Tíminn - 12.10.1918, Page 4
212
TlMINN
er að þeir félagar hafi verið áfjáð-
ir, að atferli þeirra kutnpána hefir
vakið gremju og móthygð. Árni og
Bíldfell vara opinberlega við leyni-
bralli þeirra. Sömu menn senda
skeyti á aðalfund félagsins til að
vita vissu sína um það, hvort fé-
lagsstjórnin hér heima standi að
baki Ögmundi og Stefáni. Þeirri
ásökun neitar hr. E. C. bæði á
aðalfundi og í Fróni. Og sannleik-
urinn mun vera sá að sumir i
stjórn Eimskipafélagsins vissu ekk-
ert um vesturförina. Urn það leyti
falaðist nafnkendur braskari, Kristj-
áa Bárður, eftir hlutabréfum Eim-
skipafélagsins hér heima. Stjórn
félagsins varaði menn þá við að
selja. Að líkindum hafa þeir Fáfn-
ismenn E. C. og J. Þ. brosað í
kampinn, þegar þeir voru að vara
við Kristjáni Bárði hér heima, um
leið og sendimenn þeirra vestra
voru »Fáfnis« vegna að vinna
samskonar verk eins og það, sem
þótti Ijóður á Kristjáni Bárði.
Utn síðari lið fyrirspurnarinnar
mynduðust ákveðnar flokkalínur á
aðalfundinum. Ef svatað var ját-
andi var það blátt áfram hnefa-
högg i andlit Vestmönnum, sama
og að segja þeim að hafa óþökk
eina að launum fyrir drengskap
þeirra og fórnfýsi. Till. Sig. Eggerz
var prófsteinninn. Hún sigraði, en
með sorglega litlum meirihluta.
Fáfnismenn sýndu þar í einu hve
voldugir þeir eru orðnir, og hvernig
þeir fara með valdið.
Till. Péturs Ólafssonar er alger-
lega í anda Fáfnismanna, enda
studd af þeirn. Hún var bæði ó-
þörf og óviðeigandi. Hversvegna að
fjölyrða um kaup á hlutum Vest-
manna? Engin óheillaalda í garð
félagsins er runnin úr vesturátt og
atkváeðum Vestmanna hefir aldrei,
svo kunnugt sé, verið beitt móti
hagsmunum félagsins. Engin skyn-
samleg rök mæla með því að hluta-
bréfin séu betur komin í eign
Fáfnismanna, þótt búsettir séu hér,
en hjá Vestmönnum.
Furðanlegast má telja, að leynifé-
lag þetta skyldi vilja kenna sig við
orminn Fáfni, hina illræmdustu
gullgræðgisófreskju, sem frá er sagt
í sönnum sögum og æfintýrum.
Það ber vott um litla smekkvisi
en djúpan skilning á eðli umræddra
samtaka, og hlutverki þeirra. Því
eins og hinn fyrri Fáfnir vann það
til gullsins að slytta aldur föður
sínum, svo mun hinn síðari þvi
miður helst til lpngt á veg koininn
með að bana sonartilfinningu þeirri,
sem allur þorri Vestur-íslendinga
ber til gamla landsins.
Þó að undarlegt sé hefir hr. Ög-
mundur Sigurðsson enga tilraun
gert til að hreinsa sig af orðrómn-
um um samneyti við Fáfnismenn.
Mun það tæplega geta stafað af
öðru en því, að hann sé þar hafð-
ur fyrir réttri sök Gullhrúga sú,
300 þús., sem Frón telur Fáfni
liggja á sýnir að forkólfunum er
alvara. Og hr. E. C. gerir enga at-
hugasemd við það, að höfuðstóll-
inn sé oftalinn, svo að sízt mun
þá of hátt farið. Þegar »Fáfnir«
hefir varið allri þeirri upphæð f
hlutabréf, verður hann áreiðanlega
einráður um stjórn og stefnu Eim-
skipafélagsins.
Loka málsgrein hr. E. C. þar
sem hann þverneitar fyrir hönd
sína og hr, J. Þ. öllum ásökunum
um að þeir félagar slundi hluta-
bréfaveiðar hér heima, sýnir, að
fyrir fleiri af sakagiftum »Fáfnis«
myndi hann hafa þrætt ef kostur
hefði verið.
í næsta blaði verður vikið að
því, hverjar afleiðingar hljóta að
verða af starfsemi »Fáfnis«, svo
og það, hvílíkt óhapp það er, áð
trúnaðarmenn Eimskipafélagsins
leggi sig að gróðabralli, eins og
því, sem hér hefir verið Iýst.
Vinstrimaður,
fyrirspurn ti! 3sajoI0ar.
Tvö fornfræg stórveldi með mis-
litri sögn eru nú að leysast í sund-
ur, og verða að engu eftir marg-
endurtekna ósigra. Annað er veldi
Hund-Tyrkjans suður í löndum.
Hitt er blaðfyrirtæki Ól. Björns-
sonar úti á íslandi.
Geðbágindi ísafoldar hafa mjög
farið i vöxt við hrörnun og vax-
andi fylgisleysi. Og eitt af örþrifa-
ráðunum, sem »hinn sjúki maður«
grípur til, er að vekja að nýju
deilu um það, hvernig landsverzl-
unin var á veldisdöguin langsum-
manna. Sókn í þvf máli á að hylja
undangengnar hrakfarir »hvítu her-
sveitarinnar«: Tjörnes-ferðalag G.
Sv., efling landsverzlunar og Lands-
banka, fallið vantraust, sildar-
hneykslið, yfirhilming í Fáfnismál-
um o. s. frv.
En í framhaldsgreinum sínum
um ágæti landsverzlunarinnar í tíð
E. A. og O. F. væri til mikillar
skýringar málinu, ef ísafold vildi
svara hreinlega þessum atriðum:
1. Hvers vegna tóku langsum-
menn það ráð, að láta hvorki fara
fram vörulalningu né endurskoðun í
verzluninni öll þau missiri, sem
þeir sátu við völd?
2. Hvað unnu þeir við það,
að neita hinum þingkosna endur-
skoðanda, hr. Guðm. Hannessyni,
um skilagrein á ástandi landsverzl-
unarinnar, sem hann átti þó fulla
heimting á að fá?
3. Hafði hr. G. H. nokkra aðra
ástæðu heldur en þessa óréttmætu
synjun fram að færa, er hann lagði
niður endurskoðunarstarf sitt á
miðjum starfstíma.
4. Hvers vegna þurfti hr. Þ. Sv.
að skrifa upp plögg Olgeirs, þegar
hann framkvæmdi vorið 1917 hina
fyrstu endurskoðun verzlunarinnar
eftir beiðni núverandi stjórnar? Og
er það venjulegt, að til slíkra end-
urskrifta þurfi að korna við endur-
skoðun verzlunarreikninga?
P.
Eftirhreitur.
í Lögréttu er nýlega vikið að
síldarkaupunum á Reykjarfirði.
Hefir ritstjórinn haft tal af Guð-
jóni Guðlaugssyni og hefir eftir
honum sögu málsins. Gengið er
fram hjá aðalalriðinu og reynt að
færa alt til betri vegar en mjög
kveður þar við annan tón en hjá
M. P. í ísafold.
í ísafold 9. þ. m. er grein um
málið frá sira Jóni Brandssyni í
Kollafjarðarnesi. Er þar og reynt
að breiða yfir alt, og gengið fram
hjá aðalatriðinu. Fáu er þar beint
til Tímaus, og í raka stað keinur
þessi setning: »Það er óviðfeldið
að sjá blað samvinnustefnu og
kaupfélaga saka meðal annara elzla
og öflugasta upphafsmann kaup-
félagastarfsemi hér í sýslu, um að
hann Jeilist við að auðga sjálfan
sig á annara kostnað og það þegar
þeir eiga erliðast«. —
Hvaða hugsun liggur á bak við
þetta hjá prestinum? Sú hugsun,
að Tíininn hefði átt að þegja um
þetta vegna þess að samvinnu-
maður átti í hlut. Það hefði síra
J. Br. þólt »viðfeldnara«. Slíka
»viðfeldna« siðalærdóma kendu
Jesúítar forðutn daga, en fátt hefir
verið dæmt harðara hingað til af
guðfræðingum lútersku kirkjunnar.
Tímanum hefði líka þótt það
»viðfeldrara«, að þurfa ekki að
ráðast á samvinnumann. Og Tím-
inn hefir áður lýst því yfir og gerir
það hér með enn, að hann telur
víst að Guðjón Guðlaugssou eigi
minsta sök á þessu máli. Það er
oft »óviðfeldið« að segja sannleik-
ann hver sem í hlut á, eh það
þjóðfélag er illa farið, sem ekki
þolir að heyra hann.
Þegar sannir samvinnumenn eru
að vinna fyrir félagsmenn sína,
fara þeir ekki í launkofa með inn-
kaupsverð og álagning á þeim vör-
um, sem ganga um hendur þeirra.
Pað hefði verið »viðfeldnara«, að
»samvinnumaðurinn« héfði lagt
plöggin á borðið og sýnt að þessi
verzlun var framkvæmd á þeim
rétta grundvelli. Og þá hefði Tím-
inn orðið fyrstur til að þvo af
svarta biettinn.
Nýtt viðnrnefni.
Fleiri kunna að velja sér titlana
en Fáfnisinenn. Nú kvað einn af
borgurum bæjarins, landskunnur
valdabraskari, hafa ákveðið að
taka sér viðurnefnið Calilína, eftir
hinum alræmda rómverska sam-
særismanni, sem vildi fórna heill
lands og þjóðar fyrir stundargengi
sjálfs sín. Við tækifæri verður lýst
nánar nokkrum helztu frægðar-
verkum beggja þessara manna.
Ciceró.
Eiðaskóiaembættin eru nú aug-
lýst laus. Umsóknarfrestur til ára-
móta. Veitast frá 1. júní. Liggur
mikið við að góðir menn fáist í
þær stöður.
Frétti r.
Tíðin sæmileg hér á Suðurnesj-
um þessa vikuna, þurviðri en nokk-
uð kalt. Ofsaveður var á Siglufirði
upp úr síðustu helgi, sleit upp
skip og strönduðu, og talsverðar
skemdir á húsum og bryggjum.
Signrður Kristjánsson bóksali
færist nú aftur í aukana um bóka-
útgáfu. Eru fjórar bækur nýkomn-
ar út og auðgast bókamarkaðurinn
vel að öllum: Tíu sögur eftir Guð-
mund Friðjónsson, Föðurást eftir
Selmu Lageriöf, þýdd af dr. Birni
Bjarnasyni frá Viðfirði, og tvær
sögur Gunnars Gunnarssonar: Gest-
ur eineygði og Örninn ungi, hin
síðar nefnda þýdd af Jakobi Jóh.
Smára. Verður þessara bóka getið
í blaðinu bráðlega. Að sögn er
fleiri bóka að vænta frá Sig. Kr. í
haust.
Kjðtverðið. Sláturtélag Suður-
lands hefir hækkað kjötverðið frá
því i gær. Er verðið nú í útsölu:
kjöt af sauðum og geldum ám kr.
1,66 — 1,70 kg., af fyrsta flokks
diikum kr. 1,62 kg., af rírari lömb-
um, émilkum ám og öðru fé kr.
0,80—1,60 kg. Stafar þessi hækkun
vafalaust af því, að beztu horfur
muna nú á því að tilsvarandi gott
verð fáist fyrir kjötið á erlendum
markaði. Mun svo komið samning-
um, að verðið verði að m. k. full-
ar 200 kr. af fyrsta flokks kjöti.
Katla er farin að gjósa.
Bser brann á Illugastöðum í
Fjótum 5. f. m. Var alt óvátrygt
og engu bjargað.
Embætti. Fimta kennaraembætt-
ið við mentaskólann, sem Böð-
var Kristjánsson sagði lausu, er nú
veitt Jóni Ófeigssyni. — Bogi Brynj-
ólfsson er nú orðinn sýslumaður
Húnvetninga. Fá þá Árnesingar
væntanlega fjórða yfirvaldið yfir
sig, á þeim stutta tfma, sem liðinn
er siðan Sigurður Ólafsson sagði
af sér.
Sanibandsmálið. Nýlega kom út
pési eftir Magnús Arnbjarnarson
lögfræðing, sem heitir: »ísland fyrir
Dani og íslendinga«. Nafnið segir
til stefnu. Bjarni Jónsson frá Vogi
hefir svarað með öðrum pésa, og
hrekur hann öll andmæli M. A.
gegn samningunum og kveður nið-
ur afturgöngurnar, sem M. A. hafði
magnað. Ekkert nýtt kom fram
hjá M. A., alt áðnr tekið fram af
Benedikt Sveinssyni og Magnúsi
Torfasyni á þinginu, við þann orðs-
týr sem kunnugt er. Báðir pésarnir
munu hafa verið sendir út um alt
land.
Ritstjóri:
Tryggvi Þórhallsson
Laufási. Sími 91.
Prentsmiöjan Gutenberg,