Tíminn - 04.11.1918, Blaðsíða 1
TÍMINN
kemar út einu sinni i
oika og kostar i krt
árgangarinn.
AFGREIÐSLA
l VegkfatHk Laagavtg
19, simi 296, út um
land i Laafási, skni 91.
II. ár.
Reyfejavík, 4. nóvember 1918.
46. blað.
Kj öt^alan.
Stýrsla útflntningsnefnðar til
stjórnarráðs, ðags. 2. nóv.
Skömmu eftir að útílutnings-
nefndin var tekin til starfa, tók
hún það til íhugunar og umræðu
á hvern hátt komið yrði hreyfing
á þetta mál, svo kjötsalan gæti.
komist í kring fyr en næstl. ár og
flutningur kjötsins sömuleiðis.
Sökum forkaupsréttar Baudamanua
á kjötinu, eins og á öðrum út-
flutningsvörum, svo og vantandi
heimildar til þess að flytja það til
annara landa, var mjög örðugt að
koma slíkri hreyfing á. Loks í
byrjun ágústmánuðar fékst sam-
komulag við brezka ræðismanninn
um það, að úiflutningsnefnd inætti
hafa kjötið á boðstólum til Noregs,
þó með þeim fyrirvara að heimildir
fengjust til flutnings á kjötinu
þangað og Bandamenn afsöluðu
sér forkaupsrétti. þótti nefndinni
líkur til þess að Bandamenn myndu
síðar meir leyía flutning til Noregs
á kjötinu hér, að allmiklum hluta
og að sjálfir myndu þeir ekki taka
meir en í hæsta lagi þær 10 þús.
tunnur, er þeir samkvæmt samn-
ingum áskildu sér með lægra verð-
inu (140 kr. og 128 kr.). En á því
sem þeir tækju þar framyfir var
samningsverðið kr. 170 og 158.
Tilraunir höfðu verið gerðar nú
eins og fyrri af stjórnarinnar hálfu
li! þess að fá heimild til ílutnings
á kjöti til Danmerkur, en árangurs-
iaust, og virtist sú málaleitun þraut-
reynd.
í 7. gr. samningsins við Banda-
menn er svo fyrir mælt, að »Vott-
orð matsmanna og vigtarmanna,
skipaðra af landstjórninni, skuli
fylgja öllum vörum, sem fulltrú-
anum verði boðnar til kaups«.
Samkvæmt þessu var þá óhjá-
kvæmilegt, ef til þess kæmi að
kjötið eða eitthvað af því færi til
Bandamanna, að alt kjötið væri
metið í flokka og vigtað af mönn-
um sem til þess væru kvaddir að
tiihlutun landsstjórnarinnar. Fór
því nefndin þegar í júlímánuði að
undirbúa reglur um flokkun kjöts-
ins og hat'ði tit þess aðstoð kunn-
ugustu manna, er jafnframt höfðu
umráð yfir mestri kjötframleiðslu.
Var þá þegar slegið fastri þeirri
flokkun á kjötinu sem nú er í
reglum útflutningsnefndar. lleynsla
undanfarandi ára um kjötsöluna
til Noregs hafði og bent til þess
að nauðsynlegt væri að gera nokkra
flokkun og verðmun á kjötinu eftir
gæðum og tryggja það með opin-
beru ettirliti, að kjötið væri vel
verkað og samræmileg og ósvikin
vara. Taldi nefndin víst að með
þessu móti fengist kjötverðið nolck-
uð liækkað.
Forsæti'sráðherra skýrði nefnd-
inni frá, að hann hefði í utanför
sinni síðastl. haust átt tal við þá
deild stjórnarráðsins í Noregi, sem
hefir með höndum matbyrgðamál-
efnin (Provianlerings-Departement)
og fengið þær upplýsingar, að um
kjöt það, sem heimilt væri að flytja
frá íslandi til Noregs, }rrði að snúa
sér til Fetevareinportörernes-Lands-
forening. Stæði félag þetta undir
eftirliti stjórnarinnar, og hefði hún
hönd í bagga um bæði innkaup
og útsöluverð kjötsins. Umboð fyrir
þetta félag hafði norski ræðis-
maðurinn hér nú eins og í fyrra.
Heimildin til þess að bjóða kjötið
til Noregs var líka einskorðuð við
norska rikið, eða ofannefnt félag.
Og þar eð fyrst um sinn var þá
einungis til Noregs að leita uin
kjötsölu, snerum við oss til norska
konsúlsins hér. í umræðu nefnd-
arinnar við hann um málið gat
hann þess, að í för sinni til Nor-
egs næstliðið vor hefði hann kom-
ist að því, að nokkurrar hækkun-
ar mundi að vænta í kjötverði þar,
frá fyrra árs verði, ef flutnings-
heimild fengist. Með brezka sainn-
ingsverðið til grundvallar yrði
meðalverð um 150 kr. til jafnaðar,
en líkega myndu Norðmenn bjóða
eitthvað meira.
Þetta verð lét nefndin þegar í
Ijósi að væri alveg ófullnægjandi,
þegar litið væri á núverandi hagi
og borfur landbúaðarins og mark-
aðsverð erlendis á matvælum. Gerði
hún þá til hans ákveðið tilboð*um 20
þús. tunnur kjöts, með áður nefnd-
um fyrirvara og flokkað svo sem
að framan er bent á fyrir:
200 kr. I. fl. kjöt a—b
185 — —»— c—d
170 — II. fl. kjöt.
Símaði hann lilboð þetta til
Noregs 9. ágúst og vænii riefndin
bráðlega svars við því, en ekkert
svar var komið þá er símslitin
urðu.
Um þessar mundir var það að
forstöðumaður Höepfnersverzlunar
hér í bænum, kom að rnáli við
einn af nefndarmönnum um það,
hvort hans íirma í Kaupmanna-
höfn gæli eigi komið til greina sem
kanpandi að saltkjötinu. Tók nefnd-
in þetta til íhugunar og ályktaðþ
að rétt væri. að afla sér sem flestrá
tilboða í kjötið, ef til kæmi, að
Bandamenn afsöluðu sér forkaups-
rétti og leyfði þvi nefndin forstöðu-
mauninum að síma til liúsbænda
sinna í Ivaupmannahöfn, að nefnd-
inni væri kært að fá tilboð þeirra,
ef kjölið yrði lausl lil sölu og gaf
þá bending að hún byggist við, að
krafist myndi verða 200 til 220 kr.
fyrir hverja tunnu við skipshlið
hér.
Á meðan sæsíminn var í lama-
sessi beið nefndin í fullri óvissu
um kjötsölumálið og gat engu við
komið út á við. Á þessu tímabili
var heldur eigi fengin nein vissa
um það hvort heimilt yrði að
flytja kjötið til Noregs og því síð-
ur hve mikið. Bjó hún þá kjöt-
sölumálið undir að þvi leyti, að
hún fullgerði nú reglur um meðferð,
flokkun og mat saltkjötsins og
fékk því til leiðar komið, að lands-
stjórnin fyrirskipaði kjötmat, sam-
kvæmt þeim reglum og var reglu-
gerð um þetta gefin út af stjórn-
inni 4. sept., en reglur útflutnigsn.
um saltkjötsmeðferðina voru gefn-
ar út 6. s. m. Með þessu móti
hugði landsstjórnin og útflutnings-
nefndin að kjötsalan til útlanda ýrði
auðveldari og öruggari nú og síðar.
Pá er sæsíminn var kominn í
lag aftur kom loks svarið frá Norð-
mönnum, dags. 24. ágúst, sem
ræðismaðurinn tilkynti nefndinni
14. sept. og hljóðaði svo:
»Þær birgðir af kjöti, sem Nor-
egi eftir samniugi við Bandaríkin,
er heimilt að flylja inn, eru svo
lillar, að það er ekki unl að koma
íslenzka sauðakjötinu þar undir,
nema við fáum leyíi til að flytja
það inn i viðbót við þær birgðir,
sem við höfum leyfi fyrir. Mat-
vælastjórnin er að leita hófanna
við stjórnir Bandamanna. Meira
seinna«.
En rétt áður en svar þetta birt-
ist hafði ræðismaður Breta munn-
lega látið nefndina vita, að kjöt-
flutningur yrði heimilaður til Nor-
egs á 3000 smálestum og gat þess
þá um leið að Bandamenn ætluðu
ekkiaðnota forkaupsrétt sinn á kjö.t-
inu. Um þessar inundir barst og
nefndinni vitneskja um það, að
maður mundi koma hingað með
»Botníu« af liálfu h/f. Carl Höepfn-
er, til þess að leita samninga um
kjötið. , l\
»Botnía« kom til Reykjavíkur
föstud. 20. sept. og með henni hr.
stórkaupmaður Aage Berléme fyrir
h/f. Höepfner til þess að leita
samninga við nefndina um kjöt-
kaup. Koin hann daginn eftir lil
fundar við útflutningsnefndina.
Voru þá þegar rædd nokkur helztu
samningsatriði til undirbúnings því,
ef sainan gæli gengið um kjötverð-
ið. En einn nefndarmanna var þá
fjarverandi og kom því kjötverðið
lítið til meðferðar.
Með bréfi dags. 21. sept. tilkynti
nú útflutningsnefndin néðismanni
Norðmanna. að hún teldi sig lausa
við tilboð það um kjötið sem áður
er nefnt, en kvaðst þó fús til að
taka upp samningsumleitum á ný, ef
hann óskaði og gæti gert einhver á-
kveðin boð. Þetta gerði nefndin til
þess að hafa frjálsar hendur á með-
an á samningum stæði við hr. Ber-
léme, enda var þá liðið talsvert á
annan mánuð siðan tilboðið var
gert, án þess því væri svarað.
Tveim dögum siðar, eða 23. sept.,
tilkynnir konsúllinn nefndinni bréf-
lega, að hann samkvæmt símskeyti
frá 19. s. m., meðteknu í gær, hafi
nú umboð til að kaupa 20 þús.
tunnur, saltkjöts afþessa árs fram-
leiðslu fyrir
170 kr. I. fl. kjöt og
150 — II. —»--
Sama dag og tilboð þetta kom
frá norska ræðismanninum, var hr.
stórkaupmaður Aage Berléme á
fundi með nefndinni, til áfram-
halds umræðum frá 21. s. m. um
kjötsölusamning við hann. Var
fyrst og fremst vikið að því við
hann, að ef til samninga kæmi um
kaup á kjötinu, þá yrði nefndin
að binda samninginn því skilyrði
af sinni hálfu, að landsstjórnin
samþykti samninginn, að nefndin
yrði að setja þetta skilyrði, til þess
að landsstjórnin gæti tekið fult til-
lit til afstöðu landsins gagnvart
erlendum ríkjum. Auk þess voru
ýms samningaatriði þess eðlis, að
samþykki stjórnarráðsins þurfti-sér-
staklega að koma til. Var síðan
rætt við hr. Berléme um verð-
tilboð, og skýrskotaði nefndin til
þess verðs, kr. 200—220 pr. tn„
sem nefndin, eins og fyr er
sagt, benti umboðsmanni h.f.
Höepfner hér í bænum á að
síma um til Kaupmannahafnar.
en hr. Berléme byrjaði með 170
kr. boði í I. flokks kjöt. Þegar
nefndin lýsti því yíir að slíkt boð
gæti ekki komið til álita færði hr.
Berléme upp boð sitt í 180 kr.
fyrir I. fl. kjöt og 155 kr. fyrir II.
fl. kjöt. Eftir að nefndin hafði
fengið hálfa stund til umhugsunar,
lýsli hún því yfir að hennar fasta
boð væri 200 kr. fyrir I. fl. kjöt
og 175 kr. fyrir II. II. En eftir
nokkrav umræðu kvaðst nefnd-
in et til vill slaka til um 5 kr.
á tunnur, ef það gæti leitt til sam-
komulags. Þessu boði neilaði hr.
Berléme og lauk fundinum með
því.
Áður en samningatilraunirnar
við hr. Berléme byrjuðu hafði út-
flutningsnefnd fengið vitneskju hjá
fulltrúa Bandamanna um það,
samkvæmt því sem áður er nefnt,
að liann myndi eigi fýrir þeirra
hönd nota sér torkaupsrélt á kjöt-
inu að neinu leyli. Skrifleg yíir-