Tíminn - 27.11.1918, Side 2
234
TIMINJN
var þegar brugðið við og skip
sent austur með vistir og tunnur
undir saltkjöt. t*ótt sú ferð hafi
kostað milli 20 og 30 þúsund
krónur, en það verðmæti í vörum
sem flutt var og þangað og þaðan
flyzt — saltkjötið — sé miklu
minna virði, þá dettur engum lif-
andi manni í hug að finna að
þessari ráðstötun. Þvert á móti.
Þetta var röggsamlega og vel gert.
Þegar um það er að ræða, að
bjarga úr neyð, er ekki horft í slíkt.
En hér liggur margfalt meira
við. En nú er ekki brugðið við
með neinni rögg. »Misvitur er
Njálk.
Þessi breytni heilbrigðisstjórnar-
innar, að vilja endilega halda
framkvæmdunum beint undir
handarjaðrinum á sér og láta þær
fara sér úr hendi með slíku for-
sjárleysi og seinlæti — sem eðli-
legt er að vissu leyti vegna margra
annara starfa sem á henrii hvíla
— er alveg óskiljanleg og alveg
óafsakanleg.
Má geta þess í þessu sambandi
að sá af ráðherrunum semheimaeru,
sem kunnugastur er högum manna
í sveitum og veit því bezt hver
hætta hér lá fyrir dyrum, kvað
ekki hafa fengið að koma neinum
ráðum við, enda vildi hann stofna til
miklu röggsamlegri aðgerða en
orðnar eru og gera það miklu fyr.
Fregnirnar berast alvarlegri með
degi hverjum um ástandið í sveit-
unum. Og veikin er komin um
hálft ísland.
Meir en þrjár vikur eru liðnar
síðan veikin magnaðist, en nægi-
lega öruggar ráðstafanir eru ekki
enn gerðar af hálfu heilbrigðis-
ráðherra.
Hversu mörg mannslíf eiga að
týnast til þess að sannfæra heil
brigðisstjórnina um að hún verð-
ur að fá ráðstafanirnar öðrum i
hendur, þeim sem geta gefið sig
alla við þeim og með fullri
rögg.
Sterling hefir nú legið hér í
þrjár vikur og ekki getað fengið
afgreiðslu. Nú fer að líða að þvi
að skipið geti siglt þeirra hluta
vegna. Sagt er að á annað hundr-
að farþega bíði hér eftir fari með
skipinu.
Er nokkurt vit i því að sleppa
skipinu með farþegum í hringferð
kringum landið?
Mikil óþægindi geta orðið að
því fyrir einstaka mann að fá
ekki far að sinni. En hvað vega
þau óþægindi á móti hinu, ef
veikin berst á Austurland og Norð-
urland og fær að fara þar drep-
andi um bygðirnar. Einn læknir
er t. d. á öllu Fljótsdalshéraði.
Pað á að banna það að nokkur
maður fái far með Sterling iil þeirra
hafna sem ekki eru sýktar af drep-
sóttinni.
En til þess að skipið geti þó farið
ferðina, œtti það að taka með sér
verkamenn héðan úr bœnum, sem
önnuðust alla uppskipun og útskip-
un vara, þannig að menn af skip-
inu þgrftu ekki að hafa nein mök
við menn í landi. —
Landpóstar eiga að fara snemma
í næsta mánuði. 1 sambandi við
ferðir þeirra er bráðnauðsynlegt að
gera alvarlegar ráðstafanir.
Pá verður að vera komin skýr
og glögg aðgreining á sýktum hér-
öðum og þeim sem á að verja og
verðir á mörkum.
Og þar sem póstur kemur á þau
mörk verða að verða mannaskifti
við póstinn.
Eftir því sem útlendir læknar
segja ætti að mega ganga svo frá
um póstsendingar að veikin berist
ekki með þeim. —
Fleiri einstakra atriða verður
hér ekki getið að sinni.
En bygðirnar ósýk'tu eiga þá
kröfu á hendur heilbrigðisstjórn-
inni að hún geri þær ráðstafanir
sem duga til varnar. Og þau héröð
sem sýkt eru eigi síður um bjargir.
Og hið óbœtanlega tjón sem orðið
er talar skýrum orðum, að aldrei
verður ofmikið gert um að verjast.
Eina hœttan er að gera of litið.
Grasbresturinn,
Það munu margir hafa álitið,
að tún í góðri rækt mundi ekki
geta brugðist eins stórkostlega eins
og raun varð á í sumar. Af öllu
landinu er að heyra sömu söguna,
túnin kalin og töðubrest mikinn.
Beztu túnin munu ekki hafa gefið
meira en 2/3 af venjulegri uppskeru,
önnur Vz, nokkur a/3 og jafnvel er
talað um nokkur tún, sem alls
ekki urðu slegin á sumrinu.
Þegar svo þar við bætast miklar
skemdir á útengi, einkum harðvelli,
er voðinn sýnilegur og stórtjónið
sem af því hlýst.
Hvað mun valdið hafa þessum
miklu skemdum? Sumir halda að
vetrarfrostin mildu munu valdið
hafa. Aðrir, og þar á meðal eg,
álíta að vorhretið hafi valdið.
í marz kom góður kafli, þiðnaði
jörð talsvert, og mátli jafnvel sjá
lit á túni. Sáust þá engar skemdir.
En um páskaleytið gerði snögglega
norðanbál, með 19 stiga frosti á
bera, blauta og gljúpa jörðina.
Efsta skánin lyftist við frosíið
(vatn eykur rúinmál sitt um Vio
við að frjósa) og tók með sér
rótarhálsinn, en fínni rótargrein-
arnar, sogræturnar, sátu fastar í
vetrarklakanum. Rótin hlaut því
að slitna í sundur, en þá var líka
úti um varanlegt líf plöntunnar.
Þessa skoðun mína dreg eg
beint af því, að viða í vor í »kal-
skellunum« sá eg ræturnar sundur
slitnar við athugun, og útlent sáð-
gresi í nýlegum sléttum, sem ná-
lega gersamlega hvarf, lá víða
laus! ofan á sem flekkur væri.
Eins og allir muna komu frostin
óvenju snemma í fyrra haust. Tún
voru þá víða nýslegin í annað
sinn, og víða var enginn áburður
kominn á þau þeim til skjóls. Það
er því mjög hætt við því, að plönt-
urnar hafi verið illa undir veturinn
búnar, vantað vetrarforðann og því
illa þolað áfellinn. \
Það er ekki tóm lilviljun, að
beztu ræktar túnin eru verst farin.
Yngri slétturnar lakari en þær
sem meir eru signar. Eða, því
lausari og blautari sem jörðin var
þegar hretið skall á, því meira
hefir frostlosið orðið og skemd-
irnar.
Yið þessu er nú ekki gott að
gera, ef rétt er ályktað hjá mér.
En ýmislegt má varast, sem sýni-
lega skemdi túnin á þessu vori og
vetri. T. d. öll umferð manna og
skepna, jafnvel inátti sjá slóðina
eftir vagna eða $leða, þó sjaldan
væri farið.
Enn fremnr þóttist eg sjá greini-
legar skemdir hér á túnum, sem
eg var nýbúinn að herfa rétt fýrir
hretið. Sáust síðar um vorið svart-
ar rispurnar eftir gaddavírsslóðann
á túninu. Álít eg því varasamt
að slóðadraga yfir rótina mjög
snemma, nema þegar vel vorar,
að koma áburðinum ofan í rótina
mað vorrakanum.
1 fyrravor (1917) var foraFáburði
ekið á nokkurn hluta túnsins.
Síðasta daginn var kominn norðan
kuldastormur og jörðin þur. Enda
skemdist túnið svo, að þvagrákirn-
ar sáust lengi fram eftir vori líkt
og kalskellur. En í sláttarbyrjun
var þó þarna komið kafgras, sem
einnig skar úr i eftirslætti.
liingjar ófiarfjólanna.
III. Yilhjálmur II keisari.
Um engan þjóðhöfðingja Norð-
úrálfu, á síðari tímum, hafa verið
jafnt skiftar skiftar skoðanir og
um Vilhjálm keisara. Sumir telja
hann einn hinn mesta mann þessa
heims, en aðrir skoða hann, sem
hið mesta þrælmenni. Hvorugt er
satt. Vilhjálmur er vissulega eng-
inn stjórnvitringur, en hann er
hins vegar góðum gáfum gæddur
og ákaflega fjölhæfur og fjölment-
aður. ;— Meðal annars hefir hann
fengist við skáldskap, málaralist,
hljóðfæraslátt og lagasmíði. Hann
er einkennilega mælskur og mjög
orðheppinn. Ýmsar af setningum
hans eru orðnar að slagorðum,
sem allur heimurinn þekkir. Hann
er að sama skapi stórorður og ó-
gætinn í orðum, og oft hafa ræður
hans valdið hneyksli, og orðið til
hins mesta ógreiða fyrir þýzka
pólitík.
Enginn þjóðhöfðingi, síðan Loð-
vík XIV leið, hefir fundið jafn-
mikið til valds síns og tignar og
Vilhjálmur. Hefir hann oft látið í
ljósi þá skoðun sína, að vald hans
væri af guði þegið, og hann ætti
að eins að bera ábyrgð á gerðum
sínum fyrir guði, en ekki fyrir
mönnum. Heill konungsins er hið
æðsta lögmál (Salus regis, suprema
lux) hefir hann eitt sinn sagt, og
í tima og ótíma hefir hann pré-
dikað dýrð konungs- og keisara-
valdsins og verið andvígur öllum
frjálslyndum hreyfingum.
Vilbjálmur er hinn mesti starfs-
maður og ákaflega ráðríkur, og
vill í öllu láta mikið til sín taka.
En hann er mjög hvikull í lund
og yfir honum er jafnan eirðarlaus
óró. Segja svo fróðir menn, að þótt
stjórnmálaskoðanir hans séu ærið
miðaldalegar, þá sé hann þó að
skaplyndi barn vorra tíma. Hann
hefir í ríkulegum mæli hlotið ó-
þolinmæði, ókyrð og taugaveiklun,
sem einkennir stórborgarlíf nútím-
ans. Hann getur ekki selið eða
staðið hreyfingarlaus eitt augnablik,
og eins er andi hans og hugsanir
á sífeldri hreyfingu. Hefir stjórn-
málamönnum jafnan þótt ilt og
erfitt að vinna með honum. Því
honum snýst fljótt hugur, og hann
þolir enga mótspyrnu.
Stjórnmálabraut hans er því
næsta krókótt og full af ósamræmi.
Þar eð hann hefir til skams tíma,
ráðið miklu í sínu ríld, þá verður
saga hans ekki sögð, nema með
því, að segja sögu Þýzkalands á
stjórnarárum hans. Einkum í ut-
anríkismálum.
Vilhjálmur er fæddur árið 1859,
og er sonur Friðriks keisara III
og drotningar hans Victoríu, dóttur
Victoríu Englands drotningar. —
Vilhjálmur og Georg Englands-
konungur eru því systkynasynir.
Sannast hér sem oflar, að frændur
eru frændunr verstir.
Vilhjálmur fékk góða mentun i
æsku og dvaldi seinna tvö ár við
háskólann í Bonn. Lagði hann þar
stund á allskonar vísindi, og munu
fáir þjóðhöfðingjar hafa verið jafn
víðmentaðir og hann.
Árið 1888 kom hann til valda.
Bismarck hafði þá í nærri heilan
mannsaldur ráðið mestu á Þýzka-
landi. En nú var vald hans á för-
um. Gamli, ráðríki kanslarinn, sem
hafði skapað þýzka keisaradæmið
og keisarinn ungi og ráðríki áttu
ekki skap saman. Leið ekki á Iöngu
áður en milli þeirra hófst fullur
fjandskapur.
Bismarck hafði um nokkur ár
átt í harðri baráttu við jafnaðar-
menn og hafði fengið samþykt lög,
er sviftu þá ýmsum mannréttind-
um og kreptu að þeim á allar lundir.
Keisarinn var þeim líka andstæð-
ur í stjórnmálum, en hins vegar
dreymdi hann stóra drauma. —
Hann vildi verða einskonar frelsari
mannkynsins, og ráða bót á kjör-
um allra bágstaddra. Eitt af hans
fyrstu stjórnarverkum, var að kalla
saman alþjóðafund, til þess að
semja tillögur um, hversu kjör
verkamanna yrðu bætt. Fundurinn
varð árangurslaus, enda vann Bis-
marck honum alt það ógagn er
hann mátti. Keisarinn gugnaði er
á hólminn kom. Sneri hann nú
hatri sínu á jafnaðarmenn, og skip-