Tíminn - 26.10.1918, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.10.1918, Blaðsíða 4
220 TlMINN heyrðust enn niiklir dynkir austur í Öræfum. Ef askan fýkur ekki bráðlega eða þvæst af, er auðsjáanlegt að eyða verður miklu af fénaði í Vest- ur-Skaftafellssýslu, með því að heyfengur var lítill í sumar. Bjarg- ráða hefir verið óskað í skeylum frá hreppsnefndum Vestur-Skafta- fellssýslu. í nótt hefir faliið aska hér lítið eitt og mistur mikið í lofti. — Samgöngur við Vík eru að sjálf- sögðu alveg teptar. Höfðu bændur í Vesturskaftafellssýslu ekki rekið nema lílið af sláturfé þangað og nú er sjáanlegt að farga verður miklu meira en áður, Að tilblutun stjórnarráðsíns fór björgunarskipið Geir áleiðis austur í fyrradag. Hafði meðferðis 400 kjöttunnur, þar af 100 fullar af salti og auk þess nokkuð af matvæluin. Er til- ætlunin að reyna að athafna sig við Skaftárós. — Dagaskifti hafa verið að þvi síð- ustu viku hve gosið hetir verið magnað. Regn hefir verið töluvert og bætt jörð og öskufall lítið vest- an gossins. Var svo sagt t. d. í símtali frá Holti undir Eyjafjöllum í fyrradag, að þar hafði engin ný aska koinið og gamla askan var alveg horfin. Suður-Afríka. i. Sextán ár eru liðin síðan Eng- lendingar sömdu frið við Búa og lögðu land þeirra undir sig. Mun flestum í minrji hin frækiíega vörn Búanna. En við svo mikið ofurefli var að eiga að ekki varð rönd við reist. Ræður að likindum að Búar undu illa hag sínum, er þeir létu frelsi sitt. En Englendingar hafa lagt alt kapp á að græða sárin og tryggja friðinn i landinu. Árið 1909 gáfu þeir Suður-Afríku sjálfstjórn heiina tyrir. Eru nú sam- einuð undir einni stjórn: Búaríkin gömlu, Transvaal og Óranía, og hinar gömlu nýlendur Englendinga þar syðra. Er það vafaiaust að Englending- ar hafa með þessu unnið mikið á um að tryggja sér landið. Ekki sízt þar er samkomulag varð um það að Botha, einn af frægustu her- foringum Búa, tókst á hendur stjórnarforystuna. Regar stríðið hófst reyndi á, hve traust væru yfirráð Englendinga i Suður-Afríku. Uppreist var hafln þar. Var sumpart um kent undir- róðri úr þýzku nýlendunni sem liggur þar norður af. Ýmsir af Búum tóku þátt í uppreislinni. En Botha og herinn stóðu fast á móti og uppreistin var gersamlega bæld niður. Til þess að sýna það enn betur hve traust bandið væri milli Eng- lands og Suður-Afríku var enn meira gert en það að friða landið til fullnustu heimafyrir. Töluverð- ur her kom þaðan til hjálpar Eng- lendingum i viðureigninni við Þjóð- verja á Norður-Frakklandi. Og enn hefir Englendingum komið lið úr Suður-Afríku til þess að leggja undir sig nýlendur Þjóðverja í Afríku. 0 það væri algerlega einsdæmi í veraldarsögunni ef ástandið innan- lands í Suður-Afríku, væri i alla staði svo glæsilegt, sem virðist mega ráða af því sem hér á und- an er sagt. En svo er það ekki. Stór stökk koma ekki fyrir í sög- unni. Sigruð þjóð bindur ekki í heild sinni fullkomið vinfengi við sigurvegarana, áður en einn manns- aldur er liðinn. II. Stjónmálaflokkar eru þrir í Suð- ur-Afríku: Unionistar, Natíonalist- ar og Suður-Afrikuflokkurinn. f Uníonistaflokknum eru eingöngu Englendingar, sem allir vilja á- framhaldandi og sem nánasta sam- vinnu við England. í hinum tveim flokkunuin eru eingöngu Búar. Suður-Afríkuflokkurinn er flokkur Botha sljórnarforseta. Sá ílokkur vill halda áfram Suður-Afríku bandalaginu í einu ríki, sem sé hluti hins enska heimsveldis. Nat- íonalistaflokkurinn vill losna und- an valdi Englendinga og stofna sjálfslætt Búaríki i Suður-Afríku. f neðri málstofu þingsins — og hún ræður rnestu — standa nú sakir svo að Uníonistar og Suður- Afríkuflokkurinn ráða þar öllu og eru sameinaðir um að halda sam- bandinu við England, meðan stríð- ið er. Ráða þeir flokkar um 100 atkvæðum. Natíonalistar eru ekki íleiri en 27 eða 28. Verkamenn og óháðir hafa hvorlr um sig tvö til þrjú atkvæði. Botha situr því fastur í sessi sem stendur og stefnubreyting verður engin um stjórnina að sinni. En það er á allra vitorði að Natíonal- istum vex óðíluga fylgi. Almennar kosningar eiga að fara fram 1920. Og þá er ekki talið ólíklegt að Natíonalistar nái meirihluta, eink- anlega ef fylgi þeirra vex jafn óð- fluga þangað til og verið hefir. Hvort sem af þvi leiddi að þegar yrðu gerðar tilraunir til að skilja við England. Hvítir menn í Suður-Afríku eru 1 milj. og 400 þúsund. Af þeim eru nú um 40°/o Englendingar en 60% Búar. Fyrir tjórtán árum var hlulfailið svo að Englendingar voru jafn margir og Búar. Hlut- fallið raskaðist af því tvennu, að niargir Englendingar hafa farið heim, og fleiri börn fæðast hjá Búum. Eru allar líkur til að í það horfið sæki áfram. Ágreiningur milli stjórnmála- flokkanna út af þessu virðist óum- flýjanlegur. Uníonistar vilja íta undir innflutning frá Englandi. En á móti standa báðir Búa-flokkarn- ir. Getur svo farið, að samvinna fari út um þúfur milli Unionista og Suður-Afríkuflokksins út af þessu. Óánægjan með sambandið við England er að sjálfsögðu ríkust í gömlu Búaríkjunum. Það er þó ekki af þeim ásfæðum að Búar sæti nokkurri kúgun eða misrétti. Búar rijóta allra hinna sömu rétt- inda og Englendingar. Og tungu þeirra, holllenzku, er gert alveg jafnt undir höfði og enskunni. Blað stjórnarinnar er t. d. gefir út á báðum málunum. »Við komum hingað fyr og þess- vegna eigum við landið«. það er slagorð Búanna. Sjá þeir ekki, frekar en flestir aðrir hvítir menn, á hverju þetta er bygt. þeim dettur ekki i hug að frumbyggjarnir eigi neinn rétt. III. það reynist svo nálega undan- tekningarlaust, að sambúð hvítra manna og svartra verður báðum til bölvunar. Hviti maðurinn legst í leti og úrkynjast, þar eð hann lætur hinn svarta vinna fyrir sig. Svarti maðurinn þolir heldur ekki sambúðina. Karlmennirnir verða óráðvandir og glata flestum góðum eiginleikum sínum. Siðferði kvenn- anna verður mjög bágborið. þessi hefir reynslan orðið í Suð- ur-Afríku. Hvítu bændurnir þar leggja miklu minna á sig af lík- amlegri vinnu, en t. d. bændurnir í Canada. Mönnum hefir flogið í hug að skifta Suður-Afríku í fylki og láta hvíta menn búa eina i sumum, og svarta menn eina í sumum. En það er óframkvæmanlegt. Hvítn mennirnir vilja ekki leggja það á sig. Framtíð Suður-Afríku, er enn meir undir því komið, hvernig sambúðin verður milli hvítra manna og svartra, en hinu sem áður var að vikið, sambúðinni milli hvítu mannanna innbyrðis, Englendinga og Búa. Svörtu mönnunum vex svo stór- kosllega fiskur um hrygg síðuslu árin. þeir eru flestir. Og þeim fjölgar tiltölulega langmest. Og deilurnar sem verið hafa milli hvítra vinnu- veitenda og hvítra verkamanna hafa mjög eflt svertingjana. þeir eru farnir að bindast i félagsskap og vakna til meðvitundar um mátt sinn. Dregur að því meir og meir að öll líkamleg vinna sé leyst af hendi af svörtum mönnum — í borgun- um a. m. k. Fyrir tíu árum dirfðust svertingj- ar ékki að ganga á gangstéttunum í stórborgunum. Þeir voru í vagna og hestaumferðinni á rniðjum göt- unum. Frá þeim sið hafa þeir nú horfið með öllu. Má af litlu marka. Er það spá fróðra manna, að úrslitaglíman um yfirráðin í Suður- Afríku, verði ekki háð milli hvítra manna innbyrðis, heldur milli hvítra manna og svartra. — En þess getur orðið langt að bíða. Fréttir. Tíðin hefir verið góð þessa viku. Frostlaust flestar nætur og úrkoma mikil. Skipaferðir. Botnía kom frá Kaupmannahöfn 19. þ. m. og fór aftur 24. þ. m. Forsætisráðherra fór utan með henni. — Wille- moes kom frá Ameríku 19. þ. m. og fór 23. þ. m. í bringferð — Borg kom 20. þ. m. frá Englandi og er farin norður um land. Sambandsmálið. Fregnir uin at- kvæðagreiðsluna eru komnar úr þessum kjördæmum: f Reykjavík . . . 2398 já, 243 nei á ísafirði 248 — 95 — - Akureyri .... 248 — 17 — - Seyðisfirði . . . 204 — 2 — í Vestmannaeyjum 457 — 4 — - Strandasýslu. . 385 — 8 — - Rangárv.sýslu . 441 — 13 — - A.-Skaftaf.sýslu 297 — 2 — - Dalasýslu . . . 335 — 13 — - Árnessýslu . . . 556 — 138 — - Gullbr. Kjósars. 903 — 26 — - Borgarfjarðars. 386 — 18 — - Mýrasýslu . . . 330 — 27] — - Skagafjarðars. . 640 — 13 — - Suður-Múlas. . 667 — 35 — - Húnavatnssýslu 550 — 10 — - Vestur-ísafj.sýslu 294 — 52 — Slys. Hinn 18. þ. m. fórst bátur á Skerjafirði. Var að koma úr beitifjöru. Voru fjórir menn á bátn- um: Þorsteinn Gamalíelsson frá Kvöldroðanum á Grímsstaðaholti, Sveinn Jónsson tengdason hans, Þorkell Þorkelson úr Reykjavík og Jóhannes Sveinsson frá Skildinga- nesi. Dómur er nýlega fallinn í hæsta- rétti í máli því sem vínsalarnir höfðuðu gegn landsstjórninni út af því að þeir voru sviftir vínsölu- leyfinu, er bannlögin gengu í giidi. Var stjórnin sýknuð af öllum kröf- um, en vínsalarnir dæmdir í 500 kr. málskostnað. Kjötsalan. Útflutningsnefnd mun vera að leggja síðustu hönd á skýrsluna um kjötsöluna og verð- ur væntanlega gefinn kostur á að birta hana. — Meinleg prentvilla var i síðasta blaði í grein um kjötsöluna. Talað er um að hækk- un kjötverðsins nemi á fimtu milj- ón krónu, en átti að vera á þriðju miljón króna. Var þá giskað á að út flyttust rúmar 40 þús. tunnur. Friðarvonirnar komu mörgu til leiðar. Má eitt fyrirbrigði telja meðal margra að alt í einu berst á markaðinn í Reykjavík inikið af neftóbaki og munnlóbaki, sem sumpart hefur verið ófáanlegt, sum- part selt áður margföldu verði. Menn munu skilja hálfkveðna vísu. Ritstjóri: Tryggvl JÞórhnllsson Laufási. Sírai 91. Preutstniöjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.