta sér ekki
að ráðast á þessa ráðstöfun. Má
nú teijast hin bezta von um að
landssljórninni hafi tekist, með
skipun hinna tveggja nýju banka-
stjóra að koma bankanum út úr
því öngþveiti sem hann hefir ver-
ið í. Og verði nú saga hans næstu
árin ólík næstu undanfarinna, og
gagnið að bankanum eftir því. —
Hinn alburðutinn var sá, að þá
tók til starfa fyrsta útibú bankans
í sveit, að Tryggvaskála við Ölfus-
árbrú. Verða þeir fastir starfsmenn
bankans þar; Eiríkur Einarsson
útibússtjóri, áður settur sýslumað-
ur í Árnessýslu og Guðmundur
Guðmundsson frá Reykholti, gjald-
keri. Gæzlustjóri útibúsins er síra
Ólafur Sæmundsson í Hraungerði.
Bannlagabrot. Ferdinand Eyj-
ólfsson kyndari á Lagarfossi hefir
orðið uppvís að því að hafa selt
áfengi og meira áfengi fanst í fór-
um hans. Var hann sektaður um
300 kr. — Samtímis var Ágúst
Benediktsson bryti á Lagarfossi
sektaður uin 300 kr. Játaði hann
að hafa selt farþegum á Lagarfossi
áfengi á ferðum kringum land
utan landhelgi og varð sömuleiðis
uppvís að því að'hafa rofið inn-
sigli fyrir vínbirgðum. Virðist leik-
mönnum sektin lág fyrir þetta.
Fiskaklak. Guðmundur Davíðs-
son kennari í Reykjavík hefir sam-
ið og gefið út dálítið kver um
fiskaklak. Hefir það mál verið lítt
rætt áður og litlar framkvæmdir
hér á landi. Merkastar munu til-
raunir Nývetninga á síðustu árum
og ritaði Bjarni Sæinundsson um
þær i Andvara 40. ár. — Kver
Guðmundar er skýrt og skipulega
ritað.
Flskiféiagið sendi ungan mann.
Jón Einarsson frá Stykkishólmi,
vestur um haf með Gullfossi síð-
ast. Á hann að kynna sér fisk-
verkunaraðferðir Ameríkumanna og
hagnýting fiskúrgangs.
Embættispróf f læknisfræði hafa
þeir tekið nýlega: Hinrik Thorar-
ensen, sonur Odds lyfasala á Ak-
ureyri, Jón Bjarnason, prests Páls-
sonar í Steinnesi og Kristján Arin-
bjarnarson, bókbindara Sveinbjarn-
arsonar í Reykjavík. Allir tengu
þeir fyrstu einkunn.
Bj’örn Jósefsson frá Vatnsleysu
í Skagafirði, hefir fengið veiting
fyrir héraðslæknisembættinu á
Húsavík. Hanu var áður settur
læknir í Axarfjarðarhéraði.
Mýraýsln 29/a. Veðurátta er mjög
köld, hefir verið frost á hverri
nóttu nú á aðra viku. Heyskapur
hefir gengið illa sökum grasleysis,
en nýtingin hefir orðið góð. Sumir
hér hafa heyjað Iítið meira er
helming, á móts við það sem
venjulegt er og heyin ekki góð,
þar eð mest hefir verið slegið, þar
sem aldrei hefir verið slegið áður
í manna minnum. Forarflóar hafa
sprottið tiltölulega bezt, þó því að
eins að þar hafi ekki verið ný-
slægja. Kartöíluuppskera mun vera
í meðallagi, sumstaðar þó tæplega
það.
Batmagnsraálið er nú mjög rætt
í Bæjarstjórn Reykjavíkur. Takist
borgarstjóra, sem nú er ytra, að
fá lán, má gera ráð fyrir að byrj-
að verði á því verki í vetur. Helst
í ráði að lyfta vatninu úr Elliða-
vatni og ánum, yfir í Rauðavatn
og búa til framrás úr því ofan í
Grafarvog. Má þá nota alla fall-
hæðina i einu og í annan stað
verður yfir meiru og jafnari vatni
að ráða, þar eð bæði vötnin verða
undir.
Eiða-draugurinn var endanlega
kveðinn niður f þinginu sama daginn
og vantraustið var drepið. Ein-
hver andófs þingmaður beindi að
forsætisráðherra dylgjum um Eiða-
Dagur,
frá byrjun, fæst hjá Birni
Björnssyni, Laugavegi 18,
sími 286. Árgangurinn 2 kr.
málið. Varð það til þess að Jón
Magnússon forsætisráðherra for-
dæmdi með sterkum orðum þá
menn, sem utan þings eða innan
hafa haldið því fram að austan-
þingmennirnir, Sveinn Ólafsson og
Þorsteinn Jónsson hafi á nokkurn
hátt reynt að neyta pólitiskra á-
hrifa í sambandi við væntanlega
veitingu kennaraeinbætta við Eiða-
skólann. Þar sem veiting þessara
embætta kemur að eins við for-
sætisráðherra, var yfirlýsingin hörð
hirting á Jón á Hvanná, og þá
menn aðra sem mest hafa haldið
á lofti Eiðarógnum. Stóðu þeir nú
stimplaðir ósannindamenn framini
fjrrir allri þjóðinni. Saga sú er
gömul, að heiðursmenn eru altaf
þyrnir í augum sérgæðinga og
lítilmenna.
Bréf úr Testur-ísafj.sýslu. »Nú
er altalað hér að þingmaður
okkar, Matthías Ólafsson, muni
ekki gefa kost á sér aftur, enda
varla samrýmanlegt, að vera er-
indreki í annari heimsálfu og
þingmaður hér heima. Töluverður
áhugi er um að fá mann úr sjálfu
héraðinu á þing, framsækinn og
heiðarlegan. Hefir síldarmál þeirra
þremenninganna orðið til að opna
augu manna fyrir þvi, að fyrsta
krafan til hvers þingmanns á að
vera sú, að hann sé drengskapar-
maður, hátt hafinn yfir að nota
trúnaðarstöðu sína í eiginhags-
munaskyni. Kvis er um það, að
milliliðirnir sumir hér í sýslu ætli
að fá lánaðan Sjálfstjórnarhöfðingj-
ann Sv. Björnsson í sæti Matthí-
asar. Er verið að leita hófanna
um fylgi við hann við ýmsa. En
vonlaust mun það, því að allir
betri menn í sýslunni munu hon-
um fráhverfir. Enda munu sýslu-
búar ekki þurfa að seilast um •
hurð til lokunnar, eftir sæmilegra
þingmannsefni.«
Ljóðmæli Þorsteins Erlingsson-
ar, ný útgáfa sem ílytur margt
áður óprentað, kemur á bókamark-
aðinn fyrir jól.
Siys. Barn varð undir bifreið
hér í bænum 3. þ. m. Brotnaði
annar lærleggurinn.
Póstjjoki með ábyrgðarbréfum
frá Stykkishólmi kom ekki fram
úr siðustu ferð Sterling. Munu hafa
verið 2—3 þús. krónur í honum.
Er hafin rannsókn í málinu.
Bátur fórst nýlega frá Karls-
skála .á Reyðarfirði. Voru 3 menn
á bátnum og druknuðu tveir.
Ritstjóri:
Tryggvi Þórhallsson
Laufási. Sírai 91.
Prentsmiðjan Gutenberg.