Tíminn - 27.11.1918, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.11.1918, Blaðsíða 1
TÍMINN kemur út einu siitni i mku og kontar i ke, árgangurinn. II. ár. Reyhjavík, 27. nóveraber 1918. "V opoahlé. Fyrir rúmum fimmtíu mánuðum kveikti Austurríki og Þýzkaland heimsófriðinn mikla og 11. nóv. síð- astliðinn var vígum þeim lokið. Þýzkaland gafst þá upp og vopna- hlé var samið. Samherjar þess þrír höfðu gefist upp áður, hinn veikasti fyrst og hinn sterkasti síðast. Þegar Þjóðverjar hófu sóknina miklu í vor, var það gert að ó- vilja þings og þjóðar. Herforingj- arnir eða junkararnir réðu því. Þeir vonuðu að geta brotist í gegu að vestan, náð Paris, flætt yfir Frakkland og kúgað Breta og Ameríkumenn út á skip sín — og fengið frið. Á hinu var grunur, þótt lágt færi, að ef sóknin mis- hepnaðist, þá væri gersamlega úti um Miðveldin. Pau þyldu ekki einn vetur til sultinn og ófriðar- hörmungarnar. Sóknin mikla snerist upp í ósig- ur. — Þjóðverjar urðu að hörfa undan fyrir ofurefli Bandamanna. Hindenburg-linan var rofin, og óvinirnir þokuðust nær sjálfu Þýzkalandi. Ósigur, hungursneyð og innrás óvinahers í landið voru fyrirsjáanlegir atburðir á þessum vetri. Svo biluðu samherjarnir. Búlg- arar gáfust upp. Tyrkir sömuleiðis og opnuðu Bandamönnum ieið í gegnum Hellusund. Leiðin austur i lönd var þá lokuð Þjóðverjum og draumar junkaranna- um heims- veldi í Asíu að engu orðnir. Hins- vegar var Bandamönnum opin leið inn í Rússland og Rúmeníu sunn- an að. . Af öllum þjóðílokkuin Austur- ríkis voru varla nema tveir, sem viljað höfðu stríðið. Það voru Þjóðverjar í héruðunum kringum Vinarborg og Ungverjar. Hinir allir dönsuðu nauðugir, og óskuðu málstað þeim, sem þeir börðust fyrir, alls ófarnaðar. Þegar alþýða manna i Austurríki sá hvað verða vildi, magnaðist sundrungin. Karl keisari sendi þá Wilson forseta skeyti, og kvaðst albúinn að gefa hverjum þjóðflokki í ríkinu heima- stjórn, en vera skyldu smáríkin þau öll í einu sambandi undir krúnu Habsborgar keisara. Vænti hann að með þessu yrði sér auðið að fá frið við Bandamenn. Wilson svaraði þessu svo, að eins og mál- um væri nú komið yrðu þjóð- flokkar Apsturrikis að hafa sjálfs- ákvörðunarrétt um sín mál. ^æ- heimsbúar og Suðurslavar í Aust- urríki höfðu hafið uppreist áður (það voru herforingjar í Rússlandi sem losnuðu í byltingunni þar) og gengið í lið með Bandamönnum og hlotið viðurkenningu þeirra að launum. Svar Wilsons hlejrpti öllu í uppnám i Austurriki. Hver kyn- þátturiun sagði sig úr lögum við annan. Jafnvel Ungverjar lýstu yfir vanþóknun á upphafsmönnum striðsins, en Þjóðverjar i Austur- ríki kváðust vilja semja um frið i sambandi við frændur sina í norð- urátt. Varð alt þetta mjög i sama mund að Austurríki valt í .sundur, stjórnin í Vín samdi um uppgjöf við Bandamenn og Karl keisari veltist úr völdum. Þar með var lokið æfidögum Austurríkis. Meðan þessu fór fram reyndi Max prins að komast að samn- ingum við Wilson um vopnahlé. Jafnframt gerði þingið ýmsar brejd- ingar á stjórnarfari landsins, sem benda skjddu í lýðfrelsisáttina. En Wilson og samherjar hans létu ekki blekkjast, enda var auðvelt að sjá, að Þýzkaland var að þrot- um koinið. Endaði skeytaskiftum þessum svo, að Þjóðverjum var ótvírætt gefið í skyn, að ef þeir vildu fá vopnahlé yrðu þeir að semja við Foch marskálk og sjó- liðsstjórn Breta. Jafnframt þessu var Foch falin yfirstjórn alls land- liers Bandamanna og ráðgert að sækja að Þjóðverjum breði vestan frá og gegnuin Austurríki. Banda- rikjamenn sendu æ meiri liðsauka og vígvélar til Frakklands, enda hörfuðu Þjóðverjar nú undan úr Belgíu og nálguðust sín eigin landamerki. En lieima í Þýzkalaudi voru sorglegir dagar. Skorturinn afskap- legur, hungursnej'ð og mannfellir j'firvofandi, spænska drepsóttin í algleymingi og friðartilraunir Max kanslara að engu hafðar. Hinir sundruðu Pólverjar reistu nú höf- uðið og lýstu yfir — í nafni hins volduga Wilsons forseta — að nú væri þeirra frelsisdagur runninn að nýju. Jafnvel Danir komu nú til skjalanna og mintu þýzku stjórnina á gömul en illa haldin loforð um Slesvig. Þá kom loks- ins hin lengi viðbúna uppreist i Þýzkalandi, bæði í sjóhernum og flestum hinum stærstu borgum. Jafnaðarinenn lóku hvarvetna við völdum. Keisarinn flýði til Hol- lands með nánasta ættfólki sínu og lagði niður völd. Herinn beygði sig fyrir uppreislinni og viður- kendi hina nýju stjórn. Þá var samið vopnahlé við herstjórn Bandamannna. Þjóðverjar skyldu draga her sinn úr öllum hernumd- um löndum. Ennfremur úr Elsass og Lothringen. Skila öllmn her- föngum. Láta af hendi við Banda- menn alla kafbátana, þriðjung herskipastóls síns, Helgolandsvígin og ógrynni af fallbj'ssum, bílum og öðrum hernaðartækjum. Skyldu Bandamenn hafa hluti þessa til tryggingar því, að Þjóðverjar slitu ekki vopnahléinu og byrjuðu ófrið að nýju. En því þarf varla að kvíða. Því að svo var þjóðin aðþrengd orðin, að eitt hið fyrsta sem Bandamenn verða að gera er að flytja mat- væli til landsins til að afstýra hungursneyð. Þjóðverjar hafa geng- ið mannlega að því að efna skil- málana, enda sú leiðin vænlegust til að ná þolanlegum friðarkostum. Drepsóttin. Núverandi landstjórn hefir verið margt til foráttn fundið, og meiri barátta um hana staðið en nokkra aðra innlenda stjórn. En alt það sem stjóninni hefir verið borið á brýn er smáræði eitt í samanburði við það, ef hún lætur nú ekki verjast með oddi og egg gegn því að drepsótlin geysi um bjrgðir landsins, leggi langflesta á sóttarsæng og láti marga að velli falla, og það einkum þá sem eru í blóma lífsins og bera nú hita og þunga dagsins með þjóðinni. Til þess að knýja heilbrigðis- stjórnina til þess að taka til hinna öruggustu ráða, hefir svo fast verið tekið á þessu máli hér í blaðinu og verður enn. Af því að ráðstaf- anir þær sem gerðar hafa verið, verða að álítast langt frá að vera fullnægjandi. Og af því að svo mikið liggur við. Morgunblaðið hefir daglega flutt fréttir af því sein gert hefir veríð af liálfu lreilbrigðisstjórnarinnár. Stendur í því í gær eftirfarandi klausa. »í stjórnarráðinu er verið að setja upp sérstaka skrifstofu fyrir hjálparstartsemina út um land og hefir verið unnið að undirbiiningi hennar látlaust síð- an veikin tók að breiðast út hér. Mun sú skrifstofa daglega safna saman öllum fregnum frá sýslumönnum og læknum sótt- inni viðvíkjandi og láta blöð- unum í té«. Meir en þrjár viknr ern liðnar »siðan veikin tók að breiðast út hér«. Allan pann tima »hefir verið unnið látlausUc. að undirbúningi skrifstofu sem hefði verið hœgt að setja á stofn á minna en einum klukkutima. Það er fjármálaráðherrann — í AFGREIÐSLA i Regkjauík Laugaveg 18, simi 286, út am kmd i Laufási, simi 91. 48. blað. fjarveru forsætisráðherra — sem nú hefir heilbrigðismálin í sínum höndum, með landlækni. Afstaða landlæknis er kunn. Hann vildi ekki hindra það að veikin bærist hingað, áleit það þýðingarlaust. Og bein afleiðing af þvi er sú að verja ekki sérstakar bygðir, því að það er sýnu erfiðara en hitt að verja landið alt. Nú hafa augu heilbrigðisráð- herrans opnast fyrir þvi hvílíkar hörmungar afleiðingar það hefir að svo var gert og þá er ekki um annað að gera en að láta aðra en landlækni gera þær ráðstafanir sem gera þarf, sem hann o: landlæknir, vill ekki gera láta. Ábyrgðin hvílir á landlækni að ekkert var gert til þess að bindra það að veikin bærist hingað. En þegar raun gaf vitni um afleið- ingarnar af því að fylgja ráði land- læknis, færðist skjddan um að taka til annara ráða og skyldan að bjarga öðrum landshlutum, yfir á herðar heilbrigðisráðherra. Hann ber því ábyrgð á því sem gert hefir verið og ógert hefir verið lát- ið, um ráðstafanir út um land. Sitthvað hefir verið gert að vísu til bjálpar og varnar út um land, fengnar fréttir, og menn sendir. Og eitthvað gert að sóttvörnum. En það hefir verið fyrst og fremst hörmulega seint, í annan stað alt of lítið og loks hefir vantað alt yfirlit ytir ástandið og samtaka ráðstafanir á öllum stöðum. Það stafar alt af því að heil- brigðisstjórnin heíir ekki falið mál- in sérstökum mönnum, sem ekki þyrftu annað að gera og gætu gengið að því með festu og forsjá. Var dæmið við hendina í starfi bjúkrunarnefndarinnar hér í bæn- um og lá beint við að nota enu starfskrafta þess manns sem þar gekk bezt fram og átti uppástung- una um að það starf var hafið. > Nú loks á að setja á stofn sér- staka skrifstotu, eftir þriggja vikna látlausa vinnu að undirbúning hennar.(!) Er betra seint en aldrei. En ef það er satt sem sagt er, að fyrir þeirri skrifstofu eigi að standa tveir starfsmenn af fjármálaskrif- stofunni, menn sem þar eru störf- um hlaðnir, og þurfa auk þess að veita aðstoð á atvinnumálaskrif- slofunni, sem nú sem stendur er nálega mannlaus — þá er ekki meiri né röggsamlegri aðgerða að vænta af starfi skrifstofunnar, en af hinu þriggja vikna látlausa starfi um að koma skrifstofunni á fót. Og má þá getur leiða að því hvernig fara muni. Þegar fréttirnar bárust um á- standið i Skaftafellssýslu eftir gosið,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.